Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 55

Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 Fischer skákmaður árþúsundsins son, stórmeistari, hélt stórgóðan fyr- irlestur þar sem hann velti fyrir sér hvaða skák það væri sem verðskuld- aði að vera kölluð besta skák 20. al- darinnar. Helgi kom víða við og margar þekktar skákir komu við sögu. Helgi gerði grein fyrir því hvað hann legði til grundvallar valinu og niðurstaðan varð sú, að hann taldi tvær skákir verðskulda titilinn. Önnur þeirra var 13. skákin í heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys í Reykjavík 1972, en hin var skák Kasparovs og Topalovs frá síðasta ári. Helgi skýrði síðan síðarnefndu skákina. Að fyrir- lestri loknum var að venju teflt og var skipt í tvo riðla. I a-riðli urðu úr- slit þessi: 1. Magnús Örn Úlfarsson 7 v. 2. Róbert Harðarson 614 v. 3. Jóhannes Gísli Jónsson 6 v. 4. Andri Áss Grétarsson 5‘á v. Efstu í b-riðli urðu: 1.-2. Þór Stefánsson og Andrés Kolbeinsson 6Í4 v. Þór og Andrés ávinna sér rétt til að tefla í a-riðli á næsta skemmtik- völdi sem er áætlað 14. febrúar. Þar verður kynnt val á skák aldarinnar sem tefld er af íslenskum skák- manni, en val á þeirri skák stendur nú yfir á heimasíðu Hellis. Jón L. sigrar hjá Hvítu örkinni Arlegt nýársmót Hvítu arkarinnar var haldið 9. janúar. Jón L. Árnason sigi-aði og fékk 14i4 vinning í 17 skákum. Hann tapaði ekki skák. Jó- hannes Gisli Jónsson varð annar með 1314 vinning. Þriðji varð Þor- steinn Þorsteinsson með 1214 vinn- ing. Mótið var mjög sterkt, en það er Ögmundur Kristinsson sem er skipuleggjandi þessara móta. Skákþing Reykjavíkur hafið Skákþing Reykjavíkur er hafið. Einni umferð er lokið og fátt var um óvænt úrslit. Þröstur Þórhallsson er eini stórmeistarinn sem tekur þátt í mótinu og verður að teljast sigur- stranglegur, þótt trúlega verði hartfc. barist um efsta sætið. Jón Viktor Gunnarsson sigraði á mótinu í fyrra og er því núverandi skákmeistari Reykjavíkur. Hann er einnig með að þessu sinni. Þátttakendur eru 64. Skákmót á næstunni SA. Parakeppni 16. janúar SA. Öldungamót (45+) 20. janúar. SA. Skákþing Akureyrar 23. jan- úar. SÍ. íslandsmótið í atskák, úrslit 28.janúar. _ .. - Daði Orn Jonsson Helgi Áss Grétarssop^ THIS UP FYRIR FÓLK Á UPPLEIÐ ... eftlr 8 daga Bobby Fischer SKAK svörtu er með þeim hætti sem Petr- osian sýnir í þessari skák er ljóst að ekki er von á góðu. 13.. ..Dxa4 14.Rxa4 Be6 15.Be3 0-0 16.Bc5 Hvítur hefur nú mjög þægilega stöðu þar sem hann er í cngri tap- hættu og með einföldum hætti tekst honum að bæta stöðu sína hægt og bítandi. 16.. ..Hfe8 17.Bxc7 Hxe7 18.b4! Kf8 19.Rc5 Bc8 20.f3 Hea7 21.He5 Bd7 Við fyrstu sýn virðist sem svai-tur standi óvirkt, en hafi þó trausta stöðu sem hann vill bæta með upp- skiptum á veiku a-peði sínu og bisk- upnum. Næsti leikur hefur án efa verið erfiðasta ákvörðun í skákinni fyrir hvítan þar sem ó- rökrétt virðist að skipta upp á sterkum riddara fyrir lélegan biskup. 22.Rxd7+!! Frábært stöðumat! Hvítur gerir sér grein fyrir að svartur vilji leika Bd7-b5 og hafi a6- a5 í sigtinu. Eftir þessi uppskipti nýtur hvítur hins vegar þess, að bar- áttan fer fram á báðum vængjum borðsins sem gerir biskup hans sterkari en riddara svarts sem svo leiðir til þess að mun erfiðara verður fyrir svartan að bæta stöðu sína. 22.. ..Hxd7 23.Hcl Með þessu hefur hvítur vald á báð- um opnu línunum og hótar Hcl-c6. 23.. ..Hd6 24.Hc7 Rd7 25.He2 g6 26.KÍ2 h5 27.f4 h4?! Mistök í erfiðri stöðu. 27...Hb8 hefði verið betra. 28.Kf3! Hótar Kf3-g4 og sækja h4-peðið, en til að koma í veg fyrir það verður svartur að veikja sjöundu reitaröð- ina allverulega. 28.. ..f5 29.Ke3 d4+ 30.Kd2 Rb6 31.Hee7 Rd5 32.HÍ7+ Ke8 33.Hb7 Rxb4 34.Bc4! Hótanir hvíts eru óviðráðanlegar á tveim neðstu reitaröðum borðsins. 