Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 57
MINNINGAR
ANNA
JÓNSDÓTTIR
+ Anna Jónsdóttir
fæddist á Gauta-
stöðum í Hörðudal,
Dal., 14. október
1904. Hún lést á
lijúkrunarheimilinu
Skógarbæ, Reykja-
vík, miðvikudaginn
29. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jón Jón-
asson, bóndi á Gauta-
stöðum, síðar á Kald-
árbakka,
Kolbeinsstaðahreppi,
f. 11. maí 1871 á
Innra-Leiti, Skógar-
strönd, d. í Reykjavík 1. janúar
1936, og kona hans Ilalla Gunn-
laugsdóttir, f. 16. maí 1869 í Ytra-
Skógarkoti, Miðdölum, d. 19. júní
1927 á Kaldárbakka. Systkini
Onnu voru Guðrún, saumakona í
Reykjavík, f. 17. maí 1901, d. 16.
janúar 1994, og Jónas, eftirlits-
maður í Reykjavík, f. 20. október
1903, d. 3. september 1981.
Hinn 13. mars 1926 giftist Anna
Erlendi Ólafssyni frá Jörfa. Hann
fæddist á Jörfa 10. október 1897
og lést í Reykjavík 28. febrúar
1994. Þau eignuðust fjögur börn;
Ólaf, f. 24. apríl 1926, kvæntur
Helen Hannesdóttur; Höllu Guð-
nýju, f. 11. júlí 1928,
gift Trausta Krist-
inssyni; Pétur Ágúst,
f. 14. ágúst 1929,
kvæntur Áslaugu
Andrésdóttur, og
Agöthu Heiði, f. 20.
mars 1933. Hún gift-
ist Davíð Haralds-
syni, þau skildu, og
síðar Vilhjálmi Jóns-
syni sem er látinn.
Barnabörn Önnu og
Erlendar eru 15,
barnabarnabörnin
31 og barnabarna-
barnabörnin 8 tals-
Anna og Erlendur bjuggu fyrst
á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi í
fjögur ár, siðan í Leirulækjarseli í
Álftaneshreppi í þrjú ár og loks í
Tröð í Kolbeinsstaðahreppi. Þau
fluttust til Reykjavikur haustið
1935 og áttu þar heima eftir það,
lengst í Stigahlíð 12. Eftir búskap-
inn í sveitinni var Anna húsmóðir í
Reykjavík, en Erlendur starfaði
lengst af hjá Eimskipafélagi ís-
lands, síðustu áratugina sem
launaskrárritari.
Útför Önnu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Nú er öldin önnur. Með tákn-
rænum hætti kveðja nú öld og
amma. Fyi'ir mér er amma mín
tvímælalaust táknmynd þeirrar
aldar sem er að líða. Amma upp-
lifði þetta allt. Ferðalag úr sveit í
borg, stríðið og undraverðan upp-
gang eftirstríðsáranna. Iðulega
leitaði ég í sagnabrunn hennar.
Ævintýralegan brunn sem virtist
allt að því endalaus.
Amma Anna og afi Erlendur
voru ákaflega samrýnd hjón, harð-
dugleg og heilsteypt. Þau áttu gott
líf saman, eignuðust stóra fjöl-
skyldu sem þau unnu mjög.
Ég velti því stundum fyrir mér
sem strákur hvort það hafi nokk-
urn tímann verið klippt á nafla-
strenginn hjá mömmu og ömmu,
svo nánar voru þær. Enda vorum
við alla tíð með annan fótinn í
Stigahlíðinni. Við fórum í frí og
enn var hálfur hugurinn þar. Mér
þótti svolítið skrítið að mamma
mín væri litla stúlkan hennar
ömmu. Þær töluðu saman á hverju
kvöldi, stundum tímunum saman.
Það var með ólíkindum að heyra
háaldraða konu tala um málefni
dagsins, og það af rökfestu og
skynsemi. Konan sem uppalin var í
moldarkofa hafði jú enn ýmislegt
til málanna að leggja. Hún hafði
ákveðnar skoðanir og lá ekki á
þeim.
