Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Háskóla íslands gefíð málverk til minningar um Qlaf Björnsson
Þakklát svo djúphugulum
og skýrum kennara
Morgunblaðið/Keli
Guðrún Aradóttir, ekkja Ólafs Bjömssonar afhjúpar málverk af Ólafi með aðstoð sona sinna, þeirra Ara og
Bjöms. Myndin hangir nú í húsnæði Háskóla Islands, Odda, þar sem Listasafn HÍ hefur aðsetur. Gefendur
verksins em gamlir nemendur Ólafs Bjömssonar.
GAMLIR nemendur Ólafs Bjöms-
sonar, fyrrverandi prófessors við
viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
Islands, heiðruðu minningu síns
gamla kennara á laugardag er þeir
gáfu listasafni Háskóla Islands, sem
aðsetur hefur í Odda, málverk af Ól-
afi Björnssyni eftir Sigurbjöm Jóns-
son listmálara. Eftirlifandi eigin-
kona Ólafs, Guðrún Aradóttir,
afhjúpaði verkið, með aðstoð sona
sinna þeirra Ara og Bjöms og Guð-
mundur Magnússon, deildarforseti
viðskipta- og hagíræðideildar, veitti
verkinu móttöku fyrir hönd Háskóla
Islands.
Sagði Guðmundur m.a. við það
tækifæri að Ólafur Björnsson hefði
lengi sett svip á deildina og kvaðst
þakklátur fyrir að deildin hefði átt
svo djúphugulan og skýran kennara
sem ekki einungis hefði haft áhrif á
nemendur sína hefdur einnig á hag-
sögu Islands.
Jónas Haralz, fyrrverandi banka-
sfjóri, flutti minningarorð um Ólaf
við þetta tækifæri og greindi frá því
að hans hefði notið við sem kennara
og fræðimanns um langt skeið og að
þrautseigja hans á þeim vettvangi
hefði sannarlega borið ávöxt. „En
hans naut einnig við sem ráðgjafa
stjómvalda hvað eftir annað, sem
alþingismanns í hálfan annan ára-
tug og sem forustumanns í samtök-
um opinberra starfsmanna um
nokkurt skeið.“
Jónas sagði að enda þótt Ólafur
Björnsson hefði iðulega verið kall-
aður stjómvöldum til ráðuneytis um
efnahagsmál hefði hann ekki sóst
eftir valdastöðu á þeim vettvangi.
„Sama máli gegndi um störf hans á
Alþingi. Hann átti manna drýgstan
þátt í að ganga sem best frá iögum
um efnahagsmál, en hann sóttist
ekki eftir ráðherradómi. Háskólinn
var ævinlega hans eiginlegi vett-
vangur. Hann hefði getað tekið und-
ir þau orðs Kants, að ekki væri við
því að búast að konungar yrðu
heimspekingar eða heimspekingar
konungar. Það væri heldur ekki
æskilegt vegna þess að völd hlytu
æti'ð að spilla frjálsri dómgreind
skynseminnar."
