Morgunblaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 68
<38 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Chaplin, kominn undir áttrætt, ræðir við Sophiu Loren, aðalleikkonu
sína í síðasta verkinu, skellinum Greifynjan frá Hong Kong.
CHARLES
Auglýsingaveggspjald Nútímans. Hvergi kemur fram að raust meistar-
ans heyrist hér í fyrsta sinn. Öll verk hans eftir þetta voru með hljóði.
CHAPLIN
II. Hollywood til Hong Kong
ÁRIÐ 1919 var Chaplin orðinn
einn hæstlaunaði leikari heims, það
var ekki nóg, hann vildi fá algjört
vald yfir útliti mynda sinna. Vera
ráðandi afl hvað snerti alla þætti
sem skipta máli í kvikmyndagerð.
Svipaðar ástæður hvöttu Mary
Pickford, D.W. Griffith og Douglas
j*,Fairbanks, nokkur af frægustu
nöfnum Hollywood, til að bijóta
blað í sögu kvikmyndaiðnaðarins. í
sameiningu komu þau á fót United
Artists, nýju framleiðslu- og dreifi-
fyrirtæki. Það blómstraði fljótlega
og átti sinn þátt í að Chaplin varð
með efnaðri mönnum. UA setti mik-
inn svip á kvikmyndasöguna, allt til
frumsýningar Heavens Gate, (80).
Það þurfti ekki nema eina mynd og
einn mann, Michael Cimino, til að
rústa 60 ára sögu þessa blómlega
fyrirtækis, en það er önnur saga.
Fyrsta myndin sem Chaplin gerði
fyrir UA, Woman Of Paris, fær mis-
jafna dóma. Sumar heimildir hæla
henni á hvert reipi, aðrar eru ekki
eins jákvæðar. f Chaplin - His Life
and Art, (McGraw-Hill 85), ágætri
ævisögu eftir David Robinson, kem-
ur í ljós að leikstjórinn og hand-
ritshöfundurinn var ekkert of sæll
með sína fyrstu dramatísku mynd.
Sjálfur leikur hann ekki í myndinni
en tekur framforum í kúnstinni að
stjórna öðrum. Um þessar mundir
var Chaplin að ganga í gegnum
fyrsta skilnaðinn, sem olli mikilli
hneykslan. Giftist hinni 16 ára Mild-
red Harris 1918, yfirgaf hana
tveimur árum síðar fyrir smástirnið
Lolitu McMurray. Hún var einnig
16 ára er þau giftu sig, (24), en
brúðguminn 35. Chaplin hafði
greinilega auga fyrir táningsstelp-
um, sem var kveikjan að fyrstu
árekstrum hans við bandarískan al-
menning. Kvennamálin héldu
áfram að blómstra. Eftir afdrifarík-
an skilnað við McMurray og tvo syni
(Charles yngri og Sydney), liðu sex
ár uns fagurkerinn kvæntist enn
einni „Lólítunni", leikkonunni Paul-
ette Goddard, mótleikara hans í Nú-
tímanum, (36), og Einræðisherran-
um (40). Þau skildu 42. Um svipað
leyti rak hvert hneykslið annað í
einkalífi listamannsins, öll tengd
kvennamálum. Ekki síst Oonu ÓN-
eal, sem varð fjórða eiginkona hans
(43), þrátt fyrir kröftug mótmæli
föður hennar, leikritaskáldsins Eu-
gene ÓNeill. Hún var 18, Chaplin 54
ára.
f miðju gjörningaveðri fyrstu
skilnaðanna skapaði Chaplin engu
að síður þijú af snilldarverkunum;
Gullæðið, Sirkus og Borgarljós.
