Morgunblaðið - 16.01.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 41
samvistanna við þá sem eiga stóran
hlut ævinnar að baki. Njóta og jafn-
framt nýta þá visku og reynslu sem
þeir hafa öðlast á leið sinni um lífsins
veg. Eg verð að segja að ég átti ekki
sérstaklega von á því fyrir hartnær
áratug að ég myndi eignast vinkonu
um áttrætt, en þannig var það nú
samt. Og eftir því sem árin hafa liðið
hef ég betur gert mér grein fyrir
hversu sérstök og verðmæt þessi vin-
átta var. Eg reikna ekki með því að
ég eigi eftir að kynnast annarri eins
konu. Sannkallaðri ævintýrakonu.
Ég sé hana fyrir mér unga og
glæsilega; bóheminn við brennslu-
ofninn í Listvinahúsinu, náttúru-
barnið á sundbol við Ófærufoss,
skíðadrottninguna á hraðferð niður
hrikalegan jökulinn, ofurhugann á
hlaupum undan glóandi hraunmolum
eldfjallsins eða klífandi snai'bratta
tinda í Ölpunum. Veiðikonuna með
ótrúlegan afla norður í landi, Fjall-
konuna sjálfa á íslenskum búningi,
móður með börn í friðsælli sveit. Þótt
ég lifði þrjátíu sinnum kæmist ég
aldrei yfír brot af því sem Lydia af-
rekaði á einni ævi.
Það þurfti áreiðanlega mikinn
kjark að elta Guðmund frá Miðdal
upp um fjöll og firnindi, með frum-
stæðan viðlegubúnað sem þá var, en
ég held að Lydia hafi sýnt mesta hug-
dirfsku þegar hún samþykkti að
segja öðrum sögu sína í bók. Segja
frá öllu. Líka þessum erfiðu stundum
sem við flest eyðum ævinni í að reyna
að gleyma. Rifja upp sárar minning-
ar, endurupplifa tilfinningar sem fyr-
ir löngu bærðust í brjósti manns,
hlæja að mistökum eða bara
skemmtilegum atvikum, gi-áta yfir
örlögunum, fyrirgefa. Mér hlotnaðist
sá heiður að skrásetja sögu hennar
og það var einstakt hlutverk. Að fá að
meðhöndla líf einhvers í orðum. Tím-
unum saman sátum við í stofunni á
Skólavörðustíg 43 og flettum hnaus-
þykkum og risastórum úrklippum-
öppum, þar sem Lydia hafði sam-
viskusamlega safnað öllu sem um
Guðmund eða hana var sagt á prenti
um áratugaskeið. Gamlar myndir
kölluðu fram hverja söguna á fætur
annarri. Stundum hlógum við svo
mikið að við vöktum dóttur mína sem
svaf morgunlúrinn sinn á meðan við
spjölluðum. Stundum grétum við
báðar. Og báðar vorum við eins og
unglingar á lokaprófi þegai' bókin
kom út. Við vorum nýgræðingar í
þessu fagi og kviðum viðtökunum.
Héldumst í hendur og hétum því að
flytja saman til Grænlands ef allt
færi á versta veg. En við lifðum þetta
af og höfðum reyndar mjög gaman af
öllu umstanginu.
Að sumu leyti stöðvaðist lífsklukk-
an hjá Lydiu fyrir nærri 37 árum -
þegar lífsförunauturinn og eina ástin
í lífi hennar lést. Hún lét þá af því að
flækjast um óbyggðir og öræfi, eins
og í ævintýrum fyrri ára, en tók þá
hlutverk sitt sem ættmóðir þeim mun
fastari tökum. Hárið farið að grána
nokkuð, bakið aðeins að bogna og
fasið orðið reglulega ömmulegt. En
hvílík amma! Einhverju sinni þegar
við ræddum viðkvæmt samfélags-
mál, mál sem maður bryddar helst
ekki upp á í viðurvist virðulegra eldri
borgara, sagði Lydia mér að hætta
þessum tepruskap. Hún vissi hvað
klukkan sló og það fór í taugarnar á
henni þegar fólk tiplaði á tánum í
kringum hana eins og hún þyldi ekki
að heyra sannleikann. Hann hafði
hún heyrt og séð margoft áður. „Það
er ekkert nýtt undir sólinni." Þá rann
það upp fyrir mér að þrátt fyrir ríf-
lega fimmtíu ára aldursmun á okkur
var hún jafnvel yngri en ég í hugsun.
