Morgunblaðið - 16.01.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 25
Geðhjálp segir niðurskurð fyrirhugaðan
Engar ákvarðanir teknar,
segir forstjóri spítalanna
„BOÐAÐUR hefur verið stórfelld-
ur niðurskurður á geðdeildum. A
sama tíma og opin umræða er með-
al almennings um þjóðarátak gegn
þunglyndi ræða heilbrigðisyfirvöld
bak við tjöldin um skerðingu á geð-
heilbrigðisþjónustu. Skerðingu sem
mun snerta fjölda þunglyndissjúkl-
inga.“
Ofangreint kemur fram í frétt frá
Pétri Haukssyni, formanni Geð-
hjálpar, og Ingólfi H. Ingólfssyni,
framkvæmdastjóra Geðhjálpar,
sem barst Morgunblaðinu í gær.
Segir þar jafnframt að stjórnvöld
hafi boðað að geðdeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur (SHR) þurfi að skera
niður um 100 milljónir miðað við
rekstur síðasta árs.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra og Magnús Pétursson,
forstjóri Ríkisspítalanna, mótmæla
þessum staðhæfingum.
Magnús segir að þessar yfirlýs-
ingar forsvarsmanna Geðhjálpar
séu algjörlega ótímabærar og
stormur í glasi. „Pað er rangt hjá
þeim að stjórnvöld hafi boðað nið-
urskurð, það eru sjúkrahúsin sjálf
sem þurfa að fjalla um þessi mál,“
segir Magnús. Hann segir að
sjúkrahúsin í Reykjavík standi
frammi fyrir því að halda sig innan
fjárlaga og nú sé verið vinna að
rekstraráætlun ársins sem tilbúin
verði í lok mánaðarins.
I frétt Geðhjálpar segir ennfrem-
ur svo um ætlaðan niðurskurð á
SHR: „Sjúkrahúsinu í heild er gert
að spara 260 milljónir. Geðdeildirn-
ar kosta 410 millj. á ári, þar af eru
200 millj. bundnar í rekstur Arnar-
holts. Skurðdeildin kostar aftur á
móti 1.300 millj. á ári en þarf ekki
að skera niður. Þetta sýnir að for-
dómar gegn geðsjúkdómum eru
meiri en áður var talið.“
Forstjóri spítalanna segir svo um
það atriði, að nú sé verið að fara yf-
ir alla starfsemi og rekstur spítal-
anna, geðdeildir jafnt sem aðrar, en
engar ákvarðanir hafi verið teknar
um niðurskurð. Benda mætti hins
vegar á að stjórnvöld hafi gert sér
far um að bæta aðstöðu geðsjúkra á
síðustu misserum.
Óviðeigandi að halda slíku
fram
í yfirlýsingu frá Ingibjörgu
Pálmadóttur heilbrigðisráðherra
segir að stjórnvöld hafi hvorki boð-
að né lagt á ráðin um 100 milljóna
króna niðurskurð á geðdeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur eins og
forráðamenn Geðhjálpar hafi hald-
ið fram. „Það er afar óviðeigandi að
halda slíku fram og tengja til dæm-
is við sjálfsvígstilraunir, eins og
gert er í fréttatilkynningu frá Geð-
hjálp. Heilbrigðisráðherra þykir
miður að félagasamtökin Geðhjálp
skuli beita sér með þessum hætti,“
segir í yfirlýsingu ráðherra.
Heilbrigðisráðherra bendir á að
lögð hafi verið áhersla á að treysta
fjárhag stóru sjúkrahúsanna í
Reykjavík, sérstaklega síðustu tvö
árin. Bent er á að framlög til
sjúkrahúsanna tveggja hafi árið
1998 átt að vera 13,9 milljarðar
króna en hafi orðið í raun 15,3 mill-
jarðar. í fyrra hafi framlög verið
áætluð 15,3 milljarðar en þau hafi
fengið 16,6 milljarða. í ár geri fjár-
lög ráð fyrir 17,4 milljarða króna
framlagi og við þá upphæð bætist
660 milljónir vegna stofnkostnaðar.
,A-f tölunum sést að það eru öf-
ugmæli að halda því fram að fjár-
lög, eins og Alþingi hefur samþykkt
þau, leiði til geigvænlegs niður-
skurðar á þjónustu við geðsjúkn,
eins og lesa má út úr fréttatilkynn-
ingu Geðhjálpar,“ segir að lokum í
yfirlýsingu heilbrigðisráðherra.
Kjúklingasala
hefur enn ekki
náð sér á strik
SALA á kjúklingum er enn um-
talsvert minni en hún var sl. sum-
ar, áður en umræða um kamphylo-
bakter-sýkingar kom upp.
Framleiðsla á kjúklingum hefur
verið meiri en sala frá því í ágúst í
sumar og því hafa birgðir safnast
fyrir hjá framleiðendum.
Sala á kjúklingum jókst mikið á
árunum 1997 og 1998 og framan af
árinu 1999. I lok júlí kom upp um-
ræða um kampylo-sýkingar í kjúkl-
ingum og dró við það verulega úr
sölu. Salan í ágúst fór niður í 229
tonn en hafði verið 287 tonn í júlí.
