Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 63

Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 63 MINNINGAR elskulegheitum á allan hátt. Við hjón- in byrjuðum að búa í næsta húsi við þau Ólaf og góðu drengina þeirra. Ég held að fæstir sem byrja búskap séu að hugsa um hverjir nágrannar þeirra muni verða, við viljum vera út af fyrir okkur, við vorum það svo sannarlega. Engu að síður bundumst við Kristbjörg vináttuböndum sem hafa haldist í yfir fjörutíu ár. Urðum við góðar vinkonur, „stelpan mín“ sagði hún oft við mig, þar sem ég er yngri en hún. Við töluðum mikið saman um heimilishaldið þar sem við vorum báðar heimavinnandi, eins og algengt var í þá daga, heimilin voru áhugamál okkar beggja. Hún var mikil smekk- manneskja á alla hluti innanhús sem utan, að dekka borð var henni auðvelt og hugmyndaflugið óspart notað. Það var gaman að ræða við hana um mat- argerð og bakstur og þar kom maður ekki að tómum kofunum. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að fleiri en ég af hennar vinkonum eigi einhverja góða uppskrift af mat eða kökum frá henni. En minningar sem ég á um vin- konu mína eru tengdar mörgu fleiru. Ég nefni hér hennar einstöku hjálp- semi sem kom fram á aðfangadag jóla fyrir fjömtíu ámm og ljóst var að ekki yrði langt í fæðingu eins bams okkar hjóna. Þá kom Kristbjörg til að þjóða okkur aðstoð ef við þyrftum. Ég vissi að eiginmaður hennar og drengimir biðu heima, enda jólahá- tíðin um það bil að ganga í garð. Ég kynntist Kristbjörgu minni vel þarna og hennar góðu mannkostum. Enda sagði eitt barna minna: „Hún Krist- björg var alltaf svo einstaklega sönn og einlæg þegar hún faðmaði mann að sér þegar við hittumst." Eftir nokkur ár fluttum við á ann- an stað í hverfinu. Fann hún oft að því við mig í góðlátlegu gríni þó. Engu að síður héldust vináttuböndin, sem komu vel í ljós þegar eiginmaður minn veiktist og lést fyrir þremur ár- um. Hún var alltaf vinur vina sinna þótt langur tími væri oft á milli að við hittumst eða töluðum saman í síma. Þá var það eins og við hefðum hist í gær. Þessi heillandi og elskulega kona sem ég var svo heppin að vera nálægt á mínum fyrstu búskaparárum í Grundargerði er farin til þein'a heimkynna þai' sem vel vei'ður á móti henni tekið. Ég og börnin mín viljum þakka henni samfylgdina. Elsku Ólafur, synir og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk til að læra að lifa við þessar breyttu aðstæður og munu fallegu minningarnar hjálpa þar til. Hvíl í friði, mín kæravina. Sesselja Asgeirsdóttir. „Líf og tími líður og liðið er nú ár,“ hafa víst mörg okkar sungið við alda- hvörf. En hvað bíður okkar á nýju ári og öld? Lífið er oft fljótt að hafa hamskipti, og sýna okkur þær hliðar sem okkur hættir oft til að ýta frá okkur. Það var naumast vika liðin af árinu nýja þegar Kristbjörg vinkona kvaddi. Þegar litið er um öxl var hún svo samofin lífi okkar systra, að í raun lit- um við á hana sem eina af okkur. Leiðir Kristbjargar og miðsysturinn- ar Gyðu lágu saman við fjögurra ára aldur. í gömlu hverfi við Bergstaða- stræti fetuðu þessai' myndarlegu hnátur sín fyrstu spor milli húsa. Ki-istbjörg var einstaklega skemmti- legt og lifandi barn. Árin liðu og eldi'i systur