Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 38

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LAG LAUN FÆLA FRÁ FISKVINN SLU HAGRÆÐING í fiskvinnslu í landi hefur hvorki skil- að sér í betri afkomu hennar né í launaumslög fiskvinnslufólks. Ávinningurinn hefur farið í greiðslu hærra fiskverðs. Af þessum sökum hefur launaþróun í fiskvinnslu ekki haldið í við almenna launaþróun í land- inu og fælt fólk frá fiskvinnslustörfum, einkum á lands- byggðinni. Þetta kemur fram í úttekt, sem Haraldur L. Haralds- son hagfræðingur kynnti á kjaramálaráðstefnu fisk- vinnsludeildar Verkamannasambandsins fyrir helgina. Úttektin sýnir, að launakostnaður í fiskvinnslu árin 1991-1996 lækkaði um einn milljarð króna, þrátt fyrir að ársverkum hafi fjölgað um 88. Hins vegar jókst kostnaður við hráefniskaup um 7,5 milljarða króna á sama tímabili. Meðallaun í fiskvinnslu voru 97,5% af meðallaunum í landinu 1990, en höfðu lækkað í 95,6% af meðallaunum árið 1996. Það sama ár voru meðallaun sjómanna 193,4%, sem sýnir að þeir hafa notið hækkun- ar fiskverðs í launum sínum. Mikill munur er því orðinn á launum þessara hópa í sjávarútvegi, fiskvinnslufólki í óhag. Haraldur dregur þá ályktun af úttektinni, að fólk flytji af landsbyggðinni vegna þess, að hún sé láglauna- svæði. Hún líði fyrir það, að ávinningur hagræðingar í fiskvinnslunni hafi allur farið í að greiða hærra fisk- verð. Haraldur telur, að lág laun skýri, hversu illa gengur að fá íslendinga til fiskvinnslu í landi fremur en að þeir vilji ekki vinna við fisk. Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, Arnar Sigur- mundsson, tekur undir það sjónarmið, að of stór hluti hagræðingar í fiskvinnslu hafi farið til greiðslu hærra fiskverðs. Hann segist hafa skilning á gagnrýni, sem beinist að þessari þróun, en bendir á, að fiskverð sé frjálst og samkeppni um hráefnið gífurlega hörð. Arnar kveðst aftur á móti hafa efasemdir um, að tölur Har- aldar um þróun ársverka í fiskvinnslu séu réttar. Mikil hagræðing hafi átt sér stað, sem m.a. hafi leitt til fækk- unar starfsfólks. Afkastageta hafi aukizt, sem leitt hafi til hærri bónusgreiðslna. Ljóst er af úttekt Haraldar L. Haraldssonar, að við mikinn vanda er að etja í fiskvinnslu í landi vegna þess- arar þróunar. Fiskvinnslufyrirtækin geta ekki búizt við að halda starfsfólki sínu nema því aðeins að vera sam- keppnisfær á vinnumarkaði. SAMKEPPNII FLUGI SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hafa gert samning við Atlantaflugfélagið, íslandsflug og nokkur erlend flug- félög og hyggjast bjóða í sumar 25 þúsund sæti til tíu borga í Evrópu á verði, sem er frá 7.400 krónum aðra leið- ina, auk flugvallarskatts. Með þessu vilja SL innleiða sam- keppni í flugsamgöngur til og frá landinu. Félagið nefnir þessa nýju stefnu sína „Flugfrelsi“, enda geta menn keypt farseðil til ákveðinnar boi'gar í Evrópu og komið heim frá annarri allt eftir vali. Með þessari nýju samkeppni má í raun segja, að Sam- vinnuferðir-Landsýn séu að koma upp vísi að áætlunarflugi til þessara tíu evrópsku borga yfir sumarmánuðina, en áfangastaðirnir eru