Samkvæmt nýjustu tölum Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins hefur
kjúklingasala ekki enn náð sér al-
mennilega á strik eftir þetta áfall
sem greinin varð fyrir. Salan í nó-
vember varð 224 tonn, en minnst
varð hún í október 201 tonn.
Framleiðsla á kjúklingum hefur
verið meiri en salan frá því að um-
ræðan um kampylo-sýkingar kom
upp. Munur á framleiðslu- og sölu-
tölum frá ágúst til nóvember er
rétt rúmlega 100 tonn, sem er sú
birgðasöfnun sem átt hefur sér
stað á þessu tímabili.
Þrátt fyrir að kjúklingasala hafi
dregist saman á seinni helmingi
ársins er ljóst að hún hefur samt
verið meiri á árinu 1999 en á árinu
1998. Ástæðan er mikil söluaukn-
ing á fyrri hluta síðasta árs.
Tölur liggja ekki fyrir um verð-
þróun á kjúklingum á síðari hluta
ársins, en talsvert hefur verið um
að kjúklingar hafi verið boðnir á
tilboðsverði. Út frá því má álykta
að kjúklingaverð hafi eitthvað
lækkað á seinni hluta ársins.
Borgarstjóri um yfírvofandi útburð
úr félagslegum íbúðum
Mikilvægast að
fólk sýni viðleitni
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, segir í samtali við
Morgunblaðið að ljóst sé að fólk
geti ekki ákveðið sjálft hvort það
býr í fríu húsnæði eða ekki, um
það gildi ákveðnar reglur og þær
gildi um alla.
I haust ákvað borgarráð að
leigusamningum þeirra leigjenda
félagslegra íbúða í Reykjavík, sem
ekki hefðu greitt leigu í meira en
ár, yrði rift innan nokkurra mán-
aða, semdu þeir ekki um greiðslu
skulda sinna og að í kjölfarið gæti
þurft að vísa þeim út. Þá var þetta
hópur um 50 leigjenda, en að sögn
Ingibjargar Sólrúnar hefur þeim
fækkað og eru þeir nú 29.
„Eftir helgi verður farið yfir þau
mál sem eftir standa og reynt að
átta sig á því hvernig er hægt að
vinna úr þeim, með þessum ein-
staklingum. Það verður reynt að
gera allt sem hægt er til að koma
þessu fólki á réttan kjöl. En ef fólk
vill ekki borga og sýnir enga við-
leitni í þá átt að semja um þessi
mál getur orðið óhjákvæmilegt að
vísa fólki út en það vonast auð-
vitað allir til þess að svo verði
ekki.“
Ingibjörg Sólrún segir mikil-
vægt að umræddir leigjendur leiti
til Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna þar sem farið verði yfir
stöðu þeirra og gerð áætlun um
hvernig þeir geti komið málum
sínum í rétt horf og samið um það
sem eftir standi af skuldum þeirra.
„Það er ekki gerð krafa um að
fólk greiði sínar skuldir á staðn-
um, heldur að það semji um skuld-
irnar. Það er hægt að semja um
þær til langs tíma og ef fólk er
ekki talið hafa greiðslugetu getur
það sótt um styrk til Félgagsþjón-
ustunnar. Það sem er mikilvægast
er að fólk sýni viðleitni og að það
sé samið um þessa hluti,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar um
afskrifaða skuld bæjarins
Liður í að bæta
stöðu leigjenda
félagslegra íbúða
Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, segir að sú ákvörð-
un að fella niður um 20 milljóna
króna skuld húsnæðisnefndar bæj-
arins, sé liður í því að koma málum
leigjenda félagslegi’a íbúða í betra
horf, en skuldirnar voru að mestu
leyti tilkomnar vegna vangoldinnar
leigu þeirra.
„Hér erum við að afskrifa skuldir
sem safnast hafa upp á mörgum ár-
um og talið var að bæjarfélagið
næði hreinlega ekki að innheimta.“
Magnús segir þessar skuldir hafa
verið vegna 50 einstaklinga og að
30 þeirra séu fluttir úr umræddum
íbúðum og það jafnvel fyrir all
löngu.
„Við höfum verið að reyna að
koma þessum málum í lag og var
ákveðið að afskrifa skuldir þar sem
við sáum að innheimtuaðgerðir
voru fyrirfram vonlausar. En það
þýðir ekki að við ætlum að taka
reglulega upp á því að afskrifa
skuldir. Við erum miklu frekar að
reyna að hjálpa fólki til að koma
málum sínum í lag og svo verður
reynt að fá það til að halda í horf-
inu.“
Magnús segir að reynt verði að
aðstoða fólk svo sú staða skapist
ekki að það nái að safna upp svo
háum leiguskuldum. Hann segir að
ekki hafi þótt ástæða til að vísa
umræddum leigjendum út úr íbúð-
um sínum, en að héðan í frá verði
ætlast til þess að fólk borgi leiguna.
r
A sunnudögum
eru fjölmargar
verslanir opnar.
VERSLANIR
frá kl. 13.00 - 17.00
STJÖRNUTORG
skyndibita- og veitingasvæðiö
frákl. 11.00-21.00
Aörir VEITINGASTAÐIR
og KRINGLUBÍÓ
eru meö opið fram eftir kvöldi.
Sími skrifslofu: 568 - 9200 Upplýsingasími: 588 - 7788