Morgunblaðið - 16.01.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 39
i
Sigga og Önnu, systur Ingibjargar.
Þau tóku á móti okkur á flugvellin-
um. A meðan þær systur heilsuðust
af þeim innileik sem ætíð hefur ein-
kennt samband þeirra, heilsuðumst
við verðandi svilarnir og ég fann
kankvís og athugul augu hans mæla
mig út. Hér mættum við Ingibjörg
hlýju og gestrisni eins og við höfum
svo oft notið hjá þeim Sigga og Önnu
á árunum sem síðan eru liðin. Gunn-
ar Þór var á fyrsta ári, þegar við
heimsóttum fjölskylduna í Helsing-
borg og þar kynntist ég einnig eldri
drengjunum þeirra Sigga og Önnu,
þeim Kjartani og Pétri. Eg kann ekki
að nefna barnbetri mann en hann
Sigga og kærleiksríkt samband hans
við drengina sína þrjá ber fagurt
vitni ræktarsömum fíiður.
Eftir að þau fluttu heim til íslands
fjölgaði samverustundum okkar og
þær eru margar og góðar minning-
amar sem við Ingibjörg og synir
okkar eigum um slíkar samvistir,
m.a. tjaldútilegur og ferðir í sumar-
bústaði víða um land. Siggi var nátt-
úruunnandi. Hann dró gjaman fram
kíkinn og fylgdist með fuglalífi og
naut sín í fógm umhverfi. Ég minnist
kyrrlátra sumarkvölda við veiðar á
grónum vatnsbakka. Það var ekkert
meginatriði hvort fiskur beit á. Siggi
naut útivem og samvemnnar með
fjölskyldunni. Hann var þolinmóður
leiðbeinandi og hjálpaði drengjunum
að eiga við veiðarfærin.
Ég minnist með þakklæti fjömga
umræðna, léttleika og glaðværðar
sem mótaðist ekki síst af næmri
kímnigáfu Sigga og vel ígrunduðum
athugasemdum hans um málefni líð-
andi stundar. Siggi var yfirvegaður
og rólyndur og kunni þá list að af-
greiða möguleg ágreiningsmál með
léttleika þess sem gjaman sér
spaugilegu hliðina á málunum. Hann
barst ekki mikið á og virkaði jafnvel
hlédrægur, en var þó um leið mjög
virkur í starfi víða þar sem hann fann
framlag sitt koma að gagni.
Afahlutverkið ræktaði hann einnig
af alúð og þau Anna hafa umvafið
Söm Rut með ást og umhyggju.
Siggi var líka stoltur yfir litla sonar-
syninum sem fæddist í nóvember síð-
astliðinn, en fékk ekki marga daga til
að njóta samvista við hann. Elsku
Anna, mér er orða vant gagnvart
harmi ykkar og við stöndum öll sem
lömuð. Þið Siggi byggðuð upp sam-
henta fjölskyldu og ykkar yndislegu
drengir og fjölskyldur þeirra standa
þétt með þér í ykkar miklu sorg. Ég
veit þið sækið styrk hvert til annars
og í ljúfar minningar um kærleiksrík-
an heimilisföður. Blessuð sé minning
hans.
Garðar Mýrdal.
Kæri vinur, þegar Þór bróðir þinn
hringdi og kona mín sagði mér að Þór
Ottesen væri í símanum þá gladdist
ég og hélt að Hagaskólaárangurinn
ætlaði ef til vill að hittast aftur. En
hvílíkt reiðarslag, minn besti vinur til
margra ára hafði látist snögglega eft-
ir stutt veikindi sunnudaginn 9. jan-
úar langt um aldur fram.
Siggi Pétur valdi mig sem vin. Það
varð mér mikil gæfa. Mér er það
minnisstætt hvemig vinátta okkar
þróaðist. Fyrst í gegnum Mela- og
Hagaskólann, íþróttirnar og síðar fé-
lagslíf unglingsáranna.
