Morgunblaðið - 16.01.2000, Page 64
v/ w w. I a n d s b a n k i. i
www.varda.is
4
^7
Alvöru þjónusta
fyrir alvöru fólk
Landsbankinn
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Ung stúlka
slasaðist á
, skíðasvæði
í Austurríki
SEXTÁN ára íslensk stúlka slas-
aðist alvarlega er hún féll á skíð-
um á skíðasvæði í Bad Hofgastein
í Austurríki á föstudag. Hún var
með unglingahópi Skíðaliðs
Reykjavíkur, sem dvalið hefur í
Austurríki undanfarnar vikur.
Stúlkan var flutt með þyrlu á
sjúkrahús í bænum Schwarzag og
hafði í gær gengist undir tvær að-
gerðir að sögn fulltrúa Skíðaliðs
Reykjavíkur. Stúlkan brotnaði illa,
m.a. einn hryggjarliður, en læknar
kváðust ánægðir með aðgerðirnar.
, ^Ekkert verður unnt að segja um
bata stúlkunnar á þessu stigi.
Verður henni haldið sofandi enn
um sinn. Faðir stúlkunnar hélt ut-
an í gær en hjá henni dvelja farar-
stjóri liðsins og íslenskur skíða-
kennari sem býr í Austurríki.
Hópur unglinga frá Skíðaliði
Reykjavíkur hefur dvalið í Austur-
ríki að undanförnu. Yngri hópur-
inn kom heim fyrir viku og í dag
eru eldri unglingarnir væntanlegir
til baka.
Morgunblaðið/Ásdís
Lítið hefur dregið úr eft-
irspurn á vinnumarkaði
MIKIL eftirspurn er enn eftir
vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu.
Flestir talsmenn ráðningarfyrir-
tækja telja einnig að framboð á
vinnuafli sé mikið og fólk leiti tals-
vert mikið eftir því að skipta um
_*vinnu. Dæmi eru um að eitt ráðn-
ingarfyrirtæki fái að meðaltali ná-
lægt 200 starfsumsóknum á Netinu
á einum degi.
I haust kom fram í Morgunblað-
inu að mikil vöntun væri á starfs-
fólki í stórmarkaðina. Steinþór
Þórðarson, starfsmannastjóri hjá
Baugi, sagði að staðan hefði batnað
talsvert síðan og betur hefði gengið
að ráða í lausar stöður. Hreyfíng á
fólki væri hins vegar nokkuð mikil.
Hann sagði það vera sína tilfínn-
ingu að umsóknum um stjórnunar-
störf hjá Baugi hefði verið að fjölga
síðasta misserið.
Magnús Haraldsson, hjá Ráð-
garði, sagðist merkja þá breytingu
að fyrirtæki vildu fara heldur var-
legar í ráðningar en áður. Eftir-
spurn eftir vinnuafli væri samt mik-
il. Mjög erfitt væri t.d. að fá fólk
sem hefði menntun á sviði við-
skiptafræði, tæknifræði og verk-
fræði. Auk þess væri mikil eftir-
spurn eftir tölvufræðingum, en það
væri ekki nýtt. Magnús sagðist
telja að heldur væri að draga úr því
að fólk skipti um starf. Þeir sem á
annað borð hefðu ætlað að nota
tækifærið í þenslunni og breyta til
væru búnir að því.
Fær 200 starfsumsóknir á dag
Helga Jónsdóttir, hjá Liðsauka,
sagðist ekki sjá þess nein merki að
það væri að draga úr eftirspurn eft-
ir vinnuafli. Það væri mikil hreyfíng
á markaðinum og nefndi hún sem
dæmi að það væri ekki óalgengt að
skráðar væru nálægt 200 starfsum-
sóknir á Netinu á dag. Margir væru
reyndar að skrá umsókn í fleiri en
eitt starf. Hún sagði eins og Magn-
ús að mjög mikil eftirspurn væri
eftir tæknimenntuðu fólki, en einn-
ig væri mikil eftirspurn eftir fólki
með þekkingu á fjármálamarkaði
og á bókhaldi.
