Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Útrás
á torginu
Til þess að fá sem mest út úr kráarrölt-
inu er best að vera klœddursem glanna-
legast. Hámark sælunnar erþegarháu
hœlarnir sökkva í djúpa skafla og
heimskautavindurinn leikur um bera
leggi, höfuð, bringur oghálsa.
Lærð rit um menningu
og mannfræði kenna
að maðurinn hafi frá
fomu fari fundið sér
farvegi til þess að
sleppa sér. Veita bældum tilfinn-
ingum útrás og gleyma um stund
öllum siðareglum, taumhaldi og
spéhræðslu. Hvort sem var hjá
Fom-Grikkjum eða íslenskum
miðaldamönnum voru búnar til
sérstakar hátíðir og ritúöl í kring-
um þessa útrásarþörf; karnivöl,
hátíð fáráðlinganna, hátíð Díónýs-
usar og aðrar samkomur, ólíkar
en allar fjömgar. Enginn er leng-
ur til frásagnar um nákvæmt
framferði fólks á þessum hátíðum
en sögur herma að þar hafi farið
nokkuð fyr-
VIÐHORF
Eftir Sigurbjörgu
Þrastardóttur
ir drykkju-
svalli, kyn-
svalli og
öðm svalli,
auk gamanleikja og hlutverka-
skipta, enda hláturinn leið til út-
rásar og hreinsunar.
í samtímasamfélagi, þegar lit-
ast er um hversdags, kunna
karnivalískar villihátíðir að þykja
æði fjarri. Myndin er þessi: karíar
með hálsbindi, hárlakkaðar konur,
fundahöld, rétthymdir skrifstofu-
básar, hollur matur, hófleg inn-
taka magalyfja, umferðarijós og
reglulegur svefn. Við lifum í
sléttu, felldu og stýrðu samfélagi
og eram ánægð með það, jafnvel
hamingjusamari en við hefðum
sjálf trúað ef ekki kæmu til lærðar
skoðanakannanir.
En rétt eins og í samfélögum
forfeðranna leynist í djúpinu
óreiða sem nauðsynlegt er að
hleypa upp á yfirborðið. Siðmenn-
ing samfélaga snýst um að hafa
hemil á þessari óreiðu, setja
reglur til þess að halda henni í
skefjum, beita refsingum ef ein-
hverjir fara yfir strikið. Félags-
legur þroski gegnir svipuðu hlut-
verki í lífi einstaklingsins,
maðurinn temur sér ákveðinn aga
og kemur böndum yfir óreiðuna í
kollinum. Vilheðlið.
I siðuðum samfélögum síðari
tíma hafa þegnarnir mótað með
sér athyghsvert kerfi til útrásar
bældra hvata. Kerfi þetta gengur
helst í gildi um helgar og gerist þá
miðbær allra sæmilegra þéttbýhs-
kjama vettvangur karnivalískra
athafna. Hátíðir þessar felast í því
að sólarhringnum er snúið við og
með honum flestum þeim gildum
sem halda samfélaginu saman. Öll
hegðun miðar að því að rífa niður
hömlur hversdagsins - umgjörðin
skal vera sem mest á skjön við
siðprýði og hógværð hinna virku
daga. Líkamlegt atgervi er og
skorað á hólm, mikilvægt þykir að
reyna þanþol líkamans, ögra
kenningum um skaðsemi ólifnaðar
og grafa undan óþolandi heilbrigði
daglegs lífs. Út úr þessu hömlu-
leysi telja menn sig fá hina mestu
■ ánægju, í það minnsta glymja
hlátraskölliná hverju götuhomi,
enda hláturinn sem fyrr góð leið
til hreinsunar hugans.
Bakvið hláturinn leynist samt
sársauki - af einhverjum orsökum
snýst helgarkamivalið nefnilega
um að ganga sem næst kviku
hvers og eins.
Sársaukalöngunin birtist ekki
aðeins í slagsmálum og tárvotum
rifrildum, þótt nóg sé af slíku á
torgum næturglaumsins. Hún
birtist ekki síður í vinsældum
biðraða, en þegnarnir virðast
beinlínis sækjast eftir niðurlæg-
ingunni sem felst í því að híma
undir vegg á almannafæri og bíða
eftir því að duttlungafullir dyra-
verðir Jjúki upp gullnum hliðum
sínum. Hámark útskúfunarinnar
er svo þegar öðra fólki er hleypt
fram fyrir án skýringa; fólki sem
er annaðhvort frekara, frægara
eða fastari kúnnar en aðrir í röð-
inni. Til þess að fá sem mest út úr
kráarröltinu og biðröðunum er og
best að vera klæddur sem glanna-
legast. Hámark sælunnar er þeg-
ar háu hælamir sökkva í djúpa
skafla og heimskautavindurinn
leikur um bera leggi, höfuð, bring-
ur og hálsa.