Kaupmannahöfn, London, Rimini, Benidorm, Mallorca, Berlín, Frankfurt, Munchen, Zurich og Basel. Munu ferðirnar hefjast 22. maí. Skipulag Flug- frelsis byggist m.a. á því að unnt verður að breyta farmið- unum, ef viðkomandi farþegi kemst ekki á tilteknum degi, aðeins þarf að greiða kostnað við breytingu. Það hlýtur að vera von allra íslendinga að samkeppni sem þessi ýti undir lægri fargjöld í flugferðum milli Is- lands og annarra landa. Hingað til hefur verið allt of dýrt að ferðast milli landa og hafi menn fengið fargjöld á sann- gjörnu verði hefur það alla jafna verið skilyrt með ein- hverjum hætti, t.d. að flugið sé að næturlagi, það sé óum- breytanlegt Q.s.frv. Flugleiðir hafa undanfarin ár bryddað upp á ýmsum nýj- ungum í þjónustu við viðskiptavini, svo sem lægri fargjöld- um sé flogið að næturlagi, og ennfremur hafa verið í gangi tilboð til svokallaðra netklúbbsfélaga félagsins. Allt hefur það stuðlað að lægra fargjaldaverði. Aukin samkeppni ann- ars óskylds aðila hlýtur að vera fagnaðarefni öllum þeim, sem vilja að samkeppni verði í millilandaflugi. Fákeppni, sem verið hefur hér í flugmálum, er hvorki holl við- skiptavinum né þeim sem standa í flugrekstri. Landsvirkjun heldur fund um arðsemi virkjana Arðsemin er lykilatriðið Markmið Landsvirkjunar í væntanlefflim samningaviðræðum um sölu á raforku til stóriðju á Austurlandi er ekki að ná viðunandi verði svo grundvöllur sé fyrir Fljótsdalsvirkjun, heldur einfaldlega hæsta mögulega verði. Þetta kom m.a. fram á fundi Landsvirkjunar í gær um arðsemi virkjunarframkvæmda. Björn Ingi Hrafnsson sat fundinn. Morgunblaðið/Kristinn Frá fundinum í gær. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri, hlýða á umræður. Talsvert eignatjón í óveðri sem gekk yfir Austurland um helgina Morgunblaðið/Sigrún Amgrímsdóttir Miklar skemmdir urðu á Borgarfirði eystra í óveðrinu um helgina, meðal annars fuku þakplötur um þorpið og skemmdu bíla og aðrar eignir. Talin mesta mildi að enginn skyldi Það þykir mesta mildi að ekki urðu slys á fólki þegar mikið hvassviðri gekk yfír Aust- urland um helgina. Víða urðu skemmdir en þær urðu mestar á Borgarfírði eystra þegar óveðrið skall þar á öllum að óvörum. STEFÁN Pétursson, deildar- stjóri fjármála- og markaðs- deildar Landsvirkjunar, lét þau ummæli falla um hugsan- legt orkuverð til stóriðju á Austurlandi, sem frá er greint í kynningu, en hann var meðal framsögumanna á fundinum í gær. Auk Stefáns höfðu framsögu á fundinum þeir Robin Adams, forstjóri Resource Strategies Inc. í Bandaríkjun- um, og Sigurgeir Jónsson, forstöðumað- ur fjárstýringasviðs Kaupþings hf. Fundarstjóri var Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Til fundarins var boðið fulltrúum úr orkugeiranum hér á landi, fjármálafyr- irtækjum, menntastofnunum og verk- fræðistofum. Þá sóttu hann stjómmála- menn og fulltrúar ýmissa hagsmuna- samtaka. Friðrik hóf fundinn og sagði hann til- raun fyrirtækisms til að opna umræð- una um fyrirhugaða arðsemi virkjana en umræða um hana hefði verið sér- kennileg að undanfömu, að sínu mati. Sagði Friðrik undarlegt að heyra vangaveltur um hugsanlega arðsemi fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar