Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 13

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 13 Fræðluráð samþykkir nýjar tillög- ur um skólaskipan í Laugarnesi Starf í Sóltúnsskóla hefjist í haust Reykjavík FRÆÐSLURÁÐ Reykjavík- ur hefur samþykkt nýjar til- lögur um skólaskipan í Laug- arnesi, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að nýr skóli, Sóltúns- skóli, taki til starfa næsta haust. Þá er lagt til að undir- búningur og hönnun viðbygg- inga við Laugarnes- og Laugalækjarskóla hefjist á þessu ári. I því sambandi er gert ráð fyrir að haft verði að leiðarljósi að Laugalækjar- skóli verði með fjóra árganga, 7.-10. bekk. Með þeim breyt- ingum mun 7. bekkur Laugar- nesskóla færast yfír í Lauga- lækjarskóla. Fjölmenn íbúða- byggð er að rísa í Túnunum, eða 350 nýjar íbúðir, sem kall- ar á breytingar á skólaskipan á Laugamesi. Áætlað er að Sóltúnsskóli verði reistur við Ármanns- heimilið og verði rekinn í sam- starfi við íþróttafélagið Ár- mann. Samkvæmt tillögunum verður lögð sérstök áhersla á hollustu, hreyfingu og útivist í skólanum. Verði nálægl, íþróttahúsi Ármanns Jafnframt verður kannað hvort ákveðinn fjöldi nem- enda úr öðrum hverfum borg- arinnar, sem vilja stunda fim- leika sem sérgrein, geti sótt nám í skólann. Fræðsluráð vill að tekið verði tillit til þessara áforma við deiliskipulag- svinnu og að áætluð skóla- bygging fyrir u.þ.b. 150 nem- endur verði staðsett sem næst íþróttahúsi Armanns. í samþykkt fræðsluráðs er gert ráð fyrir að undirbúning- ur og hönnun viðbygginga við Laugarnes- og Laugalækjar- skóla hefjist árið 2000 og að þær verði teknar í notkun árið 2002. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir að Sóltúnsskóli verði rekinn sem útibú frá Laugar- nesskóla í bráðabigðahúsnæði og/eða færanlegum kennslu- stofum. Bygging Sóltúnsskóla er meðal annars talin mikil- væg til þess að minnka þörfina á stækkun Laugarnesskóla. Talið er afar mikilvægt að taka tillit til byggingarsögu- legs gildis hússins og sérstöðu þess sem mikilvægs dæmis um íslenska byggingalist á sviðið skólamannvirkja og því nauðsynlegt að vernda sér- stöðu skólabyggingarinnar eins og kostur er. Reykjavíkurborg hefur samið við ríkið um kaup á hús- næði leikskólaskorar Kenn- araháskóla íslands við hliðina á Laugalækjarskóla. Meiri- hluti fræðsluráðs telur því að Laugalækjarskóli bjóði upp á afar skemmtilegan ramma fyrir skólastarfið, sem felst í því að kenna aðeins tveimur árgöngum í sama húsi, þ.e.a.s. 7. og 8. bekk í öðru húsinu og 9. og 10. bekk í hinu. Til þess að ná því fram hefur verið samþykkt að flytja einn bekk, 7. bekk, úr Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla. Ekki sátt um flutning á 7. bekk Guðrún Pétursdóttir, full- trúi Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði, lagði fram bókun á fundi fræðsluráðs, þar sem hún segist taka undir óskir skólastjórnenda og foreldra barna í Laugarnesskóla um að 7. bekkur verði ekki fluttur í Laugalækjarskóla, vegna þeirra óæskilegu uppeldis- áhrifa sem það kann að hafa á 12 ára böm að flytjast í ungl- ingaskóla. Þá segir í bókun hennar að með tilkomu Sól- túnsskóla og fyrirhugaðri byggingu sérgreinastofa muni Laugarnesskóli auðveldlega geta hýst 7. bekkinga áfram og óski eindregið eftir því. Fulltrúar meirihluta Reykjavíkurlistans lögðu einnig fram bókun þar sem m.a. segir að skoðanir verði