Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stutt g-aman og ó- skemm- tilegt London. Morgunblaðið. ÞAÐ getur reynzt stutt gaman og þá yfirleitt of dýrkeypt að setja söngleik á svið í West End, þegar áhorfendur láta sig vanta. I síðustu viku var hætt að sýna söngleik byggðan á sögu Thomas Hardy; Tess of the d’Urbervilles, en frumsýn- ingin var í nóvember sl. Að sögn The Times er þessi sýning einhver dýrustu mistök sem gerð hafa verið í West End. Fjöldi áhorfenda á sýningu var kominn niður í 50, en Sa- voy-leikhúsið tekur um 1.000 manns í sæti. Allt stefndi í lok- un um helgina, en skattayfir- völd urðu fyrri til, lokuðu leik- húsinu í vikunni og lögðu hald á búninga og sviðsmyndir. Söng- leikurinn fékk afleita dóma þegar hann var frumsýndur í London, en hafði áður hlotið góðar undirtektir við forsýn- ingar utan höfuðborgarinnar. I The Times eru nefnd fimm dæmi um söngleiki, sem hafa fallið með brauki og bramli í London; Rent, en sýningum var hætt í nóvember sl. og hafði söngleikurinn þá aðeins gengið í 18 mánuði, þrátt fyrir mikla auglýsingaherferð, Martin Gu- erre, sem þrátt fyrir Olivier- verðlaun 1998, náði ekki hylli almennings, Show Boat, en þegar sýningum var hætt 1998 var tapið á þeirri uppfærslu tal- ið hafa orðið um milljón pund, New Edna, sem aðeins var sýndur í 3 mánuði 1998 og Al- ways, söngleikur um Játvarð VIII og Wallis Simpson, en sýningum á honum var hætt eftir sex vikur 1997. Ethos. Eðli tónskipunar, blæbrigða og hryns TONLIST B íí s t a ð a k i r k j a KAMMERTÓNLEIKAR Eþos-kvartettinn flutti verk eftir Haydn, Debussy og Beethoven. Sunnudagurinn 16. janúar, 2000. STRENGJAKVARTETT er kallar sig Eþos hélt tónleika sl. sunnudagskvöld á vegum Kam- mermúsikklúbbsins í Bústaða- kirkju og flutti kvartetta eftir Haydn, Debussy og Beethoven. Ef orðið Eþos er dregið af gríska orð- inu Ethos, sem merkir eðli, er um að ræða nafn á kenningum Grikkja um eðli tóskipunar, blæbrigða og hryns, er að þeirra mati hafði áhrif á siðgæði, bjó yfir lækningamætti og gegndi m.a. mikilvægu hlutverki í uppeldishugmyndum Platons. A nýliðinni öld tóku fræðimenn að huga að þessum kenningum og hafa náð milkum árangri í lækningum með tónlist, svo og annari listsköp- un (art therapy) og um uppeldisleg áhrif tónlistar er ekki lengur efast. Eþos-kvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadótt- ir, Guðmundur Kristmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Tónleik- arnir hófust á kvartett op. 76, nr. 1, en þessi kvartett er úr safni sex kvartetta, sem gefnir voru út 1797 og 1799 og eru oft nefndir „Er- dödy“ kvartettarnir, en í þessum flokki eru „Keisarakvartettinn" og sá sem nefndur er „Sólarupprás“. Þetta er elskuleg tónlist, hrein karakterlýsing á höfundinum, sem var einstakur gæðamaður og lítil- látur. Flutningurinn var um margt góður, hraðanum stillt í hóf og leik- ið með styrkleika andstæður. Jafn- vægi á milli radda var á köflum ekki nógu samvirkt, þ.e. að radd- irnar voru nokkuð missterkar og á stöku stað var inntónunin í sárara lagi, sérstaklega á hásviðinu. Þetta Eþos-kvartettinn á æfingu. á reyndar við um öll verkin og varðandi missterkan leik, varð það á stundum til þess að ýmis stefbrot, sem gegna tematísku hlutverki, heyrðust vart. Að öðru leyti var flutningur nokkuð yfirvegaður og margt sérlega fallega gert í strengjakvartettinum eftir Debus- sy, sem er mjög hljómrænn og því unninn með hliðsjón