Morgunblaðið - 16.01.2000, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.01.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANIJAR 2000 23 Ég dvaldist hjá honum og konu hans Guðrúnu Guðmundsdóttur Finnbogasonar, þegar ég var á Is- landi og kynntist þar frú Laufeyju, móður Guðrúnar." Eins og tíðkaðist á þeim tíma fór Peter í sveit til að læra íslensku og kynnast íslenskum háttum. Hann dvaldi að Hvammi í Dölum hjá séra Pétri Oddssyni. „Séra Pétur var skelfilega upptekinn, því hann var bæði prestur og bóndi og kannski ekki sérlega góður í hvorugu starf- inu, en hann var dugnaðarmaður og söngmaður mikill,“ segir Peter. „Þau hjónin unnu gríðarlega mikið og ekki mikill tími aflögu.“ Sjálfur nýtti Peter tímann ekki aðeins við heyskap, heldur ferðaðist um landið. „Ég skoðaði sögustaði," segir hann á íslensku. Meðal annars dvaldist hann að tilraunastöðinni að Reykhólum hjá Sigurði Elíassyni og danskri konu hans. „Ég rakaði heyi þar líka, þótt orðstír minn f þeirri grein væri ekki mikill.“ Ferð- in endaði á Akureyri, en alls var hann þrjá mánuði í ferðinni. Einstök gestrisni Gestrisni íslendinga á þessum tíma á hann ekki orð yfir. „Ég mætti einstakri gestrisni. Ég hafði engin tök á að greiða fyrir gistingu, heldur baðst gistingar eins og menn voru vanir á þeim tíma og var hvergi neitað. Auk gistingar fékk ég máltíð á hverjum degi. Og menn voru hinir þolinmóðustu að reyna að skilja íslenskuna mina.“ Almennt voru móttökurnar einkar alþýðlegar, en með undan- tekningu þó. „A síðari ferð gisti ég hjá Arnóri Sigurjónssyni höfðingja í Skagafirði. Hann var lærður mað- ur, sem skrifað hafði bækur, en það var eina heimilið, sem mér leið ekki vel á, því hann var mjög fágaður og afsakaði við mig íslenska matinn. Mér fannst ekki notalegt að fá slík- ar afsakanir bara af því ég var út- lendingur.“ Maturinn hrelldi Peter ekki á Is- landsferðunum. „Ég var reyndar ekki slyngur við að borða svið og gat alls ekki leikið það eftir Birni Þorsteinssyni að njóta þess að borða þorsk- og laxahausa. Hjá honum lærði ég seinna að borða hafragraut með slátri í morgunmat og kaffi með. Það kunni ég að meta.“ Annars segist Peter ekki hafa tekið mikið eftir hvað hann borðaði, en man helst eftir lamba- kjöti úr fyrstu ferðinni, utan hvað að presturinn á Prestbakka hafði veiðiréttindi og þar var borðaður nýr lax, sem bragðaðist einkar vel. Aðalferðamátinn var göngur, en Peter hafði þó tækifæri til að bregða undir sig hesti á stundum, þótt hann segist ekki hafa verið mikill hestamaður. „í fyrsta skiptið, sem ég spreytti mig við hesta var á ferð frá Kleifum í Gilsfirði að Prest- bakka. Bóndinn var að fara þessa leið ríðandi og bauð mér með. Það var fundinn handa mér hestur, en ég dróst fljótlega aftur úr og var alltaf um 300 fetum á eftir bónda. Ég tók eftir að hesturinn gaf frá sér mikil hljóð. Þegar á leiðarenda kom spurði ég hvaða hljóð þetta væru og fékk þá að vita að hesturinn væri 23 ára, jafngamall mér.“ Öðrum merkum tiltækjum Is- lendinga kynntist Peter einnig fljótt. Eitt sinn fór hann á rjúpna- veiðar með Birni, Brodda Jóhann- essyni og fleirum. „Við Björn óðum snjóinn og sáum ekki eina einustu rjúpu. Eftir þriggja tíma göngu settist Björn niður og kom þá auga á Strandarkirkju. Hann hét þá á kirkjuna og tuttugu mínútum seinna lá fyrsta rjúpan. Ég er ekki mikil skytta, en í lokin hafði Björn veitt fimm og ég tvær. Björn borg- aði síðan áheitið.“ Heimspekingurinn Sigurður - fræðimaðurinn Einar Ólafur Peter hafði eðlilega mikil kynni af mönnum eins og Sigurði Nordal, Einari Ólafi Sveinssyni og Jóni Helgasyni. Sigurði kynntist hann á íslandi, en hitti hann annars oftar í Englandi og heimsótti hann er Sig- urður var sendiherra í Kaupmanna- höfn. „Sigurður var heimsborgari, ákaflega virtur, mjög fágaður mað- ur, ekki hið minnsta hrokafullur, en vinsamlegur ungu fólki eins og ég fékk að reyna. Hann átti til að vera ögn tortrygginn á fólk, var oft eins og hann vildi fyrst aðeins sjá hvern- ig viðkomandi væri. Hann hafði þann góða vana að leiðrétta útlend- inga og kunni að meta viskí og te.