Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 24

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Er ögurstund byggða á Vestfjörðum að renna upp? var spurt á borgarafundi á ísafirði Réttur byggðanna verði viðurkenndur Er ögurstund byggða á Vestfjörðum að renna upp? var yfirskrift almenns borgarafundar sem Elding, félag smábátaeigenda á norð anverðum Vestf]örðum, boðaði til í samvinnu við Landssamband / smábátaeigenda og um 250 manns sóttu 1 Stjórnsýsluhúsinu á Isa firði á sunnudag. Steinþór Guðbjartsson sat þennan þriggja tíma fund, hlustaði á sex framsöguræður, þar af þrjár hjá þingmönnum Vestfjarða, og fjörugar umræður í kjölfarið. t v -7, m JtwfWÉlBrj^jgggm ' . ' '■/ ■: - ’ /■■•■' Morgunblaðið/HalldórSveinbjömsson Fullt var út úr dyrum á almennum borgarafundi í Stjómsýsluhúsinu á ísafirði á sunnudag. Guðmundur Halldórsson í Bolungar- vík, formaður Eldingar, var fyrsti ræðumaður. Hann gat þess að í byrj- un áttunda áratugarins hefði hafist mikil uppbygging atvinnulífs á Vest- fjörðum. Einn til þrír togarar hefðu verið keyptir í hvert byggðarlag, lítil frystihús hefðu breyst í öflug fisk- iðjuver og tæknivæðing aukist. Tog- ararnir ásamt öflugum vertíðarskip- um hefðu borið mikið hráefni að landi til vinnslu í fiskvinnslustöðvun- um og góðæri hefði ríkt á Vestfjörð- um. Svo kom kvdtinn Hann sagði að Vestfirðingar hefðu einum rómi verið andvígir kvótanum sem settur hefði verið á 1984. Kvót- inn hefði minnkað ár frá ári og fleiri tegundir settar í kvóta en breyting- arnar á fískveiðilögunum, sem færðu heimildir af norðursvæði á suður- svæði, hefðu verið verstar. Eins þeg- ar grálúðunni hefði verið skipt flatt og línutvöföldun tekin af auk ann- arra breytinga. Tekið hefði að fjara undan fiskvinnslu og útgerð á Vest- fjörðum, hvert fyrirtækið af öðru farið á hausinn, atvinnulífið hrunið í hveiju byggðarlaginu af öðru, skipin og kvótinn farið og fólkið setið uppi með verðlausar eignir. „En hvernig er staðan í dag?“ spurði hann. „Enginn togari á svæð- inu frá Patreksfirði allt til ísafjarðar. Þrír vertíðarbátar á öllum Vestfjörð- um. Núpur á Patreksfirði, María Júl- ía á Tálknafirði og Guðný í Bolungar- vík. María Júlía er hálfrar aldar gamalt skip og Guðný 43 ára. Að öðru leyti byggist floti Vestfirðinga á smáum rækju- og snurvoðarbátum auk þeirra togara sem enn eru á Isa- firði og í Súðavík. En burðarás at- vinnulífsins á Vestfjörðum eru trillur innan við sex tonn. Allt frá Patreks- firði að ísafirði gamla. Það eru trillu- karlar sem bjargað hafa byggðinni á Vestfjörðum með því að kaupa veiði- heimildir inn á svæðið og skuldsetja sig og fjölskyldur sínar.“ Guðmundur sagði að hann segði ekki að ekki væri hægt að stjórna fiskveiðum með kvótakerfi heldur að vitlaust væri gefið. Byggðasjónar- miðin hefðu gleymst en svo væri tal- að um framlegð í sjávarútvegi. Tillögur Eldingar Að svo mæltu las hann upp eftir- farandi tillögur stjórnar Eldingar um úrbætur á fiskveiðistjórnunar- kerfinu: „1. Aukning á aflaheimildum sem hugsanlega kemur til framkvæmda vegna stækkandi þorskstofns, fari til báta innan við 10 tonn að stærð, vegna augljósra byggðasjónarmiða. Þessar veiðiheimildir úthlutist á bát- ana eftir sömu reglum og aðrar veiði- heimildir, hjá bátum í dagakerfi fjölgi dögum í sama hlutfalli og veiði- heimildir hjá öðrum smábátum. Þessari aukningu á aflaheimildum skal landað í fiskvinnslustöð viðkom- andi svæðisfélags á markaðsverði með 10% afslætti af því markað- sverði sem er á viðkomandi svæði. Þeir sem fá þessar veiðiheimildir mega hvorki leigja né selja frá sér aflaheimildir. 