Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 31

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 31 ERLENT Lík eins þeirra sem létu lífíð í skotbardaganum á Inter-Continental- hótelinu í Belgrad síðdegis á Iaugardag sést hér borið út. Lögregla stendur vörð. háttsettra lögreglumanna, stjórn- málamanna og undirheimaforkólfa hafa verið myrtir í Belgrad síðan ár- ið 1991 án þess að tilræðismennirnir næðust. I yfirlýsingu frá Serbnesku endur- reisnarhreyfingunni, flokki stjórnar- andstöðuforkólfsins Vucs Drasko- vics, segir að morðið hafi verið „staðfesting á þeirri líkisreknu hi'yðjuverkastarfsemi sem í gangi hefur verið í landinu". En Radmilo Bogdanovic, fyrrver- andi innanríkisráðherra Serbíu og einn talsmanna Sósíalistaflokks Mi- losevics, vísaði öllum slíkum aðdrótt- unum á bug. Með tilvísun til fjölda óupplýstra morða sem framin hafa verið í landinu á undanförnum árum, þar á meðal á Radovan Stojicic, fyi’r- verandi aðstoðai’innanríkisráðherra Serbíu, hvatti Bogdanovic til þess að sannleikurinn yrði grafinn upp. „Einhver verður loksins að segja hvað í rauninni er á seyði i þessu þjóðfélagi," sagði hann. Ólíkt málgögnum stjórnvalda helguðu óháð dagblöð í gær heilu blaðhlutana umfjöllun um morðið og líf Arkans, meðal annars með lýsing- um á þriðja hjónabandi hans og þjóð- lagasöngkonunnar Ceca, en með henni átti hann tvö síðustu börnin af níu. Önnur blöð voru með vangaveltur um að Arkan væri enn á lífi; hann hefði sett morðið á sér á svið, með hjálp tvífara síns, en væri sjálfur flúinn til Vesturlanda. Eftirlýstur fyrir „þjóðernis- hreinsanir“ Arkan var eftirlýstur af stríðs- glæpadómstólnum í Haag vegna meintra voðaverka sem sjálfstæð sérsveit Ai'kans, kölluð „Tígrarnir", vann í stríðunum í Króatíu og Bosníu á árunum 1991-1995. Hermt er að leynilögregla Milosevic-stjórnarinn- ar hafi á laun staðið að baki skipulag- ningar „Tígra“-sveitarinnar, sem síðan barðist við hlið júgóslavneska stjórnarhersins í Ki'óatíu og síðan Bosníu og sá um að framkvæma ein- hver mestu voðaverkin í tengslum við svokallaðar „þjóðernishreinsan- ir“ gegn öllum andstæðingum Serba. Með því að láta þessa „óháðu sjálf- boðaliðasveit" um mestu voðaverkin taldi Milosevic-stjórnin sér fært að varpa ábyrgðinni á þeim frá sér. Dómstóllinn í Haag gaf í fyrra út ákæru á hendur Milosevic og nokkr- um öðrum forystumönnum Serba. Fyrii' nokkrum mánuðum stungu upp kollinum í belgískum fjölmiðlum fregnir þess efnis að Arkan væri að kanna möguleika á að flýja til Vest- urlanda. Samkvæmt þessum frá- sögnum, sem lögmenn hans vísuðu á bug, var hann einnig að reyna að ná leynilegu samkomulagi við stríðs- glæpadómstólinn um að hann fengi að njóta sakaruppgjafar ef hann gæfi sig fram og bæri vitni gegn Milosev- ic. „Fjöldi fólks sem var í mikilvæg- um hlutverkum í hinum afstöðnu stríðum hefur verið að hverfa í skipulögðum morðtilræðum," hefur Associated Press eftir Zarko Korac, einum talsmanna serbnesku stjómarandstöðunnar. Rétt eins og Milosevic aflaði Ark- an sér vinsælda meðal Serba með því að ýta undir þjóðernisvakningu þeirra á júgóslavnesku borgara- stríðsárunum. Það vakti því athygli þegar Arkan mæltist opinberlega til þess, rétt áður en hersveitir NATO hófu loftárásir á Júgóslavíu vegna hemaðar Serba í Kosovo-héraði, að Milosevic semdi við Vesturveldin um framtíð héraðsins. Harmað að Arkan skuli sleppa undan því að svara til saka Viðbrögð utan Júgóslavíu við fréttinni af morðinu voru flest á þá leið, að það væri miður að nú yrði ekki lengur hægt að draga Arkan fyrir dóm fyrir gerðir sínar. Mirza Hajric, talsmaður Alija Izetbegovics Bosníuforseta, lýsti vonbrigðum yfir þessu tapaða tækifæri. „Einhver var að sjá til þess að einn lykilmaðurinn, sem vissi of mikið, lifði ekki of lengi,“ sagði Hajric. Jacques Klein, æðsti fulltrúi S.