Gyðu bættust í vinahóp þeirra og hefur sú vinátta haldist til þesssa dags. Kristbjörg óx upp og varð glæsileg stúlka, ljóshærð og björt yfirlitum og alltaf glaðleg. Um þetta leyti kynntist hún manni sínum Ólafi Jensen, og áttu þau fjóra gjörvulega syni, sem eru kvæntir mannkostakonum. Barnabörnin átta voru Ki'istbjörgu sannur gleðigjafi. Hún lét sér mjög umhugað um sinn eigin barnahóp sem og börn vina sinna. Vinkonan átti stórt hjarta og var örlát á að veita hlýju og elskusemi jafnt ungum sem öldnum. Um árabil starfaði hún við umönnum aldraðra og mun hafa veitt mörgum stóran hlut af sinni hjarta- gæsku og miklu hlýju. Hún hlaut mikla lífsreynslu sem hún mætti með aðdáunarverðu þreki, þegar fyrsta barnabarn hennar fæddist, gullfal- legur drengur, en hlaut svo erfiða fæðingu að hans heimili hefur alla tíð verið sjúkrastofnun. Þau Kristbjörg og Ólafur sýndu þessu hrjáða barni svo mikla ást og umhyggju að leit mun vera á slíkum kærleik sem þau auðsýndu barninu sínu sjúka. Það er skarð fyrir skildi þegar hún er horfin úr hópnum okkar. Allar er- um við hljóðar, en rifjum upp ljúfar stundir með henni þar sem hún var glöð og mikill veitandi og þátttakandi í gleði og sorg. Við þökkum henni hjartagæsku og elskusemi. Af alhug tökum við þátt í sorg Ólafs og alh'a barnanna. Syrgja skal spart þóttmisstiegmargt. Máttugur Herrann lifir. (Hallgr.Pét) Vinkonurnar Unnur, Gyða og Hulda Arnórsdætur. Við hjónin viljum minnast með nokkrum orðum góðs nágranna og vinkonu, Kristbjargar Jensen, sem látin er eftir langt veikindastríð. Fyrir rúmum fjörutíu árum er við festum kaup á nýlega byggðu húsi við Grundargerði í Smáíbúðahverfinu, sem þá var í byggingu, kynntumst við mörgu góðu fólki, sem bjó við götuna. í þessum hópi voru Kristbjörg og Ólafur Jensen, rafvirkjameistari, sem byggt höfðu sér hús nokkru neð- ai' við götuna. Þar áttu þau eftir að búa í yfir 40 ár og ala upp fjóra syni, sem allir hafa menntast vel og reynst mætir borgarar og stofnað sín eigin heimili. Það atvikaðist síðar þannig að þau seldu hús sitt um sama leyti og við og festu kaup á íbúð í Hæðargarði 29, sem byggt var sérstaklega fyrir eldri borgara. Þar höfum við einnig búið frá 1993. Það heftr verið gott að búa í nágrenni þessara sæmdarhjóna og aldrei hefir borið skugga á þann kunningsskap frá fyrstu tíð. Kristbjörg átti við mikið heilsu- leysi að stríða árum saman og sér- staklega hin síðari ár. Þá reyndist Ól- afur konu sinni frábærlega vel og gerði allt sem í hans valdi stóð til að létta henni lífið. Þrátt fyrir að allt væri gert sem í mannlegu valdi stóð til að vinna á þeim sjúkdómum, sem hrjáðu Rristbjöi'gu, fór svo að enda- lokin urðu ekki umflúin og andaðist hún á Vífilsstöðum hinn 5. janúar sl. Umhyggja fyrir vinum og vanda- mönnum var henni efst í huga ásamt þakklæti til þess góða fólks, sem hjúkraði henni á sjúkrabeði. Sátt við Guð og menn kvaddi hún þennan heim í byrjun nýrrar aldar og skilur eftii' góðar minningar hjá þeim sem haft höfðu af henni kynni. Að leiðarlokum þökkum við löng og ánægjuleg kynni og biðjum Guð að blessa syrgjandi eiginmann og ástvini alla. Bjarney og Asbjörn. + Hinn 9. janúar voru 100 ár liðin frá fæð- ingu ömmu minnar, Ki'istjönu Jónu Þorkels- dóttur frá Grímsey. Hún fæddist í Neðri- Sandvík í Grímsey 9. janúar 1900 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Þorkell Árnason bóndi, f. 18.8. 