Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Viðskiptaráðherra um viðskipti starfsmanna
verðbréfafyrirtækja fyrir eigin reikning
Talsverð verðhækkunhlutabréfa á
Verðbréfaþingi íslands
V erklagsreglur ætti
að birta opinberlega
Bréf Trygginga-
miðstöðvarinnar
lækkuðu um 10,4%
VALGERÐUR Sverrisdóttir, við-
skiptaráðherra, segist vera þeirrar
skoðunar að fyrirmynd að verklags-
reglum, sem samtök fyrirtækja í
verðbréfaþjónustu vinna nú að, ætti
að birta opinberlega, þegar þær hafa
verið samþykktar af Fjármálaeftirlit-
inu. Telur hún þetta nauðsynlegt þar
sem komið hafi í ljós að fyrirtækin
túlki reglumar mismunandi. Óvissa
varðandi reglur um viðskipti starfs-
manna í fyrirtækjunum fyrir eigin
reikning grafi auk þess undan trú-
verðugleika fyrirtækjanna.
Vilhjálmur Egilsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar AI-
þingis, segir nauðsynlegt að farið
verði yfir þessi mál og að skilgreint
verði nánar hvað starfsmönnum fyr-
irtækjanna sé heimilt og ekki heimilt.
Aðilar markaðarins
boðaðir til fundar
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
á laugardag eru Danir komnir lengra
en íslendingar í lagasetningu um við-
skipti yfirmanna fyrirtækja í verð-
bréfaþjónustu með verðbréf fyrir
eigin reikning.
Viðskiptaráðuneytið kvaddi full-
trúa eftirlitsaðila og fyrirtækja í
verðbréfaþjónustu á sinn fund í gær-
morgun, vegna þeirrar umræðu sem
farið hefur af stað bæði um þess hátt-
ar reglur og verklagsreglur á mark-
aði.
Valgerður segir fundinn hafa verið
gagnlegan. Einhugur hafi ríkt á fund-
inum um að markaðurinn setti sér
sjálfur verklagsreglur í samvinnu við
Fjármálaeftirlit. Menn hafi þó ekki
verið á þeirri skoðun að ákvæðum
verðbréfaviðskiptalaga þyrfti að
breyta í samræmi við ákvæði dönsku
laganna. Valgerður vildi þó ekki úti-
loka að taka þyrfti á málinu síðar með
lagasetningu. Væri það háð því hvort
aðilar markaðsins næðu samkomu-
lagi um verklagsreglur sem Fjár-
málaeftirlitið sætti sig við. Þeirrar
niðurstöðu yrði beðið, en Valgerður
býst við að hún liggi fyrir innan mán-
aðar.
Efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis hefur ekki beitt sér í þessu
máli en mun þó fylgjast með gangi
mála, að sögn Vilhjálms Egilssonar,
formanns nefndarinnar. Hann vildi
ekki svara því hvort taka þyrfti upp í
íslensku verðbréfaviðskiptalögin
sambærilegt ákvæði og í þeim
dönsku, en vega þyrfti þetta og meta.
Danir byggðu eflaust lagasetninguna
á reynslu sinni af þarlendum verð-
bréfamarkaði.
Vilhjálmur telur umræðuna eðli-
lega miðað við þróun verðbréfamark-
aðsins hér á landi, sem sé enn mjög
ungur að árum.
Vilhjálmur telur að skýrt þurfi að
kveða á um, í verklagsreglum fyrir-
tækjanna á markaðinum, hver
ábyrgð yfirmanna sé. Að þeir skipti
ekki með markaðsverðbréfum án
þess að samþykki viðkomandi yfir-
manns liggi fyrir og yfirlýsing hans
um að farið hafi verið að lögum og
þeim verklagsreglum sem gildi innan
fyrirtækisins. Betur þurfi að skoða
hvað eigi að vera heimilt og hvað
óheimilt, en athafnafrelsi manna
megi þó ekki hefta um of.
Vilhjálmur er á sama máli og Val-
gerður um að verklagsreglur fyrir-
tækjanna þurfi að birta, en finnst
álitamál hvort stjómvöld og eftirlits-
aðilar geri það eða að hvert og eitt
fyrirtæki birti sjálft sínar reglur. Síð-
ari kosturinn treysti án nokkurs vafa
stöðu hvers fyrirtækis.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
um breytingu á lagaákvæðum um
fjármálaeftirlit. í tillögum að breyt-
ingum á lögum um opinbert eftirlit
með fjármálastarfsemi er að finna
heimild fyrir Fjármálaeftirlitið til að
gefa út og birta opinberlega leiðbein-
andi tilmæli um starfsemi eftirlits-
skyldra aðila. Segir í athugasemdum
með frumvarpinu að þess háttar
reglur og tilmæli muni ekki hafa
lagastoð í hefðbundnum skilningi og
séu því ekki skuldbindandi á sama
hátt og ákvæði reglugerða og reglna
sem settar séu með sérstakri heimild
í lögum. Þær geti hins vegar orðið
grundvöllur krafna Fjármálaeftirlits-
ins um úrbætur með tilvísun til heil-
brigðra og eðlilegra viðskiptahátta.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, telur að stofn-
unin muni án nokkurs vafa nýta sér
þessa heimild, verði hún lögfest. Út-
gáfa tilmæla yrði kærkomin viðbót
við þær verklagsreglur sem gerð er
krafa um að fyrirtækin setji sér.
