Morgunblaðið - 16.01.2000, Side 50

Morgunblaðið - 16.01.2000, Side 50
50 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Þingvellir - Þar var kristin trú lögtekin á Jónsmessu skirara árið 1000. Tíminn hann er fugl sem flýgur hratt Menn deila um það hvort árið 2000 er síðasta ár tuttugustu aldar eða fyrsta ár nýrrar, segir Stefán Friðbjarnarson. Um eitt er þorri þjóðar sammála, að árið 2000, þetta stóra afmælisár kristnitöku í landinu, er dýrmæt gjöf, eins og raunar öll ár sem við þiggjum úr hendi for- sjónarinnar. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á puð sinn og land sitt skal trúa. (Ur aidamótaljóðum Einars Bene- diktssonar á morgni 20. aldar.) SVO margt er sinnið sem skinn- ið, segir fomt íslenzkt spakmæli. Þvi hefur jafnvel verið haldið fram að ekki sé hægt að finna tvo menn, hvað þá fleiri, í milljörðum mannkyns, sem sammála séu um eitt og allt. Hvarvetna heims um ból deila menn og um sitt hvað, bæði í ræðu og riti, stundum má- lefnalega, stundum fjarri því. ís- lendingar eru engir eftirbátar í deiluefnum, þótt vart séu þeir þrasgefnari en gengur og gerizt. Og hér sem annars staðar deildu menn og deila af miklum móði, mælsku og innlifun, um það, hvort árið 2000 sé síðasta ár tuttugustu aldar eða upphafsár nýrrar. Þær deilur vóru trúlega ekki jafnaðar yfir kampavínsglösum áramótanna. Um hitt ættu menn að geta verið sæmilega sáttir að árið 2000 gegnir stóru hlutverki í íslands sögu. Þá eru þúsund ár liðin frá því að íslenzk þjóð lögtók kristinn sið á Lögbergi við Öxará á Þingvöllum. Það var á Jóns- messu skírara árið 1000, þegar sól skín allan sólarhringinn, sem Is- lendingar tóku ákvörðun um að gangast Kristi á hönd og hafa „ein lög og einn sið“ i landi sinu. Þessi merkasta löggjöf Islands sögu hefur mótað til góðs og farsældar viðhorf okkar og þjóðmenningu frá þeim tíma og allt til okkar daga. Megi svo ætíð vera. Um það var og trúlega sátt á áramótum, að „tíminn hann er fugl sem flýgur hratt“. Fugl sem flýgur fyrr eða síðar úr hendi sér- hvers okkar. Árið 1999 er flogið úr hendi okkar í aldanna skaut. Og það kemur aldrei til baka. Þúsund ára afmælisár kristnitöku í land- inu, árið 2000, er gengið í garð. Veri það velkomið. Það er okkur gefið eða léð, eins og öll önnur æviár. Það er síðan okkar, bæði sem einstaklinga og heildar, að móta árið og nýta vel. Það er okk- ar að hlúa að þessu ári og rækta það. Það verður garðurinn okkar næstu 12 mánuði. Maðurinn hefur sigrazt á margri þraut, meðal annars fjar- lægðum rúmsins. Fjarskipta- og samgöngutækni hans hefur fært áður fjarlæg lönd í nábýli. Þorpið jörð er hugtak, sem menn hefðu ekki tekið sér í munn við upphaf 20. aldarinnar, en er nú tungu- tamt. Hugur mannsins, „herra jarðarinnar", beinist jafnvel að öðrum plánetum, sem eru, eins og jörðin, hluti af óravíddum al- heimsins. Já, framfarir á 20. öld- inni hafa verið það miklar og örar að með ólíkindum verður að telja. En maðurinn er víðsfjarri því að ráða við tímann. A vegi tímans fær enginn að staldra við. Þaðan af síður að hverfa til hins liðna til að nýta betur tækifæri, sem ekki var hirt um þegar þau buðust. Og áður en varir er ungur maður al- dinn. Árin, sem léð vóru, horfin. Tökum í ljósi þessa á móti nýju ári sem dýrmætri gjöf, fullir þækk- lætis, og nýtum það af hyggindum og með góðhug. Flestar framfarir 20. aldar hafa bætt og fegrað mannlífið. Við lif- um áratugum lengur en lan- gömmur okkar og langafar. Heilsufar og aðbúð öll er til muna betri en fyrr á tíð. En sumt hefur því miður þróast á verri veg. Það er enn sem fyrr dimmt á dökkum- iðum mannlífsins: eiturlyf, hryðjuverk, hungur, hemaðará- tök og fleiri bölvaldar. Og mörg eru mýrarljósin, sem leiða í villur og ógöngur. Margir eru svo upp- teknir í dansinum kringum gull- kálfinn að þeir mega ekki vera að því að lifa, þ.e. njóta heilbrigðs fjölskyldulífs, lista