Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
Aðstandendur hinnar svívirtu Lúkretíu Benjamins Brittens í íslensku óperunni.
Nýja Island kemur
út í Kanada og
Bandaríkj unum
SAMIÐ hefur verið
um að bókin Nýja ís-
land eftir Guðjón Arn-
grímsson verði gefin
út hjá Turnstone
Press í Kanada og
dreift í Kanada og
Bandaríkjunum.
Bókin kemur út á
þessu ári og er útgáfa
hennar einn þeirra
viðburða sem efnt er
til í tilefni af því að
þúsund ár eru liðin
frá því norrænir
menn fundu Ameríku.
Að sögn Friðriks
Rafnssonar hjá Máli
og menningu er afar
fátítt, ef ekki einsdæmi, að íslensk
fræðibók sem gefin er út fyrir al-
mennan innlendan
markað sé þýdd og
gefin út erlendis.
Nýja ísland kom út
hjá Máli og menningu
haustið 1997 og var
tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaun-
anna. í bókinni er
saga vesturferðanna
um aldamótin 1900
rakin. Bakgrunnur
vesturferðanna er
skýrður, lýst tildrög-
um ferðanna hérlend-
is, fylgst með fyrstu
landnemunum yfir
hafið og leitinni að
Nýja íslandi, framtíð-
arlandinu sem að lokum fannst við
Winnipegvatnið.
Guðjón
Arngrímsson
Lúkretía
svívirt í
S
Islensku
óperunni
ÆFINGAR eru hafnar á óperunni
Lúkretía svívirt eftir Benjamin
Britten í íslensku óperunni. Fyrir-
huguð frumsýning á verkinu, sem
nefnist á frummálinu The Rape of
Lucretia, er íbyrjun febrúar.
Óperan er samin við texta Ron-
alds Duncans sem aftur er byggður
á leikriti André Obey, Le Viol de
Lucréce. Hún á sér stað árið 509
fyrir Krist. Etrúski konungurinn
Tarkvíníus Superbus stýrir Róma-
borg harðri hendi. Sonur hans,
Tarkvíníus Sextus, aðalsöguhetja
óperunnar, leiðir æsku Rómar (etr-
úskt stríð og meðhöndlar borgina
sem frillu sína.
Hljómsveitarstjóri sýningarinnar
er Gerrit Schuil og Ieikstjóri Bodo
Igesz. Söngvarar eru Finnur
Bjarnason, Emma Bell, Rannveig
Fríða Bragadóttir, Ólafur Kjartan
Sigurðarson, Sigurður SkagQörð
Steingrímsson, Jan Opalach, Anna
Sigríður Helgadóttir og Hrafnhild-
ur Björnsdóttir.
Öld siðleysisins
LEIKLIST
Leiklélag Halnar-
IjarAar í Hafnar-
I j a r ð a r I e i k h ú s i n u
HVENÆR KEMURÐU
AFTUR RAUÐHÆRÐI
RIDDARI?
eftir Mark Medoff
Þýðandi: Stefán Baldursson
Leikstjóri: Viðar Eggertsson.
Sunnudagur 16. janúar.
ÞAÐ þarf að leita langt aftur í
söguna til að finna tímabil þar sem
fólk hefur verið jafn upptekið af
tilgangslausu ofbeldi og við erum
sem lifum núna á síðari hluta tutt-
ugustu aldarinnar. Ofbeldi heillar
okkur, en þó enn frekar siðleysi, of-
beldi án tilgangs, ofbeldismenn sem
virðast ekki stjórnast af neinu nema
eigin óbeisluðu hvötum.
Hvenær kemurðu aftur rauð-
hærði riddari? sýnir okkur ofbeldis-
mann af þessu tagi, sem hefur sagt
sig úr lögum við mannlegt samfélag.
Inn á afskekkta vegasjoppu í
Nýju-Mexíkó kemur maður. Atvikin
haga því svo að hann tekur starfs-
fólk og gesti í gíslingu og hefur ofan
af fyrir sér með því að kvelja þau og
ógna áður en hann getur haldið sína
leið. Efnisþráð væri ósanngjamt að
rekja, en verkið sýnir okkur við-
brögð fólks sem lendir í skelfilegum
og óskiljanlegum aðstæðum, hvern-
ig það bregst við og hvernig það
breytist við þessa reynslu.
Hvenær kemurðu aftur rauð-
hærði riddari? er skrifað í þeim
raunsæisstíl sem einkennir verk
margra helstu bandarísku leik-
skáldanna, og er þeirra aðalsmerki.
Verk af þessum toga krefjast öðm
fremur innlifunar og trúverðugleika
af leikurum. Hér er því krefjandi
verkefni á ferðinni, en jafnframt
gefandi, standi leikhópurinn undii'
kröfunum og skili sannfærandi túlk-
un til áhorfenda.