2. Við mótmælum harðlega kvóta- setningu á ýsu, steinbít og ufsa.“ Guðmundur bætti við að Vestfirð- ingar ættu þriðjung af öllum smá- bátakvóta landsins og rýmkun í kerf- inu vægi því þungt í byggðamálum á Vest- fjörðum. Krafíst viður- kenningar Arthúr Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, sagði að dómur Héraðsdóms Vestfjarða í Vatneyrarmálinu svonefnda væri mál málanna og fagnaðarefni að hann væri á leið til Hæstaréttar. Hann vitnaði í dóm Hæstaréttar í svonefndu Valdimarsmáli í desem- ber 1998 og sagði að 5. grein fiskveiðistjómunarlaganna stæðist ekki stjómarskrá. I máli hans kom fram að stjórnvöld gætu fundið leið framhjá báðum dómunum ef um- ræddur dómur yrði staðfestur í Hæstarétti og keyrt hér áfram kvótakerfi þvert ofan í staðreyndir sem við blöstu varðandi byggðaþró- un og þá megnu óánægju sem kerfið hefði leitt af sér. Hann sagði að krafan frá fundin- um og krafan frá strandveiðibyggð- um yrði að koma fram. Að réttur þeirra til að nýta aðliggjandi fiskimið yrði viðurkenndur í lagasetningu. „Með því að mölva grundvöllinn und- an sjálfum byggðunum er verið að mölva byggðimar sjálfar. Þetta erað þið að upplifa hér á Vestfjörðum." Ekki kvóta á aukategundir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, sagði menn standa á tímamótum því Héraðsdómur Vestfjarða teldi 7. grein Fiskveiðistjórnunarlaganna vera á skjön við stjórnarskrána. Yrði hann staðfestur í Hæstarétti yrði það gríðarlegur álitshnekkir fyrir Alþingi. Stjórnvöld segðu að lög væru í gildi og eftir þeim yrði að fara. Enginn kvóti væri á ýsu og steinbít hjá krókabátum en kæmi kvótasetn- ing aukategunda til framkvæmda myndu nýir bátar, sem hafa komið inn í kerfið með æmum tilkostnaði, standa frammi fyrir því að draga saman í línuútgerðinni. „Því verða allir sem einn að þrýsta með alefli á þingmenn í því skyni að ákvæði þetta komi ekki til framkvæmda," sagði Öm um kvótasetningu aukategunda. „Kvótasetning aukateg- unda hjá krókabátum má ekki undir neinum kring- umstæðum koma til framkvæmda. Ég tek svo stórt upp í mig að takist ekki að hnekkja því ákvæði mun ög- urstund byggðar á Vestfjörðum blasa við.“ Tveir valkostir Þrír af fimm þingmönnum Vest- fjarða sóttu fundinn. Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis, sagði að byggðavandinn væri mesta þjóðfé- lagsmein íslendinga. Hins vegar væri málið miklu flóknara en það að það leystist með einni ráðstöfun á einu sviði. Hann sagði að Vestfirðingar hefðu þurft að búa við mjög erfiðar aðstæð- ur, samanber árin 1986 til 1988, þeg- ar uppsveifla hefði verið í þorskinum en útflutningsfyrirtækin hefðu verið rekin með gegndarlausu tapi. Sjáv- arúvegsfyrirtæki á Vestfjörðum hefðu því verið illa undir það búin þegar kvótaniðurskurður á þorski hefði hafist. „Ég held að þar liggi öðm fremur rót þess mikla vanda sem við höfum verið að glíma við í atvinnulífi okkar á Vestfjörðum.