Á þessum umbyltingarárum upp
úr 1960 gerðist margt sem menn hafa
síðar búið að. Þá áttu menn ferskar
og glæstar hugmyndir um lífið og til-
veruna. En eins og fyrr og síðar á
öldinni trúðu menn á stjórnmálafor-
ingja.
Siggi var ótrúlega næmur á hin
raunverulegu vandamál í Ijósi þess
pólitíska ofurhita sem ríkti á þessum
ámm. Ég gleymi því ekki þegar við
ræddum um stjómmál þessara ára
og urðum t.d. sammála um að það
versta hugsanlega hefði hitt öreig-
ana, að öreigabyltingin hefði orðið í
Sovétríkjunum. Þar var engin lýð-
ræðishefð. Við töldum báðir að þeir
sem hafa verið illa kúgaðir væm
ófærir um að stjóma öðmm. Við velt-
um því fyrir okkur hvað gerst hefði ef
byltingin hefði átt sér stað t.d. í Bret-
landi, Bandaríkjunum eða Þýska-
landi.
Við fundum fljótlega að við áttum
sameiginlega drauma, m.a. um sam-
einingu jafnaðarmanna. Við veltum
fyrir okkur mörgum hlutum á þess-
um árum. Enda gerðust hlutimir
hratt hvert sem litið var. Þú varst
oftast rólegui’ og fastur fyrir, stund-
um dulur og íhugull en gast líka verið
snöggur upp á lagið með að svara og
spyrja spurninga. Þú varst alltaf að
rúlla upp nýjum hlutum okkur til um-
hugsunar.
Það verða sjálfsagt aðrir til að
minnast starfa þinna í lífinu sem
vafalítið hafa notið skarpskyggni
þinnar, samviskusemi og staðfestu.
Kæri Siggi, þú varst traustur vin-
ur og drengskaparmaður. Það er mér
mikil gæfa að hafa kynnst þér og átt
þig sem vin.
Anna, þín yndislega kona, valdi þig
snemma og þú að sjálfsögðu hana.
Þið Anna vomð ung þegar þið funduð
hvort annað. Eftir það brast fljótt
flótti í liðið og við urðum hver af öðr-
um félagarnir yflrmáta ástfangnir.
Þrátt fyrir ánægju og gleðskap fyrri
ára held ég að ástin og fjölskyldulífið
hafi gefið þér miklu meira. Þú varst
fjölskyldumaðurinn sem styrktir og
dáðir eiginkonu þína og syni á þinn
hljóðláta hátt.
Það var okkur Finnu mikil ánægja
þegar þið Anna gistuð hjá okkur í Ar-
ósum með yngsta soninn, Gunnar
Þór, svo og aðrar samverustundir
fyrr og síðar eru okkur ekki síður
minnisstæðar. Kæra Anna, synir og
fjölskylda, við Finna sendum ykkur
öllum innilegustu samúðarkveðjur.
Gunnar Egill.
Völvumar spáðu náttúruhamför-
um og hefðbundnum stjómmálaham-
forum á nýju árþúsundi en skuggi ár-
þúsundsins og nýrrar aldar er mikill
þegar ungir og mætir íþrótta- og af-
reksmenn falla skyndilega frá í
blóma lífsins. Einn þeirra er kær vin-
ur okkar og félagi, Sigurður 0. Pét-
ursson.
Siggi Pétur var fyrirliðinn. Við
höfðum flestir heyrt nafnið Siggi
Pétur sem eitt af stóru nöfnunum í
unglingaflokki félagsins. Á þessum
ánun var Siggi tvímælalaust einn
besti miðvörðurinn í yngri flokunum.
