Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 52

Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 r?------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvern vilja sjálfstæðis- menn blekkja? MARGIR furða sig á málflutningi sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn um risnukostnað borg- arinnar. Þar er velt við steini sem ætla mætti að sjálfstæðismenn vildu síst hreyfa við. I tíð Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn fór _risna og móttöku- yXkstnaður úr böndum eins og svo margt ann- að, en nú reyna borg- arfulltrúar D-lista kinnroðalaust að telja sjálfum sér og öðrum trú um að sá árangur sem náðst hefur undir stjórn Reykjavíkurlistans sé létt- vægur. Gert er lítið úr tugmilljóna króna sparnaði sem náðst hefur við hagræðingu og síðan hætt var að veita sterk vín á vegum yfirstjórnar borgarinnar. Skoðum þessi mál nán- ar svo hver geti dæmt fyrir sig. Risnukostnaður lækkar um tugi milljóna ÍMeðfylgjandi mynd sýnir þá þró- un sem átt hefur sér stað frá 1991 og til 30.11. 1999 hjá borgarsjóði og fyrirtækjum borgarinnar. Eins og kunnugt er tók Reykjavíkurlistinn við stjórn borgarinnar um mitt ár 1994 og á árunum 1995-1999 (til 30.11. 1999) nemur móttökukostn- Steinunn Valdís Óskarsdóttir aður borgarsjóðs að meðaltali 19,3 mkr. á ári. Það er innan við helmingur af móttöku- kostnaði borgarsjóðs á síðasta kjörtímabili Sj álfstæðisflokksins sem var að meðaltali 42,3 mkr. á ári og hæst fór í 57 mkr. árið 1992. Ef litið er til heildar- risnukostnaðar, þ.e. yfirstjórnar, nefnda og fyrirtækja er meðaltal áranna 95-99 35,9 mkr. á ári samanborið við 56,8 mkr. á síðustu þremur árum Sjálf- stæðisflokksins, þ.e. 1991-1994. Risnukostnaður í þeirra tíð, sem aðallega felst í móttökum á vegum borgarinnar, var því 63,3% hærri en nú tíðkast. Oskiljanlegur málflutningur Það er ekki einungis óskiljanlegt heldur ótrúleg óskammfeilni hjá borgarfulltrúum D-listans að halda því fram að: „R-listinn hefur hreykt sér af því og viljað telja borgarbúum trú um að risna hafi lækkað veru- lega í tíð R-listans. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að þær fullyrð- ingar eru fjarri öllu sanni“ eins og segir í bókun sem þeir lögðu fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyr- ir árið 2000. Við umræður í borgar- Móttökukostnaður 1991 til 30.11. 1999 60.000 57DÖ7----------------------------------- [~| í þús. kr. á verðlagi í des. 1999 50.000-- 40.000 30.000 20.000 10.000 40.470 o> cs [ t - Borgarsjóður • Fyrirtæki 22.322 [ 20.508 o> n 6 23.992 ^ 22.937 V co 0 LJBS-LJIi, 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Risna Menn hljóta að spyrja, segir Steinunn Valdís Óskarsddttir, hvort sjálfstæðismenn í borg- arstjórn séu að reyna að blekkja sjálfa sig eða aðra. stjórn fimmtudaginn 6. janúar héldu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins uppteknum hætti og hver af öðr- um sté í pontu og lét sem hér væri um smáaura að ræða sem vart tæki að telja. Kom fram í máli eins þeirra að ekki væri hægt að bera saman tölur þar sem forsendur kynnu að hafa breyst. Það er að nokkru leyti rétt. Sú breyting varð í júlí 1994 að nýkjörinn meirihluti mótaði stefnu um móttökur á vegum borgarinnar sem í fólst að hætt yrði að veita sterka drykki í móttökum borgar- stjórnar og ítrustu hagkvæmni gætt við kaup á vörum og þjónustu. Árangurinn kom fljótt í ljós eins og meðfylgjandi yfirlit vitnar um. Rétt er að taka fram að færslur í bókhaldi eru með sama hætti og áð- ur og lægri kostnaður liggur ekki í færri móttökum né lakari viður- gjörningi við gesti borgarinnar. Veitt á grugg-ugum miðum Menn hljóta að spyrja hvort sjálf- stæðismenn í borgarstjórn séu að reyna að blekkja sjálfa sig eða aðra. Þess eru ótal dæmi að ef menn tyggja nógu oft sömu staðleysumar fara menn að lokum að trúa þeim. En í þessu tilfelli veiðir minnihluti borgarstjórnar ekki aðeins á afar gruggugum miðum heldur virðist hann firrtur öllu veruleikaskyni. Fæstir hefðu trúað að sjálfstæðis- menn í borgarstjóm Reykjavíkur mundu kalla eftir umræðu um risnu- kostnað. Kysu heldur að ekki væri rifjað upp hvernig að þeim málum var staðið hér á ámm áður. En framangreindar tölur um kostnað við risnu og móttökur endurspegla jafnframt stjórnarhætti og meðferð fjármuna í þeirra tíð. Eytt var um efni fram á öllum sviðum, fjármála- stjórn var í megnasta ólagi, stefnu- mörkun vantaði og skuldir hlóðust upp. Málflutningur þeirra nú og af- neitun á augljósum staðreyndum hlýtur að vekja spumingar um trú- verðugleika í öðmm málum. Þeim spurningum svari hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi. Sjálfboðastarf eftirlaunafólks og lífsfylling Sigurveig