Það var svo mikill virðuleiki yfir
henni ömmu. Mér fannst hún alltaf
svo miklu stærri en aðrar ömmur.
Stór kona með stórt hjarta.
Ég kveð nú elskandi ættmóður,
kjarkmiklu konuna frá Kaldár-
bakka.
Vilhjálmur Vilhjálmsson.
í dag kveðjum við þig, elsku
amma, trausta og trygga konu,
sem var alltaf til staðar.
Amma var stórbrotin kona,
glæsileg og öllum til sóma. Og
þrátt fyrir háan aldur var hún enn
þá glæsileg, bar aldurinn svo sann-
arlega vel.
Heimili ömmu og afa var alltaf
óaðfinnanlegt, allt í röð og reglu,
hlýtt og notalegt og allir velkomn-
ir.
Elsku amma, takk fyrir allt i
gegnum lífið, allar góðu stundirnar
í Stigahiíðinni hjá ykkur afa og
takk fyrir allar sögurnar sem þú
sagðir mér þegar ég var lítil og
sögurnar úr sveitinni ykkar afa,
þær eru ógleymanlegar.
Amma mín, ég veit að afi hefur
tekið vel á móti þér og megi ykkur
líða vel saman á ný. Guð veri með
ykkur.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilis prýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
(V. Briem.)
Anna Björg og Sarah.
í dag verður jarðsungin mikil
heiðurskona, amma mín, Anna
Jónsdóttir. Lýkur þar með sögu
Stigahlíðar 12, sögu ömmu og afa,
sem áttu því láni að fagna að
ganga saman hönd í hönd, lífið á
enda. Eftir stöndum við, stór hóp-
ur afkomenda, með söknuð í huga
en þó fyrst og fremst þakklæti fyr-
ir allt.
Lífið sá fyrir því að amma fékk
mig í sextugsafmælisgjöf. Móðir
mín bjó þá í foreldrahúsum ásamt
systkinum mínum. Amma tók
miklu ástfóstri við litla drenginn
sinn og hann því sem sjálfsögðum
hlut. Þegar ég komst til vits og ára
og fékk smjörþefinn af lífinu
reyndist það mér mikil gæfa
hversu greiðan aðgang ég átti að
henni. Ekki nóg með að hún styddi
mig af krafti í öllu sem ég tók mér
fyrir hendur, hversu vitlaust sem
það var, heldur var hún um margt
ákaflega merkileg kona.
Þótt hún væri fædd í upphafi
aldarinnar og hefði orðið vitni að
meiri breytingum í íslensku þjóð-
lífi en nokkurn hafði órað fyrir var
hún að mörgu leyti langt á undan
sinni samtíð. Hún hafði fordóma-
leysi í deilumálum samtíðarinnar
og virtist fagna fjölbreytileika lífs-
ins. Oft fór ég mjög hugsi af henn-
ar fundi. Jafnrétti kynjanna var
henni í blóð borið og birtist með
afgerandi hætti í stuðningi hennar
við framboð Vigdísar Finnboga-
dóttur til forseta lýðveldisins. Kjör
hennar var ömmu sem persónuleg-
ur sigur og sendi hún Vigdísi og
dóttur hennar þá um jólin sjöl sem
hún hafði sjálf prjónað. Eg get
ekki skrifað um ömmu án þess að
minnast þess hve glæsileg mér
þótti hún. Hún var hávaxin og bar
sig með reisn allt til enda hvar
sem hún kom, svo eftir var tekið. í
klæðaburði var hún mjög smekk-
leg og kunni að meta snyrti-
mennsktí annarra.
Amma varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að geta dvalið að heimili sínu
þar til í sumar. Þó að amma væri
geysisterk hefði þetta ekki tekist
nema með aðstoð fjölskyldunnar
allrar, er þekkti og vlrti skoðanir
hennar.Skærri birtu stafaði hér af
eðlislægum mannkostum móður
minnar og tryggð sem engan endi
tók.