af blæbrigðum hljómanna. Eþos-kvartettinn náði oft að útfæra þessi blæbrigði mjög fallega, sérstaklega í blæmótun þriðja þáttarins og þeim fyrsta, er var líflegur og mjög ákveðinn í flutningi. I lokaþættinum gætti nokkurrar tónþreytu, enda reynir svona hljómrænn ritháttur mjög á allt samspil. Bethoven-kvartettinn op. 127, ásamt op. 130 og 132, eru tileinkað- ir Galitzin, sellista í Pétursborg. Ekki voru Vínarbúar ánægðir með verkið, sem flutt var af Schuppa- nzigh-kvartettinum (1825). Kvart- ettinn er um margt sérkennilegur, einkum er varðar úrvinnslu tón- hugmyndanna. í hæga kaflanum má heyra stefbrot úr „Komm, Hoffnung“, aríu Leonoru úr óper- unni Fidelio en auk þess má heyra sérkennilegt samspil á milli sellós og 1. fiðlu, er var mjög fallega leik- ið. Skersó-þátturinn er sá þáttur sem Vínarbúar kunnu ekki að meta, enda er Beethoven að gera UTSALA - UTSALA 70-80% afsláttur Otrúlega lágt verd • h'efsl í da Dæmi um verd Adur Nú Mllukragapeysa 3.200 900 Oxford-skyrta 3.900 900 Pólóbolur 3.900 900 Slinky-bolur 3.100 900 Slinky-sett bolur/pils 5.700 1.100 Sítt pils 3.200 900 Kjóll 5.300 1.600 Buxur m/hliðarvasa 4.700 900 Strauftíar herrabuxur 5.600 1.100 Yatteraðurjakki 5.500 1.600 Leðurbelti 2.300 700 Einnig úrval af hcilsuskóm og klossum á 1.900,- og margt, margt fleira Opið frá kl. 10.00 tfl 18.00 friendfex Síðumúla 13, sími 5682870, 108 Reykjavík. þarna tilraunir með stefg;erðir og skersóformið og þótti sá kafli ein- um of slitróttur. Þessi kafli var í heild mjög vel fluttur og með tölu- verðum tilþrifum. Lokakaflinn er sérkennilegur stefbrotaleikur og þar vantaði oft að þessi leikur með smástef væri nógu skýrt útfærður af flytjendum, eins og t.d. G- strengs-stefið í 5. takti, sem gengur eins og rauður þráður í margvísleg- um myndhvörfum og fær svo að lokum smálítið firrt form í niður- lagi verksins, „Afiegro con moto“. Þetta atriði getur talist mikilvægt, því tónsmíðavinna meistarans var oft eins og „mosaikmynd“ saman- sett af nokkurra tóna stefjum. Þrátt fyrir þetta var margt fallega leikið hjá Eþos-kvartettinum og eins fyrir er getið, í raun aðeins að- finnsluvert, smáleg ónákvæmni í inntónun á erfiðum stöðum og styrkleikajafnvægi á milli radda. Sé þessu náð, er Eþos-kvartettinn líklegur til að verða góður sam- spilshópur, því hann er skipaður af- burða góðum hljóðfæraleikurum en eins og ávallt, er leiðin upp Parn- assum löng og seinfarin, þar sem Ethos-kenningin og háleitt fagur- mat er haft í hávegum og þar gildir hin gullna samhljóman, sem sam- kvæmt Ethos er grunngerð alls þess sem lifir. Forn-Grikkir vissu sínu viti. Jón Asgeirsson Menningin við árþúsundaskil TOIVLIST Salurinn S AMLEIKUR A FIÐLU OG PÍANÓ Pálína Árnadóttir og Sooah Chae fluttu verk eftir N. Gade, J.S. Bach, Prokofiev og R. Strauss. Laugardagurinn 15. janúar 2000. MENNINGARBORGIN Reykja- vík er rétt að jafna sig eftir árþús- undamótin og mannfólkið er að taka til hendinni, að framhalda venju- bundnu starfi sínu, sem er að við- halda því sem kallað er menning og birtist í öllum umsvifum mannsins, allt frá frá smálegu handtaki við vinnu, til flóknari verkefna á sviði vís- inda og listsköpunar og ekki síst því sem fellur undir samheitið atvinnu- vegimir, sem mynda fjárhagslegan grunnflöt mannlegra og menningar- legra samskipta mannsins. Allir þess- ir þættir byggjast á menntun, sem tekur á sig margvíslegar myndir eftir þróun samfélagsins. Þessi