Sögunni ekki lokið
með hruni sósíalismans
„f einni síðustu grein sem Ólafur
Bjömsson lét frá sér fara fjallar
hann um það tómarúm í stjómmál-
um sem hrun sósialismans hafi vald-
ið,“ sagði Jónas og hélt áfram:
„Hann bendir á að pólitískur ágrein-
ingur hafi fyrst og fremst snúist um
leiðir að almennum markmiðum,
svo sem farsæld, frelsi, jafnrétti og
jöfnuði, frekar en um markmiðin
sjálf. Nú sé viðurkennt að leið sós-
falismans sé ekki fær, hvort sem er
þjóðnýting eða önnur bein íhlutun
um atvinnurekstur. Þeir sem áður
fylgdu þeirri leið vilja nú byggja á
frjálsum viðskiptum og markaðsbú-
skap. En þar með sé ekki allur
ágreiningur horfinn. Enn sem fyrr
vilji sumir hafa hraðan á, ef ekki
með beinum afskiptum af atvinnu-
rekstri þá með auknum opinberum
áhrifum á skiptingu tekna í samfé-
laginu. En fari þau áhrif fram úr
hóflegum mörkum sé sjálfum
grundvelli velmegunar stefnt í
hættu. Með hruni sósialismans er
sögunni ekki lokið. Viðleitnin til að
ná réttfæti og jöfnuði með beinum
hætti á skömmum tíma getur á ný
grafið undan virkum markaðsbú-
skap og fijálsum samféfagsháttum
og þar með torveldað að æskileg
markmið náist með tíð og tíma. Það
sem getur varnað þessu er þekking
á þeim lögmálum sem gilda um
mannleg samskipti, þekking sem
þarf að ná tif sfjórnmálamanna, til
leiðtoga atvinnulífs og samtaka og
til alls almennings. Það var leitin að
slíkri þekkingu og kynning slíkrar
þekkingar sem Ólafur Björnsson
helgaði krafta sína sem fræðimaður
og kennari, sem alþingismaður og
sem forustumaður í samtökum opin-
berra starfsmanna,“ sagði Jónas.
Athuga-
semd vegna
viðtals
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi athugasemd frá Agli Helga-
syni: „Árið 2100, eða um það bil,
munu einhverjir ungir sagnfræðing-
ar, væntanlega harðduglegir ein-
sögufræðingar, gefa örlítinn gaum
Agli Helgasyni, afar smárri neðan-
málspersónu í sögu íslands í lok 20.
aldar. Þeir munu ekki kafa mjög
djúpt, kannski leita þeir bara í forn-
asta hluta Netsins, og þá verður fyr-
ir þeim viðtal í Morgunblaðinu frá
15. janúar árið 2000. Þar segir Egill
þessi meðal annars að hann hafi
aldrei verið félagi í stjórnmálaflokki
og að sér gremjist öfgarnar í Eyja-
bakkadeilunni. Þeir munu ekki gera
sér grein fyrir að Egill lýgur hvoru
tveggja. Hann er bókstaflega hrað-
lyginn.
Staðreyndin er náttúrlega sú að
þetta vildi ég ekki sagt hafa. Ég hef
verið félagi í tveimur stjórnmála-
flokkum, líklega þremur ef sá er tal-
inn sem ég var skráður í að mér for-
spurðum. Mér er ekkert illa við
öfgarnar í Eyjabakkadeilunni, þvert
á móti finnst mér þær bráðskemmti-
legar. En þetta og sitthvað fleira
sem ég hef tæplega sagt er haft eftir
mér í viðtali sem ungur maður hafði
við mig í Morgunblaðið og birtist
þennan laugardag. Það er því best að
hafa allan varann á.“
Aths. ritslj.:
Morgunblaðið biður Egil Helga-
son velvirðingar á því að í Morgun-
blaðinu sl. laugardag birtist fyrsta
uppkast að viðtali við hann en ekki
sú endanlega útgáfa, sem hann gekk
frá eftir yfirlestur og sendi blaðinu í
tölvupósti. Skýringin er sú, að vegna
tæknilegra mistaka bárust leiðrétt-
ingar hans, sem hann sendi í tölv-
upósti, ekki til viðkomandi blaða-
manns. Það er föst regla
Morgunblaðsins, að óski viðmælandi
blaðsins eftir því að lesa yfir viðtal,
er orðið við þeirri ósk. í þessu tilviki
var það skilningur blaðamanns, að
þar sem engar athugasemdir bárust
hefði Egill Helgason ekkert við við-
talið að athuga. Þetta tilvik sýnir, að
það getur verið varhugavert að
byggja samskipti eingöngu á tölv-
upósti.
