Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 29
Sókn Rússa í átt að miðborg Grosní miðar hægt
Sendinefnd Evrópuráðs-
ins hvetur til vopnahlés
Grosní, Moskvu. AFP.
TILRAUNUM Rússa til að leggja
undir sig miðborg Grosní, höfuðstað-
ar Tsjetsjníu, miðaði mjög hægt í gær
þrátt fyrir harðar loft- og stórskota-
liðsárásir. Sendinefnd á vegum
Evrópuráðsins kom til Moskvu og
hvatti Rússa til að hætta árásunum í
Tsjetsjníu og reyna að íinna pólitíska
lausn á deilunni.
Vladímír Pútín, settur forseti
Rússlands, varði hemaðaraðgerðim-
ar á fundi með þingmannanefnd
Evrópuráðsins í Moskvu í gær. Hann
bað nefndina að byggja mat sitt á
hemaðaraðgerðunum á „staðreynd-
um og raunverulegum atburðum en
ekki áróðri."
Bretinn David Russell-Johnston,
sem fer íyrir nefndinni, hvatti Rússa
til að hætta árásunum í Tsjetsjníu
þegar í stað og sagði að ekki væri
hægt að útiloka að þeim yrði vikið úr
Evrópuráðinu. Hann bætti þó við að
of snemmt væri að taka slíka ákvörð-
un.
Igor Ivanov, utanríkisráðherra
Rússlands, tók þessi ummæli óstinnt
upp í gær og sagði að ef erlendar
sendinefndir ætluðu að hóta Rússum
refsiaðgerðum ættu þær ekki að fara
til Moskvu.
Sendinefndin hyggst fara til Ká-
kasushéraðanna í dag til að ræða við
leiðtoga þeirra, m.a. Rúslan Aushev,
leiðtoga Ingúsetíu, sem hefur gagn-
rýnt árásir Rússa.
Sri Lanka
Banatilræði
við forsetann
Colombo. AFP.
ÖRYGGISVERÐIR Chandriku
Kumaratunga, forseta Sri Lanka,
gerðu í gær bréfsprengju óvirka
sem send hafði verið forsetanum.
Bréfsprengjan hafði komið með
venjulegum pósti og verið stflað á
forsetann en málmkennt innihald og
búnaður sem minnti á úrverk vakti
grunsemdir öryggisvarða.
Kumaratunga er enn að ná sér af
meiðslum sem hún hlaut í desember
á síðasta ári í sprengjutilræði. Að-
skilnaðarhreyfing Tamíla, Tígrarnir
(LTTE), er grunuð um að standa að
baki báðum tilræðunum. Kumara-
tunga kann að hafa misst varanlega
sjón á öðru auga í sprengingunni,
sem varð með þeim hætti að kona
með sprengiefni innan klæða
sprengdi sjálfa sig í loft upp á fjölda-
fundi stuðningsmanna forsetans.
Rússnesk stjómvöld gagnrýndu
einnig þá ákvörðun stjómar Taleban-
hreyfingarinnar í Afganistan á
sunnudag að viðurkenna Tsjetsjníu
sem sjálfstætt rfld. „Ein hryðju-
verkahreyfing styður aðra - þær
reyna að ná samstöðu," sagði tals-
maður rússneska vamarmálaráðun-
eytisins og sakaði Talebana um að
hafa boðið Tsjetsjenum fjárhagsað-
stoð.
Leggja áherslu á að halda
mannfalli í lágmarki
Rússnesku hersveitimar hafa hert
sóknina í átt að miðborg Grosní síð-
ustu þrjá daga en þeim hefur aðeins
tekist að ná nokkrum húsum á sitt
vald en ekki heilli götu, hvað þá
hverfi, að sögn heimildarmanna
fréttastofunnar AFP í rússneska
hernum.
„Eg hef það fyrst og fremst að leið-
arljósi að halda mannfallinu í liði
mínu í lágmarki. Mér er alveg sama
um Grosní og framahorfur mínar eða
orður,“ sagði níssneskur undirofursti
sem vildi ekki láta nafns síns getið.
, Aðgerðunum miðar ef til vill hægt en
ég tel að þannig eigi það að vera.“
Rússneska fréttastofan Interfax
hafði eftú’ heimildarmönnum sínum í
hemum í gærmorgun að níu hermenn
hefðu fallið á einum sólarhring frá því
í fyrradag. Tsjetsjneskir skæmliðar
hefðu ráðist á stöðvar hermanna í
fyrrinótt og aðrir hefðu reynt að losna
úr umsátri rússnesku hersveitanna.
Tsjetsjenar sögðust hafa hrandið
árás rússneskra hermanna á aðal-
sjúkrahúsið í Grosní. Rússneski her-
inn hefur reynt að leggja bygginguna
undir sig til að geta gert árásir á
helstu umferðaræð borgarinnar, Sig-
urbreiðstrætið.
Plastparket
DÆMI: "HOME"
Eik, beyki, kirsuberja & merbau.
1.290^
Lfttu Inn, viö tökum vel á mótl þér.
Grensásveg! 18 • Sími 581 2444.
Opið: MárxxiagatiilðOTJdagafrákL9-18. Laugardaga frá
kl. 10-16 & sunnudaga fra kl. 11-15 (málningardeikl).
Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stærðum og
gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu vió Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við
Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi.
—H JEEPGRAND
cherokee laredo. _____ |, -
W LAND ROVER
^FREELANDER, árg.
07.1999, 1800cc, 5 gíra,
3 d., s.grár, 13. þ.
BMW 525IX,
árg. 06.1992,
j2500cc, sjsk., 4 d.,
fe. s.grár. ek. 116 þ.
RENAULT LAGUNA RT, árg.
09.1997, 2000cc, sjsk.,
d., blár, ek. 38 þ.
OPEL ASTRA WAGON
árg. 07.1999, 1600cc,
5 gíra, 5 d. v.rauður,
ek. 8 þ.
RENAULT MEGANE
BERUNE RT, árg.
06.1997, 1600cc,
il^sisk., 5 d., s.grár,
,, ek. 40 þ.
PEUGEOT 406, árf
10.1996, 1600cc, 5
g(ra, 4 d., blár,
ek. 40 þ. Ví
HYUNDAI SONATA
Glsi, árg. 02.1997,
2000cc, sjsk., 4 d.,
Úv.rauður, ek. 29 þ.
VW GOLF Cli, árg.
03.1996, 1800cc, 5 gfra,
l5 d., svartur, ek. 36 þ.
HYUNDAI ELANTRA
Glsi, árg. 04.1997,
1600cc, 5 gíra,
4 d., rai:' r , P#jSÁ
ek. 17 þ. M
BMW318IA, árg.
06.1991, 1800cc,
sjsk., 4 d., rauóur,
ek. 146 þ-^^B
HONDA CIVIC Sl, árg.
08.1996, 1400cc,
5 gíra, 3 d., s.grár,
Fr ek-44 þ-
FORD KA,
M *1 árg. 07.1998,
1300cc, 5 gíra,
3 d., s.grár, ek. 14 þ.
Verd 890 þús.
SH VOLVO S70, árg. 01.1998,
2400cc, 5 gíra, 4 d.,
WsM rauóur, ek. 41 þ.
Verá 2.790 þús.
Grjótháisí 1» sími 575 1230
Nýr stciður fyrir
notoðo bflo