Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Derrick orðinn prestur Leikarinn Horst Tappert, sem flestir þekkja sem lög- reglumanninn Derr- ick, hefur söðlað um og leikur prest í nýj- ustu mynd sinni. Myndin heitir Kard- ínálinn og kostaði gerð myndarinnar leikarann næstum líf- ið því hann lá í dái á sjúkrahúsi í margar vikur. „Ég skrifaði undir samning um að leika í myndinni á meðan ég var ennþá á fullu með Derrick. Ég vildi komast út úr lögreglumann- shlutverkinu. Til að losna við gömlu ím- yndina fannst mér sniðugt að velja hlutverk sem er algjör andstæða. Þar að auki var þetta áskorun fyrir mig sem leikara," sagði Horst. I nýju myndinni leikur hann prest sem vonast eftir að verða val- inn kardináli af páfanum. í Ijós kemur að hann á barn á laun. Hann stendur því frammi fyrir vali á milli starfsframa eða að halda sambandi við dótturina. Tappert segist vera búinn að ná sér líkamlega og að hann hafi skrifað undir að leika að- alhlutverkið í nýrri mynd sem ber starfsheitið Greiðslukorta- pabbinn. NÁMSAÐS TOÐ við þá sent vilja ná lengra í grunnskóla • háskóla framhaldsskóla • flestar námsgreinar Innritun í síma 557 9233 Nemendabiónustan sf. , bannhaVifa 10, Mjódd. MELODIUR OG MAMMON TOJVLIST Romantic Sax Geisladiskar Romantic Sax, geisladiskur með saxófónleik Kristins Svavarssonar. Með honum leika Sigfús Óttarsson trymbill, Jóhann Asmundsson bassaleikari, Þórir Ulfarsson hljómborðsleikari, Tryggvi Hubner gítarleikari og tílfar Sigmarsson dragspilsleikari. títgefandi: Lag og ljóð/Torfi Ólafsson, Þórir tílfars- son. Dreifing: Skifan ehf. IŒISTINN Svavarsson er saxófón- leikari sem á árum áður gerði garðinn frægan sem meðlimur hljómsveitar- innar Mezzoforte. Eftirminnileg er þekkileg spilamennska hans í ágætu lagi Eyþórs Gunnarssonar, „Garden Party“, sem enn er vinsælt víða um heim. Mörg ár eru síðan Kristinn dró sig út úr Mezzoforte og hefur hann haft fremur hægt um sig síðan. Und- irritaður man þó eftir Kristni fyrir nokkrum árum í danshljómsveit norður á Húsavík þar sem hann ku hafa starfað sem tónlistarkennari. Nú er Kristinn kominn á markaðinn með geislaplötu sem inniheldur út- færslur hans á þekktum íslenskum dægurlagaperlum. Það er skemmst frá því að segja að í fyrstu fjórum tilraunum undirritaðs til að hlusta á Romantic Sax tókst ekki að halda sér vakandi í gegnum lögin ellefu. Það var ekki fyrr en í fímmtu tilraun sem það tókst og eftir það hlustaði undirritaður á plötuna nokkrum sinnum til viðbótar. r a s 11 n q v. www.casting.is J Morgunblaðið/Kristinn Kristinn Svavarsson. Kannski segja þessi orð allt sem segja þarf. Lögin eru öll ofurróleg, útsetningamar eru svæfandi og gerð- ar eftir lyftuformúlunni svokölluðu. Slíka tegund tónlistar má heyra í flestum verslunarmiðstöðvum heims- ins sem og í flugvélum brúkuðum til millilandaflugs. Tónlistin er áreynslulaus, átakalaus, áreitislaus og ófrumleg í alla staði enda alls ekki ætlunin að hreyfa við stressuðum nú- tímamanninum heldur þvert á móti að deyfa hann. Ef tónlist væri fæði þá mætti skilgreina þessa framreiðslu sem næringu í æð; ekkert bragð, hvorki vont né gott. Kenny G. er líklega þekktasti lyftusaxófónleikari samtímans og má segja að Kristinn sé hér að fara í fötin hans. Undirrituðum þykir þó að mörgu leyti Kristinn smekklegri