Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 37

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 37 Gunnar Karlsson Um sögu- vitund unglinga „Það vill svo vel til að rétt fyrir áramótin kom út bók eftir okkur Braga Guðmundsson, háskóla- kennara á Akureyri, um söguvit- und íslenskra unglinga í saman- burði við jafnaldra þeirra í Evrópu,“ segir Gunnar Karlsson, prófessor í sagn- fræðideild Há- skóla íslands og mildlvirkur kennslubókahöf- undur. „Æska og saga, heitir hún og er afrakstur af samevrópskri könnun á þessu efni. Þar er að vísu ekki mikið spurt um þekk- ingu, og fremur almenna þekkingu þar sem það er gert. En í heild ber ekki á því að íslenskir unglingar viti minna um sögu en aðrir. Þó eru okkar þátttakendur meðal þeirra yngstu og nærri þrem fjórðu hlutum úr ári yngri en með- altalið. Hins vegar kemur líka fram í bókinni dálítill misbrestur á að íslandssaga 20. aldar sé kennd í grunnskólunum, hvemig sem á því stendur." Gunnar efast þó um að það sé einkum skortur á kennslu sem valdi því að ungt fólk þekkir ekki gamla forsætisráðherra Islendinga á myndum í Stjórnarráðshúsinu. „Eitt af því sem má lesa út úr söguvitundarkönnun okkar Braga er furðu lítill munur á þekkingu unglinga á efnum sem flestir þátt- takendur hljóta að hafa farið yfir í skólunum og öðrum, sem fáir hafa kynnst þar,“ segir hann. „I bók sem ég skrifaði um Islandssögu 20. aldar handa grunnskólum, Sjálf- stæði Islendinga 3, lét ég birta myndir af nokkrum stjómmála- mönnum sem mér fundust þá vera nauðsynlegur hluti af söguarfi þjóðarinnar, Jóni Baldvinssyni, Jónasi Jónssyni, Ólafi Thors, Bjama Benediktssyni, Einari 01- geirssyni, Héðni Valdimarssyni, Ingibjörgu H. Bjamason og Sveini Björnssyni. En ég hef litla trú á að nöfn þeirra eða útlit festist í minni margra. Það virðist til furðu lítils að reyna að kenna börnum sögu- efni sem höfðar ekki til þeirra. Því er hætt við að forsætisráðherra verði að sætta sig við það að for- sætisráðherrar gleymast fljótt, eft- ir að þeir era horfnir af vettvangi - nema einhverjum þeirra takist að sannfæra almenning um það með verkum sínum að forsætisráðherr- ar skipti í raun og veru máli.“ Sigurður Gylfi Magnússon Unglingar víðsýnni nú ,Á undanfömum tuttugu áram hef- ur orðið gríðarleg breyting á rann- sóknum í sögu og sögukennslu í heiminum. Fræðimenn og uppeldis- fræðingar hafa tekið sögukennsluna úr fari hinnar pólitísku sögu sem var miðlað með að- ferðum „stagl- fræðinnar" sem svo má nefna. Upptalningar á nöfnum, ártölum og atburðum heyra mikið til sögunni til,“ segir Sigurður Gylfi Magnússon, for- maður Sagnfræðingafélags Islands. „Ástæður þessa eru margvíslegar en aðallega þó þær að fræðimenn tóku að horfa á sagnfræðina sem tæki til greininga, tæki til að skilja samfélagið og búa þannig nemendur undir að taka mikilvægar ákvarðan- ir í lífinu. Vöxtur félagssögunnar er ágæt sönnun þessa en hún var ein- mitt notuð til þess ama þar sem hún tengist oft hversdagslífi fólks og at- höfnum þess.“ Þeir sem halda því fram að sögu- þekking unglinga sé í molum, að mati Sigurðar, hafa ef til vill ekld áttað sig á þessum breytingum og bera þá ekki heldur skynbragð á hvemig sagnfræðin getur komið að notum við mótun nútímasamfélags- ins. „Unglingar sem þekkja ekki nöfn á stjómmálamönnum og lykil- atburðum í íslandssögunni era ör- ugglega mikið færari að afla sér mjög fjölbreyttra upplýsinga um slíka atburði, menn og ártöl, þegar þeir þurfa á því að halda, en ungl- ingar fyrir um það bil tuttugu áram. í þessum skilningi era unglingar í dag mikið þroskaðri og víðsýnni en unglingar voru um og eftir miðja tuttugustu öldina. Ummæli Davíðs era örlítið kald- hæðnisleg þar sem ríkisstjóm hans samþykkti á síðasta ári nýja nám- skrá fyrir grann- og framhaldsskóla sem mun örugglega ekki taka fyrir þennan leka sem hann telur sig greina í fari ungs fólks nú á dögum,“ segir Sigurður. Þorsteinn Helgason „Óþekktar“ persónur „HVER maður hefur sinn skilning á sögunni. Af orðum Davíðs má ráða að hann leggi áherslu á stjómmála- sögu. Sagan á að fjalla um stjómmál og stjómmálamenn. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt, þar er hans starfsvett- vangur. Þess vegna hefur hann áhyggjur af því að ungt fólk, sem kemur í heim- sókn í stjómar- ráðið, þekki ekki íslenska stjóm- málamenn á mynd (menn eins og Bjarna Bene- diktsson og Einar Olgeirsson). Auð- vitað veit hann að þetta er ekld marktæk könnun á söguþekkingu nemenda,“ segir Þorsteinn Helga- son, adjunkt í sögu við Kennarahá- skóla Islands og fyrrv. umsjónar- maður með endurskoðun aðalnámskrár í samfélagsfræðum. „Óhætt er að fúllyrða að mikil áhersla hafi verið lögð á stjómmál í þeim kennslubókum sem notaðar hafa verið í grann- og framhalds- skólum síðustu tvo áratugi. Vel má halda því fram að stjómmál hafi fengið of mikið rúm í sögukennsl- unni. Sagan fjallar vissulega um stjómmál en einnig margt annað, t.d. heimilishagi og listsköpun, hí- býlahætti og hugarfar, trúarbrögð og tilfinningar. Straumurinn í sagn- fræðirannsóknum og sögukennslu í flestum vestrænum löndum hefur rannið í átt til félagslegra og menn- ingarlegra þátta. Nýja aðalnám- skráin í sögu (samfélagsgreinum) ber þess merki.“ Og nú fara námsbækumar að líta dagsins ljós sem fylgja þessum anda. A næstunni kemur út sögu- kennsluefni fyiir 8. bekk í grann- skóla. Þar verða jafnaldrar nemend- anna á fyrri tíð í brennidepli og athöfti sem fékk einstakt hlutverk í lífi íslenskra (og norrænna) ung- menna: fermingin. „I þessu ljósi skýrast ýmsir siðir og verðmætamat í samfélaginu og staða einstakl- inganna gagnvart fjölskyldu, þjóðfé- lagi og menningu. I þessu námsefni verða birt sendibréf ungs manns sem ólst upp á Gautlöndum og á Bessastöðum á seinni hluta 19. al- dar. Hann er sjálfur „óþekkt“ pers- óna í Islandssögunni en bréf hans era einstök. Það er líka einstakt að til er Ijósmynd af honum á unglings- aldri, af „óþekkta unglingnum". En Jón Sigurðsson fær einnig heiðurs- sess í öðrum námsþætti í 8. bekk, m.a.s. Ingibjörg kona hans líka. Þar er fjallað um forystuhlutverk Jóns og hlutverk þeirra beggja sem ein- staklinga, um danska ríkið og upp- sprettu sjálfstæðisbaráttunnar." ÍSÍ flnlff FLEIRI OG FLORl uppgöUa hið sanna Thaiíand. Þ' meðal Jeróaiandu heímsins \egna fegurðar, veður verðs. Meimskhtbbur Ingóifs Príma hefur ‘ * staði h rir ótrúiegl verð. lægra en ferðir til nagra að breyta til og endurm;.nst af speimanift nyjungn a ólal sviðum, i skoðun og skemmtun, gkesiii margra þjóða, ódyrum innkaupum. MD HÖFUM \ alin hótel - fararsljórn, fra kr. 9ö.‘H)0 ii ROV \ RÁLiVtASTRÖNO, á hreinni. heillandt Jomtlen-ströndi fvi. jan. Stóra Thailandsferðin - uppselt 26. jan. Undra-Thailand - 40 manns - uppselt 8. feb. Undra-Thailand - 8 sætí 23. feb. Stóra-Thailandsferðin - 6 sætí 7. mars Undra-Thailand - 10 sætí 21. mars Undra-Thailand - laus sætí 11. apríl Póskar í Thailandi - 12 sætí Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, simi 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@ heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK Fyrir frábærar ferðir FERÐASKRIFSTOFAN PMMA" HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Zsf' Hugsaðu um sjálfa(n) þig og íramtiðina og fáðu upplysingar um yddartsk Universitet í Sonderborg tæknifræðinám í S Islenskur tæknifræðinemi við skólann veitir þér upplýsingar um námið. Komdu og ræddu við íslending sem lærði í Sonderborg og vinnur nú á íslandi. 1 Allir velkomnir. Nánari tíma- setning fyrir fimdina í skólunum ftst í viðkomandi skóla. Mánudag 24. janúar Borgarhoitsskóla Iðnskólinn í Reykjavík I’riðjudag 25. janúar Vélskóli Islands Fjölbrautarskólinn Brciðholti Miðvikudag 26. janúar Menntaskólinn við Hamrahlíð Tækniskóli Islands Miðvikud. 26. janúar kl. 20: Hótel Sögu, Reykjavík Syddansk Universitet Ingenieruddannelserne Grundtvigs Allé 150 DK-6400 Sonderborg Tlf. +45 65 50 16 34 e-mail: ba@ingsdb.sdu.dk www.sdu.dk Tæknifræði útflutningur - Sameinar tungumál, vidskipta/ markaðsfræði og tækni Tæknifræði rekstur - Sameinar viðskiptafiræði, stjórnun og taskni Tæknifræði hönnun/þróun - Rafmagnstæknifræði (veiksttaumur) - Rafmagnstæknifiæði (hugbúnadur) - Véltæknifræði C’Mekatrónik”) Tæknifræði mastersnám - Samhæfð töivutækni rafeinda og eðlisfræði, kallast á dönsku ”Mekatrónik” ir Syddansk Námsbærinn Sonderborg býður upp á fjölbreytta mögu- leika á menningu og annarri afþreyingu Kollegiernes Kontor (Skrifstofa Stúdentagarðanna) aðstoðar við öflun húsnæðis í Sonderborg eru búsettir ís- lendingar, sem eru við nám og störf og á þeirra vegum er starf- rækt íslendingafélag þér er velkomið að hringja í Nönnu Pétursdóttir fbrmann íslendingafélagsins í síma +45 74 43 33 75 e-mail: nannapet@postl.tele.dk Lírið á heimasfðu íslendingafélag- sins: www. sb. sdu .dk/-isfor/ Uniyersitet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.