Sýning Leikfélags Hafnai'fjarðar
uppfyllir fyllilega þær væntingar,
rígheldur áhorfandanum við efnið
og skapar þá samúð sem skilur
hann eftir hugsi yfir örlögum per-
sónanna og þeim öflum sem stýra
manndýrinu.
Viðar Eggertsson hefur löngum
sýnt það að hann er ekki áhugamað-
ur um málamiðlanir og á hann trú-
lega stærsta heiðurinn af því að
gera sýninguna jafn áhrifamikla og
raun ber vitni með því að gera eina-
rðar kröfur til leikhópsins. Hann
hefur kosið að færa verkið til nútím-
ans, en það er skrifað árið 1973. Það
er dálítið erfitt að trúa á hrekkleysi
persónanna og grandaleysi gagn-
vart þeirri ógn sem stafar af ofbeld-
ismanninum núna á þessum síðustu
og verstu tímum. Þetta kemur þó
vart að sök, hér er á ferðinni raun-
sæi persónusköpunar og tilfinninga,
félagslegi þátturinn er minna atriði.
Leikhópurinn stendur sig allur
með mikilli prýði. Mest mæðir á
þeim Halldóri Magnússyni í hlut-
verki ofbeldismannsins Teddys, og
Ólafi Steini Ingunnarsyni og Taniu
írisi Melero í hlutverkum starfs-
fólksins Stephen og Angel. Halldór
hefur bæði kraftinn til að sannfæra
mann um að hann hafi allt í hendi
sér og blæbrigðin til að verða aldrei
leiðigjarn. Ólafur Steinn er sann-
færandi sem ungi maðurinn sem
uppfullur af innstæðulausu sjálfsör-
yggi verður helsti skotspónn
Teddys og Tania íris á hreinlega
stórleik í hlutverki einfeldningsins
Angel sem síðust allra gerir sér
grein fyrir alvöru málsins. Þau Al-
exía Björg Jóhannesdóttir og Dan-
iel Viggósson leika hjón af betri
stigum sem lenda á röngum stað á
röngum tíma. Bæði skila góðu
verki, en eru fullung til að gera
harmleik hjónanna fullkomlega trú-
verðugan. Lárus Vilhjálmsson fer
vel með hlutverk hins góðhjartaða
Lyle, sem með hjálpsemi sinni kem-
ur í rauninni öllu hinu illa til leiðar.
Huld Óskarsdóttir er Cheryl, lags-
kona Teddys og gerði vel í litlu hlut-
verki. Gunnar B. Guðmundsson hef-
ur síðan úr minnstu að moða í
hlutverki Clarks, eiganda vega-
sjoppunnar, sem einn persónanna
„missir“ af öllu fjörinu. Gunnar skil-
ar hlutverkinu hins vegar vel.
Umgjörðin er hæfilega hráslaga-
leg og nostur við smáatriði skilar
sér í sterkari tilfinningu fyrir lífi
persónanna.
Hvenær kemurðu aftur rauð-
hærði riddari? er áhrifamikið og
gott leikrit. Það sýnir hvernig hægt
er að fjalla um ofbeldi án þess að
dýrka það, hvernig vekja má til um-
hugsunar án þess að predika. Sýn-
ing Leikfélags Hafnarfjarðar er
kraftmikil og sannfærandi túlkun á
verkinu og svo sannarlega ferðar til
Hafnarfjarðar virði.
Þorgeir Tryggvason
l Mikið af nýskráðum
) fyrirtækjum
1. Höfum þó nokkuð úrval af litlum heildverslunum í ýmsum vöruflokk-
um. Komið og skoðið skrána hjá okkur og fáið upplýsingar.
2. Vorum að fá til sölu þekkta skiltagerð sem hefur verið í eigu sama
aðila í 17 ár og er með mikið af tækjum til allra hluta. Mikið af föst-
um viðskiptavinum. Góð staðsetning og ýmsir möguleikar með
húsnæðið.
3. Til sölu hjá okkur fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og umbroti
ásamt filmuútkeyrslu. Mikið af föstum viðskiptasamböndum fylgja
með. Mikill tækjabúnaður og góður.
4. Lítil en þekkt auglýsingastofa til sölu ásamt öllu sem til þarf. Er
í mjög góðum föstum viðskiptum og er sú staða mjög góð. Nýir
aðilar þjálfaðir ef vill. Laus strax.
5. Ein stærsta og vinsælasta sólbaðsstofa landsins ertil sölu. Alls
eru 13 bekkir og hægt að bæta við 2 turbobekkjum. Miklar endur-
bætur eiga sér stað og nýtt tölvukerfi er að koma. Ótrúlega mikil
viðskipti einnig í vörusölu sem enn er hægt að auka. Gjöfult fyrirtæki
fyrir rétt fólk. Hægt að yfirtaka mikið af lánum.