þeg- ar samningaviðræður við væntanlega kaupendur raforkunnar væm aðeins á byijunarstigi. Minnti hann á lög um Landsvirkjun frá 1983 þar sem í 13. gr. væri kveðið á um að Landsvirkjun hefði ekki heimild til orkusölusamninga við iðjuver valdi þeir hærra raforkuverði til almenningsrafveitna en ella hefði orðið. Þjóðhagslegt mikilvægi stóriðjusamninga Erindi Stefáns Pétursson fjallaði um arðsemi stóriðjusamninga og aðferða- fræði þá og forsendur sem Lands- virkjun beitir í undirbúningi sínum í við- ræðum um raforkusölu vegna stóriðju á Reyðarfírði. Reifaði hann ástæður þess að virkja fyrir frekari stóriðju. Hér á landi væm ónýttar náttúmauðlindir í formi vatns- falla og jarðvarma, fyrir lægi að al- mennur raforkumarkaður hér á landi yxi hægt, um væri að ræða hagnaðarvon og í fjórða lagi væri slíkt þjóðhagslega mikilvægt og þar með væri skotið fjöl- þættari stoðum undir atvinnulífið. Kom fram að Landsvirkjun telur ljóst að innlendur raforkumarkaður vaxi of hægt meðan ekki sé fyrir hendi tenging á aðra markaði, t.d. gegnum sæstreng, og því sé mikilvægt að leita eftir samn- ingum við erlendar stóriðjur sem geti nýtt raforkuna hér á landi. Að sögn Stefáns hefur Landsvirkjun virkjað um 15% af þeirri orku sem virkj- anleg er hér á landi. Þar af séu um 37% orkunnar nýtt á almennan markað, 36% fari til ÍSÁL, eða álversins í Straums- vík, 13% til verksmiðju Norðuráls á Gmndartanga og Jámblendiverksmiðj- an á sama stað nýti nú um 14% orkunn- ar. Kom fram í máli hans að Lands- virkjun telji eftirsóknarvert að fjölga stómm samningsaðilum til að dreifa áhættunni. Það muni hins vegar einnig verða til þess að hlutur stóriðju aukist enn í heildarraforkuframleiðslu hér á landi. Hann er nú um 63% og gæti farið upp í um 75 til 80 af hundraði verði af fram- kvæmdum við Fljótdalsvirkjun, enda er bygging hennar að öllu leyti miðuð við sölu raforku tO stóriðju og hún ekki blönduð virkjun eins og aðrar hér á landi. Stefán minntist á nokkur grandvall- aratriði sem Landsvirkjun ynni eftir í þessum efnum. Lögin væm skýr og þau kvæðu á um að samningar við stóriðju megi ekki hækka verð til almennings. Ljóst sé að eigendur fyrirtækisins, þ.e. íslenska rfldð, Reykjavíkurborg og Ak- ureyrarbær, vflji hámarka virði eignar- hluta síns og Landsvirkjun njóti þess að hún geri samninga á gmndvelli eigin þekkingar og reynslu og að fenginni ráðgjöf frá innlendum og erlendum sérfræðingum. Enn væra samningaviðræður aðeins á byrjunarstigi og því ekki raunhæft að ræða hugsanlegt orkuverð. Ymsir aðilar hafi eftirlit með því að arðsemi verði ás- ættanleg og því sé ljóst að málið fái vandaða umfjöllun áður en lokaákvörð- un verður tekin. Stjóm Landsvirkjunar þurfi að samþykkja samningana fyrir sitt leyti og í henni sitji ekki aðeins full- trúar ríkisvaldsins heldur einnig sveit- arfélaga. Þá verði iðnaðarráðherra að gefa samþykki sitt og að lokum verði iðnaðamefnd Alþingis kynntir samn- ingamir. Aukinheldur hafi erlend mats- fyrirtæki á borð við Standard & Poor’s og Moodýs eftirlit með lánshæfi Landsvirkjunar og þau myndu láta fljótt í sér heyra þætti þeim kröfum um arðsemi