Drykkja þykir einnig ómissandi
í þessu samhengi. Hún skal vera
sem mest, grín er gert að hóf-
drykkjumönnum og sá er gleði-
maður mestur sem man ekki dag-
inn eftir hversu vel hann skemmti
sér kvöldið áður. Svo tekur hann
fagnandi á móti timburmönnum
og nær hámarki sjálfseyðingar-
sælunnar ef sunnudagurinn tærist
upp í höfuðverk, uppköstum og
sleni.
Reykingar era einnig þarfur
þáttur í hinni tímabundnu aðför
gegn heilbrigði meðalmannsins.
Þær tryggja líka óvenju víðtækan
árangur, því með reykingum get-
ur einn maður haft skaðleg áhrif á
heilsu margra í einu. Á skemmti-
kvöldum er fjöldi sígarettna jafn-
an aukinn eftir því sem á líður, í
réttu hlutfalli við tæmd glös, og
reykingavenjum rúmhelgra daga
þannig umsnúið. Allt skal gert til
þess að brjóta reglumar, allt skal
gert í óhófi og helst í óráði.
Gleðikvöld þessi hefjast annars
að jafnaði með fagnaði í heima-
húsi. Tónlistin er þá spiluð á sjö-
falt hærri styrk en hádegisfrétt-
imar deginum áður og uppröðun
húsgagna er bylt eftir megni.
Siðareglum hefðbundins heimilis-
halds skal gleymt og einkapartí
uppfyllir ekki kröfur nema minnst
eitt glas brotni og kvartanir um
hávaða berist frá þremur ná-
grönnum að lágmarki.
Óreiðan er líka upphafin á
skemmtistöðunum sjálfum þótt á
annan hátt sé. Þar sameinast háir
og lágir í ósamstilltu dans- og
drykkjuátaki og auðna ræður
hver lendir í fangi hvers og hverjir
verða samferða út.
Á slíkum stöðum er einnig gott
að fá útrás fyrir innbyggða andúð
á náunganum með því að gefa
harkaleg olnbogaskot, hella
drykkjum yfir dýra kjóla, stíga á
tær, detta á fólk og ryðja því jafn-
vel um koll. Þessa sérstöku aðferð
til útrásar iðkar fjöldi gesta af
mikilli íþrótt og fær engar
skammir fyrir, enda allt leyfilegt á
hátíð fáráðlinganna, hátíð Díónýs-
usar, hátíð gróteskunnar og
kamivalsins.
Á mánudegi er svo allt komið í
samt horf aftur og siðprúðir þegn-
amir beygja sig hamingjusamir
undir ok siðmenningar og taum-
halds. Þar til óreiðan leitar aftur
útrásar að viku liðinni.
Ný öld -
gömul sjónarmið?
VIÐ UPPHAF nýrr-
ar aldar og nýs árþús-
unds er ekki úr vegi að
líta til baka um leið og
litið er fram á veginn.
Einn mesti forsætisráð-
herra Breta um miðbik
síðustu aldar, Winston
Churchill, mun hafa
sagt að þeim mun
lengra sem menn líta til
baka þeim mun lengra
geti þeir séð fram á veg-
inn. Síðasta árþúsund
er í hæsta máta árþús-
und siglinganna. For-
feður okkar Evrópubúa
hafa í ríkara mæh en
nokkur önnur heims-
álfa sett svip sinn á heiminn allan með
siglingum, umhverfis Miðjarðarhaf
og niður Afríkuströnd til Austur-
landa, víkingar norðursins, sem við
Islendingar minnumst sérstaklega
vegna siglinga norrænna manna um
Atlantshafið víða allt til Ameríku fyr-
ir 1000 áram. Ráns- og viðskiptaleið-
angrar forfeðra okkar blönduðu sam-
an óöryggi og velsæld þeirra sem
fyrir þeim urðu. Síðan tóku við landa-
fundir Mið- og Suður-Evrópubúa og
nýlendustefna heimsveldanna á 19.
öld, en þær tryggðu iðnvæðingunni
hráefni sem þá var að taka fyrstu
skref hnattvæðingar. í allri þessari
þróun hafa siglingarnar leikið afger-
andi hlutverk. Það er ekki hægt að
ímynda sér hvemig heimurinn í dag
liti út ef siglingamar hefði vantað.
Enn þann dag í dag era siglingamar
afgerandi þáttur í heimsviðskiptun-
um. Án siglinga legðust þessi við-
skipti nánast af.