1878, d. 28.6. 1941, ættaður úr Grímsey, og kona hans Hólmfríður Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 10.6. 1878, d. 3.6.1969, ættuð úr Ólafsftrði. Kristjana var elst af sjö systkinum, hin voru: Guðrún Dýrleif, bjó lengst af á Húsavík. Árni, bjó í Grímsey. Hólmfríður Selma, bjó í Grímsey. Guðvarður Finnur, bjó í Ól- afsftrði. Bjöm Friðgeir, bjó á Húsa- vík. Frímann Sigmundur, býr í Garð- inum, er eini af systkinunum sem lifir. Hinn 17. júlí 1927 giftist Kristjana Sigurði Kristinssyni, f. 9.8. 1894, d. 10.11. 1937, ættuðum úr Þingeyjar- sýslu. Böm Kristjönu og Sigurðar era þijú. Vilborg, f. 1.5. 1929, ljósmóðir, gift Bjarna Magnússyni hreppstjóra, búa í Grímsey. Þau eiga fimm böm og 11 bamaböm, þar af eitt látið. Þorlák- ur, f. 5.1. 1931, oddviti, kvæntur Huldu Reykjalín, búa í Grímsey. Þau eiga sjö böm, 19 barnabörn, þar af eitt látið og tvö bamabarnaböm. Þorkell Ami, sjómaður og húsasmið- ur, f. 22.8.1934, kvæntur Bryndísi Al- freðsdóttur, búa á Húsavík. Kristjana og Sigurður byggðu sér bæ 1927 sem þau nefndu Hátún. Þau höfðu bara verið gift í 10 ár þegar Sig- urður lést, tvö ár þai' á undan hafði hann verið meira og minna á Akur- eyri að leita sér lækninga við maga- meini sem síðan dró hann til dauða. Samgöngur vora nú ekki betri en það Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. þá að hann var jarðaður á Akureyri án þess að amma kæmist til að vera viðstödd. Ekki er hægt að gera sér í hug- arlund hvernig ungu ekkjunni var innan- brjósts, stóð uppi ein með þrjú lítil böm. Nú var bara að bretta upp ermamar og það gerði hún svo sannarlega, gekk í hvaða vinnu sem var, fiskvinnu, skúring- ar, þvotta, allt til að sjá bömum sínum far- borða. Daginn sem elsta barnið henn- ar, Vilborg, var fermt, fóm þau með skipi til Olafsfjarðar. Hún hafði þá ráðið sig sem vinnukonu austur í Kelduhverfi, þar gat hún haft bömin hjá sér. Þar vora þau næstu tvö árin, síðan lá leiðin aftur út í Grímsey og við tók öll vinna sem til féll, þá vora bömin líka farin að hjálpa til. Kristjana bjó í Hátúni þar tii það vai' rifið 1954, eftir það bjó hún til skiptis hjá Vilborgu og Þorláki sem bæði vora farin aðjma í eyjunni. Nokkur ár var hún hjá Árna og Bryndísi á Akur- eyri og vann þá í skóverksmiðjunni Iðunni. Síðustu árin sem hún var í eyjunni bjó hún í litlu húsi sem Ámi spnur hennar átti og heith’ Sandgerði. Árið 1980 fór hún á dvalarheimili aldraðra í Skjald- arvík og lést þar 28.11.1992. Ég naut þeirra forréttinda, að vera elsta bamabam ömmu Kristjönu. Hún var á heimili foreldra minna þeg- ai' ég var lítil og alltaf nálægt, öll upp- vaxtarárin mín. Hún var einstaklega hlý, ljúf, góð og hafði endalaust tíma og þolinmæði við okkur bamabörnin, og þar held ég að ég tali fyrir munn okkar allra. Hún kenndi mér margt, þar á meðal að prjóna. Henni fannst ég ekki alltaf mjög áhugasöm og stundum flýta mér fullmikið og þá ekki nógu vel gert. Þá þýddi ekkert að- kvarta þótt hún léti mig rekja allt upp. Hún kenndi mér ógrynni af bæn- um og það var sama hvort var verið að fara með þær