Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 r?------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvern vilja sjálfstæðis- menn blekkja? MARGIR furða sig á málflutningi sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn um risnukostnað borg- arinnar. Þar er velt við steini sem ætla mætti að sjálfstæðismenn vildu síst hreyfa við. I tíð Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn fór _risna og móttöku- yXkstnaður úr böndum eins og svo margt ann- að, en nú reyna borg- arfulltrúar D-lista kinnroðalaust að telja sjálfum sér og öðrum trú um að sá árangur sem náðst hefur undir stjórn Reykjavíkurlistans sé létt- vægur. Gert er lítið úr tugmilljóna króna sparnaði sem náðst hefur við hagræðingu og síðan hætt var að veita sterk vín á vegum yfirstjórnar borgarinnar. Skoðum þessi mál nán- ar svo hver geti dæmt fyrir sig. Risnukostnaður lækkar um tugi milljóna ÍMeðfylgjandi mynd sýnir þá þró- un sem átt hefur sér stað frá 1991 og til 30.11. 1999 hjá borgarsjóði og fyrirtækjum borgarinnar. Eins og kunnugt er tók Reykjavíkurlistinn við stjórn borgarinnar um mitt ár 1994 og á árunum 1995-1999 (til 30.11. 1999) nemur móttökukostn- Steinunn Valdís Óskarsdóttir aður borgarsjóðs að meðaltali 19,3 mkr. á ári. Það er innan við helmingur af móttöku- kostnaði borgarsjóðs á síðasta kjörtímabili Sj álfstæðisflokksins sem var að meðaltali 42,3 mkr. á ári og hæst fór í 57 mkr. árið 1992. Ef litið er til heildar- risnukostnaðar, þ.e. yfirstjórnar, nefnda og fyrirtækja er meðaltal áranna 95-99 35,9 mkr. á ári samanborið við 56,8 mkr. á síðustu þremur árum Sjálf- stæðisflokksins, þ.e. 1991-1994. Risnukostnaður í þeirra tíð, sem aðallega felst í móttökum á vegum borgarinnar, var því 63,3% hærri en nú tíðkast. Oskiljanlegur málflutningur Það er ekki einungis óskiljanlegt heldur ótrúleg óskammfeilni hjá borgarfulltrúum D-listans að halda því fram að: „R-listinn hefur hreykt sér af því og viljað telja borgarbúum trú um að risna hafi lækkað veru- lega í tíð R-listans. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að þær fullyrð- ingar eru fjarri öllu sanni“ eins og segir í bókun sem þeir lögðu fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyr- ir árið 2000. Við umræður í borgar- Móttökukostnaður 1991 til 30.11. 1999 60.000 57DÖ7----------------------------------- [~| í þús. kr. á verðlagi í des. 1999 50.000-- 40.000 30.000 20.000 10.000 40.470 o> cs [ t - Borgarsjóður • Fyrirtæki 22.322 [ 20.508 o> n 6 23.992 ^ 22.937 V co 0 LJBS-LJIi, 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Risna Menn hljóta að spyrja, segir Steinunn Valdís Óskarsddttir, hvort sjálfstæðismenn í borg- arstjórn séu að reyna að blekkja sjálfa sig eða aðra. stjórn fimmtudaginn 6. janúar héldu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins uppteknum hætti og hver af öðr- um sté í pontu og lét sem hér væri um smáaura að ræða sem vart tæki að telja. Kom fram í máli eins þeirra að ekki væri hægt að bera saman tölur þar sem forsendur kynnu að hafa breyst. Það er að nokkru leyti rétt. Sú breyting varð í júlí 1994 að nýkjörinn meirihluti mótaði stefnu um móttökur á vegum borgarinnar sem í fólst að hætt yrði að veita sterka drykki í móttökum borgar- stjórnar og ítrustu hagkvæmni gætt við kaup á vörum og þjónustu. Árangurinn kom fljótt í ljós eins og meðfylgjandi yfirlit vitnar um. Rétt er að taka fram að færslur í bókhaldi eru með sama hætti og áð- ur og lægri kostnaður liggur ekki í færri móttökum né lakari viður- gjörningi við gesti borgarinnar. Veitt á grugg-ugum miðum Menn hljóta að spyrja hvort sjálf- stæðismenn í borgarstjórn séu að reyna að blekkja sjálfa sig eða aðra. Þess eru ótal dæmi að ef menn tyggja nógu oft sömu staðleysumar fara menn að lokum að trúa þeim. En í þessu tilfelli veiðir minnihluti borgarstjórnar ekki aðeins á afar gruggugum miðum heldur virðist hann firrtur öllu veruleikaskyni. Fæstir hefðu trúað að sjálfstæðis- menn í borgarstjóm Reykjavíkur mundu kalla eftir umræðu um risnu- kostnað. Kysu heldur að ekki væri rifjað upp hvernig að þeim málum var staðið hér á ámm áður. En framangreindar tölur um kostnað við risnu og móttökur endurspegla jafnframt stjórnarhætti og meðferð fjármuna í þeirra tíð. Eytt var um efni fram á öllum sviðum, fjármála- stjórn var í megnasta ólagi, stefnu- mörkun vantaði og skuldir hlóðust upp. Málflutningur þeirra nú og af- neitun á augljósum staðreyndum hlýtur að vekja spumingar um trú- verðugleika í öðmm málum. Þeim spurningum svari hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi. Sjálfboðastarf eftirlaunafólks og lífsfylling Sigurveig H. Sigurðardóttir ÁRI aldraðra