Morgunblaðið - 16.01.2000, Side 55

Morgunblaðið - 16.01.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 55 : | I ! FÓLK í FRÉTTUM Hamingja / Happiness ★ ★★'/! Afdráttarlaus og gráglettin frá- sögn af misóhamingjusömu fólki sem hefur sínar jákvæðu og neik- væðu hliðar. Þessi hamingju- snauða kvikmynd Todd Solondz hefur hneykslað marga. Hringiðan / Hurlyburly ★★★ Ahugaverð, heimspekileg kvik- mynd gerð eftir samnefndu leik- riti. Hentar þeim vel sem leita ein- hvers annars en dæmigerðra afþreyingarkvikmynda. Sean Penn á stórleik. Plunkett og Macleane / Plunk- ett and Macleane ★★% Gamaldags ræningjasaga með nútímalegu ívafi og galsafengnum húmor. Robert Carlyle og Jonny Lee Miller eiga skemmtilegan samleik. Börn himnanna / Bacheha-Ye aseman ★★★ Irönsk kvikmynd sem segir ein- falda sögu og bregður upp ein- lægri mynd af tilveru samheldinn- ar fjölskyldu í fátækrahverfi í Teheran. Ljúf og yndisleg sending frá fjarlægu heimshorni. Illur ásetningur / Cruel Intent- ions ★★% Nútímaútgáfa af frönsku 18. al- dar skáldsögunni Hættuleg kynni (Le Liaisons dangereuses) staðsett í umhverfi vellauðugra Manhattan- búa. Greinilega ætluð fyrir ung- dómsmarkaðinn en er áhugaverð sem slík. Vefurinn / The Matrix ★★★★ Með athyglisverðari kvikmynd- um sem hafa skilað sér úr hringiðu Hollywood-iðnaðarins síðustu ár. Listileg blanda af kraftmiklum hasar og heimspekilegum veru- leikapælingum. Stíll, útlit og tæknibrellur vekja aðdáun. 10 atriði í fari þínu sem ég hata / 10 things I hate about you ★★% Óvenju góð unglingamynd sem sver sig í ætt við Glórulaus (Cluel- ess). Sagan byggist lauslega á verki Shakespeare Skassið tamið og býður upp á hnyttin og vel út- færð samtöl. Hinir ungu leikarar sýna að þeir eru ekki einungis snoppufríðir heldur búa líka yfir hæfileikum. Prýðis skemmtun sem ristir þó ekki djúpt. Þrjár árstíðir / Three Seasons ★★★ Gullfallegt kvikmyndaverk sem segir frá lífsbaráttu nokkurra persóna í Ho Chi Minh-borg (áður Hamingjusöm á yfirborðinu í Lífshamingju Todd Solondz. Saigon) í Víetnam. Leikurinn / The Match ★★% Bráðskemmtileg og vel gerð fót- boltamynd sem lýsir ástum og ör- lögum íbúa í skoskum smábæ. Ástkær / Beloved ★★% Dálítið mistæk kvikmyndun á mögnuðu skáldverki Toni Morri- son sem fjallar um þjáningar Oprah Winfrey fer með stórt hlutverk í Ástkær. þrælahaldsins í Bandaríkjunum og eftirköst þess. Myndin gæti þó orðið þolinmóðum áhorfendum áhrifarík upplifun. Svatur köttur, hvítur köttur / Crna macka, beli macor ★★★★ Emir Kusturica gefur galsanum lausan tauminn í þessum tryllings- lega og bráðfyndna farsa. Októberhiminn / October Sky ★★★ Mannleg og hrífandi mynd sem lýsir vel draumum og þrám til að skipta máli, stíga krefið fram á við og setja mark á söguna. Rennur einkar ljúflega í gegn. Heiða Jóhannesdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson A myndbandi 18. jan. mm mjj mm. iMlMk Góð myndbönd i i ! 4 -V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.