Morgunblaðið - 16.01.2000, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR-2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd/Steve Tumer
Peter Foot með málverk af sjálfiim sér í bakgrunni.
Glímt við gátuna
um íslenskar forn-
bókmenntir
Peter Foote, fyrrverandi prófessor í nor-
rænum fræðum við University College, hef-
ur ekki aðeins augun á íslensku fornbók-
menntunum heldur einnig á nútímanum
eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að er
hún ræddi við hann í Gower Street.
UNIVERSITY College
við Gower Street,
skammt frá British
Museum í London, er
ekki aðeins ein bygg-
ing, heldur margar byggingar, sem
teygja sig niður eftir bróðurpartin-
um af þessari löngu götu. Vetrar-
sólin skín glatt í húsagarði aðal-
byggingarinnar og er svo hlý að
stúdentarnir á bekkjunum hafa
hneppt frá sér jökkunum. Unga
fólkið gefur gamalgrónu umhverf-
inu yfirbragð samtímans og í mat-
salnum heyrist Sweet Dreams með
Eurythmics í fjarlægð.
Lágvaxni maðurinn, sem situr
fyrir enda salarins, tekur vísast
ekki eftir tónlistinni, en hefur at-
hyglina á fræðiritinu, sem hann er
að lesa. Þarna hefur Peter Foote,
fyrrverandi prófessor í norrænum
fræðum við University College,
vanið komur sínar undanfarna ára-
tugi, auk þess sem hann hefur of-
tsinnis komið til íslands, því við-
fangsefni hans hafa verið íslenskar
miðaldabókmenntir.
Þótt áhuginn á íslensku hafi
vaknað á uppvaxtarárunum í Dor-
set datt honum ekki í hug annað en
að hann yrði í mesta lagi mennta-
skólakennari og íslenskan yrði
dægradvöl. Raunin varð þó önnur
og nú á hann að baki langan og
merkan fræða- og kennsluferil.
Hann hefur einnig verið afkasta-
mikill þýðandi íslenskra fræðirita á
ensku og miðlunarhlutverk hans því
ómetanlegt.
Samtalið fór fram á ensku, því
það er unun að heyra fágaða ensku
háskólamannsins. En það er ekki
síður unun að heyra íslenskan orða-
forða og orðauðgi Peters á íslensku,
sem sprottin er af áratuga fræðiiðk-
unum og djúpstæðri þekkingu á ís-
lenskum bókmenntum og menn-
ingu. Það er óhætt að fullyrða að
orðaforði hans er langtum meiri en
venjulegs meðal íslendings og hann
hefur reyndar áhyggjur af að auðgi
málsins eins og hann lærði það um
miðja öldina sé að glatast.
„Ég hef verið heppinn," er setn-
ing, sem Peter Foote tekur sér oft í
munn, hvort sem hann er að tala um
æsku sína kynni sín af íslensku eða
annað. Hann er fæddur í Dorset,
næstyngstur fimm sona búðareig-
anda og konu hans.
„Mamma var mikill lestrarhest-
ur, en pabbi las ekki annað en dag-
blöðin,“ rifjar hann upp. Það kom
ekki til að eldri bræðumir þrír
lykju öðru en skólaskyldunni, bæði
af því að í bænum var þá enginn
framhaldsskóli og eins af því að
ekki veitti af að létta undir með fjöl-
skyldunni.
Þegar kom að Peter og yngri
bróður hans voru aðstæður aðrar
og menntaskólinn kominn til sög-
unnar í bænum. Peter las allt sem
hann komst yfir af enskum bók-
menntum og þá einnig Ijóðum, sem
voru undir áhrifum íslenskra drótt-
kvæða. Drengstaulinn Peter var
einnig áhugamaður um bragarhætti
og kynnin af dróttkvæðum leiddu
hann síðan yfir í íslendingasögur.