I Ijósi þessara staðreynda verður
það að teljast mjög undarlegt, svo
ekki sé meira sagt, að samfélag þjóð-
anna skuli láta það fyrirkomulag sem
ríkir í þessum siglingum viðgangast
áram saman - yfir helmingur allra
kaupskipa siglir undir hentifánum og
yfir 230.000 manns hafa drakknað til
sjós á síðustu 30 áram síðustu aldar!
Utgerðarmönnum líðst að smokra
sér undan skyldum sínum með því að
koma sér upp póstkassafyrirtækjum í
ríkjum eins og Panama,
Líberíu, Antigua eða
Honduras. Stöðug rán-
yrkja á fólki og um-
hverfi viðgengst og sjó-
mennirnir farast
þúsundum saman á
hverju ári þegar ryð-
dallamir hverfa í hafið,
ryðdallar sem aldrei
hefði mátt setja á flot.
Hvar annars staðar í
flutningageiranum era
slíkar aðstæður látnar
viðgangast?
Hentifáni Honduras
- Air Honduras!
Slysatíðni meðai
hentifána er mest í Honduras. Tíu
sinnum fleiri skip farast á hveiju ári
að meðaltali undir þessum hentifána
en gengur og gerist undir öðrum
hentifánum. Ef Honduras tæki nú
upp á því að reka alþjóðlega flugum-
ferð með sama sniði hverjir myndu þá
verða til þess að fljúga með þeim til
Kaupmannahafnar? Ætli Samvinnu-
ferðir-Landsýn væri tilbúið að selja
miðana þó ódýrir væra? Ætli þeir
sömu og treysta skipum undir þess-
um fána fyrir vöruflutningum sínum í
Evrópu þyrðu að fara um borð? í dag
era það náttúrlega „bara“ einhveijir
sjómenn sem týna lífi þegar eitthvað
bregður út af, farmurinn er tryggður
á vegum faimeigenda og dagblöðin
hafa takmarkaðan áhuga á málinu -
þar sem ekkert venjulegt fólk (far-
þegar) kemur við sögu.
Það er einlæg ósk okkar í Sjó-
mannafélaginu að horft verði í aukn-
um mæli til öryggismála flugsins í
skipasiglingum. Að komið verði á
ströngu alþjóðlegu eftirliti í sigling-
um þar sem allir verða að sitja við
sama borð. Hér hefur hinum svo
nefndu fijáisu markaðsöflum mistek-
ist hrapallega.
fslenskir sjómenn - of dýrir?
Því er einatt haldið fram að ís-
lenskir sjómenn séu orðnir útgerðar-
mönnum of dýrir. Þetta er ekki sérís-
lenskur söngur. Útgerðarmanna-
Framsýn
Styrkur Islendinga ligg-
ur í þekkingu á íslensk-
um aðstæðum, segir
Jónas Garðarsson,
vinnulagi og hæfni.
kórinn syngur sama versið um víða
veröld. Á meðan hægt er að finna
ódýra menn hjá einhverri þjóð era
allir aðrir sjómenn í veröldinni ein-
faldlega of dýrir - miðað við þá ódýra.
í Evrópu er reynt að spoma gegn
þessari þróun. Við sjáum að Evrópu-
sambandið er með tilburði til að móta
alvöra stefnu í siglingum. Dæmi um
þetta era ýmsar leiðir til að styrkja
skipaútgerð, tilskipanir varðandi
vinnutíma, eftirlit og öryggismál.
Enn mun það taka nokkurn tíma áður
en þessi ákvæði ganga í gildi.
Á sama tíma upphefst nú mikil
samkeppni milli Evrópuríkjanna, því
miður. Hver þjóðin af annarri reynir
að bjóða betur en næsta þjóð. Meiri
skattalækkanir, lægri skráningar-
gjöld, opinbera styrki o.s.frv. Ekkert
af þessu hefur verið boðið hér á landi
og þar með hafa útgerðarfyrirtækin
verið „rekin“ af landi brott með skip-
in, þó að þau haldi áfram að sigla milli
Islands og annarra landa. Hér þarf að
samræma hlutina innan Evrópu,
hvort sem það er gert innan ESB eða
EES, annað gengur aldrei til lengdar.
Styrkur okkar Islendinga liggur í
þekkingu okkar á íslenskum aðstæð-
um, vinnulagi og hæfni. Við eram í
hópi bestu sjómanna heims á þessum
slóðum. Við höfum tekist á við ill veð-
ur, erfiðar aðstæður og miklar kröf-
ur, allt frá dögum víkinganna. Þeirri
kunnáttu og hefð megum við ekki
kasta á glæ á nýju árþúsundi. Það
sem við framleiðum og það sem við
kaupum til landsins skulum við sjálfir
flytja.
Höfundur er formaður
Sjdmannafélags Kcykjavíkur.
