Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 11 Fjarðalistinn afneitar Samfylkingunni og á ekki samleið með Vinstri-grænum „Eins og pólitískt rekald“ Aðstandendur Fjarðalistans á Austfjörðum afneita tengslum við Samfylkinguna, lýsa vonbrigðum með afstöðu hennar í Fljótsdalsvirkjunarmálinu helsti for- ystumaður listans segir hana ekki standa s * undir nafni. I grein Omars Friðrikssonar kemur fram að alþýðubandalagsmenn, sem eru f]ölmennastir innan Fjarðalistans, eiga þess ekki heldur kost að færa sig yfir til Vinstri-grænna vegna andstöðu þeirra við virkjanir og stóriðju. „ÞETTA er staða sem ég hefði ekki trúað að kæmi upp, að maður yrði eins og pólitískt rekald á þessum tíma,“ segir einn af aðstandendum Fjarðalistans í Fjarðabyggð. Sérkennileg pólitísk staða er komin upp í hinu sameinaða sveit- arfélagi á Austfjörðum. Um fyrri helgi sendi Fjarðalist- inn, bæjarmálafélag félagshyggju- fólks í Fjarðabyggð, frá sér yfir- lýsingu þar sem ítrekað er að hann hafi ekki verið í neinum skipulagslegum tengsl- um við þingflokk Sam- fylkingarinnar. Ljóst er að aðstandendur og stuðningsmenn Fjarða- listans sem flestir koma Alþýðubandalaginu, Geta ekki snúið sér til Vinstri-grænna vegna virkjunar- málsins auk nokkurra stuðn- ingsmanna Alþýðuflokks og óflokksbundinna, hafa séð sérstaka ástæðu til að afneita tengslum við Samfylkinguna vegna virkjana- og stóriðjumála. Einar Már Sigurðarson, þing- maður Samfylkingarinnar á Aust- urlandi, var einn þeirra sem stóðu að yfirlýsingunni en hann var með- al þeirra fjögurra þingmanna Sam- fylkingarinnar sem greiddu at- kvæði með tillögu iðnaðarráðherra um framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun á Alþingi á dögunum. Smári Geirsson, forseti bæjar- sjórnar og forystumaður Fjarða- listans, sem starfaði fyrir Sam- fylkinguna fyrir seinustu kosningar, sagðist í viðtali í Morg- unblaðinu ekki hafa ákveðið hvort hann hygðist mæta á stofnfund Samfylkingarinnar í mars og bætti við: „það eru fölmargir í okkar hópi sem ætla að taka sér tíma til að velta því fyrir sér.“ I blaðinu Austurlandi sl. fimmtudag bætir Smári um betur og segir í viðtali við blaðið: „í ljósi þess sem gerst hefur á Alþingi síð- ustu vikur hlýt ég því að velta því alvarlega fyrir mér hvort Samfylk- ingin stendur undir nafni sem sú breiðfylking félagshyggjufólks sem hún segist vera.“ Sameiginlegt framboð félagshyggjufólks Fjarðalistinn var stofnaður fyrir seinustu sveitarstjórnarkosningar sem sameiginlegur framboðslisti Aiþýðubandalags, Alþýðuflokks og óflokksbundinna gegn Sjálfstæðis- flokki eða Framsóknarflokki. Var því þá lýst yfir að með stofnun Fjarðalistans væri framboðsmál- um A-flokkanna og annars félags- hyggjufólks í hinu nýja sveitarfé- iagi komið í fai’veg sameiginlegs framboðs á sama hátt og þróunin virtist ætla að verða víðsvegar um landið. Voru virkjunar- og stór- iðjumálin eitt helsta baráttumál framboðsins. Fjarðalistinn vann mikinn kosningasigur og fékk kjörna sjö af ellefu sveitarstjórn- arfulltrúum. Ekki fer á milli mála að mikill meirihluti þeirra sem standa að listanum eru fyrrver- andi stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, enda hefur Aiþýðu- bandalagið, og forveri þess, Sósíalistaflokk- urinn, verið geysilega sterkt á þessu svæði um áratuga skeið og ráðið lögum og lofum í Neskaup- stað með meirihluta í bæjarstjórn í meira en hálfa öld. Alþýðubanda- lagsmenn voru einnig með mjög sterka stöðu á Reyðarfirði (með yfir 30% fylgi í kosningunum 1994). Alþýðuflokkurinn er sagður hafa átt töluvert fylgi á Eskifirði sem hann lagði í púkk hins sam- eiginlega framboðs í hinu nýja og sameinaða