Þrátt fyrir að sú síðastnefnda kæmi
á markaðinn 31, þegar hljóðið var
komið til sögunnar í nánast öllum
Hollywood-myndum, þráaðist
Chaplin við, notaði það eingöngu til
tónlistarflutnings og að skapa „ef-
fekta“. Þögnin var enn gullvæg í
næsta stórvirki, Nútímanum, fyrir
utan að meistarinn syngur bulltexta
við eitt Iag. Það er sannarlega
snilldarleg sena, þó mann gruni að
hann sé að skopast að hinni nýju
tækni. Talið notar hann ekki full-
komlega fyrr en í Einræðisherran-
um.
Það er tímanna tákn að þessar
tvær myndir mörkuðu endi Flæk-
ingsins, eða „Litla náungans" eins-
og skapari hans kallaði hann jafn-
an. Chaplin hafði aldrei treyst á orð
sem hluta sinnar heimsfrægu pers-
ónusköpunar, en tókst ekki að
skapa neina aðra persónu sem hlaut
þá samúð sem Flækingurinn naut
hjá almenningi. Árangur Chaplins
og velgengnin sem hann naut fyrir
tilstilli einnar persónu, snilli og lát-
bragðsleiks, byijaði að réna.
Um sama Ieyti var hann mikið í
sviðsljósinu, oftast neikvætt vegna
hneykslismála og illa þokkaðs sam-
bandsins við Oonu. Eugene, tilvon-
andi tengdafaðir hans og eitt virt-
asta skáld síns tíma, lá ekki á liði
sínu að lýsa opinberlega skoðunum
sínum á hinum miðaldra „trúð“,
sem kominn var í ból dótturinnar.
Þá lenti hann í vondum málum hjá
skattayfirvöldum, var staðinn að
því að svíkja undan telq'uskatti, en
Chaplin þótti jafnan samansaumað-
ur og óttaðist fátækt öðru fremur.
Eins var honum gefið að sök að
stela sögufléttu Einræðisherrans.
1942 var hann semsagt kominn
uppá kant við bandarískt þjóðfélag,
sem hafði dáð hann skilyrðislaust.
Enn syrti í álinn. Chaplin var
friðarsinni og stríðsandstæðingur.
Síðla árs fékk hann þá hugmynd að
Bandaríkin vinguðust við Sovét.
Það heilræði átti eftir að koma hon-
um í koll og festa á hann kommún-
istastimpilinn. Verst af öllu var þó
sú staðreynd að hann neitaði löng-
um að gerast bandariskur þegn,
nokkuð sem yfirvöld og alþýðan gat
ekki fyrirgefið eftirlætinu sínu. Eft-
ir frumsýningu Monsieur Verdoux,
(47), sem þótti óþolandi viðurstyggð
í gulu pressunni (þar sem blöð Willi-
ams Hearst fóru fremst í flokki),
var honum hótað að hann yrði að
koma fyrir Ó-amerísku nefndina.
Af því varð þó aldrei. 1952, á meðan
á kynningarherferð hans í Evrópu
fyrir Limelight stóð, var Chaplin
látinn vita að ef hann sneri aftur
yrði hann sóttur til saka fyrir „sið-
spillingu og kommúnistadekur".
Báðar þessar myndir gengu
hvarvetna iUa. MonsieurVerdoux
(þrjár stjörnuij sem á yfirborðinu
fjallar um bankastarfsmann sem
giftist ríkum konum og myrðir síð-
an, klauf bandarísku þjóðina.
Vinstrisinnar kölluðu hana snilld,
mikiU meirihluti hægrimanna
ófógnuð, þar sem skopast væri að
manndrápum og þau talin aðeins
örlitlu verri en stríð milli þjóða.
Hvað sem því líður er tunga Chapl-
ins hvöss í munni Verdoux, sem
túlkar álit höfundar á stríðsbrölti
stórveldanna. Chaplin er glimrandi
góður í hlutverkinu, og myndin, þó
hún teljist ekki með hans bestu, enn
athyglisverð og listilega gerð
blanda af ádeilu og farsa. Best er
árabátsatriðið, þar sem Martha
Raye stelur reyndar senunni. Mað-
ur saknar Flækingsins og lát-
bragðsleikurinn farinn að láta á sjá.