“ Einar sagði að reynt hefði verið að bregðast við með ýmsum hætti, með- al annars með því að skapa nýtt laga- umhverfi fyrir smábátana í landinu. Það hefði skilað sér í auknum tekjum til landsfjórðungsins og skapað ný sóknarfæri. „Það blasir við að í þorskaflahámarkinu hefur hlutur Vestfjarða vaxið um fjórðung, úr 20% í 25% rúm og er sennilega enn vaxandi." Hins vegar sagði hann kvótaminnkun á Vestfjörðum áhyggjuefni enda kæmi hún harka- lega við Vestfirðinga. „Ég tel að það sé afar óskynsam- legt að kvótasetning á ýsu, steinbít og ufsa gangi fyrir sig á komandi hausti," sagði Einar. „Ég held að það sé mjög þýðingarmikið fyrir þennan útgerðarflokk að okkur takist að verja áfram það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði á þorskaflahá- markskerfinu." Einar sagði að Héraðsdómur Vestfjarða hefði ekki kollvarpað kvótakerfinu. Stóra spurningin væri um jafnræði og á margan hátt væru settar erfiðari skorður við það að búa til fiskveiðistjómunarkerfi sem hjálpaði hinum dreifðu byggðum. Hann sagði að áfram þyrfti að stjórna veiðunum og skilgreina þyrfti veiðirétt, hver hefði réttinn eða heimildina til að veiða. Um tvo valkosti væri að ræða. Annars vegar að bjóða upp heimildirnar, láta út- gerðirnar, stórar sem smáar, borga fyrir veiðiréttinn. „Þetta er auðvitað ekki leið sem gagnast hinum dreifðu byggðum," sagði hann en benti þess í stað á annað sjónarmið sem hann hefði talað fyrir. „Með hvaða hætti við getum skilgreint veiðiréttinn þannig að hann komi okkar dreifðu byggðum sem best að notum.“ Hann sagði mikilvægt að eyða allri óvissu og að sameiginlegir hagsmun- ir allra væru að eyða byggðaröskun- inni. „Ég tel að það sé mjög mikil- vægt fyrir hagsmuni okkar hér á Vestfjörðum og fyrir hagsmuni þeirra sem gera út bæði stór og smá skip að það sé sköpuð festa í kringum fiskveiðistjórnunarkerfið þannig að menn viti nokkurn veginn hvað fram- undan er.“ Eins væri mikilvægt að menn áttuðu sig á því að byggða- vandinn væri af mörgum rótum mnninn. „Við geram okkur auðvitað grein fyrir því að grandvöllur allrar byggðar hér á Vestfjörðum er rétt- urinn til að sækja sjóinn og geta nýtt miðin sem hér era út af en um leið vitum við það að við þurfum að renna fleiri og styrkari stoðum undir at- vinnulífið." Fijálsar veiðar Guðjón A. Kristjánsson, alþingis- maður, sagði í upphafi ræðu sinnar að eitt mál öðram fremur héldi Vest- fjörðum í byggð og gæti á nýjan leik mjög eflt byggð og tryggt búsetu um ókomin ár. „Það er augljós réttur okkar til fiskveiða á nálægum og góðum fískimiðum frá Breiðafirði í suðri til Húnaflóa að norðan sem hef- ur gert Vestfirði byggilega um aldir. Fái Vestfirðingar ekki að sækja sjó og stunda fisk- veiðar er tilvera þeirra í raun hranin. Rétturinn til fiskveiða er sú undir- staða sem verður að vera til staðar ef byggð á Vestfjörðum á að eflast á nýjan leik.“ Með þessari framsetningu sagðist hann ekki vera að gera lítið úr ann- arri atvinnustarfemi sem hefði smám saman farið vaxandi. „Ég fullyrði hins vegar að önnur atvinnustarf- semi kemur ekki inn sem burðarás í atvinnulíf á Vestfjörðum þannig að byggð eflist á nýjan leik ef fiskurinn í sjónum verður varanlega seldur frá okkur.“ Með þetta í huga sagði hann að breyta yrði stjómkerfi fiskveið- anna Vestfirðingum í hag. „Við verð- um að ráðast að því framseljanlega kvótabraskkerfi sem nú er notað. Við verðum að koma í veg fyrir að fleiri fisktegundir verði settar inn í kvóta- kerfi smábátanna.“ Hann sagði enn- fremur að skilgreina yrði strandveiðiflotann upp á nýtt og miða ekki eingöngu við sex tonna báta. „Við verðum að veita þeim fisk- veiðiflota sem við í framtíðinni skil- greinum sem strandveiðiflota mesta mögulega frelsi til veiða að því marki sem fiskistofnarnir þola. Um þannig markmið ættu allir landsbyggðar- þingmenn að geta sameinast aðrir en þeir, ef einhverjir era, sem telja sig sérstaka gæslumenn hjá sægreifum stórfyrirtækjanna.