„Ég var líka heppinn að hafa góð-
an kennara í enskum bókmennt-
um,“ segir Peter og sá leiddi hann
áfram, þegar áhugi hans var að
vakna á unglingsárunum. „Fyrsta
íslendingasagan, sem ég las var
Grettis saga, sem ég rakst á í gam-
alli þýðingu. Ég komst síðar að því
að þetta var afspyrnu vond þýðing,
en það skipti engu máli þá. Sagan
var góð,“ rifjar hann upp. Næsta
saga var Egils saga, líka í gamalli
og vondri þýðingu, en sagan stóðst
þýðinguna og skipti hinn unga og
áhugasama lesanda engu máli.
Frá mállýsku yfír
á fágaða ensku
Stríðið hafði ómæld þjóðfélags-
áhrif á kynslóð Peters. Hann var
tekinn í sjóherinn og leiðin lá um
allan heim. Um hríð var hann á
skipi í Norðursjónum, fylgdi skipa-
lestum upp að Thames-ósum. „Ég
hélt fyrst að það yrði ákaflega leið-
inlegt að sigla um Norðursjóinn, en
raunin varð önnur. Það er aldrei
leiðinlegt á sjónum, því hann er sí-
breytilegur." Þarna gafst færi á að
æfa íslensku, því um borð kynntist
hann Þór Olgeirssyni. Faðir hans
rak skipaútgerð. Peter missti síðan
sambandið, en vildi gjarnan vita
meira um fjölskylduna.
í stríðslok 1945 hélt skipið til
Stavangurs og 11. maí var gengið í
land þar. „Norðmennirnir voru
flestir hverjir ákaflega glaðir að sjá
okkur. Næstu þrjá mánuði sigldum
við á milli Stafangurs og Þránd-
heims og ég hugsaði með mér að
þarna vildi ég koma aftur,“ segir
Peter. Það varð úr og fyrr en hann
hafði dreymt um.
Fram í árslok 1946, þegar hann
losnaði úr hernum og fór aftur í há-
skóla, sigldi skip hans víða um með
alls kyns farm, meðal annars í Asíu.
Þar átti hann náðuga þrjá mánuði í
landi í Singapúr. „Þar las ég aftur
Bjólfskviðu,“ rifjar hann upp, þetta
breska fornkvæði, sem Grettis saga
er endurómur af. „Það var ekki sem
verst að vera þarna,“ bætir hann
við, hófstilltur í orðum á breska
vísu.
Lífshlaup bræðranna fimm var
ólíkt í stríðinu. Þeir þrír eldri, sem
allir voru orðnir fjölskyldumenn,
voru sex ár í stríðinu, sem var mikið
álag á fjölskyldumar, en þeir tveir
yngri voru skemur, lausir og liðugir
og áttu auðveldari tíma. Peter og
Paul, yngsti bróðirinn fóru báðir í
háskóla. Paul lagði stund á slavnesk
mál og varð síðan prófessor í
Oxford. Ólíkar aðstæður stíuðu
bræðrunum þó ekki í sundur og
bræðraböndin héldust.
„Háskólanámið hafði þó líklega
áhrif á enskuna okkar Pauls. Við
vorum aldir upp við opinmælta Dor-
set-mállýsku, en námið fágaði mál-
ið. Það er þó enn svo að hitti ég ein-
hvern frá Dorset, sem ég hef þekkt
síðan í æsku þá kemur mállýskan
upp í mér.“ Næstelsti bróðirinn
fluttist til Ástralíu og settist þar að.
„Hann kom einu sinni í heimsókn og
var alveg sá sami og áður,“ segir
Peter.
Háskólafyrirlestrar á kránni
Eftir stríðið hafði Peter ekki í
huga neinn sérstakan feril, heldur
aðeins áhuga á að læra íslensku bet-
ur, eftir kynnin af íslenskum bók-
menntum. „Ég var enn laus og lið-
ugur, svo ég gat óhikað leitað eftir
styrk til að fara til Noregs. Það var
enginn vandi fyrir einhleypan
manninn að lifa á styrk þar,“ rifjar
hann upp. Frá Ósló lá Ieiðin til Lon-
don, þar sem hann ætlaði að halda
áfram að læra íslensku. Honum datt
ekki annað í hug en að hann lyki
prófi, færi að kenna enskar bók-
menntir í menntaskóla og gluggaði í
íslensku sér til skemmtunar.
