Morgunblaðið - 16.01.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 16.01.2000, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 Morgunblaðið/Ásdís Magni Sigurhansson og Guðrún Kristjánsdóttir, eigendur Álnabæjar. GARDÍNUR FYRIR GÁTTIRNAR VŒsnmmamtfF Á SUIMNUDEGI ► Guðrún Kristinsdóttir fæddist árið 1945 í Reykjavík en flutti níu mánaða gömul til Keflavíkur. Hún lauk hefðbundinni skólagöngu auk náms í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Eftir að hún gifti sig sinnti hún heimili og uppeldi en þegar börnin voru orðin stálpuð vann hún nokkur sumur hjá Islenskum markaði á Keflavíkur- flugvelli. Verslunina Álnabæ í Keflavík keypti hún haustið 1975 ásamt eiginmanni sínum, Magna Sigurhanssyni, en við rekstrinum tóku þau 1. janúar 1976. ► Magni fæddist árið 1943 í Reykjavík en flutti til Keflavíkur átta ára gamall. Eftir gagnfræðapróf hóf hann nám í Stýrimannaskól- anum í Reykjavík og lauk prófi þaðan 1965. Hann var 15 ára þegar hann fór í fyrsta síldartúrinn og stundaði sfldveiðar í mörg sumur frá Siglufírði eftir það. Síðustu tvö sumrin á námsárunum var hann farmaður hjá Hafskip og varð fastráðinn þar strax að námi loknu. Á árunum 1976-1979 vann hann í títvegsbankanum í Kefla- vík eða þar til hann hóf störf sem framkvæmdasljóri Álnabæjar. Magni er einn af stofnendum Hollvinafélags Stýrimannaskólans. Guðrún og Magni eiga tvö börn og sex barnabörn. Ellert Þór, son- ur þeirra, sér um framleiðsludeild Álnabæjar í Reykjavík, en dótt- irin, Unnur Magnea, býr í Keflavík og sér maður hennar, Einar Valgeirsson, að hluta til um rekstur Álnabæjar í Keflavík. eftir Hildi Friðriksdóttur GUÐRÚN segist alltaf hafa verið mikill „gardínusjúklingur", eins og reyndar margir aðrir Suðurnesja- búar. Að hennar sögn var ekki óalgengt á uppgangstímum útgerð- ar í Keflavík, að fólk ætti bæði sumar- og vetrargardínur fyrir alla glugga fyrir utan fjórar til fimm gerðir af eldhúsgardínum, ef jólag- ardínurnar voru teknar með. „Við vorum reyndar fyrst til þess að bjóða upp á sérstakar jóla- gardínur í eldhús fyrir 17-18 árum. Þá hafði enginn heyrt um slíkt,“ segir Guðrún og nær í myndir af ýmiss konar uppsetningum til að sýna blaðamanni. Það var þessi gríðarlegi áhugi fyrir gardínum sem varð til þess að samstarfskona Guðrúnar á Kefla- víkurflugvelli, sem hafði einnig rekið Álnabæ í tvö ár, spurði hvort hún væri ekki til í að kaupa versl- unina, sem seldi bæði vefnaðarvöru og gardínur. Guðrún játti því án umhugsunar og fékk fullan stuðn- ing Magna, sem þá var til sjós. „Við höfðum í um það bil þrjú ár verið að leita að einhvers konar starfsemi fyrir Guðrúnu til að glíma við þegar börnin voru að verða stór,“ bætir Magni við. Fólk hristi höfuðið Fólki þótti það mikil bjartsýni hjá þeim hjónum að kaupa verslun- ina og taka við henni í janúar þeg- ar sala á gardínum og vefnaðarvör- um lá alménnt niðri. Ekki fórnuðu menn síður höndum þegar þau ákváðu þremur mánuðum seinna að kaupa 130 fm húsnæði við Tjarnargötu 17 undir verslunina, sem hafði fram til þessa verið í leiguhúsnæði. Magni og Guðrún voru hins vegar full bjartsýni, enda var Álnabær eina verslunin í Kefla- vík sem seldi gardínur. Guðrún