Enginn okkar man eftir nokkmm
sérstökum mistökum hjá honum,
ekki einu sinni að dæmd væri á hann
vítaspyma sem er nánast sjálfsagt í
slíkri stöðu. Þrusumar og skyndi-
sendingar hans á framherjana muna
flestir eftir sem spiluðu fótbolta á
þessum ámm. Það er okkur mörgum
ógleymanlegt þegar Siggi hreinsaði
frá vítateigi Þróttara yfir markvörð
andstæðingsins og einum leikmanni
tókst með ótrúlegum hætti eða hæl-
spyrnu að bjarga marki á marklínu.
Siggi var fyrirmyndar fyrirliði og
mikill öðlingur og drengskaparmað-
ur. Aðalsmerki Sigga sem fyrirliða
var að þegar á móti blés tókst honum
jafnan í hita leiksins að stappa í menn
stálinu. Þá komu í Ijós hans góðu eig-
inleikar. Hann var bæði yfirvegaður
og rólegur. Mörgum okkar er Siggi
minnisstæður á einu unglingamóti
þessara ára þegar við höfðum unnið
marga góða baráttusigra og lentum í
hremmingum í einum leik, hvernig
Siggi eyddi þeirri sút og vonbrigðum.
Við félagamir söknum þín mikið.
Við sendum fjölskyldu þinni okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Félagar og vinir af Lynghag-
anum og Nesinu.
Kveðja frá Knattspymu-
félaginu Þrótti
Fallinn er fyrir aldur fram góður
félagi okkar og vinur í Knattspymu-
félaginu Þrótti, Sigurður 0. Péturs-
son.
Á kveðjustund minnumst við þess
að félagið okkar var stofnað fyrir
hálfri öld vestur á Grímsstaðaholti.
Þá var umhverfið annað en við þekkj-
um í dag. Allt svæðið í nágrenni við
Grímsstaðaholtið, Skerjafjörður,
Ægissíðan og Melarnir, var í mótun.
Þar sem í dag em stórbyggingar og
skipulögð hverfi vom móar, tjarnir
og braggahverfi eftir hersetuna.
Börnin á þessum slóðum gengu flest í
Melaskólann þar sem þau kynntust
við nám og leik. Ur þessum jarðvegi
spratt áhugi á íþróttum sem varð til
þess að mörg þeirra gengu til liðs við
Þrótt. Eitt þessara bama var Siggi P.
eins og hann var ávallt kallaður af fé-
lögum sínum.
Frá unga aldri lék hann knatt-
spyrnu og handknattleik við góðan
orðstír með öllum flokkum félagsins
allt upp í meistaraflokk. Við sem
þekktum hann og áttum samleið með
honum í gegnum tíðina minnumst
góðs og ósérhlífins keppnismanns
sem hafði alltaf hag liðsins í fyrir-
rúmi.
Síðar tók hann virkan þátt í félags-
störfum. Hann sat m.a. í stjómum fé-
lagsins og var fulltrúi þess í KRR.
Sigurður vann ötullega og af áhuga
að öllu sem sneri að framgangi fé-
lagsins og var ráðhollur í besta lagi
þegar til hans var leitað.
Við félagar hans í Knattspymufé-
laginu Þrótti minnumst hans með
þakklæti og vinsemd og vottum fjöl-
skyldu hans innilega samúðar.
F.h. aðalstjórnar Þróttar
Guðmundur Gaukur Vigfússon.
Hann Siggi er dáinn. Þessi orð em
í okkar huga svo fjarlæg og óraun-
vemleg sem frekast er unnt. Þau em
engu að síður staðreynd sem erfitt er
að átta sig á og sætta sig við.
Siggi var hógvær, yfirvegaður,
traustur og ósérhlífinn en umfram
allt hjartagóður maður sem undi sér
best í faðmi fjölskyldunnar. Hann gaf
af sér kærleik og velvild og kom fram
við alla sem jafningja, unga sem
aldna, menn og dýr.