Þ. í Bosníu, harmaði einnig að ekki yrði hægt að rétta yfir þessum „geðsjúka fjöldamorðingja" eins og hann orðaði það. Madelaine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjastjórn þætti miður að ekki skyldi hafa náðst að koma Ark- an á sakborningabekkinn í Haag. Liðsmenn Obilic harmi slegnir Ljubinko Jevtic, framkvæmda- stjóri Obilic-knattspyrnuliðsins, sem var í eigu Arkans, tjáði Beta-frétta- stofunni að leikmennirnh' væra mið- ur sín yfir fréttinni af morðinu og þeir hefðu rofið æfingadvöl á Kýpur til að geta verið við útförina. „Það er erfitt að lýsa því hvernig okkur líður; allir vita hve nánir við voram Zeljko," sagði Jevtic. Obilic var með- al margra fjárfestinga Arkans. Hraður uppgangur liðsins leiddi það til meistaratitils árið 1998. Liðið varð umtalað á íslandi það árið þar sem ÍBV lék við það í Evrópukeppni meistaraliða. Sagan þín gemr orðið verðlaunasaga Nú styttist óðum í að skilafrestur handrita í samkeppnina um íslensku barnabókaverðlaunin árið 2000 renni út. Til mikils er að vinna því höf- undur verðlaunasögunnar hlýtur 300.000 kr. auk venjulegra höfundarlauna af sölu bókarinnar sem kemur út hjá Vöku-Helgafeíli á haustdögum árið 2000. Handrit þurfa að berast til Vöku-Helgafells íyrir 1. febrúar merkt dulnefni en rétt nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi. Verðlaunin hafa greitt mörgum óreyndum rithöfundum leið og jafnvel verið upp- hafið að glæsilegum ferli hérlendis sem erlendis. Auk þess hafa verðlaunin orðið til að styrkja stöðu íslenskra barnabóka og auka úrval góðra bókmennta fyrir börn og unglinga. Friðrik Erlingsson, Þorgrímur Þráinsson, Kristín Steinsdóttir og Guðmundur Ólafsson eru meðal þeirra bamabókahöfunda sem hlotið hafa verðlaunin. Samkeppnin er öllum opin og því kjörið tækifæri fyrir þekkta jafnt sem óþekkta bamabókahöfunda að freista gæfunnar og senda inn sögu. Skila á útprentuðu handriti að sögunni og skal hún vera sem samsvarar a.m.k. 50 vélrituðum síðum. Ekki er gert ráð fyrir að sögumar verði myndskreyttar. Utanáskriftin er: Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka Vaka-Helgafell Síðumúla 6 108 Reykjavík VAKA-HELGAFELL • Síðumúla 6 • 108 Reykjavík • Sími 550 3000 Stríðsmaður að upplagi London, Belgrad. The Daily Telegraph. Zeljko Raznatovic fæddist hinn 17. apríl 1952, sonur yfirmanns í júgó- slavneska hernum og- heimavinn- andi húsmóður. Gælunafnið Arkan festist við hann strax í æsku, en hvernig það kom til man enginn lengur. „Við vorum stríðsmenn að upp- lagi,“ sagði hann einu sinni. „Afi minn barðist við Austurríkismenn, Ungverja og Þjóðverja. Faðir minn var [Tító]-skæruliði.“ Hann sjálfur féll hins vegar úr skóla sem unglingur og var dæmd- ur í fangelsi 17 ára fyrir þjófnað. Með einhveijum hætti varð hann síðan leigumorðingi gerður út af júgóslavnesku leyniþjónustunni, og var sagður hafa verið viðriðinn morðtilræði við útlæga króatíska sjálfstæðissinna. Hann sérhæfði sig einnig í skart- gripa- og bankaránum og 25 ára gamall var hann orðinn einn eftir- lýstasti glæpamaður Evrópu. Árið 1990 kom Arkan upp á yfir- borðið sem forseti aðdáendaklúbbs knattspymufélagsins Rauðu stjörn- unnar í Belgrad, en sú staða kom honum í góð tengsl við bæði herinn og lögregluna. Liðsmenn Tígranna hans, eða „Serbneska sjálfboða- varnarliðið“ eins og sveitin hét formlega, vora sóttir í áhorfenda- stæði knattspyrnuvalla og fangelsi, en einnig að einhverju leyti úr her og lögreglu. Arkan varð mjög ríkur, fyrst með stríðsmangi, en sfðan með svartamarkaðsbraski með gjald- eyri, eiturlyf, eldsneyti og vopn. Op- inberlega rak hann fsbúð nærri heimili sínu f austurhluta Belgrad. IflVk MORE Hw. NÝ LÍNA í YFIRSTÆRÐUM 44-60 Verðdæmi: IhhBpP <■' '■ Jakkar frá kr. 4.900 Pús frá kr. 2.900 / Buxur frá kr. 2.900 nBfiL’L. •J Bolir frá kr. 1.500 Anna og útlitið verður með fatastíls- og lit- I m greiningamúmskeið. UppL í slma 892 8778. 1 « Nýbýlavegi 12 TL KÓPavos' London frá ltr.14.300 í sumar Kr. 17.990 með sköttum Heimsferðir kynna nú flug sín til London í sumar, en við munum fljúga alla fimmtudaga til London ffá og með 18. maí á hreint ein- stökum kjörum. Nú getur þú valið um 4 daga helgarferð til heimsborgarinn- ar í sumar, 11 daga eða 21 dag, flogið út á fimmtudegi og heim á mánudegi. Forsaia á 400 sætumtíjLo.ifon á ótrulegu verði Hvergi í Evropu er jafnmikið um að vera t listum og menn- ingarlífi og hjá Heimsferðum Verðkr. 17.990 Flugsæti mcð flugvallarsköttum. m.v. fullorðinn, mcð sköttum. Fyrstu 400 sætin. Verðkr. 15.395 Flugsæti mcð flugvallarsköttum, íyrstu 400 sætin m.v. hjón mcð 2 böm. getur þú valið um gott úrval hótela, frá 2-4 stjörnu á frábærum kjörum. Við bjóðurn nú forsölu á 400 fyrstu sætunum til London á frábæru verði og tryggj- um þér besta verðið til London í sumar. JIEIMSFEKÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.