lífsskóli er í heild sinni umfangsmikil menntast- ofnun, er krefst sífellt meiri þjálfunar í útfærslu hugmyndanna, sem grund- völlur vaxandi viðgangs og nýsköpun- ar. Einn meiður menningarinnar er iðkun tónlistar og þangað sækir fólk, sem tilbúið er að fóma ævi sinni í leit- inni að fullkomnuninni og kemur svo heim, eftir langa og erfiða ferð, til að miðla því sem áunnist hefur. þannig byggist menningin á endalausri og óseðjandi þörf mannsins fyrir full- komnun og þannig hafa aldimar liðið, svo að líkingin í ljóði Eggerts Ólafs- sonar, Undir bláum sólarsali, er rétt. Fyrir mörgum er fagurmat og sið- fræði samstofna og um leið lofgjörð til almáttar þess er heiminn gjörði, og að listin eigi sér tilvist í þessari feg- urð trúarinnar. Menningin er viðfangsefni manns- ins og heldur sínu striki, án hátíðar- halds og sl. laugardag stóðu tvær ungar konur fyrir tónleikahaldi í Salnum, þær Pálína Árnadóttir, sem er Reykvíkingur, og stúlka frá Seoul í Kóreu, Sooah Chae, og fluttu danska, þýska og rússneska tónlist. Þetta birtir okkur alþjóðlegt eðli tónlistar- innar, hafið yfir mörk tungumála og önnur menningarskil. Þær hófu leik sinn á Kaprísu, eftir Niels W. Gade, sem hefur verið kall- aður fyrsti alþjóðlegi tónlistarmaður Danmerkur, bæði sem hljómsveitar- stjóri og tónskáld. Hann fylgdi þeim straumum sem einkenndu alþjóðlega tónlist á hans tíma og því hafa verk hans ekki verið munuð til jafns við þau sem voru kennimerkt „þjóðarar- finum“, hvert á símum stað. Þessi af- staða merkir, að vera eins og allir hin- ir, andstætt þeim er fóru sína eigin heimaleið, eins og sannast hefur með Jón Leifs. Pálína er efnilegur fiðluleikari, leikur af öryggi og krafti og nær oft að reisa verkin upp fyrir hið venju- lega, þó enn skorti á dýpt í túlkun, sem æsku óþolið bætir upp. Samspil Pálínu og Sooah Chae var einstak- lega vel unnið og auðheyrt að Chae er er efnilegur píanóleikari. Annað við- fangsefni tónleikanna var d-moll Sja- konnan eftir J.S. Bach, sem trúlega er með erfiðustu einleiksverkum tón- listarsögunnar, stórvirki sem skáld- skapur, sem lagt er í hendur einum fiðluleikara. Sjakonnan er tilbrigða- verk, sem byggt er á 8 takta frum- hugmynd og á hugkvæmni meista- rans ekki neina hliðstæðu, nema ef vera skyldi í tilbrigðaverkum Beethovens. Þetta erfiða verk var leikið af öryggi og náði Pálína oft mögnuðum tilþrifum í átaksmestu til- brigðunum. Að leika þetta erfiða verk og skila því með jafnmiklum glæsi- brag og Pálína gerði, er staðfesting á því hér fer stórefnilegur fiðluleikari. Þriðja viðfangsefnið var flautu- fiðlusónatan fræga, eftir Prokofiev, sem var mjög vel flutt, þótt þar hefði Pálína mátt dvelja við á einstaka stað, „syngja" ögn mefra og leggja sterkari áherslu á andstæður í styrk. Þrátt fyrir nokkurt óþol, var „sönginn" ekki fjarri í Es-dúr fiðlusónötunni, eftir R. Strauss, enda ber fyrsti og annar kaflinn þó sérstaklega, sterk einkenni sönglagsins en í síðasta kaflanum er aftur á móti að heyra sterk einkenni hljómsveitarritháttar. í heild var sónatan mjög vel flutt og lokakaflinn sérstaklega, þar flytjendur fóru á kostum. I báðum sónötunum var leik- ur Sooah Chae mjög vel mótaður og sérlega skemmtilega tilþrifamikill í lokaþætti sónötunnar eftir Strauss. Með þessum tónleikum hefur Pálína sýnt að hún er efnilegur fiðlari, sem mikils má vænta af á nýju árþúsundi. Jón Asgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.