Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Nemendur í Grunnskóla Bol- ungarvíkur efstir í stærðfræði Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Nemendur sjöunda bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur ásamt kennara sínum, Guðrúnu Sigurbjörnsdóttur. Bolungarvík - Nemendur í sjöunda bekk Grunnskóla Bolungarvíkur náðu hæstu meðaleinkunn í stærð- fræði á samræmdum prófum sem fram fóru í október á sl. ári. Einnig náðu nemendur fjórða bekkjar mjög góðum árangri í sínum prófum. Það er Rannsóknarstofnun uppeld- is og menntamála sem sér um þessi próf og sendi stofnunin frá sér upp- lýsingar um meðaleinkunnir ein- stakra skóla á landinu nú í lok desem- ber. Einungis eru birtar einkunnir skóla sem hafa að lágmarki ellefu nemendur í árgöngum. Birting einkunnanna er þannig að ekki er hægt að finna út hver á hvaða einkunn. í 7. bekk voru birtar niðurstöður 94 skóla á landinu öllu, 14 nemendur í Grunnskóla Bolungarvíkur þreyttu prófin og var meðaleinkunn þeirra í stærðfræði sú hæsta yfir landið, eða 6.4, og í íslensku náðu þessir nemend- ur meðaleinkunninni 6.0 og voru fimm skólar með hærri einkunn en það. I 4. bekk voru birtar niðurstöður 102 skóla á landinu. Meðaleinkunn nemenda Grunnskóla Bolungarvíkur var 5.5 í stærðfræði og voru 17 skólar með hærri meðaleinkunn og í ís- lensku var meðaleinkunn 5.3 en þar voru 28 skólar með hærri einkunn. Alls 17 nemendur í 4. bekk skólans þreyttu prófin. Anna G. Edvards, skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur, sagði ástæður íyrir þessum góða árangri vera margar. „I fyrsta lagi vil ég neftia nemend- uma sjálfa. Bekkir eru misjafnir að styrkleika og þessir bekkir, þá sér- staklega sjöundi bekkur, eru mjög sterkir. í öðru lagi hefur réttindakennurum við skólann fjölgað mjög á síðustu ár- um og má þakka það fjamámi því sem Kennaraháskóli Islands býður upp á. Nú hafa fimm kennarar sem starfa við skólann lokið kennaranámi með því fyrirkomulagi og þrír kennarar sem starfa við skólann era í þessu námi núna. í þriðja lagi má nefna að mikill stöðugleiki hefur verið á kennaraliði skólans, sérstaklega í fyrsta til sjöunda bekkjar, en það sama er svo sem ekki hægt að segja um unglinga- stigið en þegar þeir kennarar sem nú era í fjamáminu hafa útskrifast má gera ráð fyrir að þar verði breyting til batnaðar. Síðast en ekki síst vil ég svo nefna það jákvæða viðhorf og þann góða stuðning sem við sem héma störfum finnum að starfsemi skólans nýtur bæði af hálfu bæjaryfirvalda og einn- ig hins almenna bæjarbúa,“ sagði Fé heimt- ist af fjalli Vaðbrekku, Jökuldal - Fé hefur verið að heimtast af fjalli á Norður- Héraði fram undir þetta. Alls hafa fundist um fimmtán kindur. Rétt fyrir jólin fundust sex kindur í Tungunum norður af Hlíð- inni, tvö lömb og fjórar rollur. Milli jóla og nýárs fundust rolla og lamb á Laxárdal uppaf Fossvöllum. Tvö lömb fundust í innanverðum Hrafnkelsdal í vikunni og nokkrar rollur aðeins fyrr á Þuríðarstaðadal innaf Hrafnkelsdal. Allt var þetta fé þokkalega á sig komið enda tíð verið þokkaleg fram undir þetta og ekki mikill snjór á afréttum. Sveitar- stjóri Norð- ur-Héraðs endurráðinn Vaðbrekku.Jökuldal - Jónas Þór Jóhannsson, sveitarstjóri á Norð- ur-Héraði, hefur verið endurráð- inn. Jónas Þór sagði upp störfum í september síðastliðnum vegna samstarfsörðugleika í hrepps- nefndinni. Nýr ráðningarsamningur var samþykktur á hreppsnefndarfundi síðastliðinn þriðjudag. Samkvæmt nýja samningnum hækka laun sveitarstjóra um 38% og eru þá komin í svipaða upphæð og í sam- bærilega stórum sveitarfélögum annars staðar. Arþúsundaferð í Þórsmörk ÁRÞÚSUNDAFERÐ Ferðafé- lags Islands í Þórsmörk verður farin helgina 21.