eða læra ljóð fyrir skól- ann, allt skyldi lesið fallega, ekki allt í belg og biðu. Við höfum oft hlegið að því systkinin eftir að við urðum fullorðin, þegar við áttum að fara að sofa, þá sat hún hjá okkur og prjónaði og svo var farið með faðirvorið og helling af bænum. Við voram þrjú og ekki alltaf syfjuð eða tilbúin að fara að sofa þegar var búið, samt borgaði það sig fyrir okk- m’, því ef við fóram fram úr aftur eða fóram að ólátast eftir bænalesturinn, þá urðum við að gjöra svo vel að fara aftur með alla ralluna. Umhyggjan sem hún bar fyrir okkur öllum barnabömunum og síðar lang- ömmubömunum var ómæld. Fyrsta hugsunin hjá henni var alltaf að gleðja aðra og hvemig hún fór stund- um að því veit ég ekki, því ekki átti hún digra sjóði, samt varð aldrei neinn útundan og alltaf nóg handa öll- um, hvort sem það var gott í munn- inn, hlýtt faðmlag eða huggunarorð, ekkert var of gott fyrir okkur og ekk- ert af þessu sparað. Vorið og sumarið 1979 vorum við í Sandgerði hjá ömmu, ég og fimm ára dóttir mín. Ég gat aldrei fullþakkað ömmu allt sem hún gerði fyrir okkur þá. Þegai' ég sit hér og skrifa þetta rifjast upp margar stundimar sem við sátum í eldhúsinu í Sandgerði. Hún að baka pönnukökur eða þær bestu lummur sem ég hef fengið, eða bara að tala um lífið og tilverana. Ég sakna oft þessara góðu stunda, en ég á nóg af góðum minningum um þessa dug- legu og góðu konu og þær lifa. Siggerður H. Bjamadóttir. + Eiginmaður minn, HERMUNDUR ÞORSTEINSSON bóndi, Egilsstaðakoti, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 15. janúar kl. 13.00. Jarðsett verður frá Villingaholtskirkju sama dag. Rútuferð verður frá B.S.f. kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á að láta Sjúkrahús Suðurlands njóta þess. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Laufey Guðmundsdóttir. + Sonur minn og bróðir okkar, ÓMAR BERGMANN JÓNASSON, Hátúni 10b, lést föstudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 14. janúar kl. 10.30. Jóhanna Magnúsdóttir, Magnús Bergmann Jónasson, Margrét Maronsdóttir, Ævar Bergmann Jónasson, Guðlaug Friðriksdóttir, Sigrún Jóhanna Jónasdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, BJARNA INDRIÐASONAR, Byggðarholti 1d, Mosfellsbæ. Guð blessi ykkur öll. Aðalheiður Valgerður Steingrímsdóttir, Svava Elíasdóttir, Steingrímur Bjarnason, Jóhanna H. Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Indriði Bjarnason, Ásta Guðjónsdóttir, Eyþór Már Bjarnason, Katrín Björk Baldvinsdóttir, Bjarni Marel Gunnlaugsson, Solveig Rut Sigurðardóttir, og systkini hins látna. + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, fjær og nær, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför SESSELJU SVAVARSDÓTTUR frá Saurbæ í Vatnsdal, Garðabyggð 8, Blönduósi. Njótið öll starfs, gleði og gæfu. Grímur Gíslason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Frænka okkar, ÞÓRDÍS BRYNJÓLFSDÓTTIR, áður til heimilis í Stangarholti 34, lést þriðjudaginn 11. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 15.00. Edda Magnúsdóttir, Berta Snorradóttir, Garðar Snorrason, Rósalinda Helgadóttir, Kristinn Heigason. ALDARMINNING KRISTJANA JÓNA ÞORKELSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.