Búist við harðri
samkeppni í milli-
landaflugi í sumar
HORFUR eru á að mjög hörð verð-
samkeppni verði í millilandaferðum
í sumar. Samvinnuferðir-Landsýn
kynntu um helgina lág fargjöld til
tíu borga í Evrópu án skilmála um
lengd ferða og endurgreiðslu. Farið
verður að selja í ferðirnar á morgun,
en fyrir helgina hófu Flugleiðir sölu
á ódýrum ferðum í kvöld- og nætur-
flugi til Kaupmannahafnar og Lond-
on.
Helgi Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða-Landsýnar,
sagði á blaðamannafundi um helgina
að Samvinnuferðir væru að lýsa
stríði á hendur fargjaldafrumskóg-
inum eins og hann komst að orði.
Eftir sem áður verða þær ferðir sem
fyrirtækið býður upp á í nokkrum
verðflokkum eða eins og segir á
heimasíðu Samvinnuferða um
„Flugfrelsi": „Því fyrr sem bókað er
þeim mun lægri eru fargjöldin sem
þó er stillt í hóf. Á hverjum degi eru
farmiðapantanir skoðaðar og vin-
sælir dagar geta því hækkað í verði
ef ódýrustu sætin eru uppseld."
Mismunandi skilmálar
Helgi Jóhannsson segir að Sam-
vinnuferðir bjóði u.þ.b. 150 sæti í
hverri vél á lægstu fargjöldum. Þeg-
ar þau hafi selst upp hækki verðið á
ferðunum. Verðhækkunin sé hins
vegar ekki nema 1.000-1.500 krón-
ur, sem sé miklu minna en tíðkast
hafi í millilandaferðum frá Islandi.
Þær ferðir sem Samvinnuferðir séu
að bjóða upp á verði seldar í 2-3
verðflokkum, en verðmunur milli
þeirra verði lítill. Hann segir að í
sumar verði 25 þúsund sæti (50 þús-
und leggir) seld með þessu nýja fyr-
irkomulagi og fyrstu ferðirnar verði
farnar 22. maí.
Helgi sagði að þegar verið væri að
bera saman verð á ferðum Sam-
vinnuferða við verð á ferðum sem
Flugleiðir væru að selja yrðu menn
að hafa í huga að grundvallarmunur
væri á skilmálum.
Skilmálar í kvöld- og næturferð-
um Flugleiða til Kaupmannahafnar
og London eru m.a. þeir að lág-
marksdvöl er 7 dagar og hámarks-
dvöl 3 mánuðir. Engar breytingar
eru heimilar á miðunum eftir að búið
er að greiða þá. Ekki er hægt að fá
miðann endurgreiddan og ekki er
hægt að fljúga heim frá öðrum
áfangastað. Þá eru engir vildar-
punktar veittir í þessu flugi.
I ferðum Samvinnuferða gilda
engir skilmálar um lengd ferðar.
Hægt er að breyta miða gegn breyt-
ingagjaldi og hægt er að fá hann
endurgreiddan í samræmi við
ákvæði forfallatryggingar. Hægt er
að fljúga heim frá öðrum áfangastað
en flogið er til.
Flugleiðir hófu að selja sæti í
þessar kvöld- og næturferðir til
London og Kaupmannahafnar á
Netinu fyrir helgi og voru viðbrögð
mjög góð. Almenn sala á ferðunum
er nú hafin. Á morgun hefja Sam-
vinnuferðir sölu á sínum ferðum.
Verðið á ferðum Flugleiða til þess-
ara tveggja borga er 14.900 kr. án
flugvallarskatts. Samvinnuferðir
bjóða ferðir til Kaupmannahafnar á
14.800 kr. og ferðir til London á
16.200 kr. Allar ferðirnar eru í
morgunflugi. Staðgreiða verður
þessar ferðir hjá Samvinnuferðum,
en ganga þarf frá fullnaðargreiðslu
innan við 72 tímum frá pöntun. Sam-
vinnuferðir bjóða ferðir til þessara
borga tvisvar í viku, en Flugleiðir
fljúga daglega.
Samvinnuferðir bjóða einnig sól-
arlandaflug til Mallorca á 14.900
aðra leiðina (29.800 kr. báðar leiðir)
og til Benidorm og Ríminí á 17.900
aðra leiðina (35.800 kr. báðar leiðir).