rifjar þó upp að þegar þau keyptu búðina hafði einungis ein rúlla af gardínuborðum verið seld allt árið á undan! Hún segist þó aldrei hafa hræðst það að verslunin myndi ekki ganga. Galdurinn var að finna eitthvað sem væri öðruvísi en var til á markaðnum. „Við fórum fljótlega að selja til- búnar eldhúsgardínur sem voru í allt öðrum stíl en áður hafði sést á íslandi," segir Guðrún. „Við flutt- um inn allt hráefni og hönnuðum gardínurnar sjálf og létum sauma þær. Móðir min, Þuríður Þórðar- dóttir, saumaði mikið fyrir okkur og var okkur mjög innan handar allt þar til hún lést. Hún saumaði allt heima, því við höfðum auðvitað yfir engri saumastofu að ráða.“ Það voru ekki einungis Suður- nesjamenn sem tóku þessari nýj- ung vel heldur spurðist þetta fram- tak til Reykjavíkur og menn gerðu sér ferð til Keflavíkur til þess að kaupa gardínur. Fljótlega sóttu Magni og Guðrún sýningar víðs vegar um heim og voru nösk að finna ný og öðruvísi efni en fengist höfðu hér á landi. „Á þessum tíma var engin heildsala hér með neinar spennandi vörur svo það var ekki um annað að ræða en leita að þeim erlendis. Við hönnuðum gardínurn- ar nánast á staðnum eða sáum að minnsta kosti hvað passaði vel saman,“ segir Magni fullur áhuga. Hann er því spurður hvort hann hafi einnig verið áhugamaður um gardínur gegnum tíðina. „Nei,“ svarar hann hlæjandi, „en við vorum í þessu saman og því veltum við þessu óhjákvæmilega fyrir okkur sarnan." Hann með fjármálin, hún í framkvæmdinni Verkaskiptingin var frá upphafi skýr milli þeirra Magna og Guð- rúnar og hefur verið alla tíð síðan, hann hefur séð um bókhaldið en hún um innkaupin og hönnunina. í fyrstu var bókhaldið unnið á kvöld- in og um helgar við skrifborð í svefnherbergi þeirra hjóna en í júní 1979 sneri Magni sér alfarið að rekstri verslunarinnar. Þekk- inguna hafa þau byggt upp jafnt og þétt gegnum árin og hefur hún haldist í hendur við aukin umsvif. Álnabær er nú eina verslunin hér á landi sem býður upp á „allt fyrir glugga“ eins og Magni orðar það. „Við eigum vélar sem gerir okkur kleift að leysa öll verkefni sem við fáum í hendurnar í sam- bandi við gluggatjöld, allt frá vatt- eruðum rúmteppum fyrir hótel og upp í rafknúin gluggatjöld eins og við framleiddum fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Gluggatjöldin eru tæknilega þau fullkomnustu sem eru til hér á landi. Einnig erum við með annað stórt verkefni núna, sem er að útbúa gluggatjöld fyrir Safnaðarheimilið í Keflavík." Spurð hvort mikið sé um útboð á þessum markaði segja þau svo vera. „Við höfum alltaf komið bet- ur út úr verðlagningu á fram- leiðsluvörum okkar en á glugga- tjöldum í slíkum útboðum. Verðlagningin á gluggatjöldum er oft þannig að viðkomandi hefur nánast ekkert út úr því sem hann er að bjóða í og stundum þannig að menn borga með sér. Við höfum efni á því að taka ekki þátt í því. Útboð eru ekki það sem ríður baggamuninn hjá okkur, heldur er stærsti viðskiptavinahópurinn ein- staklingar," segja þau. Opnuðu útibú í Reykjavík Þau eru eflaust ekki mörg fyrir- tækin á íslandi, sem hafa hafið rekstur sinn úti á landi og opnað útibú í höfuðborginni, en þannig var um Álnabæ. I ágúst 1979 var