Síðustu mánuðum ævi sinnar
eyddi amma á deild 4-b á Borgar-
spítalanum og hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ. Við kviðum öll því
hvernig henni myndi líka sú vist.
Sá kvíði reyndist á margan hátt
ástæðulaus og vil ég nota tækifær-
ið og þakka því góða starfsfólki
fyrir umhyggjuna og virðinguna
fyrir mannlegri reisn sem var þar
auðsýnd.
í lok árs fóru kraftar ömmu
þverrandi. Síðustu fundirnir gáfu
til kynna að hún færi sátt við Guð
og alla menn. Lífsþorstinn sem
einkenndi hana var þó hvergi burt.
Hún kyssti og strauk myndinni af
afa eins og ástfangin sveitastúlka,
öll heimsins gæði mega sín lítils.
Þjóðskáldið orti:
Háa skilur hnetti
himingeimur.
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
Hvíl í friði, ástkæri vinur.
Lárus Jóhannesson.
í upphafi sjöunda áratugarins
hringir síminn í húsi í Reykjavík.
Lítill drengur hleypur í símann og
svarar. Konan sem hringir er
Anna Jónsdóttir frá Kaldárbakka í
Kolbeinsstaðahreppi. Anna, sem
var einstaklega barngóð, gefur sér
góðan tíma til þess að tala við
drenginn sem að samtali loknu
sækir móðurömmu sína, Helgu
Ólafsdóttur frá Jörfa í Kolbeins-
staðahreppi. Hver er í símanum?
Það er Anna mágkona.
Það liðu mörg ár þar til ég upp-
götvaði að Anna var ekki mágkona
mín heldur ömmu Helgu. Mér var
kannski vorkunn því Anna var líka
mágkona föðurömmu minnar, Val-
gerðar Ólafsdóttur frá Jörfa. Svo
var ég alla tíð í sveit á Jörfa hjá
Jónasi bróður þeirra og hans fólki
og auðvitað var Anna mágkona
hans líka. Amma Helga bjó á
æskuheimili mínu og lést þar 1986.
Anna og Helga töluðust við í
síma, vikulega, stundum daglega,
og hittust margsinnis á ári hverju.
Svipað má segja um móður mína
Soffíu sem hefur alla tíð átt mjög
gott samband við Önnu en auk
þess notið frændsemi eins og hún
gerist best við börn Önnu og
tengdabörn, bæði fyrr og síðar.
Símtöl mín við Önnu urðu því
mörg og fastur hluti tilverunnar.
Anna var viðræðugóð, minnug,
glettin, velviljuð í allra garð og
stálheiðarleg manneskja sem sagði
sína skoðun umbúðalaust. Oft þeg-
ar ég kom til Valgerðar ömmu
minnar, sem býr í Kópavogi, var
hún að ræða við Önnu í síma eða
hafði nýlega heyrt í henni. Öll dáð-
umst við að því hversu hress Anna
var alla tíð og hversu vel hún
fylgdist með öllum alls staðar eða
allt til þess er hún lærbrotnaði á
fyrra ári en eftir það hrakaði
heilsu hennar mjög hratt. Hún lést
hinn 29. desember sl., sátt við Guð
og menn.
Á heimili þeirra Önnu og Er-
lendar Ólafssonar frá Jörfa var
alltaf höfðingsbragur. Þau Erlend-
ur voru ætíð einstaklega snyrtilega
til fara og sama var að segja um
heimili þeirra en hvort tveggja var
til vitnis um saumakunnáttu Önnu
og algera reglusemi þeirra hjóna.
Allir voru innilega velkomnir til
Önnu og Erlendar, móttökurnar
einkenndust af mikilli gestrisni og
lífsgleði þeirra og gestirnir nutu
myndarskapar Önnu við heimilis-
hald. Hjónaband þeirra Erlendar
stóð í nær 70 ár og var einstaklega
farsælt. Þau áttu barnaláni að
fagna en afkomendur þeirra eru
allir sómafólk sem stóð þétt að
baki þeim hjónum á efri árum
þeirra. Erlendur lést í hárri elli ár-
ið 1994. Allt líf og starf þeirra
Önnu og Erlendar er okkur öllum
hinum til fyiirmyndar og eftir-
breytni. Fyrir það og samfylgdina
þökkum við systkinin, móðir okkar
Soffía, amma Valgerður og Jörfa-
ættin öll. Blessuð sé minning heið-
urshjónanna Önnu Jónsdóttur og
Erlendar Ólafssonar.