Þetta verð felur eingöngu í sér
fargjald án flugvallarskatts.
Mun ekki breyta markaðinum
Einar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri hjá Flugleiðum, sagðist líta á
þetta útspil Samvinnuferða sem við-
brögð við ódýrum ferðum Flugleiða
til London og Kaupmannahafnar
sem kynntar voru í síðustu viku.
Hann sagðist líta svo á að þarna
væri um að ræða leiguflug, sem boð-
ið hefði verið upp á í mörg ár, undir
nýju nafni. I fyrsta lagi væri verið
að selja umframsæti á sólarlanda-
staði. í öðru lagi fælust í þessu til-
boði umframsæti í leiguflugsferðum
frá Þýskalandi. í þriðja lagi væri
verið að auka eitthvað sætaframboð
til Kaupmannahafnar og London.
Einar sagði ljóst að það yrði eitt-
hvað breytilegt verð á þessum ferð-
um sem Samvinnuferðir væru að
bjóða. Viðskiptavinirnir fengju ekki
að vita hvert fargjaldið yrði nema
meðan verið væri að selja í fyrstu
sætin. Síðan tæki við verð sem væri
breytilegt. Það væri því spurning
hvort hægt væri að segja að verið
væri að skýra fyrir viðskiptavinum
verð ferða á markaðinum.
Einar sagði að Flugleiðir myndu
þjóna markaðinum hér eftir sem
hingað til með því að bjóða hagstætt
verð og tíðar ferðir. „Við teljum að
þetta muni ekki breyta markaðinum
í neinum meginatriðum. Hér hefur
verið umfangsmikið leiguflug á
sumrin í mörg ár. Þetta leiguflug
kemur þarna fram undir nýju nafni
og númeri. Varðandi það að verið sé
að hreinsa til í fargjaldafrumskógin-
um vil ég benda á að fargjöld og
fargjaldaskilmálar hjá okkur eru
mjög skýr, en þarna er gefin út yfir-
lýsing um fargjöld sem muni halda í
ákveðinn tíma og síðan breytast.
Okkur sýnist því að það verði ekki
skýrari mynd sem blasi við við-
skiptavininum varðandi fargjöldin
við þetta útspil," sagði Einar.
Fleiri með einfalda verðskrá
Anton Antonsson, framkvæmda-
stjóri ferðaskrifstofunnar Terru
Novu, sem áður hét Ferðamiðstöð
Austurlands, segist undanfarin ár
hafa staðið fyrir ferðum til borga í
Evrópu sem hafi byggst upp á mjög
einfaldri gjaldskrá. Hann segist
hafa verið gagnrýninn á auglýsingar
ferðaskrifstofa sem hafi auglýst
ferðir frá einhverju ákveðnu lág-
marksverði, því oft hafi það lága
verð byggst á mjög takmörkuðu
sætaframboði. Sín ferðaskrifstofa
hafi sett þá einföldu reglu að bjóða
2.000 kr. afslátt af auglýstu verði ef
greitt er fyrir 1. apríl. Áð öðru leyti
hafi sætin að mestu verið seld á
sama verði. Hið sama muni verða
uppi á teningnum í ár. Verðskrá
Terru-Novu er enn ekki tilbúin.
Ferðaskrifstofan Heimsferðir
býður ferðalöngum upp á eins konar
val milli ferða með skilmálum og
ferða án skilmála. Lægsta fargjald
til London er 14.300 kr., en þar fylg-
ir sú kvöð að gist sé i a.m.k. fjórar
nætur. Þeir sem vilja losna við þessa
skilmála þurfa að greiða 800 kr. til
viðbótar. Þetta verð er eingöngu á
fyrstu 400 sætunum, en önnur sæti
eru seld á um 20.000 kr. Vilji menn
ferðast aðra leið með Heimsferðum
til London kostar fargjaldið 14.900-
15.700 kr.