Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
ÞRIÐ JUDAGUR 18. JANÚAR 2000 25
ar lengur. Hvernig haldið þið að okk-
ur litist á það hér? Hver haldið þið að
staða okkar væri þá? Haldið þið að
okkur gengi ekki vel að keppa um
aflaheimildirnar við Unilever og
Fingus og hvern sem er? Eða ætlum
við að skipta jafnt eins og aðrir hafa
lagt til? Þá höfum við okkar 4%.“
Hann sagðist ekki segja þetta til
að hrella menn heldur til að vekja at-
hygli á því að erfið staða væri fyrir-
liggjandi. Hann sagði gott að Elding
kæmi með tillögur til úrbóta og mjög
gott væri ef Vestfirðingar bæru
gæfu til þess að standa saman en þó
svo allir væru sammála væri hann
nokkurn veginn viss um að ekki tæk-
ist að lögfesta huginn. „Við verðum
að semja við aðra sem geta séð þetta
með nokkurn veginn sömu augum og
við, séð það í hendi sér að það sé hag-
stætt fyrir ísland til langframa að
byggðirnar fái að njóta nærveru við
miðin, fái að njóta þess þannig að
efnahagslíf Islands hafi gott af.“
Sjálfstætt ríki
Að loknum framsöguræðum vakti
Magnús Reynir Guðmundsson, fund-
arstjóri, athygli á því að í Stefnumót-
un Isafjarðarbæjar í atvinnumálum
1999-2003 gæti hann ekki fundið sér-
staka umfjöllun um útgerð og fisk-
vinnslu og spurði hvort Isafjarðar-
bær hefði líka afskrifað fiskvinnslu
og fiskveiðar sem grundvallar-
atvinnuveg á þessu svæði. Síðan opn-
aði hann mælendaskrá og reið Gunn-
laugur Finnbogason á vaðið. Hann
sagði að línutvöföldun hefði verið
tekin af undanfarin ár og steinbítur
og rækja sett í kvóta. Þar sem hafi
verið vaxtarbroddur hafi stjórnvöld
brugðið fyrir fæti. Smábátaútgerð
hafi staðið í blóma á svæðinu síðustu
ár en ef stjórnvöld ætluðu líka að
bregða fyrir hana fæti eins og boðað
hefði verið, vildi hann varpa fram
þeirri spumingu hvort nýja norð-
vesturkjördæmið ætti ekki að at-
huga með stofnun sjálfstæðs ríkis.
Hið nýja ríki hefði yfir að ráða auð-
ugustu fiskimiðunum og ráðamenn í
Reykjavík losnuðu við Vestfjarða-
vandamálið.
Eymingjaskapur
Finnbogi Jónasson, faðir Gunn-
laugs, kom víða við og fór á kostum.
Hann sagði að þingmenn Vestfjarða
væru allt of linir, þeir þyrftu að láta
heyra betur í sér. „Við eigum ekkert
að hlusta á þá í Breiðholtinu," sagði
hann og vitnaði til orða Einars Odds.
„Einar á að koma í Breiðholtið og
segja: Ég er Vestfirðingur. Ég vil
hafa minn fiskirétt og veiða á miðun-
um.“
Hann sagði að verið væri að
þurrka út alla vertíðarbátana en allir
þyrftu að spyrna við fótum. Byggð-
irnar þyrftu stærri skip, 100 til 150
tonna vertíðarbáta og a.m.k. einn bát
í hvert byggðarlag. Hann sagði
ástandið orðið þannig að á ísafirði,
höfuðbólinu, væri bolfiskvinnslan
einn kai’l með hníf.