-23. janúar. Brottför er á föstudagskvöldið kl. 19 með fjallatrakk Vestfjarðaleið- ar frá BSÍ, austanmegin. Eitt af því sem gerir ferðina sérlega spennandi er að hún er farin á fullu tungli í upphafi þorra, en brottfarardagur er bóndadag- ur og að sjálfsögðu verður þorri blótaður eftir hentugleikum. Gist er í Skagfjörðsskála, en þar er góð aðstaða til gistingar í nokkram vistarverum, tvö eldhús og setu- stofa. Á laugardeginum verður útivera notið með góðum göngu- ferðum eftir því sem færð og verð- ur leyfa, en um kvöldið er hug- myndin að þátttakendur komi sameiginlega upp þorrahlaðborði. Á sunnudeginum er farið í létta morgungöngu áður en haldið er heimleiðis. Þeir sem kjósa geta haft með gönguskíði. Fararstjóri er Kristján Jóhannesson. Æski- legt er að panta far sem fyrst á skrifstofunni í Mörkinni 6. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Sameina hollustu og búðarferð Bolungarvík - Þessi fjölskylda sameinaði holla hreyfingu og búðarferð. Þetta eru þau hjónin Daðey Einarsdóttir og Smári Ragnarsson, ásamt börnum sínum Erni Steini og Daða, og frændi þeirra Aggi. Spenntu þau á sig skíðin og drógu fram sleðana til að skreppa í innkaupaferð í Sparkaup. Ekki það að ófærðinni hafi ver- ið til að dreifa, en snjóalög í Bol- ungarvík eru í meðalári þó að snjórinn hafi sest mun fyrr að þennan veturinn en reyndin hefur verið undanfarna vetur. Miklar end- urbætur á versluninni Nesbakka Neskaupstað - Nýlega var lokið við mikla stækkun og endurbætur á versluninni Nesbakka sem stendur við samnefnda götu í Neskaupstað. Húsnæði verslunarinnar var stækk- að um 140 fm eða úr 200 fem í 340 þar af stækkaði sjálf búðin um 70 fm og lager og skrifstofupláss vora 70 fm. Nesbakki er dagvöraverslun sem op- in er alla daga frá kl. 10 til 19. Eig- endur Nesbakka era Kolfinna Þor- finnsdóttir og Ásvaldur Sigurðsson. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Eigendur Nesbakka, Kolfinna og Ásvaldur, t.v. ásamt hluta starfsfólks. Hvatningarverðlaun Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra Hallbjörn Hjartarson skaraöi fram úr í fyrra Mogunblaðið/Jón Sigurðsson Hallbjörn Hjartarson tekur við hvatningarverðlaunum INVEST úr hendi Guðmundar Skarphéðinssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Blönduósi - Hallbjörn Hjartarson, hinn landskunni kántríkóngur á Skagaströnd, hlaut hvatningarverð- laun Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra (INVEST) fyrir að að hafa skarað fram úr á árinu 1999. Verð- launagripurinn sem Hallbjörn hlaut þessu til staðfestingar er eftir mynd- listarmanninn Brynju Baldursdóttur á Siglufirði og ber hann nafnið „Jám- bókin“. Guðmundur Skarphéðinsson, formaður INVEST, afhenti Hallbirni verðlaunin í Kántríbæ sl. föstudag. I máli Guðmundar kom fram að Hallbjöm hefur með rekstri sínum á Skagaströnd sýnt kjark og áræði sem vakið hefur athygli allra lands- manna. Sagði hann að Hallbjöm hefði lagt upp með viðskiptahug- mynd sem á sér enga hliðstæðu í ís- lensku samfélagi og hefur mikla menningarlega sérstöðu. „Uppbygg- ing Kántríbæjar hefur tekist vel, að- sókn hefur verið mikil og útvarps- rekstur í frekari þróun og í haust tók Kántríbær við rekstri hótels Dags- brúnar á Skagaströnd. Guðmundur Skarphéðinsson gat þess einnig að kántríhátíðin væri orðin ein aðal úti- hátíð landsins og á nýliðnu ári er áætlað að um 5000 manns hafi sótt Skagaströnd heim af þeim sökum. Hallbjörn var afar þakklátur fyrir þessi hvatningarverðlaun en sagði að án aðstoðar fjölskyldunnar hefði honum ekki tekist að koma hug- myndum sínum í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.