Viggó Jörgensson.
JOHANNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Jóhanna Krist-
jánsdóttir fædd-
ist á Eskifírði 23.
febrúar 1916. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 3. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Kristján Jóns-
son, f. 26.7. 1891, d.
17.8. 1974, og Stef-
anía Bjarnadóttir, f.
14.8. 1886, d. 17.4.
1954. Systur Jó-
hönnu: Guðrún, f.
7.12. 1917, Jónína, f.
11.1. 1920, d. 30.7.
1992, Ingibjörg, f. 19.6.1922.
Jóhanna giftist 19. desember
1936, Ingólfi Hávarðssyni frá
Eskifirði, f. 6. júlí 1913, d. 24. apríl
1992. Þau skildu. Dóttir þeirra er
Jenný Birna, gift Ólafi Valdimars-
syni og eiga þau tvö börn: Inga
Stefán og Guðrúnu Völu. Börn
Inga Stefáns og Birnu Ágústsdótt-
ur eru: Ólafur Ágúst, Amar Þór
og Hildur Sif. Börn Guðrúnar
Völu og Mikaels J. Traustasonar
eru: Kristján Ingi, Jenný og Diljá.
Jarðarför Jóhönnu fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Mig langar að minnast í nokkr-
um orðum nöfnu minnar og móð-
ursystur, Jóhönnu Kristjánsdótt-
ur, nú þegar henni hefur verið
ákvörðuð stund.
Jóhanna var alin upp í Skuld á
Eskifirði. Hún fór ung til Reykja-
víkur en æskustöðvarnar voru
henni kærar, margar góðar minn-
ingar átti hún og hafði gaman af
að rifja upp ýmislegt um mannlífið
frá æskuárunum fyrir austan.
Heiðarleiki og gjafmildi voru
meðal annars einkenni Jóhönnu.
Sérstaklega eru mér minnisstæðar
rausnarlegar gjafir sem sendar
voru ár eftir ár heim í Skuld og til
fjölskyldu Svavars bróður míns,
um jól og við ýmis önnur tækifæri.
Ætíð fylgdi hlýhugur og umhyggja
fyrir sínu fólki. Það var mikils
virði að finna slíkan hug bæði í
orði og verki sem kom ætíð frá
þeim systrum, Jóhönnu og Guð-
rúnu. Þær systur voru töluvert
samferða í lífinu, sérstaklega hin
síðari ár, og reyndist Guðrún mik-
ill stuðningur ekki síst síðustu árin
þegar Jóhanna var orðin heilsu-
tæp.
Sem ung kona átti Jóhanna við
illvígan sjúkdóm að stríða, það
voru berklarnir sem svo margir,
ekki síst ungt fólk, börðust við á
árum áður. Eftir að hún fékk
heilsu á ný vann hún í nokkur ár á
Vífilsstöðum. Hátt á þriðja tug ára
vann Jóhanna sem vökukona á
Kleppspítala þar sem hún vann
farsællega það vandasama starf að
vaka, oft ein á deild, yfir geðsjúk-
um. Henni var hlýtt til sjúkling-
anna og hún leit á það sem sjálf-
sagðan hlut að leysa starfið vel af
hendi og sýna fólki jafna fram-
komu.
Dóttir Jóhönnu Jenný og
tengdasonurinn Ólafur voru henn-
ar stolt. Barnabörnin þau Ingi
Stefán og Guðrún Vala voru ömmu
sinni mikils virði og síðar þegar
makar þeirra og langömmubörnin
komu til sögunnar urðu þau henni
einnig afar kær og miklir gleði-
gjafar. Jóhanna hafði þannig fram-
komu við börn, sem og aðra, að
auðvelt var að tengjast henni og
láta sér þykja vænt um hana.