sveitarfélagi fyrir kosn- ingarnar 1998. Framsóknarmenn beindu mjög spjótum sínum að Fjarðalistanum í sveitarstjórnarkosningunum 1998 og héldu því fram að Fjarðalistinn gæti ekki talist trúverðugur í stór- iðju- og virkjanamálinu. „I kosn- ingabaráttunni voru því strax send út þau skilaboð að þetta væri sjálf- stætt bæjarmálafélag," segir einn stuðningsmanna Fjarðalistans. Hann vísar því hins vegar á bug að Fjarðalistinn sé farinn að bíða skaða af vegna afstöðu meirihluta þingmanna Samfylkingarinnar til virkjana- og stóriðjumálsins á Al- þingi í vetur. Fjarðalistinn sér engu síður ástæðu til að afneita sérstaklega tengslum við Samfylkinguna vegna andstöðu meirihluta hennar við virkjanaframkvæmdir og fyrirhug- aða stóriðju á Austulandi. Af þessari sömu ástæðu eiga Fjarðalistamenn þess ekki heldur kost að söðla um og snúa sér að Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boði, sem hefur sem kunnugt er lagst eindregið gegn Fljótsdals- virkjun og stóriðju við Reyðarfjörð af umhverfisástæðum. Vinstri- grænir eru ekki sagðir eiga mikinn stuðning í Fjarðabyggð vegna af- stöðu sinnar í virkjunarmálinu, Morgunblaðið/Rax Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, og fleiri forsvarsmenn sveitarfélagsins, kynntu fulltrú- um bandaríska álfyrirtækisins Columbia Ventures síðastliðið sumar aðstæður að Hrauni við Reyðarfjörð, þar sem talið er hagkvæmast að staðsetja álver. James F. Hensel, aðstoðarforstjóri Columbia, er lengst til hægri. þótt þeir njóti einhvers stuðnings uppi á Héraði. Skv. upplýsingum blaðsins var yfirlýsing Fjarðalistans sem sam- þykkt var samhljóða á félagsfundi um seinustu helgi ekki síst send út til að taka af allan vafa gagnvart heimamönnum í Fjarðabyggð um að Fjarðalistinn hefði engin tengsl við Samfylkinguna en mikillar óánægju hefur gætt í garð meiri- hluta þingflokks Samfylkingarinn- ar vegna Fljótsdalsvirkjunarmáls- ins. Einnig mun hafa vakað fyrir fjarðalistamönnum að senda skýra viðvörun til forystu Samfylkingar- innar um framtíðai'þróun mála á vettvangi hennar þar sem nú stytt- ist mjög í stofnfund samtakanna.. Einar Már Sigurðarson mun líta svo á að þrátt fyrir að hann hafi staðið nokkuð einangraður í þing- flokki Samfylkingarinnar í þessu máli njóti hann trausts stuðnings meðal samfylkingarfólks á Aust- fjörðum vegna þeirrar afstöðu sem hann hefur tekið til stóriðju og virkjana. Yfirlýsing Fjarðalistans og aðild Einars Más að henni hefur mælst mjög misjafnlega fyrir innan þing- flokks Samfylkingarinnar. Einn viðmælenda sagðist telja umrædda yfirlýsingu Fjarðalistans fyrst of fremst endurspegla reiði forystumanna listans yfir því að sjónarmið þeirra hefðu orðið undir í þingflokki Samfylkingarinnar. Auk þess væri hún vísbending um að Samfylkingin stæði orðið svo veikt að vígi um þessar mundir að stuðningsmenn hennar á sameigin- legum framboðslistum félags- hyggjufólks í sveitarstjórnum úti á landsbyggðinni séu í vaxandi mæli farnir að afneita öllum tengslum við Samfylkinguna „og vill þvo hendur sínar af henni,“ eins og hann orðaði það. „Auðvitað felast líka í þessu ákveðnar heitingar fyrir næstu kosningar og þetta eru líka kaldar kveðjur til Vinstri- grænna,“ sagði hann. skóli ólafs gauks Síðustu innritunardagar Nú eru síðustu forvöð að láta innrita sig. Nokkur pláss eru ennþá laus í byrjenda- Við bjóðum upp á skemmtileg og gagnleg námskeiðum. námskeið fyrir alla aldursflokka, bæði Innritun stendur til og með 22. jan., byrjendur og lengra komna. kennsla hefst 24. jan. V/SA HÆGT AÐ FÁ LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 2000 Á ÖNN 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.