ekki fylgt nægilega vel eftir. Stefán sagði að algjört lykilatriði væri í þessu máli að náist ekki samning- ar um orkuverð, sem uppfylli markmið um arðsemi, verði ekki af framkvæmd- um. Breytingar á rekstrarformi fyrirsjáanlegar Aðferðafræðin sem notuð er til að reikna viðunandi orkuverð til Lands- virkjunar kom mjög við sögu á fundin- um í gær. Minna fór fyrir beinni um- ræðu um hreinar og beinar upphæðir, enda sagði forstjóri Landsvirkjunar að fásinna væri að gefa slíkt upp áður en samningaviðræður hæfust. Slíkt væri aðeins til þess fallið að skerða samn- ingsgmndvöll viðræðnanna. Landsvirkjun hefur í útreikningum sínum beitt aðferð sem byggist á nú- virtu sjóðsstreymi, sem á ensku nefnist discounted cash flow. Sagði Stefán að markmið með samningunum væri að markaðsvirði Landsvirkjunar aukist frá því sem nú er, með þeim fyrirvöram þó að fyrirtækið sé alls ekki á markaði og ekki heldur hlutafélag. Hins vegar sé Ijóst að áætlanir Landsvirkjunar tfl framtíðar taki mið af fyrirsjáanlegum breytingum á rekstrarformi fyrirtækis- ins, hvort sem það verði breytt eignar- hald eða hlutafélagsform. FramtíðarQárfestingar í erindi Stefáns kom fram að núvirð- isreikningar verða notaðir til þess að reikna viðunandi orkuverð fyrir Landsvirkjun, að teknu tilliti tfl stofn- kostnaðar, rekstrarkostnaðar, orku- magns, endingartíma virkjunar og ávöxtunarkröfu. Forsendur séu þær að orkuafhending byggi á Fljótsdals- virkjun, tengdum framkvæmdum og samlegðaráhrifum í raforkukerfinu, en orkusamningurinn sjálfur muni hljóða upp á um 1650-1700 gígawattstundir. Þá sé rekstrarkostnaður vel þekktur, þ.e. að stöðvastýring, stoðstarfsemi og yfirstjóm sé nú þegar fyrir hendi en við- bótarstarfslið þurfi til að sinna viðhaldi í Fljótdalsvirkjun. Kaupþing hf. metur kröfu fjárfesta um arðsemi eigin fjár, en miðað er út frá vegnu meðaltali vaxta og eiginfjárkröfu, WACC (Weighted cost of capital), sem kallað er. Landsvirkjun metur hins veg- ar sjálf vaxtakjör og hlutfall lánsfjár í verkefninu. I lok erindis síns fyrir hönd Landsvirkjunar benti Stefán á að virði eigna í lok tuttugu ára samningstíma skipti miklu máli. Þannig sé ljóst að end- ing ijárfestinga, þ.e. virkjana, sé hið minnsta 80-100 ár og því sé ekki hægt að fallast á að virði eigna minnki um þriðjung á samningstíma, enda þótt miðað sé við afskriftir á 60 ára tímabili. Líkur séu á að við samningslok skili virkjun jafnmiklum tekjum og áður og sé að því leyti um margt einstök fjár- festing. Tók hann dæmi um Búrfells- virkjun í Þjórsá sem byggð var í tengsl- um við samninga um álbræðslu Alusuisse í Straumsvík. Sú virkjun sé nú að vemlegu leyti afskrifuð í bókhaldi, en hafi engu að síður líklega aldrei verið Landsvirkjun verðmætari en einmitt nú. Þqú ný álver á ári Robin Adams, forseti RSI Intema- tional, sem unnið hefur að ráðgjöf fyrir Landsvirkjun um árabil, rakti í erindi sínu ýmsar lykflforsendur þess að selja raforku tfl stóriðju. Þar kæmi inn þróun heimsmarkaðsverðs á áli, væntingar um endingu álvera og vatnsaflsvirkjana og helstu einkenni nýrra orkusamninga af þessu tagi á heimsvísu, svo dæmi væm tekin. Sagði Adams að gera