Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eigendaskipti að Útgerðarfélagí Breiðdælinga hf.
Stj órnarformaðurinn
kaupir hlutabréf hreppsins
HREPPSNEFND Breiðdalshrepps hefur ákveð-
ið að selja meirihhitaeign sína í Útgerðarfélagi
Breiðdælinga hf. Kaupandinn er stjórnarformað-
ur fyrirtækisins sem jafnframt á sæti í hrepps-
nefnd og hefur verið upplýst að sveitarstjórinn
tekur einnig þátt í kaupunum. Hlutabréfin eru
seld á nafnverði og meirihluti kaupverðsins er
lánaður gegn handveði í hinum seldu bréfum.
Breiðdalshreppur beitti sér fyrir stofnun Út-
gerðarfélags Breiðdælinga fyrir rúmu ári, eftir
að Búlandstindur á Djúpavogi dró sig út úr
frystihúsarekstri á Breiðdalsvík. Hreppurinn
lagði fram 20 milljóna króna hlutafé á móti ein-
staklingum og nokkrum fyrirtækjum og á um
67% hlutafjár. Jafnframt ráðstafaði hrepps-
nefndin byggðakvóta Breiðdalsvíkur, sem nemur
181 tonni á ári, til fyrirtækisins. Hreppurinn hef-
ur Iagt töluverða vinnu í að koma fyrirtækinu á
laggirnar, meðal annars lánaði hann sveitar-
stjóra sinn í mikla vinnu við að stýra fyrirtækinu
allt síðastliðið ár.
Deilt um tryggingar fyrir greiðslum
Stjórnarformaður Útgerðarfélags Breiðdæl-
inga hf., Ríkharður Jónasson, vélgæslumaður hjá
fyrirtækinu, en hann er jafnframt varaoddviti
hreppsnefndar, lagði nýlega fram tilboð í hluta-
bréf hreppsins og var það samþykkt á hrepps-
nefndarfundi síðastliðinn föstudag með þremur
atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum
minnihluta hreppsnefndar. Skrifað verður undir
samninga um söluna hinn 1. febrúar næstkom-
andi.
Lárus H. Sigurðsson, oddviti Breiðdalshrepps,
segir að hreppsnefndin hafi aldrei ætlað sér að
eiga hlutabréf í Útgerðarfélaginu til langframa,
aðkoma sveitarfélagsins hafi verið neyðarráð-
stöfun vegna þess vanda sem upp kom í atvinnu-
málum staðarins síðastliðinn vetur. Því hafi verið
ákveðið að selja hlut sveitarfélagsins þegar tilboð
barst í eignina. Hlutabréfin voru ekki auglýst og
var hljótt um tilboð Ríkharðs fram að hrepp-
snefndarfundinum síðastliðið föstudagskvöld.
Hlutabréfin verða seld á nafnvirði, 20 milljónir
kr. Tvær milljónir verða greiddar við undirritun
kaupsamnings, tvær milljónir hinn 1. desember
næstkomandi og 16 milljónir verða lánaðar kaup-
endum út á handveð í hinum seldu hlutabréfum.
Spurður að þvi hvort verðið væri nógu hátt, í ljósi
þess að hlutabréfin væru seld á nafnverði ári eftir
stofnun félagsins, segir oddviti Breiðdalshrepps
að þótt Útgerðarfélagið hafi verið rekið halla-
laust á síðasta ári væri fyrirtækið ákaflega veikt
og í raun og veru ekki búið að finna því rekstrar-
grundvöll.
Skúli Hannesson, annar fulltrúi H-listans í
minnihluta hreppsnefndar, segir að greiðslur
kaupverðsins séu ekki nægilega vel tryggðar. Ef
reksturinn gengi illa sæti sveitarfélagið í súpunni
enn einu sinni og hann segist ekki hafa trú á að
unnt yrði að fá aðstoð í atvinnumálum ef það
gerðist. Skúli segir að betra hefði verið að gera
félagið rekstrarhæft og fá síðan til liðs við það
menn sem hefðu þekkingu og reynslu til að reka
fyrirtæki. Lárus oddviti segir að vissulega geti
menn haft efasemdir um tryggingar fyrir greiðsl-
um. En menn verði að gera það upp við sig hvort
betra sé að eiga 20 milljónir í hlutabréfum áfram
eða minnka áhættuna niður í 16 milljónir með því
að selja hlutabréfin.