Þegar við hittumst hin síðari ár
voru Kristinn og börnin yfirleitt með
í för og aldrei gleymdi Lydia litlu vin-
unum sínum. Eitthvað alveg sérstakt
beið þeirra innpakkað og merkt fyrir
hver jól. Þessi jólin reyndust hennar
síðustu og ég held að hún sé hvíldinni
fegin. Hún var fyrir löngu búin að
gera upp sitt líf, sátt við allt.
Far þú í friði kæra vinkona og
hafðu þökk fyrir allt.
Helga Guðrún.
Amma mín. Nú er svo komið að þú
ert farin yfir móðuna miklu og á þín
eftir að verða sárt saknað af öllum
þeim sem þótti svo vænt um þig. Á
þeim árum sem þú varst á meðal okk-
ar má segja að þú hafir gengið í gegn-
um súrt og sætt, og má líkja því við
að þú hafir klifið Everest-fjall. Ég
minnist þín alltaf sem ömmu sem
maður gat leitað til þegar eitthvað
bjátaði á og trúað fyrir öllu. Þá má
ekki gleyma fjölmörgum heimsókn-
um til þín, þar sem boðið var upp á
heimsins flottasta smurbrauð með
skinku og roastbeef. Þú varst gest-
risin, góð og trú. Við sem eftir lifum
hugsum til þín með söknuði. Þó er
það okkur huggun að loksins hittir
þú aftur manninn sem þú elskaðir
svo heitt. Þú varst eilíf brúður hans,
ást ykkar er sterk og óendanleg.
Elsku amma og afi, Guð geymi ykk-
ur.
Katrín Björk.
„Það er svo skrýtið að amma er dá-
in, hún var alltaf svo hress og
skemmtileg," sagði Daði sonur minn
um langömmu sína þegar hún dó.
Þannig var hún líka alltaf.
Mig langar að þakka henni ömmu
minni fyrir allar góðu samverustund-
imar með henni.
Og það var svo gaman að eiga sér-
staklega þig fyrir ömmu.
Elsku amma nú ertu komin svona
fín og falleg á nýjan stað þar sem þér
líður vel.
Bless elsku amma mín
Þín
Ingibjörg Lýdía.
Guð skapaði engin tvö snjókorn
Erfisdrylckjur
ÖVdti«9ohú/ið
Gf)Pi-mn
Dalshraun 13
S. 555 4477 « 555 4424
Persónuleg,
alhlióa útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
eins, en þú, elsku amma mín, varst al-
veg sérstakt í mínum augum.
Lydía Guðrún.
Þegar gengið er upp Skólavörðu-
stíginn, vinstra megin, má líta augum
efst í götunni lítið gult hús með skor-
steini. í hugum flestra er þetta bara
venjulegt hús en okkur bræðrunum
finnst það afar merkilegt og kært.
Þar bjó amma okkar Lýdía lengstum
og þótt við höfum kvatt hana nú er
þetta litla hús mjög nátengt öllu sem
viðkemur ömmu.
í fyrndinni fannst barninu þetta
heljarmikil ævintýrahöll þar sem hin
dularfulla og glaðlega amma átti
heima. Hún átti í það minnsta hundr-
að forvitnilega hluti, ef ekki fleiri, og
skemmtilegast var þegar hún sagði
okkur sögur um tilurð þeirra. Nokkr-
um árum síðar leit unglingurinn þar
inn til að segja hæ. Ailtaf var amma
hress og stundum undarlega næm á
það sem pirraði sálina þá sekúnduna.
Dynti gelgjunnar virtist hún skilja
betur en margt henni yngra fólk sem
þó kallaði sig nútímalegt. Þegar svo
árunum fjölgaði enn skundaði hinn
Slómobúðin
öaúðskom
v/ Possvogskii'kjuga^ð
Sími: 554 0500
Blónwastofa
Friðjtnns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
LaugarnesvegurFallegt einbýli sem er
kjallari, hæð og ris ásamt góðum
nýlegum 42 fm. bílskúr á þessum
eftirsótta stað. Endurn. lagnir. Parket á
neðri hæð. Möguleiki á allt að 5-6 svefn-
herbergjum. Fallegur garður með nýrri
sólverönd. Áhv. u.þ.b. 5,3 m.
V. 14,3 m .2563
Smáíbúðahverfi. Vorum að fá í sölu fal-
lega 66 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð í
Skáiagerði. Parket á gólfum, flísalagt
baðherb. Úr stofu er gengt út í garð.