“ Peter segist ekki viss um að hann sé mikill mannþekkjari, en þeir Sig- urður og Einar Ólafur hafi verið fjarska ólíkir menn. „Einar Ólafur var allt öðruvísi. A margan hátt var auðveldara að tala við hann um tæknileg atriði í bókmenntunum. Sigurður hafði lesið allt, en var ekki eins góður í einstökum fræðiatrið- um. Sigurður var ekki síður áhuga- samur um þjóðsögur en Einar Ólaf- ur, en hafði ekki smáatriði þeirra á takteinunum. Einar Ólafur var afar lærður og góður textafræðingur, en Sigurður var fremur heimspeking- ur.“ f framkomu voru þeir tveir einn- ig ólíkir. „Ég þekkti Sigurð ekki öðruvísi en sem fjarska glaðlegan viðmóts, en hvort það var aðeins glaðværð á yfirborðinu skal ég ekki segja til um. Einar Ólafur var ekki eins gáskafullur. Hann var oft hugsandi og jafnvel áhyggjufullur viðmóts. Það var þetta yfirbragð heimsmannsins yfir Sigurði, með votti af Einari Ben.“ Peter er ekki í vafa um að fræði- legur metnaður Sigurðar hafi verið mikill. „Hann skrifaði aðeins fyrsta bindið af íslenskri menningu. Hann lagði sitt af mörkum til að skýra af hverju og hvernig íslenskar bók- menntir urðu til, en líklega féllu hugmyndir hans ekki inn í and- rúmsloft samtíma hans. Hann skrif- aði einstaklega fagurt mál.“ Kuldi í Próvíant-garðinum Jóni Helgasyni prófessor í Kaup- mannahöfn kynntist Peter einnig vel og andrúmsloftinu á Árnasafni, sem þá var til húsa í Próvíant-garð- inum við Konunglega bókasafnið. „Ég átti góða vini á íslandi og var ekki góður í dönsku, svo ég reyndi að fara til íslands, þegar ég gat, en það var þægilegra að komast til Hafnar, en andrúmsloftið á Arna- safni þar var kuldalegt,“ segir Pet- er. Þar sátu þeir Jón og Ole Widd- ing og allir vissu að með þeim voru engir kærleikar. „Það komst enginn á safninu hjá að finna kuldann á milli þeirra,“ seg- ir Peter. „Starfsmennirnir skiptust í tvo hópa, en ég spurði aldrei hver ástæðan fyrir þessu væri, enda kom mér það ekki við. Ég gætti þess að- eins að koma eins fram við báða. Það var fjöldi ungra kvenna í vinnu hjá Jóni í þá daga. Sjálfur hafði ég verið í hemum og átti bara bræður, svo ég var ekki eins vanur slíkum félags- skap.“ Peter þekkti Jón af afspurn, þeg- ar hann hitti hann fyrst. „Mér var kunnugt um hina yfirgripsmiklu þekkingu hans og miklu hæfileika, sem ég vissi líka að skilaði sér ekki alltaf í skrifum hans. Mér líkaði skopskyn hans, en það átti líka við um hann að þegar maður stendur vel til höggs þá heggur hann,“ segir Peter og kemur með þessa beittu lýsingu á íslensku. „En Jón gat ver- ið með afbrigðum þolinmóður og vingjarnlegur við stúdenta og ráð hans gerðu vinnu þeirra enn betri. Hann lagði sig allan fram við að að- stoða þá sem hann fann að vildu gera vel.“ Því hefur stundum verið fleygt að Jón hafi nánast hrætt fólk, en Peter tekur ekki undir það. „Það er of mikið sagt, en allir vissu að hann gat verið hvassyrtur og það hélt kannski aftur af sumum að segja það sem þeim bjó í brjósti. En ég hafði lesið Ritgerðakorn og ræðu- stúfa og svo ljóðin hans og vissi því að hann var viðkvæmur maður.“ Reynslan sem ól af sér fornbókmenntirnar „Draumur allra, sem fást við ís- lenskar fornbókmenntir er að ráða leyndardóminn um af hverju þessar bókmenntir voru skrifaðar," segir Peter. „Það eru svo margir fræði- menn, sem hafa ekki lengur áhuga á tengslum þjóðfélags og bókmennta, heldur einhverju öðru. En í þessum tengslum liggur kjarni hinnar ís- lensku reynslu, sem náði hámarki á 12., 13. og 14. öld og sem ól af sér þessar bókmenntir. Sjálfur hef ég fundið mér saroastað í litlum vanda- málum í þeirri von að þau geti einn góðan veðurdag varpað einhverju ljósi á þessa íslensku reynslu.“ En hver er þá kjarninn í því, sem Peter kallar hina íslensku reynslu? „Undirstaðan undir íslenskum lær- dómi þessa tíma eru- örugglega menn eins og Isleifur Gissurarson og Gissur sonur hans. Þeir alast upp við aðstæður aðalsmanna heima fyrir og sækja svo lærdóm sinn til Vestur-Phalen. Þessi þýski lærdómur rennir stoðum undir sagnahefð, sem líklega þróaðist um hríð áður en hún var færð í letur.