mætti ráð fyrir að eftirspum eftir áli á heimsmarkaði ykist um 3% á ári í náinni framtíð, t.d. vegna aukinnar nýtingar þess í bíla- framleiðslu. Miðað við þær forsendur væri ekki ólíklegt að þijú álver af með- alstærð risu á ári hveiju í heiminum og Islendingar gætu gert tilkall til álvers á fimm til tíu ára fresti miðað við það. Hins vegar væri engum vafa undirorpið að raforka fengist á góðu verði víðar en á íslandi og erlend samkeppnisfyrir- tæki nytu þess ennfremur að hafa fleiri egg í körfunni - fleiri kosti. Þannig gætu þau einn daginn staðið upp frá óhag- stæðum samningaviðræðum og selt + þess í stað raforku gegnum kapal til annars markaðssvæðis. Hér á landi væri þessu öðravísi farið; kaupendahóp- urinn væri ekki fjölmennur og starfsemi fyrirtækja innan hans alls ekki fjöl- breytfleg heldur nær einvörðungu mið- uð við stóriðju af einhverjum toga. Lagði Adams áherslu á að ísland skapaði Landsvirlgun ýmsar hömlur legu sinnar vegna. Hins vegar væri einnig ljóst að landið hefði marga kosti í viðskiptalegu tilliti; stjómarfar hér væri lýðræðislegt og stöðugt, viðskiptaum- hverfið væri hér fremur alþjóðlegt og við samninga væri staðið. Ekki gætu mörg svæði boðið hagstæðara orkuverð, en þau sem það gætu væm sk. áhættu- svæði í heiminum. Fjárfestum væri til dæmis ráðlagt að hafa með sér hlaðna byssu til margra Afríkuríkja eða lýð- velda fyrrverandi Sovétríkjanna. Orku- verð væri þar mjög lágt, en á móti kæmi afar óstöðugt stjómarfar og beinlínis hættulegt vinnuumhverfi. Þjóðum sem framleiða raforku skipti Adams upp í fimm flokka. í fyrsta flokki væm lönd sem gætu boðið upp á raf- orku nánast á undirverði, 10-15 mills, en þau væra jafnframt sk. áhættusvæði. í öðram flokki væru lönd sem ekki gætu selt orkuna óunna á aðra markaði og því væri verðlagning á bilinu 15-20 mills. Þessi lönd væra á eftir nýjum álveram og í þessum hópi væri Island. Þriðji hóp- urinn innihéldi lönd sem byggju yfir nægri orku og leituðu eftir stækkun þeirra álvera sem væra fyrir, verð þeirra væri á bilinu 20-25 mflls. Flestar þjóðir mætu orkuna á 30-35 mills, en þar væra lokanir álvinnslna algengar og ekki Ukur á enduropnun. Fimmta flokk- inn fylltu svo dýrastu þjóðimar sem þyrftu ekki á raforkusölu tfl hrávinnslu af neinu tagi að halda. Taldi Adams einsýnt að skynsemi væri beitt við áætlanagerð Landsvirkj- unar um þessar mundir og því var hann bjartsýnn á að samningar næðust. Byggt væri á aðferðum í nútímavið- skiptum og farið eftir áliti hæfustu sér- fræðinga. Áratuga reynsla fyrirtækis- ins af gerð flókinna milliríkjasamninga skili sér og menn meti það hversu vel fyrirtækið hafi haldið á sínum málum og séu þess vegna tilbúnir að binda samn- inga til lengri tíma, t.d. tuttugu ára og eins og líkur séu á að verði í tilfelli Norð- uráls á Reyðaifirði. Landsvirkjun nýtur stærðar sinnar Kaupþing kemur að arðsemisútreikn- ingum Landsvirkjunar og Sigurgeir Jónsson telur að hér sé um krefjandi verkefni að ræða. Risastórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða í opinberri eigu beiti nútímaaðferðum markaðarins tfl mats á raunveralegri stöðu sinni og ekki sé örgrannt um