“ Guðjón sagðist hafa varað við íijálsu kvótabraski frá 1990 og síðan hefðu margir tekið undir sömu við- horf. I því sambandi vitnaði hann í skrif Stefáns Ólafssonar prófessors í nóvember 1998, skýrslu Byggða- stofnunar um byggðir á íslandi frá liðnu hausti og kafla um atvinnumál í ísafjarðarbæ og Hrísey í skýrslu sem unnin var íyrir Byggðastofnun í desember sem leið. „Vandamálið er viðurkennt af flestum öðram en þeim sem eiga í vændum fjármuni eða mikinn gróða úr kvótabraskinu. Það er hins vegar yfirmáta furðulegt að Byggðastofnun skuli hvað eftir ann- að lýsa vandanum vegna kvóta- brasksins á réttan hátt en þegar kemur að tillögum til lausnar þá skal viðhalda braskinu og setja á fót sér- staka sjóði svo kaupa megi kvóta til baka inn í byggðalögin á okurverði af sægreifunum.“ Guðjón sagði það styrk að Vest- fírðingar ættu bæði formann og varaformann sjávarútvegsnefndar Alþingis og hann myndi aldrei draga í efa vilja Vestfjarðaþingmanna til að vinna að hagsmunum Vestfirðinga. Til áréttingar vitnaði hann í ræðu Einars K. Guðfinnssonar í sambandi við umræðu um byggðamál á Alþingi 17. nóvember 1998 og sagðist styðja hann í að ráðast í það verk að aflétta kvótaokinu sem núverandi lög kvæðu á um. „Það skal jafnframt vera öllum ljóst að við í Frjálslynda flokknum munum engum hlífa sem með fullu viti vinnur áfram að því að mylja auðlindina undir örfáa sæ- greifa og gera aðra eigna- og at- vinnulausa." Byggðirnar njóti miðanna Einar Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður, sagði að allar byggðir Is- lands væru á ögurstund, því nú upp- lifðu menn meiri röskun byggða en áður og það væri mikil fórn fyrir þjóð ef hún gæfist upp við að byggja land- ið. Hann tók undir með Arthúri og sagði að það bæri að efla rétt strand- byggðanna og koma í veg fyrir að þær færu í eyði. Hann sagði við- stadda þingmenn oft hafa verið sam- mála um það sem gæti orðið til hjálp- ar í þeim efnum en margs væri að gæta. „Menn era mjög sammála um það að við höfum farið illa út úr því og tapað mjög stöðu okkar miðað við setningu þessa stjórnkerfis fisk- veiða, en við þurfum að gæta þess, ef taka á allt upp, að fara ekki úr ösk- unni í eldinn.“ Einar Oddur sagði að það væri margra manna mál að nú væri jafn- ræðisreglan sú að allra manna væri sami réttur. Þeir sem byggðu strandhéraðin hefðu engan rétt um- fram þá sem búa í Breiðholtinu, en með því væri verið að fara úr öskunni í eldinn. „Við höfum verið að leggja áherslu á það að strand- veiðar hlytu að hafa meiri rétt, ættu að hafa meiri rétt. Það væri skynsamlegt fyrir þjóðina að byggja landið og það að byggja landið væra verðmæti í sjálfu sér. Það myndi borga sig fyrir alla Islendinga að þessi réttur væri til staðar.“ Og Einar Oddur hélt áfram. „Ef það er rétt að það eina sem þarf að gera til að breyta þessu svo allir séu ánægðir og réttlætinu sé fullnægt sé að hlusta á Morgunblaðið og lesa það í leiðuram dag eftir dag að það eina sem þurfi að gera sé að bjóða upp aflaheimildir. Þá sé réttlætinu full- nægt, þá séu engin vandamál til stað- Skilgreina verður f iotann upp á nýtt Uppboð gagn- ast ekki byggð- unum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.