H. Sigurðardóttir ÁRI aldraðra sem svo var nefnt að fram- kvæði Sameinuðu þjóð- anna er nú nýlokið. Fjöldi greina birtist í Morgunblaðinu á árinu um mikilvægan mála- flokk aldraðra sem skiptir alla þjóðina máli. Má þar sérstak- lega nefna stuttar og gagnorðar greinar Jennu Jensdóttur sem hafa verið afar athygl- isverðar og ýmissa annarra sem langa reynslu og þekkingu hafa að baki. Leit mannsins að lífsfyllingu, hamingju og bættri heilsu hefur staðið yfir frá örófi alda og stendur enn. í Hávamálum stend- ur „maður er manns gaman“ sem þýðir að maðurinn sé félagsvera og við þurfum á hvert öðm að halda í blíðu og stríðu. Samfélag við annað fólk skiptir okkur máli, samvera í góðum og skemmtilegum félagsskap örvar okkur til dáða og bætir geðið og þar með heilsuna. Þeir sem hætta launavinnu á okk- ar dögum em flestir mun heilsu- hraustari en áður var og má það meðal annars þakka bættum lífs- kjöram og framfomm í læknavísind- um. Samkvæmt reglum sem almennt gilda í þjóðfélaginu hætta flestir vinnu á aldrinum 67-70 ára og tekur þá við tímabil sem sumir hafa nefnt langa fríið og fjöldi fólks hefur beðið óþreyjufullt eftir í mörg ár. A þessu tímaskeiði sem þá tekur við er afar mikilvægt að fólk haldi virkni sinni og fáist við verkefni sem gefur því lífsfyllingu. Slík verkefni geta til dæmis falist i sjálfboðastörf- um af margvíslegum toga. Samkvæmt rannsókn sem gerð var fyrir nokkm vom t.d. 36% af sjálfboðaliðum Rauða kross íslands 60 ára og eldri árið 1994 (dr. Sigrún Júlíusdóttir og Sigurveig H. Sigurð- ardóttir, „Hvers vegna sjálfboða- störf? - um sjálfboðastörf, félags- málastefnu og félagsráðgjöf*, Háskólaútgáfan 1997). Þá kom einn- ig fram að þessi hópur vann að með- altali 18 tíma á mánuði sem er 5 tím- um meira en unnið var að jafnaði. Sjálfboðastörf em skilgreind þannig að þau séu skipulögð þjón- usta við vandalausa einstaklinga eða afmörkuð samfélagsþjónusta sem rekin er af sjálfboðasamtökum eða annarri skipulagðri heild. Sjálfboða- liðinn leggur fram vinnu sína og frí- tíma í þágu meðborgara sinna eða samfélagsins án þess að þiggja laun Þórir S. Guðbergsson Reyðarkvísl - Glæsil. raðhús Vandaö 232 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt ca 40 fm bílskúr, 5 svefnherb., stórar stofur. Skipti möguleg á t..d. ný- legu raðhúsi eða parhúsi. V. 20 m. Kjarrhólmi 3ja herb. Falleg íbúð með glæsilegu útsýni, sérþvottahús, suðursvalir, hús í toppstandi. V. 8,1 m. Fossvogur - laus fljótlega Glæsileg mikið endurnýjuð 50 fm íbúð á fyrstu hæð í nýlega viðgerðu húsi. V. 6,6 m. Áhv. 3,5 m. (3941). Vesturvangur Fallegt 145 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 37 fm bílskúr. V. 17,5 m. Skipholt Falleg 47 fm íbúð í kj. V. 5,5 m. Áhvílandi 3,0 m. (3942). Miðbærinn - nýbygging Glæsilegar 2ja, 3ja og 4 herb. íbúðir á frábærum útsýnisstað. Sjávarútsýni. Teikningar og uppl. á skrifstofu. Valhöll fasteignasala Sími 588 4477. fyrir (sbr. áðumefnda rannsókn, 1997). Mörg dæmi er unnt að nefna þessu til skýringar. Einn af fram- kvöðlum í málefnum aldraðra í Reykjavík, Geirþrúður Hildur Bern- höft ellimálafulltrúi, og samstarfs- maður hennar, Helena Halldórsdótt- Sjálfboðaliðar Reykj avíkurdeild Rauða kross Islands, segja Sigurveig H. Sig- urðardóttir og Þórir S. Guðbergsson, hvetur fólk til að gefa mannúð- ar- og sjálfboðastörfum enn meiri gaum en fram til þessa. ir, fengu til liðs við sig fjölda sjálfboðaliða þegar félags- og tóm- stundastarf hófst á vegum borgar- innar fyrir 30 ámm. Flestir þessara sjálfboðaliða vom úr röðum félaga Rauða krossins, kvenfélaga og safn- aða og flestir komnir yfir miðjan ald- ur. Þau sjálfboðastörf sem unnin em innan Rauða kross-hreyfingarinnar em störf í þágu mannúðar, en mann- úð er eitt af gmndvallarmarkmiðum Rauða krossins. Sjálfboðaliðar Rauða krossins starfa á sjúkrahús- um borgarinnar, við bókaútlán til sjúklinga, afgreiðslustörf og við heimsóknir til þeirra sem em ein- mana og sjúkir. Einnig heimsækja þeir fanga og geðfatlaða, svara í síma Vinalínunnar (sem er þjónusta við þá sem þurfa mannlega hlýju og ein- hvem til að tala við) og taka þátt í margvíslegum átaksverkefnum. Reykjavíkurdeild Rauða krossins er stærsta deild Rauða kross Islands og starfa innan hennar um 500 sjálf- boðaliðar. Auk sjálfboðastarfs kem- ur deildin m.a. að rekstri og stjórnun fjölbreyttrar öldmnarþjónustu, (dagdeilda Múlabæjar og Hlíðabæj- ar, stoðbýlisins Foldabæjar sem er heimili fyrir minnissjúka, og Hjúkr- unarheimilisins Skógarbæjar) og HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞROUN HF. Fákafenl 11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisthrDun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.