Finnbogi sagði að Fagranesið
hefði verið við bryggju í allt haust en
á sama tíma væru vegir um Djúpið
ófærir, meira að segja hluta úr
sumri. Engu síður væri rætt um að
auka ferðaþjónustuna en til að svo
mætti verða yrði að vera kröftugt
skip í förum á milli Arngerðareyrar
og ísafjarðar, helst allan ársins
hring. „Þetta er eymingjaskapur hjá
okkur Vestfirðingum og vestfirskum
þingmönnum að lappa þessu niður.“
Hann sagðist hafa heyrt í útvarpinu
að sektir og kærur í fjórðungnum,
einkum vegna umferðar-
lagabrota, hefðu aukist
um 600% en íbúum í
sveitunum hefði fækkað
um 30%. „Hvað segja
menn þegar þeir koma að
skiltinu Isafjarðarsýsla? Auðvitað fá
þeir hnút í magann. Ég fer ekki
skaðlaus héðan, hér verð ég tekinn í
gegn.“
Honum varð tíðrætt um byggða-
kvótann, sem átti að gleðja alla enda
væntanleg uppgrip á svæðinu. „Bíðið
við. Þeir komust að þeirri niðurstöðu
að það var einhver í Grindavík sem
ætti svo djúpar rætur í byggðina að
það yrði að láta hann hafa þetta. Það
væri ekki hægt annað. Svo þegar
maður fór að hlusta betur, haldiði að
hann eigi þá ekki rætur fyrir austan
líka? Svoleiðis að fíflagangurinn í
kringum okkur Vestfirðinga ríður
ekki við einteyming." Hann bætti við
að á sama tíma og bærinn væri að
fara í gjörgæslu væri verið að glutra
kvótanum niður. Það væri af hinu
góða að verið væri að vinna fisk á
Þingeyri en sjómenn frá Grindavík á
bátum ft’á Grindavík veiddu fiskinn.
Hvar er kvótinn vistaður? spurði
hann og beindi spurningunni til þing-
manna og bæjarstjórnar.
Kvótakerfíð burt
Hálfdán Kristjánsson á Flateyri
sagðist vilja kvótakerfið burt og
hann sagðist vona að þingmenn
Vestfjarða ynnu saman sem einn
maður og létu vita af sér. Smábáta-
eigendur hefðu fyrir löngu varað við
stöðunni sem nú ríkti en ánægjulegt
væri að sjá fjölgun smábáta. Hins
vegar væri hrikalegt að hugsa til
þess að það væri sá floti sem Vest-
fírðingar yrðu að byggja allt á. Hann
tók undir allt sem feðgarnir sögðu,
„því við viljum ekki fara.“
Halldór Hermannsson sagði að
kerfið stæðist engin inannréttindi og
þingmenn hefðu snúist í marga
hringi. Kvótakerfið færi sem betur
fer út í hafsauga, því Hæstiréttur
hlyti og yrði að koma því fyrir kattar-
nef. Hann vitnaði í kerfi Færeyinga
og sagði að frelsi þyrfti að ríkja en
enginn mætti veiða meira en stjórn-
völd leyfðu. „Verði sett veiðileyfa-
gjald, eins og Mogginn vill, eitt og
sér kemur það ekki í veg fyrir neitt.
Það kemur ekki í veg fyrir sukkið."
Hins vegar sagði hann það alveg rétt
að ríkið ætti að fá sitt og þyrfti að fá
einhvern pening út úr þessu.
Halldór sagðist vilja efla strand-
veiðiflotann og taldi rétt að hann
fengi frítt svæði út að 25 mflum. „Ef
stjórnmálamenn fara ekki að kveikja
verður farið í alvöruna. Þá verður að
taka til hörkunnar. Ég boða hörku.“
Skorað áþingmenn
Pétur Bjarnason sagðist geta tek-
ið undir margt hjá fyrri ræðumönn-
um og allt hjá Arthúri og Finnboga.
Hann sagði að Hæstaréttardómur-
inn í desember 1998 og dómur Hér-
aðsdóms Vestfjarða væru þýðingar-
mikil mál en fundurinn snerist ekki
um þá heldur um það að byggðin á
Vestfjörðum og víðar um landið væri
að leggjast af. Við blasti það sem hafi
verið að gerast á undanförnum ár-
um. Allar stoðgreinarnar væru að
veslast upp.
