Morgunblaðið - 16.01.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 16.01.2000, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lesið í málverk • • SPONSK HEFÐ- ARMÆR Gunnlaugur Blöndal Spönsk hefðarmær, olía á léreft 1934 (?), 83x68 sm. VAFALÍTIÐ má slá því föstu, að sýningin Lífshlaup í Listasafni Kópavogs hafi verið merkasti við- burður í íslenzkri myndlist á ný- liðnu ári, verði það einnig á því yf- irstandandi þar sem hún stendur yfir til 31. janúar. Einnegin einn mikilvægasti listviðburður liðinn- ar aldar, í Ijósi þess að þetta mikla cinkasafn hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar í Sfld og físki og Ingibjargar Guðmundsdóttur, telst ótvírætt skilvirkasta samsafn eldri Iistar á landinu ásamt safni Ragn- ars Jónssonar í Smára og Bjargar Ellingsen. Sér í lagi á verkum þeirra nýskapenda sem ruddu brautina i upphafi aldarinnar og eru skilgreindir sem sígildir mód- emistar. Samtímalist er svo öll framsækin myndlist frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar 1945, og þar mun safn Sverris Sigurðs- sonar í Sjóklæðagerðinni og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur viðamest. Athylisvert er að allir þrír voru stórtækir atvinnu- rekendur og miklir íslendingar, sem létu brjóstvitið ráða í lista- verkakaupum, en voru hér mörg- um opinberum innkaupanefndum þefvísari á ýmsar þjóðargersemar. I ljósi þessa alls, þykir mér rétt að lesa í nokkur málverk svo framningurinn fari síður frarnhjá fólki, að auk er um slíkan listvið- burð að ræða, að hann myndi hvar- vetna á Norðurlöndum kalla á fullt hús alla daga, hvað þá í hinum stærri löndum Evrópu. Það sem gerði Gunnlaug Pétur Blöndal (1893-1962) með tíð og tíma að einum ástsælasta málara íslenzku þjóðarinnar voru án efa hin munúðarfullu myndverk hans af ungum konum, en slík höfðu aldrei sést fyrr í íslenskri mynd- list. Hér var málarinn af feta franska hefð, einkum eins og hún birtist í dúkum pólskfædda málar- ans Moise Kisling (Kraká 1884- Sanary-sur-Mer 1975) en einnig Kees van Dongen (Delfshaven í ná- grenni Rotterdam 1877- Mónakó 1968). Báðir voru þeir fulltrúar hins svonefnda Parísarskóla og með virkustu málurunum á Mont- parnasse um sína tíð. Kisling nam við Fagurlistaskólann í París frá 1910, hóf þar nám á líkum tíma og Jón Stefánsson hætti hjá Matisse! Kisling hreifst upprunalega af áhrifastefnunni, impressjónistun- um, einkum Cézanne líkt og Jón Stefánsson, tók svo þátt í kúbísku tilraunum frumherjanna Picasso, Braque og Gris, en var einnig í sambandi við Derain og Modigli- ani. Þróaði mjög persónulegan og auðþekkjanlegan stfl, eins konar sambland af öllu saman, stfleink- enni sem ljóðrænt þunglyndi og dreymandi fjarhygli einkenndi. Dongen var meira fyrir úthverft innsæi í anda villidýranna, Fauv- istanna, áður en hann sneri sér að heimslegri málunarmáta sem gerði hann að einum eftirsóttasta portrettmálara efri stétta Parísar- borgar, litir mynda hans voru oft mjög sterkir og efnisríkir en mild- uðust er fram sótti. Eftir námsdvöl í Kaupmanna- höfn og síðar Ósló, þar sem Gunn- laugur nam hjá þeim nafnkennda málara Christian Krogh, hélt hann til Parísar og innritaðist í nýstofn- aðan og eftirsóttan skóla André Lhote 1921, sem málaði í litríkum kúbisma og var hátt skrifaður meðal ungra og framsækinna listn- ema, ekki síst frá Norðurlöndum. Það var stórt stökk frá Krogh til Lhote, og þótt franski lærimeista- rinn væri áhrifamikill rökfræðing- ur á myndlist má vera greinilegt að einu áhrifin frá honum sem skil- uðu sér til Islendingsins, voru djörf litameðferð og kúbisk og vits- munaleg myndbygging. Hins veg- ar voru áhrifin mun sýnilegri frá þeim fyrrnefndu, Kisling