skiptai- um heppilegustu leið- ina að framtíðarskipan skóla- mála í Laugarneshverfi. Ákvörðun fræðsluráðs byggð á faglegu mati „Ákvörðun fræðsluráðs er grandvölluð á því faglega mati að með metnaðarfullri upp- byggingu Sóltúnsskóla, stærri og betri Laugalækjar- skóla ásamt áframhaldandi öflugu skólastarfi í Laugar- nesskóla með byggingu nýrra sérgreinastofa þar, muni skólastarf í hverfinu eflast og styrkjast íbúum þess og nem- endum til hagsbóta." Tillaga um þessa nýju skólaskipan í Laugarnesi var samþykkt með þremur at- kvæðum gegn einu. Mosfellingar fá kort hjá Borgar- bókasafni Mosfellsbær BÓKASAFN Mosfellsbæjar hefur gert þjónustusamning við Borgarbókasafn Reykja- víkur sem felur m.a. í sér að skírteinishafar hvors safns- ins um sig geta fengið ókeyp- is skírteini frá hinu. Jafn- framt fá viðskiptavinir bókasafns Mosfellinga sömu þjónustu við pöntun bóka frá útibúum og viðskiptavinir Borgarbókasafnsins. Þá fær safnið aðgang að leitarkerfi því sem Borgarbókasafnið tengist. Marta Hildur Richter, for- stöðumaður Bókasafns Mos- fellsbæjar, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri tímamótasamningur milli al- menningsbókasafna tveggja sveitarfélaga og gæti falið í sér fyrsta skrefíð í því að samtengja betur starfsemi bókasafnanna í landinu. Marta sagði að samningur- inn væri tilkominn vegna þarfar fyrir að finna þjón- ustu við Kjalnesinga nýjan farveg eftir sameiningu Kjal- arness og Reykjavíkur. Safn Mosfellinga þjónustaði áður Kjalarnes og Kjós. Hún sagði að Borgar- bókasafnið hefði leitað eftir því að Kjalnesingum yrði áfram þjónað frá Bókasafni Mosfellsbæjar og í viðræðum safnanna hefði það orðið nið- urstaðan að í staðinn yrði opnaður aðgangur Mosfell- inga að Borgarbókasafninu og tekin upp samvinna. Auk þess sem þeir sem hafa kort í Bókasafni Mos- fellsbæjar geta fengið ókeyp- is kort í Borgarbókasafninu og gagnkvæmt veitir samn- ingurinn viðskiptavinum safnsins aðgang að gagna- grunninum Feng þar sem eru upplýsingar um bókakost Borgarbókasafnsins og fleiri safna. Eftir að samningurinn gengur í gildi um næstu mán- aðamót standa bókasafns- gestir í Mosfellsbæ í sömu sporum og viðskiptavinir í útibúum Borgarbókasafnsins að því leyti að bókum sem pantaðar eru fyrir við- skiptavini bókasafnsins frá útibúi í Reykjavík verður ek- ið á milli tvisvar í viku. Marta sagði að samningur- inn væri e.t.v. upphaf að bættri samvinnu allra bóka- safna í landinu. Nefnd á veg- um menntamálaráðuneytis vinnur nú að því að velja eitt bókasafnskerfi, sem hentað getur öllum söfnum í landinu í stað þess fjölda mismunandi kerfa sem nú er í söfnunum. Stefnt er að því að notendur bókasafna geti hvar sem er á landinu farið inn í gagna- grunn og fengið upplýsingar um tiltækan bókakost allra safna. Nú eru þekktastir tveir gagnagrunnar, Greinir, sem tengist sérfræðibóka- söfnum og Þjöðarbókhlöðu, og Fengur þar sem eru Borg- arbókasafnið, bókasafn Landspítalans og fleiri söfn. Samningurinn við Borgar- bókasafnið kallar á ýmsa samræmingu og vegna hans hefúr Marta óskað eftir því við bæjaryfirvöld að árgjald vegna bókasafnskorta fyrir 18-67 ára verði hækkað úr 500 kr. í 800 krónur, þ.e. til samræmis við árgjaldið hjá Borgarbókasafninu. Marta sagði að árgjaldið hefði ekki verið hækkað síðan flutt var í nýtt safnhús árið 1995 en gjöldin standa undir mjög litlum hluta kostnaðar við rekstur safnsins. Sjö starfs- menn eru á safninu í 4,7 stöð- ugildum. 