Væntanlega yrði þá sá háttur hafður
á að tilmælin byggist á málum sem
upp koma og hafa almennt gildi fyrir
markaðinn í heild, án þess að nöfn að-
ila hvers verði birt. Páll Gunnar sagði
aðspui'ður, að hann teldi að tilmælin
gætu haft áhrif á mat dómstóla í ein-
stökum málum, í samræmi við það
sem tíðkist á Norðurlöndunum.
Vilhjálmur Egilsson telur að til-
mæli Fjármálaeftirlits geti verið vel
til þess fallin að móta frekar þá verk-
lagshætti sem reglur hvers fyrirtæk-
is mæla fyrir um. Verði þessi heimild
að lögum þurfi þó að ákvarða nánar
verkaskiptingu milli viðskiptaráðu-
neytis og Fjármálaeftirlitsins.
Innan viðskiptaráðuneytisins er
um þessar mundir unnið að samningu
frumvarps um breytingu á lögunum
um verðbréfaviðskipti, að sögn Val-
gerðar Sverrisdóttur. I því frumvarpi
verður ekki kveðið á um innihald
verklagsreglna, heldur birtingu
þeirra og viðurlög við brotum. Hófst
sú vinna í haust og áætlar Valgerður
að frumvarpið verði lagt fram nú á
vorþingi. Of snemmt sé þó að greina
frá því út á hvað breytingarnar gangi,
að öðru leyti en því sem að framan
greinir.
GENGI bréfa Tryggingamiðstöðv-
arinnar hf. lækkaði í gær um 10,4%,
eða úr 45,2 í 40,50, í kjölfar tilkynn-
ingar um að afkoma félagsins á síðari
hluta ársins í fyrra yrði ekki jafn góð
og á fyrri hluta ársins. Alls vou við-
skipti með bréf Tryggingamiðstöðv-
arinnar fyrir 61 milljón króna á
Verðbréfaþingi Islands í gær. Mest
viðskipti voru með hlutabréf Baugs
hf., eða fyrir 71 milljón króna, og
hækkaði verð bréfanna um 8,1%.
Verð 28 hlutafélaga hækkaði á Verð-
bréfaþingi í gær, en verð 8 hlutafé-
laga lækkaði. Sem dæmi um verð-
hækkanir má nefna að bréf
Þróunarfélagsins hækkuðu um
11,7%, Fiskiðjusamlags Húsavíkur
hækkuðu um 10,2% og bréf Hrað-
frystistöðvar Þórshafnar um 8,9%.
Úrvalsvísitala þingsins, sem mælir
gengi bréfa stærstu félaganna á að-
allista VÞI, hækkaði um 1,55% og er
nú orðin 1.658 stig sem er nýtt met.
Tryggingamiðstöðin birti í gær til-
kynningu á Verðbréfaþingi í kjölfar
VIÐ samruna fjölmiðlarisanna Time
Warner og America Online skapast
óvissa um framtíð yfirmanna hjá fyr-
irtækjunum, sérstaklega þeirra sem
starfa við netþjónustu og stafræna
tækni hjá Time Warner, þar sem sú
starfsemi skarast hvað mest við að-
alstarfsemi AOL. Þetta kemur fram
í Wall Street Journal nýlega. Þar er
haft eftir Ólafi Jóhanni Ólafssyni að
spár íslandsbanka F&M yfir hagnað
félagsins á síðasta ári sem hljóðaði
upp á 375 m.kr. eftir skatta. í til-
kynningunni er bent á að væntingar
um hagnað á árinu 1999 séu töluvert
yfir því sem fyrirtækið lét að liggja
þegar fjallað var um rekstrarhorfur
samhliða birtingu sex mánaða milli-
uppgjörs í lok ágúst.
Vart hægt að búast við
betri afkomu
Þar var gert ráð fyrir að áfram
yrði töluvert tap af ökutækjatrygg-
ingum þrátt fyrir iðgjaldahækkun
sem dugar rétt svo til þess að mæta
auknum bótagreiðslum félagsins.