Pétur sagði að Vestfirðir hefðu
lengst af verið fjölmennir og Vest-
firðingar hefðu lifað af móðuharð-
indi, svartadauða og bóluna en ættu í
vök að verjast vegna ráðstafana
manna. Hann sagðist vera þeirrar
skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn
og ríkisstjórnin gætu gert breyting-
ar en gerðu það ekki nema þeim væri
gert skiljanlegt hvað þyrfti að gera.
Því skoraði hann á formann sjávar-
útvegsnefndar og aðra þingmenn
Vestfjarða að taka til hendinni til að
hafa áhrif í flokkum sínum til að
breyta málunum. „Það fer hver að
verða síðastur upp á byggðina hérna
og það vitum við öll sem hér búum.“
Kristján Andri Guðjónsson spurði
þingmenn hvort þeir myndu sætta
sig við að vera ráðnir í vinnu til eins
árs, en það væri hlutskipti beitning-
ai-manna sinna, því hann vissi ekki
hvað gert yrði við sig eftir 1. septem-
ber nk.
Horft til Noregs
Konráð Eggertsson sagðist ekki
geta fallist á að öll viðbót
sem kæmi til skipta rynni
eingöngu til báta undir 10
tonnum því það yrði að
gætajafnræðis.
Hann sagði að leiga á
lcvóta til hæstbjóðanda kæmi ekki til
greina. Hann tók undir ásakanir á
hendur þingmönnum og sagði að þeir
yrðu að lemja í borðið og segja að
þeir væru þingmenn fólksins í land-
inu. Komið væri til móts við fólk í
Norður-Noregi með ýmsum hætti og
skoða mætti slíkt kerfi.
Ásökunum svarað
Einar Oddur svaraði því sem að
honum var beint og benti á að t.d. í
sambandi við Fagranesið hefðu þing-
menn kjördæmisins sótt hveija ein-
ustu krónu til ríkisvaldsins sem um
hefði verið beðið, m.a. 22 millj. kr. í
desember sem leið, Hann sagðist
alltaf hafa talið að það væri hættu-
legt að stjórna fiskveiðum með afla-
kvóta en hann væri ríkur í huga
manna. Hann áréttaði að árangur
næðist ekki fyrir landshlutann nema
mönnum bæri gæfa til þess að semja
við þau öfl sem hafa svipaðra hags-
muna að gæta. „Ég hef ekki trú á því
að hávaðinn sé gæfusamlegastur í
þessu efni.“
Halldór Halldórsson bæjarstjóri
sagði að hagsmunir allra væru í húfi,
að tryggja áframhaldandi byggð og
bæta og styrkja atvinnulífið.
Hann sagði að útgerð og fisk-
vinnsla væri grunnurinn og það væri
nefnt í stefnumótuninni, en reynt
væri að nálgast aðra þætti til að auka
fjölbreytni. Hann svaraði spurning-
um um byggðakvótann og sagði
breytingar á fasteignagjöldum mikil-
vægar fyrir atvinnulífið í byggðinni
en mikilvægast væri að styrkja
grunninn.
Guðjón A. sagði að umræðan sner-
ist um grundvöll vestfirskra byggða
og ljóst væri að það yrði að skil-
greina flotann upp á nýtt, í frystitog-
araflota, nótaflota, flota stærri ver-
tíðarbáta og togara og strand-
veiðiflota.
Hann benti á að verði aukaafli á
smábátum kvótasettur minnkaði afli
á Vestfjörðum um 3.000 tonn.
Einar Kristinn svaraði einnig
framkomnum spurningum, varaði
við norsku leiðinni en sagði vænlegra
að lækka ýmsa kostnaðarliði, sem
væru þungir úti á landi.
Varðandi gagnrýni á þingmenn
sagði hann að ekki væri bæði hægt
að saka þá um að vera of harðir í bar-
áttunni gegn kvótakerfinu og of linir.