Limelight, (52), (tvær og hálf
stjarna) er slakari en allar löngu
myndimar sem á undan voru komn-
ar. Súkkulaðihjúpað drama um lífs-
þreyttan roskinn trúð (Chaplin),
sem bjargar lífi ballettdansmeyjar
(Claire Bloom), sem á hinn bóginn
er ástfangin af tónskáldinu (Sydney
Chaplin). Kunnuglegt efni og mynd-
in áhugaverðust sökum þess að Bu-
ster Keaton, annar snillingur þöglu
myndanna, fer með lítið hlutverk.
Chaplin settist að í Sviss og bjó
þar síðustu áratugina ásamt Oonu,
og stómm barnahópi. Hann gerði
tvær myndir eftir þetta, A King In
New York, (57), (tvær stjörnur) svo
slæma mynd að háðsádeilan á
bandarískt þjóðfélag missir marks
og hæfir sig í fótinn. Orfá atriði,
sem minna á gamla snilligáfu,
gleðja augað. Það versta var þó
ekki komið á tjaldið; Greifynjan frá
Hong Kong - Á Countess From
Hong Kong, (67) (ein stjarna), ævin-
týri Bandaríkjamanns í utanríkis-
þjónustunni (Marlon Brando), sem
kynnist gleðikonu (Sophia Loren)
um borð í skemmtiferðaskipi, er
einfaldlega venjuleg, rómantísk
gamanmynd, Iangt undir meðallagi.
Meistarinn kallaði gagnrýnendur
„bölvaða vitleysinga“. Enn þann
dag í dag er þó ekki annað að sjá en
þeir hafi haft á réttu að standa.
Þannig endaði einn stórbrotnasti
listamannsferillkvikmyndasögunn-
ar.
Hollywood tók hann í sátt og
veitti sih eftirsóttustu verðlaun,
heiðurs-óskar. 72. Þá var hann sleg-
inn til riddara í Bretlandi árið 1975.
Hvort hann aðhylltist kommún-
NÚTÍMINN - MODERN
TIMES, (1936) 4 stjörnur
Uppáhaldsmyndin (ásamt Gullæð-
inu), er ódauðleg satíra um hátækni-
væðingu nútímaþjóðfélagsins.
Mannleg gildi og tilfinningar gagn-
vart vélum og verksmiðjum er þem-
að, sem kemur ljósast fram í nokkr-
um kvikmyndasögulegum atriðum;
Þegar Flækingurinn stríðir við færi-
bandið, er notaður sem tilraunadýr
við gerð maísstönglamatara, býður
umkomulausri stúlku (Paulette
Goddard), húsaskjól í sínum fátæk-
lega ranni og síðast en ekk síst sú
vonglaðasta af þeim öllum - er Flæk-
ingurinn leiðir stúlkuna sína fram á
veginn, inn í sólarupprásina.
BORGARLJÓS - CITY
LIGHTS, (1931) 4 stjörnur
Chaplin streitist enn á móti talinu
og hefur öll gildi Flækingsins í fyrir-
rúmi. Lætur hann verða ástfanginn
af blindri blómasölustúlku sem hann
tekur upp á arma sína. Samband
hans við auðkýfing, sem þekkir
Flækinginn aðeins undir áhrifum, er
á köflum bráðfyndið, eins óborgan-
legt hnefaleikaatriði. Treginn er
skammt undan og allsráðandi í
magnaðasta atriði myndarinnar, og
Broskarlamorðin
(Happy Face Murders)
Gamanmynd
★★
Leikstjóri: Brian Trenchard-Smith.
Handrit: John Pielmeier. Kvik-
myndataka: Bert Dunk. Aðal-
hlutverk: Ann-Margret, Marg Hel-
genberger, Henry Thomas. (98
mín.) Bandaríkin 1999. CIC-
myndbönd. Bönnuð börnum yngri
en 16 ára.