“ Peter bendir á að þessi þróun sé ekki einstök meðal landnema, þar sem þjóðernið verði fljótlega mikil- vægt. „En þróunin er einstök, því íbúarnir voru svo fáir. Þeir koma sér upp lagabálkum og þrátt fyrir vel skipulagt höfðingjaveldi þróast lögin. Og þrátt fyrir gott skipulag á einstökum svæðum þá er komið upp einum lögum fyrir alla eins og sést í Rekaþætti, lagabálki frá 12. öld. Höfðingjar, til dæmis á Austurlandi lögðu á sig tveggja vikna ferð til og frá þingi og tveggja vikna dvöl þar, svo eftir einhverju var að slægjast.“ Að mati Peters hafa lögin verið vanrækt fræðiefni, en þau eru lyk- illinn að skilningi á þessum tíma. „Lögin varpa ljósi á sögu, landa- fræði og landnýtingu þessa tíma og svo margt annað.“ Meira fé til Árnastofnunar gagnast íslenskum forn- bókmenntum Það fer oft í taugarnar á íslend- ingum þegar íslensk fornfræði eru kennd við „old Norse“ á ensku, í stað þess að tala um forníslensku. Peter tekur undir að enska heitið dragi athyglina frá íslensku og seg- ist sjálfur helst tala um íslensk efni. „Það er undarlegt að tala um „Nor- se“ í ensku, því orðið er hollenskt tökuorð frá 17. öld. „Old Norse“ er síðan samheiti fyrir fornsænsku, -dönsku og -íslensku. En við skul- um einnig hafa í huga að ekki er far- ið að tala um íslenska tungu fyrr en á 16. öld, en ég tek tillit til þessarar íslensku viðkvæmni og tala um forníslensku." Það er oft rætt um hvað íslend- ingar geti gert til að styðja við áhuga á íslenskum fornbókmennt- um úti í heimi. Hér hefur Peter svar á reiðum höndum. „Það besta sem íslendingar geta gert er að setja meira fé í Arnastofnun og gefa þannig ungu fólki tækifæri til að skapa sér framtíð í íslenskum fræð- um. En við skulum heldur ekki gleyma að miðöldum lauk ekki á Is- landi fyrr en um 1918. Því miður hafa síðari aldir verið vanræktar og það mætti gjarnan bæta við eins og þremur stöðum á Arnastofnun, sem tækju til þeirra.“ Peter er ekki á því að Islendingar eigi að hafa áhyggjur af fræðaiðk- unum erlendis, heldur veita styi’ki til erlendra stúdenta og fræði- manna til að koma til íslands og læra íslensku. „Ég er ekki að tala um íslenskunám í tvær vikur, held- ur til að vera í ár á íslandi til að læra nútíma íslensku, ekki aðeins fornmálið.“ Og Peter er ekki frá því að ís- lendingar sjálfir þyrftu að huga að eigin málakunnáttu. „Það má vera að blaðamenn og aðrir íslendingar skrifi á íslensku, en þeir virðast hugsa á ensku. Það væri ekki úr vegi að blaðamenn fengju við og við að taka sér frí til að læra móðurmál- ið upp á nýtt. Þegar ég var að læra íslensku um miðja öldina var hún full af orðatiltækjum og málshátt- um. Þetta ríkidæmi málsins er að hverfa." Launamldar - yreldslumidar í ársbyrjun er rétt að huga tímanlega að ýmsum gögnum sem skila þarf. Hér má sjá skilafrest ýmissa gagna sem skila ber á árinu 2000 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1999: Eftirtðldum gögnum parf afl sKiia til shattsijúra i síflasta lagi 21. janúar • Launamiðum ásamt almennu launaframtali. Á launamiðum komi meðal annars fram greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu. • Hlutafjármiðum ásamt samtalningsblaði. • Stofnsjóðsmiðum ásamt samtalningsblaði. • Bifreiðahlunnindamiðum ásamt samtalningsblaði. • Greiðslumiðum vegna lífeyrisgreiðslna, tryggingabóta o.þ.h. i síðesta lagi 21. febrúar 2000 • Afurða- og innstæðumiðum ásamt samtalningsblaði. • Sjávarafurðamiðum ásamt samtalningsblaði. í síflasta lagi 15. mai 2000 • Gögnum frá lífeyrissjóðum þar sem sundurliðuð er greiðsla iðgjalda sjóðsfélaga. Til og meö siðasta shiiadegi sKattframtata 2000 • Greiðslumiðum yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölulið C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt. • Gögnum frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar um eignarleigu- samninga um fólksbifreiðar fyrir færri en 9 manns sem í gildi voru á árinu 1999. M.a. skulu koma fram nafn leigutaka og kénnitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði er eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. Munið að skila tímanlega RSK RÍKISSKATTSTJÓRI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.