Hann sagði að þingmenn hefðu borið
hagsmuni Vestfjarða fyrir brjósti og
því væri gagnrýnin röng. „Ég held
að framundan sé slagur fyrst og
fremst um það hvernig eigi að skil-
greina veiðiréttinn. Það fer ekki á
milli mála að þau öfl eru mjög sterk í
þjóðfélaginu - og hafa verið að reyna
að sækja í sig veðrið en vonandi tekst
þeim það ekki - sem telja að megin-
markmiðið sé það að dreifa aflaheim-
ildunum, til dæmis með uppboðum
eða einhverjum öðrum hætti og
rejma að ná út úr sjávarútveginum
eins miklum fjármunum og hægt er
til að koma þeim til annarra nota,
helst hjá hinu opinbera. Hins vegar
er þetta sjónarmið, sem ég býst við
að eigi hér yfirgnæfandi hljómgrunn,
bæði meðal þingmanna og annarra
þeirra sem láta sig málið varða á
Vestfjörðum. Það er það með hvaða
hætti við getum, í ljósi þeirrar um-
ræðu sem fram fer um jafnræðis-
reglu stjórnarskrárinnar, rejmt að
tryggja það að veiðirétturinn og afla-
heimildirnar, sóknarréttur eða afla-
réttur, verði að sem mestu leyti
bundinn við byggðirnar og tryggi
sem allra mest og best rétt byggð-
anna til sjósóknar." Hann sagði að
ekki væri hægt að leysa þessi mál
með upphrópunum, „en með órofa
samstöðu okkar trúi ég því að okkur
takist að snúa við þessari óheillaþró-
un, sem við öll höfum áhyggjur af og
byggja Vestfirði með blómlegum
hætti til framtíðar."
Arthúr tók líka upp hanskann fyr-
ir þingmenn og sagði að þingmenn
Vestfjarða hefðu reynst smábátaeig-
endum best.
Vopnin heim
Guðrún Finnbogadóttir var eina
konan sem kvaddi sér hljóðs á fund-
inum. „Áðan var talað um vopn,“
sagði hún. „Ég vil minna á að við eig-
um vopn. Vopnið er menntun heima-
manna. Við þurfum bara að fá vopnin
heim.“
Ályktun samþykkt samhljóða
Áður en yfir lauk samþykktu fund-
armenn samhljóða með lófaklappi
eftirfarandi ályktun:
„Fundurinn bendir á þróun
byggða og krefst þess að tekið verði
fullt tillit til byggðamála við upp-
stokkun fiskveiðikerfisins. Fundui’-
inn gerir þá skýlausu kröfu á hendur
löggjafanum að inn í lög um stjórn
fiskveiða verði felldar lagagreinar
sem skilgreina forgangsrétt strand-
veiðisamfélagsins til nýtingar að-
lægra fiskimiða.“
Málin ekki
ieyst með upp-
hrópunum
ISTUR
Hefurðu prófað
ostateninga í salatið?
Þú getur notað hvort sem er 11% eða 17%
Gouda til að búa til salat sem erfullkomin,
létt máltíð. Einnigfæst sérstakur Salatostur
tilbúinn í litlum teningum.
Frábært tríó á léttu nótunum.
Smurostamir eru þægilegt, bragðgott
álegg og líka spennandi í ofnrétti og sósur,
t.d. meðfiski, pasta eða grænmeti.
Kotasæla með hvítlauk.
Bragðmikil
og fitulítil freisting!
gámsætra
léttosta!
LéttOstur
í 20 g pakkningum.
Handhægur og fitulítill■
Kotasæla
Lágt fituinnihald ogfáar hitaeiningar!
Hrein, með ananaskurli eða með eplum
og vanillu. Sígild á brauð, hrökkbrauð
og kex, í salöt eða ofnrétti.
ÍSLENSKIR W
OSTAR .
^'NASt,w
www.ostur.is
Létt-Brie
Sannkallaður veisluostur.
Léttur og góður með brauði, kexi
ogferskum ávöxtum.