Guðný Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri ráðningarþjónust-
unnar STRÁ, sagði að eftirspurn á
vinnumarkaði væri enn mjög mikil,
en framboð af vinnuafli væri enn-
fremur mikið. Margir væru að líta í
kringum sig með það í huga að
skipta um starf. Hún sagði að að
mörgu leyti minnti ástandið á
ástandið eins og það var árið 1987.
Fyrirtæki beittu hins vegar al-
mennt meira aðhaldi í mannaráðn-
ingum nú en þá. Þetta væri þó mis-
munandi milli greina og fyrirtækja.
Mikil eftirspurn hefði lengi verið
eftir fólki í tölvu- og hugbúnaðar-
geira, en mjög mikil eftirspurn
hefði verið að undanförnu eftir fólki
með verkfræði- og/eða tæknifræði-
menntun; framboð af fólki með þá
menntun sé minna nú en eftirspurn.
S
A Hring-
braut
Spáð er suðlægum vindum og
nokkrum hlýindum víðast hvar
um landið næstu daga en ekki er
víst að öllum sé unnt að vera mik-
ið á ferli þrátt fyrir þokkalegt
veður. Flensa og ýmsar aðrar
pestir hafa hrjáð marga lands-
menn, unga sem gamla, að und-
anförnu og þá er ekki annað að
gera en horfa út um gluggann og
syngja og fylgjast með ferðum
þeirra sem á ferli eru úti við.
Bátur
brann í
Grinda-
víkurhöfn
ELDUR kviknaði í bátnum Fjölni í
Grindavíkurhöfn aðfaranótt laug-
ardags og hlaust af talsvert tjón.
Eldurinn kom upp í vistarverum
aftast í bátnum og var farinn dreifa
úr sér, þannig að vel var orðið heitt
í brú bátsins, sem er um 170 tonn
og gerður út frá Vísi hf. í Grinda-
vík. Að sögn Ásmundar Jónssonar,
slökkviliðsstjóra í Grindavík, hefur
verið búið að loga í töluverðan tíma
þegar að var komið.
Slökkviliðið fékk útkall rétt fyiir
klukkan átta í gærmorgun og þeg-
ar að var komið var mikill hiti í
bátnum. Báturinn var vel lokaður,
þannig að eldurinn hafði kafnað
talsvert af sjálfu sér, en mikill
reykur var um borð.
í fyrstu var talið að tveir menn
hefðu verið um borð og fóru fjórir
reykkafarar fyrst inn í bátinn til að
leita og tók nokkurn tíma að ganga
úr skugga um að enginn væri um
borð. Um tvo tíma tók að komast
fyrir eldinn, en óljóst var um elds-
upptök.
Skráðu þig
binet.is
® BÚNAÐARBANKINN
, Morgunblaðið/Ami Sæberg
TF-SIF stendur nú sundurtekin á gólfi flugskýlis Gæslunnar.
Þyrla í þúsund pörtum
TF-SIF, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, stendur nú í frum-
einduin á gólfi flugskýlis Land-
helgisgæslunnar því nú er
komið að svokallaðri 5000 tíma
skoðun á vélinni, sem hefur
verið í þjónustu gæslunnar síð-
an 1985.
Að sögn Jóns Pálssonar, yfir-
flugvirkja Landhelgisgæslunn-
ar, er þetta mikil skoðun þar
sem vélin er öll tekin í gegn.
Sérstök áhersla er lögð á að
kanna skrokk þyrlunnar og
leita ummerkja um tæringu og
slíkt slit. Tækifærið er notað til
að endurnýja gírbox, drifbúnað
og fleira. Að sögn Jóns er þetta
stærsta skoðun sem fram-
kvæmd hefur verið á vélinni.
Áætlað er að sex vikur líði áður
en þyrlan kemst á ný í notkun,
miðað við þann mannafla sem
að verkinu vinnur. Það gæti þó
flýtt fyrir að gæslan nýtur
þessa dagana starfskrafta
tveggja flugvirkjanema frá
Flugleiðum.