Jónas
Garðarsson
Sjálfstæði Stúdentaráðs
A FUNDI Stúdenta-
ráðs Háskóla íslands
hinn 25. október sl. var
þj ónustusamningur
milli Stúdpntaráðs og
Háskóla íslands, um
rekstur réttindaskrif-
stofu stúdenta, sam-
þykktur af meirihluta
ráðsins. Fulltrúar Vöku
greiddu atkvæði gegn
samningnum. Fylking-
amar tvær í Stúdenta-
ráði era mjög ósam-
mála um ágæti þessa
samnings en samning-
urinn gerir það að verk-
um að hagsmunabar-
átta stúdenta er fjár-
mögnuð af HÍ. Það má því líkja
núverandi ástandi við það að hags-
munabarátta Neytendasamtakanna
væri kostuð af Bónus-verslununum.
Tvíþætt hagsmuna-
barátta stúdenta
Hagsmunabarátta stúdenta er tví-
þætt. Annars vegar út á við, m.a.
gagnvart ríkisvaldinu, og hins vegar
það sem meira er um vert, gagnvart
Háskólanum sjálfum. Stúdentaráð
verður að vera sjálfstætt til að vera
trúverðugur málsvari stúdenta þeg-
ar ástæða er til að gagnrýna Há-
skólayfirvöld. Stúdentaráð hefur alla
burði til að vera það öfluga hags-
munaafl sem stúdentar eiga skilið.
Til þess að svo megi verða verður að
tryggja sjálfstæði félagsins. Meðan
háskólayfirvöld kosta stærstan hluta
hagsmunabráttunnar hafa þau svo
sterkt tak á stúdentaráði að slíkt
sjálfstæði er í raun
ómögulegt.
Atlaga að réttinda-
baráttu stúdenta
Samningurinn er
gerður í samræmi við
30. gr. laga um fjárreið-
ur ríkisins nr. 88/1997.
Það hefur þau áhrif að í
samningnum er ákvæði
sem kveður á um eftir-
lit Háskólans með
framkvæmd samnings-
ins og aðgang að gögn-
um í samræmi við það.
UnnurBrá Með samþykkt samn-
Konráðsdóttir ingsins er Stúdentaráð
því í raun orðið hluti af
stjómsýslu Háskóla Islands og há-
skólayfirvöld hafa þar með lagalegan
rétt til beinnar íhlutunar í einstök
mál stúdenta, sem rekin era af rétt-
indaskrifstofunni. Þar að auki hefur
HÍ lagalega skyldu til þess að fylgj-
ast með öllum rekstri skrifstofunnar
og rétt til beinnar íhlutunar um
hvemig skipulagi og starfsemi rétt-
indaskrifstofu stúdenta er háttað.
Því má segja að meirihluti Stúdenta-
ráðs sé með samningnum að selja
Háskólanum aðgang að viðkvæmum
persónuupplýsinum um stúdenta.
Þetta verður að teljast stærsta at-
laga sem gerð hefur verið að rétt-
indabaráttu stúdenta.
Ábyrgð Stúdentaráðsliða
Ábyrgð okkar sem störfum að
hagsmunamálum stúdenta er mikil.
Við verðum að vinna að settum
markmiðum af heilindum og setja
Stúdentar, segir Unnur
Brá Konráðsdóttir, eiga
að sinna hagsmunabar-
áttu sinni að eigin frum-
kvæði, á eigin ábyrgð og
síðast en ekki síst á eig-
in forsendum.
hagsmuni stúdenta ofar öllu öðra.
Það er vissulega freistandi að grípa
þessa auðveldu leið til að tryggja
Stúdentaráði nægilegt rekstrarfjár-
magn og þessa leið hefur núverandi
meirihluti valið undanfarin ár. En
með því að gera umræddan samning
við Háskólann fórnar Stúdentaráð
sjálfstæði sínu og þar með öllum trú-
verðugleika. Hagsmunabarátta er
ekki auðveld og á ekki að vera það,
þess vegna kallast hún barátta. Vaka
treystir sér fyllilega til að stýra og
starfrækja réttindabaráttu stúdenta
án fjárframlaga frá Háskólanum og
er það eina leiðin til að tryggja öfluga
hagsmunabaráttu öllum stúdentum
til góða. Það er ekM hlutverk Há-
skólayfirvalda að borga stúdentum
fyrir að starfrækja sína eigin hags-
munabaráttu. Stúdentar eiga að
sinna hagsmunabaráttu sinni að eig-
in framkvæði, á eigin ábyrgð og síð-
ast en ekM síst á eigin forsendum.
Höfundur er oddviti Vöku f.l.s.
íStúdentaráði Háskóla fslands.