og van Dongen, sem Gunnlaugur mun vafalítið hafa haft gott tækifæri til að fylgjast með í gegnum Lhote, en allir höfðu þessir málarar vel merkjanleg stfleinkenni. Það höfðu þeir Gunnlaugur og Lhote þó sameiginlegt, að vera báðir út- lærðir tréskurðarmeistarar sem kemur að nokkru fram í málverk- um beggja, en á mjög ólíkan hátt. Málverkið Spönsk hefðarmær er í sýningarskrá sagt vera frá 1964, sem getur auðvitað ekki staðist, bæði var listamaðurinn látinn og svo er myndstfllinn mjög frábrugð- inn því sem hann málaði seinni hluta listferils síns, giska öllu frek- ar á 1934. Þetta er afar glæsilega máiuð mynd og útgeislan hennar slík að hún dregur á þann veg at- hygli til sín þar sem hún hangir á vesturvegg Vestursalar, að flest hverfur í nágrenninu. Og eins og fleiri konumyndir sem Gunnlaug- ur málaði á þessum árum er yfir henni mjúk plastísk áferð sem get- ur minnt á fagurlega mótaðan og fágaðan tréskurð. Litameðferðin er einnig plastísk í tónbrigðum sín- um, þannig að öll áherslan er lögð á sterklega mótaða og samræmda heild. Augu konunnar eru fjarræn, tómleg og dreymandi sem eykur á þokkafullan og ástleitinn Ijákraft- inn, pensilstrokurnar leiða hugann eitt augnablik að Cézanne, en þó enn fi-ekar Kisling og í forgrunni myndbyggingarinnar mótar fyrir stólbrík sem var algengt fyrirbæri í einhverri mynd, jafnt hjá Cézan- ne sem sporgöngumönnum hans, kúbistunum og síðkúbistunum. Þótt hendi konunnar sem hún styður léttlega á stólbríkina sé rétt merkjanleg og teikningin þar frá- brugðin og skissukenndari öðrum þáttum myndheildarinnar, fellur hún afar vel að byggingunni, hver og einn getur gengið úr skugga um það með því einu að setja fing- ur sína hér yfir, því þá verður rým- istilfinningin allt önnur. Undarlegt til þess að hugsa er svo er komið, að í þann tíma er myndin var máluð þóttu slíkar myndir afar djarfar og nektar- myndir voru það sem fólki datt síst í hug að hengja upp í híbýlum sín- um, þurfti hugrekki til, vakti eftir- tekt og umtal. Stúlkur er létu mála sig með ber bijóst, hvað þá all- snaktar, voru mjög svo á milli tannanna á fólki og var þannig langt fram eftir öldinni, hér greindi margur í verbúðinni á út- skerinu ekki hina sígildu og for- mrænu fegurð í nektinni. Fyrir aðra voru þesslags myndverk Gunnlaugs Blöndals þó nokkur undantekning vegna hins óræða og yfirnáttúrulega sakleysis sem útfrá þeim streymdi og höfðaði meira til upphafinna kennda fólks en nokkurrar tegundar losta. Tím- inn stóð kyrr í þeim og þær voni líkari íkonum í kvenlíki en holdleg- um sköpunarverkum, vöktu að vísu upp áleitnar girndir og þrár, en þó laugaðar allri synd í mann- heimi. Eitthvað svo blítt og ástleit- ið og samt óhöndlanlegt, líkast birtingarmynd femme fatale, hættulegrar konu og guðsmóður- innar um leið. Bragi Asgeirsson ‘TiCBoð Visa ocj 9íeimsfcCú66sins: 8 daga ferð til Suður-Afríku um páska hlýtur frábærar móttökur og selst ört, enda er verðið ótrálegt. Á tæpri viku seldist meira en helmingur sæta. Ferðin er auðveld, beint flug í fylgd valinna ferarstjóra og drauma- aðstaða ftíið ferðcrfýsitigu! Cape Town er höfuðborg héraðs sem vart á sinn líka í heiminum. Mesta blóma- og ávaxtaland heimsins, glitrandi af fegurð náttúrunnar. <Þú flCeymir seint útsýni af 'Borðfjattinu né Qóðrarvonaríiöfða eða kyöíii á WATEHCF^O!7\£T Misstu e fc íc i af ó cj C ey m an C eg um p ds kum í Cape ‘Ioiun 16.-23. apríC. Staðfestingargjald aðeins kr. 15.000 (má greiða á næsta úttektartímabili) FERÐASKRIFSTOFAN PRJMA" HEIMSKLUBBUR INCOLFS e *Hnm Pöntunarsímí: 56 20 400 Utnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TKAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.