Minningamar um Sigga em marg-
ar og góðar. Ótal sinnum spiluðum
við fótbolta við gamla sumarbústað
pabba og mömmu við Rauðavatn þar
sem útbúinn var völlur á afskiptri lóð
nágrannans og stóðu þá leikar langt
fram á kvöld. Ekki lá hann á liði sínu
frekar en fyrri daginn, þegar þurfti
að flytja sumardvalarstað tengdafor-
eldra hans um set og byggja upp á
nýjum stað. Þannig var Siggi. Á þess-
ari stundu er mér er sérstaklega
minnisstætt samtal sem við Siggi átt-
um á andlátsstundu föður míns og
tengdaföður hans fyrir rúmu ári. Það
samtal er mér mjög kært. Var það
fullkomlega í takt við öll okkar sam-
skipti fyrr og síðar sem ætíð ein-
kenndust af vináttu og kærleik.
Elsku Siggi, með söknuð og þakklæti
í hjarta kveðjum við þig að sinni.
Þúviltminnfaðirvera,
þú vilt mig bam þitt gera,
minn gæzkuríki Guð,
aðsannasælufmni
mín sál í elsku þinni
og verði frjáls og fullkomnuð
(B. Jónsson.)
Elsku Anna, Kjartan, Karina, Pét-
ur, Harpa, Gunnar Þór og aðrir ást-
vinir, megi minningin um yndislegan
mann veita ykkur kærleik og ljós um
ókomna framtíð.
Sveinn Sigurður Kjaríansson,
Stella Sæmundsdóttir.
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
Diivíd lnger Ólafur
Utfararstj. utfararstj. Útfararstj.
LIKKIST U'VIN NUSTO FA
EYVINDAR ÁRNASONAR
t
Móðir okkar,
GUÐBJÖRG DANÍELSDÓTTIR
frá Kolmúla,
síðast til heimilis á
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
lést laugardaginn 1. janúar 2000.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðný Hálfdanardóttir,
Helena Hálfdanardóttir,
Sigurbjörg Hálfdanardóttir,
Þorsteinn Hálfdanarson,
Steingrímur Hálfdanarson,
Daníel Hálfdanarson.
t
Jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
BÁRÐAR fSLEIFSSONAR
arkitekts,
fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn
18. janúar kl. 13.30.
Það væri í anda Bárðar að Bamasprtali Hrings-
ins fengi að njóta minningar hans.
Unnur Arnórsdóttir,
Finnur Bárðarson, Iréne Jensen,
Leifur Bárðarson, Vilborg Ingólfsdóttir,
Inga María Leifsdóttir,
Margrét María Leifsdóttir, Helgi Örn Pétursson,
Máni Helgason.
t
Ástkær eiginkona, móðir okkar, dóttir, tengda-
móðir, amma og langamma,
ERLA LÁRUSDÓTTIR,
Reykjavöllum,
verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi
þriðjudaginn 18. janúar kl. 14.00
Sigurður Guðmundsson,
Margrét Þorleifsdóttir Siebers, Edwin Siebers,
Sævar Hafsteinsson, María Lourdes Hafsteinsson,
Heiðrún Hafsteinsdóttir, Grímur Bjarnason,
Sigurvin B. Hafsteinsson, María Fe Hafsteinsson,
Sonja Engley,
Þorgeir Björgvinsson,
Hannes Sigurður Sigurðsson,
Mínerva Bergsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÖNNU SIGURÐARDÓTTUR NJARÐVÍK.
Logi Ásgeirsson,
Svanhildur Jakobsdóttir, Ólafur Gaukur,
Sigurður Jakobsson,
Anna Mjöll Ólafsdóttir,
Andri Gaukur Ólafsson,
Guðný Sigurðardóttir,
Jakob Sigurðsson,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
Þröstur Arnórsson,
Jenný Sigurðsson
og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa, langafa og langalangafa,
INGIMUNDAR PÉTURSSONAR
frá Látrum
í Aðalvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í
Reykjavík.
Steinvör Esther Ingimundardóttir, Hlöðver Guðmundsson,
Guðrún Eva Ingimundardóttir,
Hrólfur G. Ingimundarson, Sigurdóra Kristinsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
V