Húsið er í góðu ástandi, m.a. nýlega
viðgert þak. Hagst. áhvílandi lán. V. 7,7
m.2556
Miðtún. Vorum að fá í sölu fallega 80 fm
risíbúð í góðu húsi í þessu vinsæla hverfi.
Gott skipulagi. Gegnheilt parket og flísar.
Upphituð aðkoma. V. 9,2 m. 2561
Ásvallagata. Höfum fengið í sölu fallega
2ja herbergja íbúð á þessum eftir sótta
stað. Gott skipulag og möguleiki á auka-
herbergi í kjallara. Áhvílandi 2,6 m. í
hagstæðum lánum. V. 5,7 m. 2553
Laugavegur 105. Nýkomið í sölu mjög
verslunar- og lagerhúsnæði við
Laugaveg 105. (húsnæðinu er í dag útibú
(slandsbanka. Á verslunarhæð/jarðhæð
eru 378 fm rými og í kjallara eru 262 fm
eða samtals er um að ræða 640 fm. Allar
nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Miðborgar. 2542
Laugavegur - verslunarhúsn. Höfum
fengið í einkasölu u.þ.b. 300 fm nýbygg-
ingu á horni Laugavegs og
Snorrabrautar. Um er að ræða hús á
þremur hæðum. Á 1. og 2. hæð er gert
r"að fyrir verslunar- eða þjónusturými og
á 3ju og efstu hæð er gert ráð fyrir skrif-
stofum. Húsnæðið selst eða leigist í einu
lagi. Hádð TÆróur tilhnð til afhrrrtinrjm:
þ. 1. jíxií nk. t&Biri ggþt gefur Farl á
skrifstafu MLanrgar. 2295 ___________
fullorðni upp brattar útitröppumar í
þungum þönkum og barði dyra. Þá
var hún fyrst og fremst góður vinur
sem var alltaf tilbúin að Ijá eyra mis-
gáfulegum hugmyndum eða verkum
en um leið óhrædd að segja skoðun
sína á þeim. Svona var amma alltaf í
huga okkar, frábær manneskja sem
gat kennt margt um lífið og tilveruna
og verið óþreytandi í því að hvetja
fólkið sitt áfram.
En það er samt svo að flæði tímans
verður ekki stöðvað og allt sem á ein-
hvers staðar uppruna á sér líka endi,
þótt fjarlægur virðist á stundum.
Þótt hún sé horfin úr tilveru okkar,
svona formlega séð, verður amma
Lýdía samt héma áfram í huga okkar
sem hlý minning um hetju sem virtist
alltaf vita að lífið er of dýrmætt og^
fallegt til að njóta þess ekki.
Magnús og Amar Egilssynir.
Við viljum þakka ömmu Lydíu fyr-
ir þann hlýhug og vináttu sem hún
sýndi okkur alla tíð. Fjölskyldan mun
ætíð minnast hennar með gleði í
hjarta.
Signý, Sif Heiða, Silja
Hanna og Jakob.
Ctfísdryddjur
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SAUR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
Upplýsingar í símum
I 562 7575 & 5050 925
HH
o
5
| HOTEL LOFTLEIÐIR
m I t I I » ■ » « ■ » H O T » l »
a
{ <»0«».“,
OPIÐ I DAG, SUNNUDAG, KL. 12-15
Grandavegur 47 - OPIÐ HUS
Vorum að fá í einkasölu, vel skipulagða og fallega 85,5 fm íbúð, á 5. hæð,
með glæsilegu útsýni og yfirbyggðum svölum í blokk fyrir fólk á virðulegum
aidri. Eignin skiptist í anddyri, hol, stofu, yfirbyggðar svalir, eldhús, sér-
þvottahús [ íbúð, tvö herbergi og baðherbergi, Sérgeymsla í kjallara, Lyftu-
blokk. Mikil og góð sameign. Þetta er eign á eftirsóttum stað. Ibúðin verður
til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 15 (bjalla 502). V. 12,5 m. 9235
Bræðraborgarstígur 32A - OPIÐ HUS
Vorum að fá í einkasölu gott 98,0 fm einbýlishús á tveimur hæðum í gamla
stílnum í vesturbænum. Eignin skiptist þannig, efri hæð: Anddyri, snyrting,
tvær samliggjandi stofur, eldhús og borðstofa. Kjallari: Tvö herbergi, þvotta-
hús, geymsla og baðherbergi. Manngengt geymsluris. Tveir inngangar og
stór og gróin lóð. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 15. V.