1:0 Skemmtikvöld skákáhugamanna Skemmtikvöld skákáhugamanna var haldið í húsakynnum Hellis föstudaginn 7. janúar. Helgi Ólafs- Veftímaritið The Week i n Chess VALTWIC Á SKÁKMANNI ÁRÞÚSUNDSINS VE FTÍMARITIÐ The Week in Chess stóð nýlega fyrir vali á skák- manni árþúsundsins. Það voru les- endur þessarar prýðisgóðu vefsíðu Marks Crowthers sem greiddu at- kvæði. Það þarf ekki að koma mjög á óvart, að Bobby Fiseher hlaut flest atkvæði, en röð tíu efstu varð þessi: 1. Bobby Fischer 2. Gary Kasparov 3. Alexander Alek- hine 4. Mikhail Tal 5. Jose Capablanca 6. Emanuel Lasker 7. Anatoly Karpov 8. Paul Morphy 9. Mikhail Botvinnik 10. Viktor Korchnoi Tveir íslendingar voru meðal þeirra sem hlutu atkvæði. Friðrik Ólafsson, sem nýlega var kosinn skákmaður aldarinnar hér á landi, deildi 29. sæti listans með þeim Vladimir Kramnik og Nigel Short. Jóhann Hjartarson varð í 50. sæti. í tilefni af þessari útnefningu Fischers hefur Helgi Áss Grétai-sson rifjað upp eina klassíska skák með kappanum. Ákvarðanir Svart og hvítt þekur 64 reiti skák- borðsins. Þótt þessir litir séu yfir- gnæfandi á borði hinnar göfugu list- ar ei'u það mikil mistök þegar ákvarðanir eru byggðar á þeirri for- sendu, að allt sé annaðhvort hvítt eða svart. Engu að síður eru mistök þessi jafn algeng í skák og í lífinu sjálfu. Margir trúa því að margþætt- uð mál sé eingöngu hægt að leysa með einum hætti og að aðrar lausnir séu rangar og óferjandi. Þessi til- hneiging auðveldar vissulega mai-g- ar ákvarðanir, en leiðir oftar en ekki til slakra lausna á vandamálum og stuðlar að ósveigjanlegu hugarfari. Á hverjum degi stendur fólk frammi fyrir margvíslegum ákvörð- unum, jafnt stórum sem smáum. Yf- irleitt eru bestu ákvarðanirnar tekn- ar þegar reynsla og þekking fara saman, en tíminn sem gefst til að taka ákvörðun er ávallt takmarkað- ur. Einn af þeim heimsmeisturum í skák sem tókst meistaralega að spinna þessa þætti saman var Bobby Fischer. Þó að sveigjanleiki hans í daglegu lífi hafi ekki verið upp á marga fiska var þroski hans sem skákmaður um það leyti sem hann varð heimsmeistari einhver hinn mesti sem skáksagan hefur að geyma. Klassísk skák hans gegn Petrosjan í áskorendaeinvígi þeirra 1971 ber vitni um þetta. Hvítt: Robert Fischer Svart: Tigran Petrosian Buenos Aires 1971 Sikileyjarvörn [B42] l.e4 c5 2.Rf3 e6 3.d4 cd 4.Rxd4 a6 5.Bd3 Rc6 6.Rxc6 bc Gáfulegra er að taka riddarann með d-peðinu þar sem í framhaldinu verður peðastaða svarts honum óhl- iðholl. 7.0-0 d5 8x4 Rf6 9.cd cd lO.ed ed ll.Rc3 Be7 12.Da4+! Dd7 Vegna staka peðsins var betra að reyna að halda drottningunum á borðinu. 12...Bd7 var ákjósanlegra. 13.Hel! Algengt er að skákmenn, hvort sem þeir eru háir eða lágir, séu með alls konar afsakanir þegar slæleg frammistaða er annars vegai-. Til að mynda töldu bæði Petrosian og Lar- sen að ein stærsta ástæðan íýrir stórtapi þeirra í áskorendaeinvígj- unum gegn Fischer væri sú, að of sunnarlega var teflt á hnettinum og hitinn of mikill meðan á þeim stóð! Þegar skákmenn lenda undir í ein- vígi og byrjunartaflmennskan með Eqla bréfabmdi I tilefni árþúsundaskipta: Afsláttur sem getur skipt þúsundum. mm ■ • ■ i. Eb .M Hvergi siegio Egla brefabmdm hafa notið mikilla vinsælda meðal íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum, enda um afar vandaða framleiðslu að ræða. Þau fást í 5 mismunandi stærðum og litaúrvalið eykur enn á fjölbreytnina. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. ROÐ OC RECLA Mulalundur Vinnustofa SÍBS Sími: 562 6500 Slmbróf: 552 8819 Veffang: www.mulalundur.is Afslátturinn gildir frá 3. til 24. janúar 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.