Norrænudeildin við University
College var stofnuð 1918, þá með
þremur stöðum en engri í íslensku.
A árunum um og eftir stríð var
Hugh Smith prófessor við Univers-
ity College. Hann stundaði örnefna-
fræði og hafði áhuga á íslensku og
færeysku. Til Islands hafði hann
komið 1947 í hópi erlendra fræði-
manna, sem íslensk stjórnvöld
höfðu boðið heim til að efla sam-
bandið út á við.
Árið 1947 var stofnuð staða við
deildina í forníslensku. Þá var Pet-
er svo heppinn að sá sem hana átti
að fá hafði ekki áhuga, svo Peter
fékk starfið og var því orðinn að-
stoðarkennari 1950. Að þessari
stöðu undanskilinni var eina staðan
í íslensku á Bretlandseyjum lekt-
orsstaða í Oxford, sem Gabriel Tur-
ville-Petre, síðar prófessor, gegndi.
Kennsluhættir þessa tíma koma
kannski á óvart núorðið. „Hugh
Smith hafði þann háttinn á að vera
með umræðutíma einu sinni í viku á
næstu krá. Mér hefur aldrei þótt
erfitt að drekka bjór og sótti tímana
með ánægju,“ segir Peter. „Það
varð svo úr að Smith spurði hvort
ég vildi aðstoðarkennarastöðu í ís-
lenskum fornbókmenntum. Því
hafði mig ekki órað fyrir, en datt
ekki í hug að hafna henni.“
Stjórnmálamenn hafa
farið illa með háskóla
Upp úr þessu bættust námsgráð-
urnar við, Peter kvæntist 1951,
eignaðist með tímanum þrjú börn
og varð prófessor í norrænum fræð-
um 1963, sá fyrsti við University
College. „Þetta voru góðir tímar,“
segir hann, „nógir peningar og við
gátum ráðið tvo kennara í íslensku,
þá Michael Barnes og Richard
Perkins.“ Norrænudeildin þandist
mjög út á þessum árum og nú eru
ellefu kennarai- við hana. Peter
hafði áhuga á færeysku og nútíma
íslensku, sem bætt var við, auk þess
sem kennt er í norrænni sögu. En
aðstæður hafa breyst. Það þykir
ekki lengur góð lenska að kenna úti
á krá og háskólaskrifræðið hefur
aukist gríðarlega. Sjálfur fór Peter
á eftirlaun 1983, „snemma, til að
hafa tíma til að vinna af viti,“ segir
hann. „Michael Barnes var kominn
til starfa og tryggt að skilja deildina
eftir í hans höndum. Ég hafði önnur
verk að vinna. Ástandið í háskólan-
um versnaði mikið eftir að ég hætti.
Margaret Thatcher kom hugsunar-
hætti fyrirtækjastjórnunar inn í há-
skólana og það hefur alveg sligað
þá. Það getur verið að margir
stjórnmálamenn séu háskólamennt-
aðir, en meðferð þeirra á háskólun-
um ber þess ekki merki að þeir hafi
notið þess að mennta sig.“
Islandsferð um miðja öldina
Peter fór í fyrstu íslandsferð sína
1951 og einnig hún var mörkuð
heppni. Hann hafði verið að vinna
að magistersritgerð sinni og þá set-
ið á British Museum og lesið Safn
til sögu íslands. „Einn góðan veður-
dag kom bókavörðurinn, því það
væri annar maður, sem vildi nota
verkið. Þar var þá kominn Björn
Þorsteinsson sagnfræðingur. Við
áttum eftir að verða mestu mátar.