að fleiri fyrirtæki í opin- berri eigu mættu fara að fordæmi þess. Rakti hann kosti Landsvirkjunar og galla, væri tekið mið af kröfum markað- arins og látið sem fyrirtækið væri á hlutabréfamarkaði og lyti lögmálum hans. Kostir Landsvirkjunar era, að hans mati, hin ráðandi staða hennar í virkjun- arframkvæmdum hér á landi. Fyrirsjá- anleg sé áframhaldandi spum eftir raf- magni og fyrirtækið njóti stærðar sinnar á innanlandsmarkaði. Virkjana- og raflínunet þess sé öraggt og nútíma- legt, það eigi reynt starfsfólk sem búi yfir þekkingu og hæfni. Gallamfr séu hins vegar óvissa um framtíðarskipan raforkumála, tekjur séu tengdai- hrávöramai-kaði, hópur við- skiptavina sé fámennur, fyrirtækið sé þrátt fyrir allt hlutfallslega lítið í alþjóð- legum samanburði og búi við lágt eigin- fjárhlutfall og háa vaxtabyrði. Rakti Sigurgeir ýmiskonar tæknileg- ar útfærslur á arðsemisreikningum fyr- fr Landsvirkjun og lagði áherslu á mikil- vægi þess að þeir aðilar, sem deila um réttmæti virkjunar, eigi að geta komið sér saman um aðferðir við útreikning- ana. Ætlunin nú sé ekki að komast að niðurstöðu um arðsemina - heldur að- ferðir til að finna hana út þegar af al- vöra sé út í samningaviðræður komið. Umræðan verið á villigötum Friðrik Sophusson var ánægður með fundinn að honum loknum, sagði að mikflvægt hefði verið að fá helstu aðila málsins saman til að ræða málin á opinn og yfirvegaðan hátt. Það væri ekkert launungarmál, að sér þætti sem umræð- an hefði verið á vflligötum á síðustu vik- um og mánuðum. Einstakir aðilar hafi gefið sér ýmiskonar forsendur og farið síðan á flug með þær og fundið út jafn- vel tugmifljarðatap Landsvirkjunar af fyrirhugðum framkvæmdum. „Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og því viljum við kynna þá aðferðafræði sem við notum til að fá viðunandi arðsemi af þessari virkjun. Við ræðum ekki for- sendumar, enda liggja þær ekki fyrir og geta ekki legið fyrir fyrr en ákveðnir þættir era í höfn. Um þá er ógjömingur að spá á þessu stigi málsins; verðið sjálft er auðvitað samningsatriði og endanleg- ur kostnaður við fjárfestingar kemur ekki í ljós fyrr en tilboð þar að lútandi hafaverið opnuð.“ Markaðsvæðing í nágrannalöndura Eins og fram kom í erindi deildar- stjóra fjármála- og markaðsdeildar Landsvirkjunar á fundinum í gærmorg- un er ljóst að áætlanfr Landsvirkjunar til framtíðar taka mið af fyrirsjáanleg- um breytingum á rekstrarformi fyrir- tækisins, hvort sem það verður breytt eignarhald eða hlutafélagsform. Friðrik segir að þetta sé rétt, en það sé ekki hans að ákveða rekstrarfyrir- komulag fyrirtækisins til framtíðar, slíkt sé bundið pólitískum ákvörðunum. „Það sem hins vegar liggur fyrir er að í nágrannalöndunum hefur ákveðin markaðsvæðing átt sér stað í orkugeir- anum og menn hafa efnt til samkeppni í vissum þáttum raforkustarfseminnar. Ég tel að það hljóti að koma að því að samkeppni verði aukin hér á þessu sviði eins og öðram og til þess að það sé hægt þarf í raun og vera að gera öll orkufyrir- tækin að hlutafélögum. Annars verður samkeppnin ekki eðlileg,11 segir Friðrik. Hann segir að í því sambandi sé mik- ilvægt hvernig