sem svo var nefnt að fram- kvæði Sameinuðu þjóð- anna er nú nýlokið. Fjöldi greina birtist í Morgunblaðinu á árinu um mikilvægan mála- flokk aldraðra sem skiptir alla þjóðina máli. Má þar sérstak- lega nefna stuttar og gagnorðar greinar Jennu Jensdóttur sem hafa verið afar athygl- isverðar og ýmissa annarra sem langa reynslu og þekkingu hafa að baki. Leit mannsins að lífsfyllingu, hamingju og bættri heilsu hefur staðið yfir frá örófi alda og stendur enn. í Hávamálum stend- ur „maður er manns gaman“ sem þýðir að maðurinn sé félagsvera og við þurfum á hvert öðm að halda í blíðu og stríðu. Samfélag við annað fólk skiptir okkur máli, samvera í góðum og skemmtilegum félagsskap örvar okkur til dáða og bætir geðið og þar með heilsuna. Þeir sem hætta launavinnu á okk- ar dögum em flestir mun heilsu- hraustari en áður var og má það meðal annars þakka bættum lífs- kjöram og framfomm í læknavísind- um. Samkvæmt reglum sem almennt gilda í þjóðfélaginu hætta flestir vinnu á aldrinum 67-70 ára og tekur þá við tímabil sem sumir hafa nefnt langa fríið og fjöldi fólks hefur beðið óþreyjufullt eftir í mörg ár. A þessu tímaskeiði sem þá tekur við er afar mikilvægt að fólk haldi virkni sinni og fáist við verkefni sem gefur því lífsfyllingu. Slík verkefni geta til dæmis falist i sjálfboðastörf- um af margvíslegum toga. Samkvæmt rannsókn sem gerð var fyrir nokkm vom t.d. 36% af sjálfboðaliðum Rauða kross íslands 60 ára og eldri árið 1994 (dr. Sigrún Júlíusdóttir og Sigurveig H. Sigurð- ardóttir, „Hvers vegna sjálfboða- störf? - um sjálfboðastörf, félags- málastefnu og félagsráðgjöf*, Háskólaútgáfan 1997). Þá kom einn- ig fram að þessi hópur vann að með- altali 18 tíma á mánuði sem er 5 tím- um meira en unnið var að jafnaði. Sjálfboðastörf em skilgreind þannig að þau séu skipulögð þjón- usta við vandalausa einstaklinga eða afmörkuð samfélagsþjónusta sem rekin er af sjálfboðasamtökum eða annarri skipulagðri heild. Sjálfboða- liðinn leggur fram vinnu sína og frí- tíma í þágu meðborgara sinna eða samfélagsins án þess að þiggja laun Þórir S. Guðbergsson Reyðarkvísl - Glæsil. raðhús Vandaö 232 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt ca 40 fm bílskúr, 5 svefnherb., stórar stofur. Skipti möguleg á t..d. ný- legu raðhúsi eða parhúsi. V. 20 m. Kjarrhólmi 3ja herb. Falleg íbúð með glæsilegu útsýni, sérþvottahús, suðursvalir, hús í toppstandi. V. 8,1 m. Fossvogur - laus fljótlega Glæsileg mikið endurnýjuð 50 fm íbúð á fyrstu hæð í nýlega viðgerðu húsi. V. 6,6 m. Áhv. 3,5 m. (3941). Vesturvangur Fallegt 145 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 37 fm bílskúr. V. 17,5 m. Skipholt Falleg 47 fm íbúð í kj. V. 5,5 m. Áhvílandi 3,0 m. (3942). Miðbærinn - nýbygging Glæsilegar 2ja, 3ja og 4 herb. íbúðir á frábærum útsýnisstað. Sjávarútsýni. Teikningar og uppl. á skrifstofu. Valhöll fasteignasala Sími 588 4477. fyrir (sbr. áðumefnda rannsókn, 1997). Mörg dæmi er unnt að nefna þessu til skýringar. Einn af fram- kvöðlum í málefnum aldraðra í Reykjavík, Geirþrúður Hildur Bern- höft ellimálafulltrúi, og samstarfs- maður hennar, Helena Halldórsdótt- Sjálfboðaliðar Reykj avíkurdeild Rauða kross Islands, segja Sigurveig H. Sig- urðardóttir og Þórir S. Guðbergsson, hvetur fólk til að gefa mannúð- ar- og sjálfboðastörfum enn meiri gaum en fram til þessa. ir, fengu til liðs við sig fjölda sjálfboðaliða þegar félags- og tóm- stundastarf hófst á vegum borgar- innar fyrir 30 ámm. Flestir þessara sjálfboðaliða vom úr röðum félaga Rauða krossins, kvenfélaga og safn- aða og flestir komnir yfir miðjan ald- ur. Þau sjálfboðastörf sem unnin em innan Rauða kross-hreyfingarinnar em störf í þágu mannúðar, en mann- úð er eitt af gmndvallarmarkmiðum Rauða krossins. Sjálfboðaliðar Rauða krossins starfa á sjúkrahús- um borgarinnar, við bókaútlán til sjúklinga, afgreiðslustörf og við heimsóknir til þeirra sem em ein- mana og sjúkir. Einnig heimsækja þeir fanga og geðfatlaða, svara í síma Vinalínunnar (sem er þjónusta við þá sem þurfa mannlega hlýju og ein- hvem til að tala við) og taka þátt í margvíslegum átaksverkefnum. Reykjavíkurdeild Rauða krossins er stærsta deild Rauða kross Islands og starfa innan hennar um 500 sjálf- boðaliðar. Auk sjálfboðastarfs kem- ur deildin m.a. að rekstri og stjórnun fjölbreyttrar öldmnarþjónustu, (dagdeilda Múlabæjar og Hlíðabæj- ar, stoðbýlisins Foldabæjar sem er heimili fyrir minnissjúka, og Hjúkr- unarheimilisins Skógarbæjar) og HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞROUN HF. Fákafenl 11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisthrDun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.