ef svo má að orði komast. Hann fylgir meira þeirri merku speki að minna sé meira (less is more) á meðan Kenny veður oftar um í einhverjum sálar- lausum skalaæfingum. Tónninn frá Kristni er einnig beittari og ekki jafn vemmilegur og endalaust sópranvæl Kennys. Eins og áður segir inniheldur plat- an margar þekktar dægurlagaperlur okkar bestu höfunda. „Ó þú“, eftir Magnús Eiríksson, „Vetrarsól" Gunnars Þórðarsonar og „Ég veit þú kemur“ eftir Oddgeir Kristjánsson eru dæmi um frábær lög sem prýða plötuna. Persónulega þykir undiirit- uðum að verið sé að bera í bakkafull- an lækinn með útgáfu af þessu tagi. Flest lögin eru til fyrir í frambærileg- um útgáfum sem fólk hefur kunnað að meta. Smíðunum er að vísu hvergi sýnd bein lítilsvirðing en engar til- raunh- eru gerðar til þess að gæða þær nýju lífi. Mér virðist helsta ástæðan fyrir útgáfu Romantic Sax sé að græða peninga og eflaust geng- ur það dæmi upp. Flugleiðir gætu til dæmis keypt dágott upplag af þessari plötu og skipt henni inn fyrir plötu þeirra Þóris Baldurssonar og Rúnars Georgssonar sem undirritaður hefur svo oft heyrt á þvælingi sínum til og frá Danmörku. Fleiri gætu kúnnarnir orðið en Flugleiðir; t.d. Kringlan og Perlan svo ekki sé minnst á erlenda ferðamenn enda má glöggt sjá á um- slagi að markhópurinn er ekki síst sá hópur: „From the land of the midn- ight sun“; landfræðilega klaufaleg al- hæfing en virkar örugglega í sölu! Hljómur er með ágætum á plötunni. Hljóðmyndin er stór og notkun hellis- brellna (reverb) er mikil sem hæfir útsetningunum vel þó burstaslegin sneriltromman sé yfirbrelluð og verði að grautarlegu sulli í sumum lögun- um. Kristinn Svavarsson hefur oft sýnt að hann er hljóðfæraleikari góður. Það hafa undirleikarar hans einnig gert. Allir leika þeir villulaust og snyrtilega á Romantic Sax en von- andi ganga þeir í meira spennandi og krefjandi verkefni eftir þetta heldur óskemmtilega hliðarspor. Orri Harðarson. Vilt þú leika í auglýsingu eða kvikmynd? Casting er fyrirtæki sem starfar við að finna fólk í auglýsingar og kvikmyndir, innlendar og erlendar. Nú eru vetramámskeið Casting að hefjast aftur. Á þeim geturðu aukið sjálfstraustið og þjálfað þig í auglýsinga- og kvikmyndaleik. ■ Hvernig er best að koma fram fyrir framan tökuvélina ■ Hverju er verið að leita eftir í prufum ■ Hvemig getur þú aukið sjálfsöryggi þitt bæði fyrir framan tökuvélina og í þínu daglega lífi ■ Ráðleggingar um förðun og umhirðu hárs ■ Frábærir gestakennarar úr leikhús- og kvikmyndaheiminum ■ Kennt verður hvemig texti er lesinn, lærður og krufinn ■ í lokin fara allir í prufutöku og þiggja ráð frá leiðbeinanda ■ Öllum gefst kostur á að fá upptökur af prufum á VHS myndbandi til eignar Allir sem sækja námskeiðið komast á skrá hjá Casting fyrir auglýsingar og kvikmyndir. Umsjón með námskeiðinu hafa Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Casting, Freyr Hákonarson og Bjamey Lúðvíksdóttir. Kennt er tvisvar í viku í fjórar vikur. Verð kr. 12.900 Innritun er hafin í síma 533 4646 eða á www.casting.is Öllum þátttakendum er boðið á fyrirlestur um fyrirsætustörf, án endurgjalds, en fyrirlesturinn er þó ekki hluti af námskeiðinu. Gíslason Andrea Freyr Bjamey Brabin Hákonarson Lúðvíksdóttir Hdda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.