Einnig var í tilkynningu Trygginga-
miðstöðvarinnar bent á stórt tjón
sem varð í ágúst þegar togari sem
tryggður var hjá félaginu sökk í
Hafnarfjarðarhöfn. Því sé það mat
félagsins að vart sé hægt að búast við
betri afkomu á síðari hluta ársins en
þeim fyrri en þá nam hagnaðurinn
162,1 milljón króna.
hann viti ekki í hverju framtíðar-
hlutverk hans hjá fyrirtækinu felist.
Talsmenn Time Warner og AOL
hafa lýst því yfir að uppsagnir séu
ólíklegar í kjölfar samrunans, ætlun-
in sé að stækka fyrirtækið. I Wall
Street Journal kemur hins vegar
fram að samþjöppun á starfsemi fyr-
irtækja sé eðlileg við samruna, jafn-
vel að hún sé aflögð með öllu hjá
öðni fyrirtækinu.
Ólafur Jóhann var ráðinn til starfa
í nóvember sl. af Richard Bressler,
stjórnarformanni Time Warner Dig-
ital Media, og er Ólafur nú vara-
stjórnarformaður. Samkvæmt Wall
Street Joumal ríkir óvissa um fram-
tíð þeirra beggja hjá sameinuðu fyr-
irtæki. Time Warner Digital Media
er nýlega stofnað fyrirtæki innan
Time Warner um þá þætti er lúta að
Netinu og stafrænni tækni. Bressler
var ráðinn yfirmaður fyrirtækisins
síðastliðið sumar en var áður aðal-
fjármálastjóri Time Warner.
„Framtíð hans virtist tryggð," segir
í WalJ Street Journal, „en með sam-
runanum við AOL verður óljóst
hvernig Bressler og fleiri falla inn í
mynstur þessarar nýju fjölmiðla-
samsteypu".
Fram kemur að Bressler hafi ráð-
ið Ólaf Jóhann sem staðgengil sinn
en Ólafur Jóhann er „best þekktur
fyrir hlutverk sitt hjá Sony Corp. á
bernskuárum margmiðlunar". Ólaf-
ur Jóhann segir í samtali við Wall
Street Journal að hann hafi gert sér
grein fyrir möguleikanum á nefnd-
um samruna þegar hann var ráðinn.
Ólafur Jóhann segir jafnframt óljóst
hvert framtíðarhlutverk hans hjá
sameinuðu fyrirtæki verður.
Samruninn gengur yfir á árinu og
mun Bressler verða á meðal þeirra
sem vinna að því að ljúka honum.
Hjá Time Warner Digital Media
starfa nokkur hundruð manns við
vefsíðugerð og fleira. Líklegt er talið
að AOL taki yfir þessa starfsemi en
Michael Kelly, aðalfjármálastjóri
AOL, segir fyrirtækið vilja halda öll-
um starfsmönnum með góða þekk-
ingu og reynslu af Netinu. „Það er
erfiðast að finna gott fólk,“ segir
hann en vildi ekki tjá sig um framtíð-
arhlutverk Bresslers og Ólafs Jó-
hanns.
Morgunverðarfundur í Sunnusal á Hótel Sögu
Föstudaginn 21. janúar 2000, kl. 8:00 - 9:30
DONSK EIGNARDALDSFELOG
OG ALÞJOÐÍ.EG
VIÐSKIPTAFELÖG
_______Notkun og samspil þessara rekstrarforma
• Hvað gerir dönsk eignarhaldsfélög svona hagstæð í skattalegu tUliti?
• Hvaða lönd eru í fararbroddi á þessu sviði?
• Hvemig er best að samnýta dönsku eignarhaldsfélögin og alþjóðleg viðskiptafélög?
• Hver er staðan gagnvart skattasamræmingaráfomium ESB og OECD?
FRAMSÖGUMAÐUR: _________________________________________________________________
Ned Shelton, alþjóðlegur skattaráðgjafi Shelton's í Danmörku. Fyrirtæki hans
hefur sérhæft sig í þjónustu í tengslum við stofhun eignarhaldsfélaga í Danmörku
og stendur reglulega íyrir námskeiðum í alþjóðarétti í stærstu borgum heims.
Einnig hefur hann skrifað margar greinar um alþjóðarétt og er eftirsóttur
fyrirlesari á ráðstefhum um það efhi.
FUNDARSTJÓRI:
Guðjón Rúnarsson, aðstoöarffamkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands,
| en Verslunarráö hefur haft með höndum kynningu á hinum nýju lögum
l um alþjóðleg viðskiptafélög hérlendis og erlendis.
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 2.000,-
Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er , ,
að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða VERSLUNARRAÐ ISLANDS
bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is.
Samruni Time Warner og AOL
Ovissa um fram-
tíð yfírmanna