og menningar, dásemda umhverfis og náttúm. Löngu orktar hendingar Einars skálds Benediktssonar lýsa vel því argaþrasi sem of mikið er af í nútíma samfélagi: Mér finnst þetta líf allt sem uppgerðarasi og erindisleysa með dugnaðarfasi! Á þúsund ára kristniafmæli, á afmælisárinu 2000, er vert að huga að þeim verðmætum, sem bezt tryggja hamingju og heill okkar sem einstaklinga og þjóðar, okkar kristnu menningar- og trúararfleifð. Hún er hornsteinn framtíðarfarsældar. Bezta gjöfin til okkar sjálfra á þessu merka af- mælisári, til samfélags okkar og barna okkar, er að slá skjaldborg um kirkjuna okkar, þjóðkirkjuna okkar, sóknarkirkjuna okkar, og þann boðskap sem hún stendur fyrir. Um leið og við óskum hvert öðm gleði- og gæfuríks nýárs skulum við gera orð Einars skálds Benediktssonar til þjóðarinnar á morgni 20. aldarinnar að leiðar- Ijósi okkar inn í framtíðina. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Flótti Finns ÞEGAR augljóst var orðið að Framsókn var á áfram- haidandi niðurleið vegna óviturlegs sérhagsmuna málflutnings og vinnu- bragða á Alþingi og ríkis- stjórn, þá tók Finnur landsstjórnarmaður iðnað- ar- og bankamála að ókyrr- ast og átta sig á, að ekki yrði álitlegt og gaman fyrir hann, sem framámann í Framsókn, að fylgjast með þegar talið yrði upp úr kjörkössum eftir næstu al- þingiskosningar. Því væri ráðlegt að forða sér í tíma úr pólitísku stólunum í mjúka, örugga stólinn í svarta og skothelda húsinu við Amarhól. Þar hafði hann sem bankamálaráð- herra lengi haft í geymslu feitt embætti. Aðrir yrðu bara að þola hina komandi rassskellingu Framsóknar. En rökin handa landslýðn- um: Jú, hann væri orðinn 45 ára og því tímabært að breyta til og hætta í pólitík í góðu samráði við fjöl- skylduna. Er eitthvað sem skýrt getur þetta „hola“ háttalag og málflutning? Almenningur er undr- andi yfir þessum cirkus kringum iðnaðar- og bankamálaráðherrann að undanfomu, en um leið áhyggjufullur yfir því að ráðherrarnir og formenn stjórnarflokkanna skuli taka þátt í að gjöra fjölda hæfra manna að fíflum með því að fá þá til í alvöru að sækja um seðlabanka- stjóraembættið, sem svo lengi hafði verið ómannað. En það var bara allt í plati. Hefði þó ekki átt og þurft að vera ef umsóknirnar hefðu verið faglega metnar og sá hæfasti ráðinn. Þá hefði vegna framtíðar eng- um lögum þurft að breyta. Nú virðist svo, því miður, að skrípaleiknum eigi að halda áfram á nýrri öld. Er nokkuð sem til bjarg- ar getur orðið gömlu Fram- sókn? Fátt, en þó er glæta, ef hin nýja „kvenlega ásýnd“ flokksins hættir að láta prakkara skipa sér fyr- ir verkum. Ef sú, sem fer með umhverfismál í ríkis- stjórn, stendur við rúmlega ársgamla yfirlýsingu sína og ósk um lögformlegt um- hverfismat í sambandi við hugmyndina um virkjun Eyjabakka er viðreisnar von, en annars mun Fram- sókn gamla „bijótast í bjargarleysi“ í framtíðinni og hverfa úr sögunni. Svo einfalt og augljóst er það. Ymsir glotta nú tilbúnir að bjóða hinu tvístraða og ráð- villta fylgi Framsóknar, sem minnkar stöðugt, betri og trúverðugri forystu. Formaður Framsóknar sagði eftir síðustu kosning- ar er tap flokksins blasti við: „Enn erum við samt í lykilaðstöðu við stjórnar- myndun." Er það þessi „þumalskrúfa" sem nægt hefur til að gera Finn að seðlabankastjóra og fjölda reyndra og hæfra manna að fíflum? Helga Ingibjargardóttir. Léleg þjónusta ÞAR sem kvörtun mín vegna viðskipta við versl- unina Monsoon sem birtist í Velvakanda 14. janúar sl. komst ekki rétt til skila vil ég taka fram eftirfarandi: Þegar ég kom með tösk- una í verslunina og vildi fá að skila og taka annað í staðinn var útsalan byrjuð. Mér var tilkynnt að ég gæti skilað töskunni, sem var ekki á útsölu, en ég yrði að borga fullt verð fyrir þær vörur sem ég fengi í stað- inn, þó að þær væru komn- ar á útsölu. Eg bað þá um innleggsnótu sem ég gæti notað þegar útsölunni væri lokið en það var ekki hægt. Eg keypti þá tvo trefla fullu verði þótt þeir væru komnir á útsölu. Ég hringdi síðan og talaði við aðstoðarverslunarstjóra og sagði að mér fyndist þetta ekki vera rétt og sagði hún mér að þeir væru að gera mér greiða (!) því að það sem ég hefði fengið í jóla- gjöf hefði átt að skipta milli jóla og nýárs. Ég hringdi síðan í Neytendasamtökin og þar var mér sagt að þetta væru furðulegir við- skiptahættir. Unnur Halldórsdóttir. Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... EGAR Víkverji brá sér í klipp- ingu á dögunum varð hann vitni að mjög svo lofsamlegum um- mælum um lögregluna í Reykjavík. Konan sem lét ummælin falla hafði orð á því að þessi saga yrði að kom- ast í blöðin. Það eru hæg heimatök- in sagði hárgreiðslumeistarinn, sjálfur Víkverji situr hér í næsta stól. Sagan er á þessa leið. Konan og eiginmaður hennar reka fyrirtæki inn við Sund. Skömmu fyrir jól gleymdu starfsmennirnir að slökkva á kertaskreytingu í glugga. Lögreglumenn á eftirlitsferð um miðnættið urðu þessa varir. Lög- reglan fór strax í málið, hafði uppi á eigandanum og hringdi í hann klukkan hálfeitt. Voru strax gerðar ráðstafanir til að fara á staðinn og slökkva á kertunum. Víkverji er sammála því að þessa sögu á að segja í blöðunum. Állt of oft er lögreglan skömmuð fyrir það sem miður fer í störfum hennar en sjaldnar er minnst á það þegar lög- reglumenn sýna alveg sérstaka ár- vekni. xxx VÍKVERJI var á ferð á Akur- eyri um jólin. Sérstaka athygli vakti hve bærinn var fagurlega skreyttur. Þess voru jafnvel dæmi að heilu göturnar væri skreyttar á hinn fagurlegasta hátt. Víkverji hefur ætíð verið jólabarn og hann gladdist yfir þessum glæsilegu skreytingum. Þegar svo Víkverji kom til Reykjavíkur milli jóla og nýárs var ekki laust við að hann yrði fyrir hálfgerðu kúltúrsjokki. Jólaskreytingarnar þar voru bæði færri og ekki nándar nærri eins glæsilegar og íburðarmiklar. Það er engin spurning að Akureyri stend- ur vel undir nafninu jólabærinn. xxx EINN helsti samkomustaður Ak- ureyringa er Ráðhústorgið. Fyrir nokkrum árum voru gerðar á torginu breytingar sem ekki hafa lukkast vel að mati Víkverja. Torgið er grátt og guggið og lýsing af svo skornum skammti að segja má að þar sé niðamyrkur eftir að rökkva tekur. Nú hefur heyrst að gera eigi breytingar á torginu og eru það vissulega gleðitíðindi. Vonandi end- urheimtir torgið þann sjarma sem það hafði áður en ráðist var í breyt- ingarnar síðast. xxx ITT af því sem ferðamaður veitir athygli á Akureyri er hve veitingamenningu hefur fleygt þar fram á síðustu árum. Bautinn hefur starfað í rúman aldarfjórðung og verið í háum gæðaflokki allan tímann. Greifinn kom seinna og er einnig mjög gott veitingahús. Smiðjan reið á vaðið sem fínt veitingahús og stóð vel undir því nafni. Síðan kom Fiðlar- inn, sem er tvímælalaust í hópi betri veitingahúsa landsins. Nýj- asta veitingahúsið sem Víkverji heimsótti á Akureyri heitir Bonzai. Þangað var virkilega gott að koma. Víkverji hefur hvergi fengið betri Pekingönd en einmitt þar! Verðlag á veitingahúsum á Akureyri er í flestum tilvikum mjög sanngjarnt og því vekur furðu að Akureyringar skuli ekki fara meira út að borða en raun ber vitni. En eflaust á það eftir að aukast þegar fram líða stundir. Þá eru ótaldir skyndibitastaðir sem Víkverji getur því miður ekki dæmt um og kaffihús, sem virðast vera vel sótt. Mikið ber á skólafólki á kaffihúsunum enda Akureyri orð- inn einn helsti skólabær landsins með tilkomu háskólans, sem tví- mælalaust er mesta lyftistöng bæj- arfélagsins á seinni árum. xxx AÐ lokum hefur Víkverji verið beðinn að koma hugmynd á framfæri fyrir einn af vinum sínum. Hann vill að hið nýja tónlistarhús verði reist í Viðey. Ætli sú staðsetn- ing hafi einhvern tímann komið til skoðunar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.