BROSKARLAMORÐIN er skrýt-
in mynd, svo mikið er víst. Hún er
gerð fyrir sjónvaiy og sögð byggja á
sönnu sakamáli. Otrúlegt ef satt því
rás atburða er eins og vondur skáld-
skapur sem bæði er lygilegur og
langsóttur. Við verðum þó að treysta
því að ekki sé verið að narra mann og
því ekki annað hægt en að gapa af
undrun yfir þessari lygilegu morð-
sögu. í stuttu og ofur einfólduðu máli
þá finnst ung stúlka myrt á hrotta-
fenginn hátt og sextug óhamingju-
söm kona (Ann-Margret) sakar sam-
býlismann sinn um að hafa framið
Einræðisherrann er jafn snjöll
ádeila á fasisma í dag og á
frumsýningardeginum, undir
miðju seinna stríði. Chaplin sem
Adenoid Hynkel.
isma skal ósagt látið. Maður minnist
snillingsins sem jafnan tók afstöðu
með litilmagnanum, stóð fyrir skil-
yrðislausu frelsi einstaklingsins,
líkt og Gullæðið og Einræðisherr-
ann standa svo eftirminnilega fyrir.
Snilligáfa hans á þó fyrst og fremst
rætur sínar í einstöku skopskyninu,
sem veraldlegar hugsjónir voru
famar að slæva er á leið ferilinn.
margir vilja meina kvikmyndasög-
unnar. Dæmi hver fyrir sig, þau
standast því ekki mörg snúning er
Flækingurinn hittir stúlkuna sína
aftur er hann sleppur úr fangels-
inu... Hér rísa einnig tónsmíðar
listamannsins hvað hæst.
EINRÆÐISHERRANN -
THE GREAT DICTATOR,
(1940) 4 stjörnur
Síðasta stórvirkið, ádeila á stríðs-
brölt, gerist á „tímum þegar grimmd
og mannvonska gekk óbeisluð og
frelsið tók kollsteypu", líkt og stend-
ur í inngangstexta. Chaplin leikur
bæði litla gyðinginn, rakarann á
horninu, og Adenoid Hynkel, ein-
ræðisherra í Tomaniu. Einræðis-
herrann Benzino Napaloni (Jack
Oakie), kemur einnig við sögu (m.a. í
besta atriðinu, inni á rakarastof-
unni), og vegalausa stúlkan (Godd-
ard). Fyi'sta, algjöra talmyndin er
stöku sinnum óþægileg blanda
ádeilu og gríns og lokaræðan full-
mikið af því góða. Engu síður í hópi
bestu mynda snillingsins og óskandi
að þeir kumpánar, Hitler og Muss-
solini, hafi fengið tækifæri til að sjá
hana fyrir endalokin.
verknaðinn. Veður skipast hinsvegar
í lofti þegar hún breytir framburði
sínum fram og aftur þai' til lögreglan
veit ei lengur sitt
rjúkandi ráð.
Ólíkindin eru
með endemum í
þessari undarlegu
gráglettnu mynd.
Þótt málsatvik séu
hrottafengin þá er
ekki annað hægt en
að flokka myndina
sem gamanmynd,
slíkur er fáránleikinn. Ofan á fram-
vinduna furðulegu bætir leikstjórinn
síðan af augljósum metnaði ýktum
stflbrögðum, bæði hvað varðar útlit
og áherslur leikara. Útkoman er
hinsvegar svo yfirdrifin að um þver-
bak keyrir og ekki bætir ruglingslegt
og götótt handritið úr skák. Fróðlegt
hefði verið að sjá útkomuna ef efnis-
tökin á þessari skrýtnu sögu hefðu
verið agaðri og hógværari. Þótt ótrú-
legt megi virðast má þegar öllu er á
botninn hvolft hafa lúmskt gaman af
öllum látunum og virða ber dirfsku
og metnað leikstjórans.
Skarphéðinn Guðmundsson
TILBOÐSDAGAR
sœtir
Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 • Fax 564 1477
Sígild myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson
MYNDBOND
Ótrúlegur sannleikur
Murders
\ rrCOTiMHMÍKACU