opnuð verslun í Síðumúla 22 undir nafni Álnabæjar og var hún rekin sem útibú allt til ársins 1989. Þá var lögheimili fyrirtækisins flutt til Reykjavíkur með útibú í Keflavík. Skömmu síðar fluttu Guðrún og Magni einnig til Reykjavíkur. Opnun verslunarinnar í Reykja- vík gjörbreytti stöðunni. „Við þre- földuðum söluna á skömmum tíma. Ástæðan var sú að við vorum með ýmsar nýjungar eins og til dæmis eldhúsgardínurnar, en einnig lögð- um við mikið upp úr því að hafa dýr, góð efni bæði stórisa og eins velúrgardínur og alls kyns saum- aða kappa.“ Þau segja að samkeppnisaðilarn- ir hafi ekki tekið strax við sér svo þau bjuggu við ákveðið forskot um tíma. Nú er samkeppnin hins vegar orðin mjög hörð og hefur að sögn Magna aldrei verið meiri. Hann segir að fyrirtækin séu ekki mörg en því öflugri hvert um sig. Til að standast samkeppni hafa þau alltaf lagt mikla áherslu á að hafa gott afgreiðslufólk, enda telja þau mjög mikilvægt að starfsfólkið sé viljugt að hjálpa viðskiptavininum og vera tilbúið að setja sig inn i alls kyns málefni „Við höfum alltaf sett við- skiptavininn í öndvegi," segir Magni og Guðrún bætir við að Álnabær hafi verið meðal fyrstu verslana til þess að lána fólki gar- dínur heim. Hún segir einnig að boðið sé upp á ráðgjafaþjónustu, þar sem fagmaður komi heim til viðskiptavinarins, ráðleggi honum um uppsetningu og val á efnum, saumastofan sjái um að sauma gar- dínurnar, sem fagmaðurinn setji síðan upp. Ferillinn Umsvif Álnabæjar hafa aukist jafnt og þétt allt frá upphafi og veltan einnig, ef undan eru skilin „gjaldþrotaárin miklu“ 1988-1991, en þá varð samdrátturinn saman- lagt um 20% öll árin. „Árið 1981 keyptum við Z-brautir í Kópavogi sem framleiddi gardínubrautir, 1983 opnuðum við okkar eigin saumastofu, 1984 stækkuðum við húsnæðið í Keflavík og þá fyrst fékk ég eigin skrifstofu og fyrsti starfsmaðurinn var ráðinn á skrif- stofuna í hlutastarf,“ segir Magni. „Árið 1985 voru rimlagluggatjöld að ryðja sér til rúms og þá keypt- um við vélar til að hefja fram- leiðslu á þeim. Síðan keyptum við Gardínuhúsið og rákum það í 1‘A ár en sameinuðum það síðan Álnabæ. Árið 1987 fórum við að framleiða plíseruð gluggatjöld, svokölluð sól- argluggatjöld. Sama ár var byggt við verslunina í Keflavík, enda gekk reksturinn vel þar.“ „Keflvíkingar eru alveg ótrúlega fljótir að taka við sér þegar nýj- ungar eru annars vegar og fljótari en nokkrir aðrir á landinu," heldur Guðrún áfram. Aðspurð segja þau ekki ólíkegt að velgengni fyrirtækisins megi að hluta rekja til þess að þau séu sjálf nýjungagjörn, þannig að þau séu fljót að koma auga á ný tækifæri, nýjar línur og strauma. Einnig taka þau fram að yfirbygging fyrir- tækisins hafi aldrei verið mikil, til dæmis hafi skrifstofumaður ekki verið ráðinn í fullt starf fyrr en 1988. Heildarfjöldi starfsmanna er nú um 30 manns, sem skiptist á milli verslananna, saumastofunnar, framleiðslunnar og skrifstofunnar. Þegar kominn var tími til að stækka húsnæðið í Reykjavík keyptu þau málningarvörufyrir- tækið Orku, sem var til húsa í Síðuinúla 32. Eftir nokkra mánuði sáu þau að verslunin féll illa að y: ||

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.