Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SkoOanakönnun DV um fylgi stjómmálaflokkanna:
Framsóknarflokkur
■w*
minnstur fjórflokkanna
- Sjálfstæðisflokkur með hreinan meirihluta - Vinstri-grænir næststærstir
•Át* G-Mu NO«
Það er öllu fórnað til að formaðurinn geti burrað si'num loforðum áfram.
Háskólanetið beintengt
Stúdentagörðum
STÚDENTAGARÐAR Félagsstofn-
unar stúdenta voru í gær beintengdir
Háskólanetinu. Tengingin fór fram í
kjölfar undirritunar samnings Há-
skóla íslands, Reiknistofnunar HÍ og
Félagsstofnunar stúdenta um beint-
engingu háskólanetsins inn í íbúðir
og herbergi á stúdentagörðum og
samnýtingu netsambands.
Með tengingunni geta 454 stúd-
entar sem búa á stúdentagörðum
fengið aðgang að Háskólanetinu
heima hjá sér, án þess að greiða mín-
útugjald fyrir afnot og verða símalín-
ur stúdentanna ekki uppteknar þó
þeir séu á Netinu.
Gert er ráð fyrir að aðgangurinn,
sem er sá sami og starfsmenn há-
skólans hafa á skrifstofum sínum og
stúdentar í tölvuverum HÍ, verði til
þess að álag á tölvuverunum minnki
verulega en oft er bið eftir þeim tæp-
lega 300 tölvum sem þar eru.
Samhliða lögnum í garðana vegna
nettengingarinnar lagði Landssím-
inn breiðband inn í allar byggingar á
stúdentagörðum.
Til stóð að allir íbúar garða
greiddu fyrir aðgang að Netinu, óháð
því hvort þeir nýttu sér hann eða
ekki, en fallið var frá því og munu því
aðeins notendur greiða notenda-
gjald.
ALVÖRU SPRENGIKRAFTUR ... eftir 3 daga ...
Sýningin Liðsinni í Perlunni
Nýjungar til
að bæta líf
fatlaðra
Dagana 11. til 13.
febrúar verður
haldin í Perlunni
í Reykjavík vörusýning
og ráðstefna sem kynnir
nýja tækni sem þjónar
fötluðum. Sýningin hefur
fengið nafnið Liðsinni -
ný tækni - allra aðgengi.
Friðrik Sigurðsson er
formaður undirbúnings-
nefndar Liðsinnis en að
sýningunni standa þrett-
án hagsmunasamtök og
stofnanir. Friðrik var
spurður um markmið
þessarar sýningar.
„Markmið sýningarinn-
ar er að kynna tækni sem
getur stuðlað að auknu
sjálfstæði og bættu lífi
fatlaðra. Tækni hefur
fleygt mjög fram og lítill
hluti hennar hefur
kannski verið hugsaður
sérstaklega fyrir fatlaða en um
margt þjónar hún fötluðum
ágætlega. Sem dæmi má nefna
fjarstýringar, töluvert er hægt
að stjórna með tækni án þess að
hreyfa sig, t.d. geta menn dreg-
ið fyrir gardínur, stjórnað ýmiss
konar tækjum, opnað hurðir og
fleira í þeim dúr. Einnig er
hægt með tækni að efla tjá-
skiptamöguleika fatlaðra og
möguleika þeirra á að eiga sam-
skipti við annað fólk. Þá á ég við
tækni sem þjónar t.d. heyrnar-
lausum og mikið hreyfihömluðu
fólki, einnig tækni sem auðveld-
ar fötluðum að ferðast í samfé-
laginu. Þá eru komin á markað-
inn hjálpartæki sem veita
öryggi í umhverfinu, minna á ef
fólk t.d. gleymir að slökkva á
eldavél og fleira af því tagi. Þá
má nefna alls konar fjarvöktun-
arbúnað og hægt er nú orðið að
sinna alls kyns erindum heiman
frá sér í gegnum tölvu, panta
inn vörur, annast bankaviðskipti
og svo framvegis."
- Er fatlað fólk ekki þegar
búið að taka ýmislegt af þessu
tagi í sína þjónustu?