Jóhanna var mikil hannyrðakona
og voru hannyrðir hennar fallegar
og vel unnar. I seinni tíð var hún
ætíð með eitthvað á heklunálinni.
Eitt það síðasta sem hún vann í
höndunum var heklað rúmteppi á
dúkkurúm handa litlu langömmu-
barni í jólagjöf.
Jóhanna var vinamörg og ætt-
rækin. Gestrisni var henni einnig í
blóð borin og hún hafði yndi af því
að umgangast fólk, oftast var stutt
í húmorinn og borið var rausnar-
lega á borð hvenær sem tækifæri
gafst. í seinni tíð
veittu vinirnir henni
margar ánægjustund-
ir með ræktarsemi
sinni við hana og
þannig má segja að
hún hafi uppskorið
eins og hún sáði. Mig
langar að minnast á
Guðlaugu Magnús-
dóttur, nágranna Jó-
hönnu og góða vin-
konu. Eg veit að
nánasta fólk Jóhönnu
ber þakklæti í huga ■
fyrir ómetanlegan
stuðning og vináttu
við hana síðustu árin.
Jóhanna átti í hjarta sínu ein-
læga trú og þegar hún talaði við
fólk í öðrum söfnuðum en þjóð-
kirkjunni sagði hún ákveðin: „Ég á
mína barnatrú. Þar með voru gefin
þau skilaboð að henni yrði ekki
hnikað.
Fyrir hönd okkar systkinanna
og fjölskyldna okkar sendi ég
Jennýju, Ölla, Inga og Völu, mök-
um þeirra og börnum, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur svo og
eftirlifandi systrum hennar, þeim
Guðrúnu og Ingibjörgu. Við biðj-
um Guð um styrk þeim til handa, -
því þau hafa misst ástvin sem skil-
ur eftir mikinn söknuð.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
nöfnu mína að og einnig fyrir að
synir mínir fengu að kynnast
ræktarsemi hennar og þeim gild-
um sem hún hafði í farteskinu,
varðveitti og skilaði til yngri kyn-
slóða. Hanna frænka er kvödd með
söknuði og um leið með þakklæti í
huga fyrir góðar minningar.
Jóhanna Eiríksdóttir.
Elsku systir okkar, við viljum
þakka samverustundirnar og
kveðja þig með þessum orðum:
Eg stend til brautar búinn,
mín bæn til þín og trúin
er hjartans huggun mín,
minn veiki vinaskari,
ég veit, þótt burt ég fari,
er, Herra Guð, í hendi þín.
(M. Joch.)
Guðrún og Inga.
Elsku amma mín. Þá hefur þú
sagt skilið við þennan jarðneska
heim. Það var sárt að kveðja þig
og hugsa til þess að eiga ekki eftir
að heimsækja þig framar eða
spjalla við þig í síma. Það hjálpaði
mér að hafa setið hjá þér kvöldið
áður en þú kvaddir, það var svo
mikill friður og ró yfir þér, þér leið
greinilega vel.
Ég á margar góðar minningar
tengdar þér og þær mun ég varð-
veita um ókomin ár. Þú varst mér
alltaf svo góð og samskipti okkar
voru náin. Þú fylgdist með, af
áhuga, því sem ég var að gera
hverju sinni og alltaf varst þú til-
búin að standa við bakið á mér.
Þér þótti mjög vænt um lang-
ömmubörnin þín, sem eru sex tals-
ins. Þér fannst gaman að fá þau í
heimsókn og alltaf áttir þú ís
handa þeim. Þú minntist oft á það
við mig að þér þætti leiðinlegt að
hafa ekki heilsu til þess að passa
börnin fyrir mig.
Síðustu tvö til þrjú árin hefur
þú oft verið lasin en alltaf andlega
hress. Það var gaman að spjalla
við þig. Þú varst með alla hluti á
hreinu og hafðir skoðanir á flestu.
Elsku amma, ég kveð þig að
sinni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning þín.
Þín,
Vala.