eigendur fyrfrtækisins - opinberir aðilar - skflja við það áður en farið er í opinn rekstur. Til að mynda skipti eignarhald miklu máli varðandi svo stórar lántökur, hvort eigendur beri ábyrgð á núgildandi samningum og lán- tökum fyrirtækisins eða ekki - hvort þau njóti í raun ríkisábyrgðar lána eða ígildis þess. „Þessi mál era hins vegar ekld bein- línis á dagskrá núna. Næstu skref lúta að samningaviðræðum vegna fyrirhug- aðrai- Fljótsdalsvirkjunar," segir Frið- rik Sophusson. MIKIÐ óveður geisaði á Austurlandi um helgina og olli víða nokkra tjóni. Verst var veðrið á Borg- arffrði eystra og í Neskaupstað og ollu snarpar vindhviður þar miklum skemmdum á mannvirkjum og mátti mildi kalla að ekki urðu meiðsl á fólki. Skemmdir á raflínu í Hall- steinsdal milli Reyðarfjarðar og Skriðdals ollu því ennfremur að raf- magnslaust var um tíma á nokkram stöðum á Austurlandi. Veður var gengið yfir í gærmorgun og vora menn þá að meta tjón og hreinsa til. Veðrið var víðast hvar verst aðfaranótt sunnudags en í Neskaup- stað varð veðrið þó verst síðdegis á sunnudag. Fuku þá þakplötur af húsum Verkmenntaskóla Austur- lands, fiskvinnsluhúsi Mánans og skemmu í eigu Sfldarvinnslunnar, auk þess sem þak á gamla frystihús- inu skemmdist einnig. Að sögn Sævars Guðjónssonar, formanns björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað, brotnuðu jafnframt margar rúður í húsum í bænum og um tíu bílar urðu illa úti í veðrinu. Sævar sagði veðrið hafa verið al- veg bandbrjálað og mestu mildi að ekki fór verr. Liðsmenn Gerpis vora að störfum meira og minna frá því um klukkan hálftvö aðfaranótt sunnudags og til átta á sunnudags- kvöld, og lögðu þeir áherslu á að koma í veg fyrir að fjúkandi þakplöt- ur og annað lauslegt ylli slysum eða frekari skaða á eignum. Hann sagði erfitt að meta heildar- tjón í bænum af völdum veðursins en Ijóst að það væri umtalsvert, og hafði þegar myndast biðröð við húsakynni tryggingafélagsins á staðnum er Sævar átti þar leið um í gærmorgun. Járnplötur rifnuðu af húsþök- um á Borgarfirði eystra Hvassviðri var á Borgarfirði eystra á laugardag og rauk svo upp um miðnætti. Þök fuku af tveimur íbúðarhúsum og járnplötur af öðra þeirra beint á næsta hús, mölvuðu þar tvo stofuglugga og þeyttust inn í stofu. Varð íbúunum mjög hverft við, að sögn Sigrúnar Arngrímsdóttur, sem þar býr ásamt eiginmanni sín- um og tveimur börnum. Húsið stóðst þó veðrið en auk glugganna sem brotnuðu urðu skemmdir á þaki þegar plötur og aðrir hlutar þaks nágrannanna komu svífandi, nánast í heilu lagi að sögn sjónarvotta. Sigrún segir menn ekki muna eftir öðra eins óveðri frá því í janúar 1982. Skemmdir urðu þó ekki eins miklar núna, að hennar sögn, enda virðist sem veðrið hafi verið staðbundnara í þetta sinn. Það hafi verið afar slæmt í norður- hluta þorpsins, sem nefndur er Bakki, en íbúar neðar í bænum hafi vart vitað af því. Óveður sem þessi era kölluð Dyr- fjallaveður þar eystra, enda koma byljirnir ofan úr samnefndum fjöll- um. Segir Sigrún að gífurlegur há- vaði hafi fylgt hviðunum er þær komu niður úr Dyrfjöllum og menn hafi því getað komið sér í skjól áður en byljirnir