„Jú, eflaust en við teljum að
það sé ástæða til að vekja at-
hygli á þessum möguleikum og
að það sé í raun forsenda að
menn fari að notfæra sér notk-
unarmöguleikana að menn viti
af tilurð þeirra.“
- Hvað fer fram nánar tiltekið
í Perlunni?
„Samhliða sýningunni verður
ráðstefna og fyrirlestrahald þar
sem meðal fyrirlesara eru m.a.
fulltrúar frá norrænum sam-
starfsstofnunum um hjálpar-
tæki, svo og fyrirlesari frá hin-
um virta MIT-skóla í
Bandaríkjunum, sem mun kynna
hvað framtíðin ber í skauti sér
hvað þessa tækni varðar. Hing-
að kemur þaðan maður sem
kynnir framúrstefnutækni sem
er verið að þróa í ___________
Bandaríkjunum. Við
sáum t.d. í grein um
daginn í Morgunblað-
inu sagt frá banda-
rískum ísskáp sem sér
sjálfur um sín innkaup."
- Eru engir ókostir eða hætt-
ur samfara slíkri háþróaðri
tækni?
„Það sem við ætlum líka að
taka til umfjöllunar er hvort slík
tækninotkun geti leitt til félags-
legrar einangrunar - það er ef
þarfir manna sem nú eru leystar
af fólki verða leystar í gegnum
tæki. Þetta er þróun sem okkur
Friðrik Sigurðsson
► Friðrik Sigurðsson fæddist 20.
janúar 1954 á Akureyri. Hann
lauk gagnfræðaprófi og prófi frá
Þroskaþjálfaskóla íslands 1978.
Eftir það hefur hann starfað að
málefnum fatlaðra, m.a. sem at-
vinnuleitarfulltrúi fatlaðra, for-
stöðumaður á sambýlum, einnig
starfaði hann tvö ár á Álandseyj-
um en síðan 1994 hefur hann
gegnt framkvæmdastjórastarfi
Landssamtakanna Þroskahjálp-
ar. Friðrik er kvæntur Þórdísi
Guðmundsdóttur tónmennta-
kennara og eiga þau tvö börn og
tvö börn átti Friðrik áður.
Markmið að
auka sjálf-
stæði fatlaðra
grunar að geti í óhófi leitt til fé-
lagslegrar einangrunar. Einnig
ber að skoða hluti varðandi fjar-
vöktun - hvernig þeir samræm-
ast hugmyndum manna um frið-
helgi einkalífs."
- Hverjir standa að þessari
sýningu og ráðstefnu í Perlunni?
„Þetta er samstarfsverkefni
eftirtalinna aðila; Heymar- og
talmeinastöðvar íslands, Hring-
sjá - starfsþjálfunar fatlaðra,
Landssamtakanna Þroskahjálp-
ar, Sjálfsbjargar, landssam-
bands fatlaðra, Sjónstöðvar Is-
lands, Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra, Styrktarfélags van-
gefinna, Svæðisskrifstofanna í
Reykjavík og á Reykjanesi,
Hjálpartækjamiðstöðvar Trygg-
ingastofnunar ríkisins, Tölvu-
miðstöðvar fatlaðra, Öryrkja-
bandalags íslands og félags-
málaráðuneytis.“
- Myndu fatlaðir hafa efni á
að afla sér allra þeirra tækja
sem létt gætu þeim lífið ef þeim
stæði slíkt til boða?
„Það væri þá bara í undan-
tekningartilvikum, en við sem
stöndum að þessari sýningu telj-
um að það sé allra hagur að sér-
hver einstaklingur sé fullgildur
þátttakandi í samfélaginu og að
þess vegna sé það
samfélagsins að sjá til
þess að þeir sem
kannski hafi mest not
fyrir þessa nútíma-
tækni geti notfært sér
hana. Einnig er rétt að benda á
að þessi tækni getur einnig
sparað fyrir samfélagið því það
má hugsa sér að í stað þess að
láta starfsfólk sinna þessum
hlutum fyrir fatlaða þá geti fatl-
aðir annast sín mál meira sjálfir
og þannig bæði sparað rekstrar-
kostnað auk þess, og það er
meginatriðið, eflt sjálfstæði
sitt.“