11,5 m. 9228
einbyli wnmHmM
Ystasel.
Vorum aö fá í einkasölu sérlega fallegt og
vandaö einbýlishús á tveimur hæöum með tvö-
földum bílskúr og fallegum og grónum garði.
Eignin, sem er á tveimur hæðum, skiptist m.a. í
eldhús, tvær saml. stofur, sex herbergi, tvö
baöherb., saunu, sjónvarpsherbergi m. ami og
þvottahús. Vandaðar innréttingar, gólf-efni og
skápar. Glæsileg eign á góðum og eftirsóttum
stað. Allar uppl. veitir Óskar á skrifstofu. 9218
3JA HERB.
Bergstaðastræti.
Sérlega glæsileg 3ja herb. íbúö á frábærum staö
í Þingholtunum í nýlegu húsi, (1991), með bíl- |
skúr. Eignin er vönduð í alla staði. Góö staðsetn- 1
ing. V. 13,5 m. 9225
2JA HERB.
RAÐHÚS
Brekkutangi
Spóahólar 14.
nýtt á skrá.
Vandað um 253 fm raðh., sem er kj. og 2 hæðir.
Á 1. hæð eru saml. stórar stofur, eldh., snyrting,
innb. bílskúr o.fl. Á efri hæð eru 4 herb., baö,
hol. o.fl. í kj. er stórt sjónvarpsh., herb, geymsla,
þvottah. o.fl. Nýl. verönd. V. 14,9 m. 9196
hæðir wssm
Hjarðarhagi.
Rúmgóð 130 fm hæð ásamt 21 fm bílskúr, stór-
ar suðursvalir, rúmgóð herbergi og stórar stofur.
Endumýjað baöherbergi o.fl. Skipti möguleg á
minni íbúð í vesturbæ. V 14,9 m. 9223
4RA-6 HERB. WKk
Grettisgata.
Falleg og skemmtileg (búð á tveimur hæðum ( BÚStaðavegur,
bárujárnsklæddu timburhúsi í tvíb. Eignin skipt-
ist í tvær stofur, borðstofu, eldhús, þrjú herbergi
og baöherb. Sérgeymsla og sameiginlegt þvhús.
Stór lóð fylgir eigninni. V. 11,9 m. 9210
2ja herb. 55 fm snyrtileg íbúð á 3. hæð I 3 hæða
fjölbýli með sólríkum suðursvölum. V. 5,9 m.
9233
Hverfisgata.
Vorum að fá I einkasölu 2ja herb. íbúð á 1. hæð |
við Hverfisgötu. Eignin skiptist I stofu, herbergi, 1
snyrtingu, sturtuaöstööu og eldhús. Sameigin- f
legt þvottahús. Mikiö áhvílandi. 9234
Rauðarárstígur.
Vorum aö fá I sölu fallega og vel skipulagöa 2ja- f
3ja herb. íbúð á 3. hæð á eftirsóttum staö viö |
Rauðarárstlg. Eignin skiptist m.a. I eitt til tvö her- |
bergi, stofu, anddyri, baöherbergi og eldhús. |
Tvennar svalir. Góð eign. V. 6,9 m. 9222
2ja herbergja falleg rúmgóð 64 fm (búð með sér-
inngangi á jarðhæð I tvíbýli. Parket á gólfum og
flísar á baði. Nýlegt rafm. V. 7,1 m. 9217
Þróttarasvæðið - nýjar sérhæðir í grónu
hverfi - Aðeins tvær eftir
Til sölu glæsilegar nýjar sérhæðir sem afhend-
ast nk. vor. Um er að ræða 117-120 fm neðri
sórhæð sem eru með mismunandi útfærslum.
Sérinngangur, -hiti og -lóð. Hæðirnar skiptast
I forstofu, hol, stofur, eldhús, baðherbergi,
geymslu, 3 herb. o.fl. Hæöunum veröur skil-
að fullbúnum að innan með fllsal. forstofu,
baðherbergi og þvottahúsi. Innréttingar verða
mjög vandaöar en einnig er möguleiki að velja
um innréttingar og tæki að hluta. Stórar svalir
eru á efri hæðum og sérverönd á neöri hasð-
um. Sérinngangur og -hiti. Að utan verður
húsið steinaö og klætt með sedrusviöi. Allar
stéttar verða hellulagöar og með hitalögn.
Staösetning er frábær og mjög stutt I alla
þjónustu, útivistarsvæði, s.s. Laugardalinn
o.fl. V. 14,3 m. 8834