6. Fyrirtæki sem margir ungir menn hafa beðið eftir. Til sölu fyrirtæki
með tvo glæsivagna, glæsilega bíla sem mikið er beðið um og
mikil viðskipti fylgja. Limósínur af glæsilegustu gerð. Hægt að yfir-
taka eitthvað af lánum.
7. Einn þekktasti spilasalur landsins til sölu ásamt húsnæði. Samhliða
er bar sem gefur góðar tekjur. Gott eldhús fylgir með fyrir veislueld-
hús o.þ.h. Hægt að auka stórlega veltuna með betri markaðssetn-
ingu. Frábær staðsetning í borginni.
Upplýsingar aðéins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIASALAM
SUÐURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Stern og
Dylan deila
tónlistar-
verðlaunum
Stokkhólmur. AP.
SÆNSKA tónlistarakademían til-
kynnti nýlega að fiðluleikarinn Isaac
Stem og og Bob Dylan munu í ár
deila Polar-tónlistarverðlaununum.
Verðlaunin sem nema um 20
milljónum kr. eru á hverju ári veitt
klassískum tónlistarmanni og popp-
eða rokktónlistarmanni. í tilkynn-
ingu akademíunnar segir að Stem
hafi ekki hvað síst reynst ungu fólki
vel, en hann fluttist frá Rússlandi til
Bandaríkjanna þegar hann var barn
að aldri og hefur komið frarn í mörg-
um þekktustu tónlistarhúsum
heims.
Tónlist Dylans er hins vegar
hrósað vegna tengsla hennar við
menningu- og tíðaranda sjöunda
áratugarins. Hún er sögð sannfær-
andi og að Dylan hafi sýnt fram á
hæfni til að vekja pólitískar spurn-
ingar og gagnrýna fordóma í gegn-
um tónlist sína.
Verðlaunin vom stofnuð af eig-
anda plötuútgáfu, Stikkan Ander-
son, 1989 og era veitt þeim sem
þykja hafa lagt mikilvægt framlag
til tónlistar.
Nýr leik-
listargagn-
rýnandi
ÞORGEIR
Tryggvason hef-
ur verið ráðinn
leiklistargagn-
rýnandi á Morg-
unblaðinu og mun
skrifa um sýning-
ar áhugaleikfé-
laga.
Þorgeir er stú-
dent frá Mennta-
skólanum á Akur-
eyri og BA í heimspeki frá Háskóla
íslands. Hann er vel kunnugur starf-
semi áhugaleikfélaga og var um ára-
bil starfsmaður Bandalags íslenskra
leikfélaga, sat í varastjórn þess og í
ritnefnd Leiklistarblaðsins. Þorgeir
er einnig höfundur leikrita og leik-
þátta sem fluttir hafa verið af at-
vinnu- og áhugaleikuram víða um
land.
---------------
Ljóð lesin
LESIÐ verður upp úr nýútkominni
ljóðabók Guðbjargar Hugrúnar
Björnsdóttur, AJveg eins og fuglar, á
Kaffi Nauthóli í kvöld kl. 21.
Tímarit
• ANNAÐ tbl. 1999 af Börnum og
menningu er komið út en þetta er 14.
árgangur. Fyrstu tólf árin gekk blað-
ið undir nafninu Börn og bækur en
1997 þótti kominn tími til að breyta
forminu, efnistökum, lengd og nafni.
Að þessu sinni er Börn ogmenn-
ing tileinkað bókmenntum fyrir börn
og unglinga. Þeir sem skrifa í blaðið
eru meðal annarra Silja Aðal-
steinsdóttir, Úlfhildur Dagsdóttir og
Anna Heiða Pálsdóttir bókmenn-
tafræðingar, Hildur Heimisdóttir
kennari og Kristín Steinsdóttir rit-
höfundur. Greinahöfundar koma
víða við: Hver er staða ungl-
ingabókmennta á íslandi miðað við
Noreg, möguleikar myndasögunnar,
menning og menningarvitund í ís-
lenskum bama- og unglingabók-
menntum, hvernig íslenskar barna-
og unglingabækur kallast á við sam-
félag lesenda á okkar tíð.
I blaðinu er einnig að finna viðtal
við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund
sem spjallar vítt og breitt um barna-
bækur og hjónin Aðalstein Ásberg
rithöfund og Önnu Pálínu, söng- og
útvarpskonu, um tónlist fyrir börn.
Fastir liðir eru í blaðinu eins og
venjulega: Ritdómar, kynning á sam-
tíðarskáldum og Tíðindi þar sem er
að finna helstu viðburði og ráðstefn-
ur tengdar bömum og unglingum.
Börn og menninger gefið út af Is-
landsdeild IBBY-samtakanna, Börn
og bækur.