2.600 íbúar Mos- fellsbæjar hafa skírteini frá bókasafninu og hefur það lánað út um 47.000 bækur á ári auk þess sem við- skiptavinir nýta lestrarað- stöðuna á staðnum, tengjast Netinu, skoða tfmarit og margmiðlunarefni, vinna rit- vinnslu, leita sér heimilda og svo framvegis. Einnig er safnið með nána samvinnu við grunnskóla bæjarins. Bæjarstjórn mun væntan- lega fjalla um hækkun árs- kortanna á fundi á morgun en samningurinn við Borgar- bókasafnið tekur gildi 1. febrúar. Framkvæmdir við nýtt íþróttahús MH í biðstöðu Ágreiningur um kostnaðarhluta borgarinnar FRAMKVÆMDIR við nýtt íþróttahús Menntaskólans við Hamrahlíð eru í biðstöðu vegna ágreinings mennta- málaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um skiptingu á kostnaði við bygginguna. í framhalds- skólalögum er kveðið á um að ríkið eigi að bera 60% af kostnaði við byggingarfram- kvæmdir skólanna og sveit- arfélög eigi síðan að taka á sig 40% af kostnaðinum. Borgaryfirvöld telja sig þó óbundin af þessu ákvæði varðandi eldri skólana, þar sem Reykjavíkurborg hafi ekki tekið þátt í byggingu þeirra á sínum tíma. Á með- an bíða framkvæmdir við nýtt íþróttahús við MH og jafnframt aðrar fram- kvæmdir við aðra fram- haldsskóla í Reykjavík. Lárus H. Bjarnason, rekt- or Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að undir- búningur við nýtt íþróttahús hafi verið kominn á það stig að 15 milljónum var úthlut- að í verkið á fjárlögum 1998 og á fjárlögum 1999 voru settar í framkvæmdina 45 milljónir. Hann segir að þessi fjárlög hafi átt að hrökkva fyrir drjúgum hluta byggingarinnar og að unnið hafi verið að teikningum á húsinu hjá Framkvæmda- sýslu ríkisins. Stórt hagsmunamál fyrir borgarsjóð Ætlunin er að byggja íþróttahúsið á þeim lóðar- hluta skólans sem liggur að Stigahlíð. Samkvæmt skipu- lagi er reiknað með að þar verði jafnframt reist bóka- Morgunblaðið/Golli Ekki hefur verið hafíst handa við byggingu íþróttahúss á lóð Menntaskólans við Hamrahlíð vegna ágreinings um íjárinögnun á hluta Reykjavíkurborgar í húsinu. safn fyrir skólann. Þegar það kom upp á borðið að Reykjavíkurborg ætti að taka þátt í kostnaðinum við bygginguna var ákveðið að setja framkvæmdirnar í bið- stöðu, enda þótti eðlilegt að borgaryfirvöld hefðu eitt- hvað um byggingu íþrótta- hússins að segja sem eig- endur þess. Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir gaf síðan út þá yfirlýsingu að framkvæmdir við fram- haldsskólana, þar með talið íþróttahús MH, færu ekki af stað fyrr en búið væri að ganga frá fjármögnun á kostnaðarhluta borgarinnar. Óleyst ágreiningsmál „Þetta er ógreiningsmál sem er óleyst ennþá og þessir aðilar eru reyndar að vinna í, en það hefur ekkert orðið úr framkvæmdum, þannig að ég get ekki gefið upp tíma á vígslu nýs íþróttahúss,“ segir Lárus. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins tengist af- staða borgaryfirvalda jafn- framt fyrirhuguðum fram- kvæmdum við Mennta- skólann í Reykjavík, þar sem reiknað er með kostn- aðarsömum byggingafram- kvæmdum til að leysa vanda skólans til frambúðar. Einn- ig má í þessu sambandi nefna húsnæðismál Mennta- skólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík. Kostnaðarþátttaka Reykja- víkurborgar í þessum fram- kvæmdum er því stórt hags- munamál fyrir borgarsjóð. Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.