skullu á bænum. Hávað- inn hafi hins vegar verið talsvert ógnvekjandi, nánast eins og sprengj- ur væra að falla af himnum ofan. Einn af nágrönnum Sigrúnar, Árni Sveinsson í Sigtúni, sagðist í samtali við Morgunblaðið allt í einu hafa horft upp í bláan himininn en járnplötur rifnuðu úr þaki hússins hans í einni af verstu hviðunum. Árni var í gær að gera við skemmdir á húsi sínu, sem vora um- talsverðar, og brotnuðu m.a. ellefu rúður. Hann sagði menn þó ýmsu vana á Borgarfirði og t.d. hefði óveðrið árið 1982 verið mun verra. Sagðist Árni ætla að nota tækifær- ið núna og skipta um þak á húsinu, tími væri tilkominn að fara út í þær framkvæmdir en hann vonaðist til að þannig mætti tryggja að járnplötur rifnuðu ekki aftur af þakinu. Annars staðar á Borgarfirði fór þakplata í gegnum hlera fyrir glugga og braut hann, steinsteypt fjárhús nánast hrundi til gninna og hlaða, sem notuð hefur verið sem geymslu- húsnæði, eyðilagðist. Skemmdir á raflínu í Hallsteinsdal Skemmdir urðu á einum af staur- um raflínu í Hallsteinsdal milli Reyð- arfjarðar og Skriðdals á laugardag og ollu því að rafmagnstraflanir urðu á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaup- stað. Viðgerð lauk í gærmorgun en hún hafði ekki hafist fyrr en á sunnu- dag vegna slæmra skilyrða. Sagði Sigurður Eymundsson, umdæmis- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins á Eg- ilsstöðum, að ekki hefði verið talið á það hættandi að reyna viðgerðir á laugardag vegna snjóflóðahættu. Starfsemi í loðnubræðslunum í Neskaupstað og á Eskifírði lá niðri um tíma vegna rafmagnsbilananna en Sigurður sagði hins vegar að ekki hefði almennt verið um varanlegt rafmagnsleysi að ræða, tekist hefði að sjá stöðunum fyrir rafmagni með því að nota gamla raflínu. Veður var vont á fleiri stöðum á Austurlandi en ekki er vitað til að tjón hafi neins staðar orðið sambæri- legt og í Neskaupstað og á Borgar- firði. Að sögn Harðar Þórðarsonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, mældist vindur í mestu vindhviðun- um allt að 200 km á klst., m.a. á veð- urathugunarstöðinni á Möðradal á Jökulsárheiði. Jafnheitt var á Dalatanga og Suður-Spáni Mjög heitt var í veðri á Austur- landi meðan á illviðrinu stóð um ' helgina og komst hitinn í rúmar 18 gráður á Dalatanga, að sögn Harðar. Hörður segir þennan mikla hita skýrast af þvi að öflug hæð var suður af landinu og lægðardrag vestan við land. Þessar aðstæður hefðu valdið því að hingað barst hlýtt loft langt sunnan úr höfum. Á Austurlandi næði þessi hlýi loftmassi niður á yfir- borðið, sem skýrði háar hitatölur þar. Nálgaðist hitinn það að verða met fyrir þennan tíma árs, að sögn Harðar, auk þess sem leita þurfti allt til Suður-Spánar eða Miðjarðarhafs-,^ ins til að finna sambærilegar hitatöl- ur nú í janúar. Hörður segir þessa miklu hita tengjast óveðrinu á Aust- urlandi með þeim hætti að við þessi skilyrði, þegar vestlæg átt væri á landinu, gæti öflugur skotvindur náð niður á yfirborð jarðar. Mikill vindur sem þessi yrði gjarnan á skilum hlýrra og kaldra loftmassa, eins og ,„ væru nú norður af landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.