Fram hefur komið hjá Ríkharði Jónassyni að
fleiri aðilar sem hann hefur ekki nafngreint
standi með sér að tilboðinu. Á hreppsnefndar-
fundinum á föstudag upplýsti Rúnar Björgvins-
son sveitarstjóri, sem situr í meirihluta með þeim
Lárusi og Ríkharði, að hann væri aðili að fjár-
mögnun kaupverðsins. Hvorugur þeirra tók þátt
í umræðum um tilboðið eða afgreiðslu málsins.
Ferðanefnd
stéttarfélaganna
Ganga til
samninga
við S/L
FERÐANEFND stéttarfélag-
anna, sem er samstarfsvett-
vangur launþegasamtaka og
stéttarfélaga, hefur ákveðið að
ganga til samninga við Sam-
vinnuferðir-Landsýn eins og
undanfarin ár um aðstoð og
þjónustu við ferðanefndina
varðandi samningagerð o.fl. að
því er fram kemur í yfirlýs-
ingu frá nefndinni. Tekið er
sérstaklega fram að skoðað
verði hvort forsendur séu til
að þróa þetta samstarf enn
frekar.
Hlutverk ferðanefndarinnar
er að tryggja félagsmönnum
þjónustu á hagstæðu verði á
ferðalögum innanlands og til
útlanda.
„Eins og mörg undanfarin
ár leitaði Ferðanefnd stéttar-
félaganna eftir samstarfi við
ferðaþjónustuaðila um fram-
boð á ódýrum ferðum til út-
landa. Var í þvi sambandi bæði
leitað til Flugleiða og Sam-
vinnuferða-Landsýnar. Að
mati ferðanefndarinnar eru
tilboð þessara aðila nú ekki
síst viðbrögð við starfi nefnd;
arinnar og ber að fagna því. í
ljósi þeirrar stöðu sem nú er
uppi telur Ferðanefnd stéttar-
félaganna að tilganginum sé
náð,“ segir í yfirlýsingunni.
A fuglaþingi við Tjörnina
Að venju brá fjöldi Reykvíkinga sér niður á Tjörn
um helgina til að gefa öndunum. I þeim hópi var
Össur Skarphéðinsson alþingismaður með dóttur
sinni. Af myndinni að dæma mætti ætla að þing-
maðurinn hefði tekið að sér fundarstjórn á fugla-
þinginu við Reykjavíkurtjörn.
Lést í um-
ferðarslysi á
Spáni
TUTTUGU og þriggja ára gamall
íslendingur, Hlynur Þór Siguijóns-
son, til heimilis í Heiðarholti 4 í
Keflavík, lést í
umferðarslysi í
nágrenni Alicante
á Spáni síðastlið-
inn laugardag.
Hann var
gangandi á leið
yfir götu er ekið
var á hann með
fyrrgreindum af-
leiðingum.
Hinn látni var fæddur 6. desember
árið 1976 og lætur eftir sig unnustu.
----------------
Banaslys á
Gar ð skaga vegi
BANASLYS varð á Garðskagavegi
síðdegis á laugardag.
Ökumaður jeppa missti bíl sinn
út í vegkant og þegar hann ætlaði
að ná honum upp á veginn aftur
missti hann
stjórn á bílnum.
Bíllinn fór
nokkrar veltur
og er talið að
maðurinn, sem
hentist út úr
bílnum, hafi lát-
ist samstundis.
Hvasst var og
mikil rigning j
þegar slysið varð.
Tveir drengir sem voru í bflnum,
barnabörn hins látna, sluppu án
mikilla meiðsla.
Maðurinn sem lést hét Einvarð-
ur Rúnar Albertsson, til heimilis á
Eyjaholti 10 í Garði. Hann var
rúmlega fimmtugur að aldri. Ein-
varður lætur eftir sig fjögur börn.
----------------
Reykjanesbær
Lögreg’lan
rannsakar lát
ungs manns
LÖGREGLAN í Keflavík hefur hafið
rannsókn á láti ungs manns sem
fannst skammt frá heimili sínu í
Njarðvík á
fimmta tímanum í |
gærmorgun.
Farið var að
svipast um eftir
manninum síð-
degis í fyrradag
og tóku m.a. liðs-
menn björgunar-
sveita þátt í eftir-
grennslaninni. Að
sögn lögreglunnar í Keflavík er dán-
arorsök ókunn.
Hinn látni hét Örlygur Sturluson. |
Hann var leikmaður úrvaldsdeildar-
liðs Njarðvíkur og talinn einn efnileg-
asti körfuboltamaður landsins. Fyrir
leik Tindastóls og Hauka á Sauðár-
króki í gærkvöldi var einnar mínútu
þögn til að minnast hins látna.
Heímíli
Heiðar Helguson skoraði í fyrsta
leiknum með Watford/C3
Þorbjörn valdi Króatíu-
farana í gærkvöldi/C6
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is