Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 46

Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA var lögð fram skýrsla þriggja erlendra prófessora í vatnalíffræði um mat á áhrifum af starfsemi Kj'siliðjunnar á lífríki Mývatns. í skýrslunni svara • þeir nokkrum spurn- ingum sem ríkisstjórn íslands lagði íyrir þá. Reynt hefur verið að gera skýrsluna tor- tryggilega þar sem undirritaður átti þátt í að fengnir voru óháðir vísindamenn til að fara yfir fyrirliggjandi rannsóknir á lífríki Mývatns. Þegar ég hóf störf við Kísiliðjuna í upphafi síðasta árs varð mér fljótt ljóst að umræður um lífríki Mývatns og áhrif Kísiliðjunnar þar á voru sigldar í strand í vísindasamfélaginu. Þeir vísindamenn sem mest hafa komið að rannsóknum hafa verið á móti starfsemi Kísiliðjunnar í ára- tugi og einsýnt að ekki væri mögu- legt að efna til málefnalegrar um- ræðu við þá. Því væri nauðsynlegt að óháðir aðilar kæmu að málinu. Ljóst er að skýrsla hinna erlendu vísindamanna er mjög vel úr garði gerð. Við lestur skýrslunnar verður að hafa í huga að hver þeirra um sig hefur áratuga langa reynslu af rann- sóknum í vötnum. Það sem fram kemur í skýrslunni er ekki einungis byggt á fyrirliggjandi gögnum, held- '■úr einnig á reynslu þeirra og þekk- ingu. Það er jafnframt ljóst að þessir menn hafa allar varúðarreglur í heiðri, enda ekki þeirra að bera ábyrgð á að veita Kísiliðjunni nýtt námaleyfi. Skýrslan er jafnframt af- ar kurteislega fram sett og ekki ætl- að að kasta rýrð á störf íslenskra vísinda- manna. Þeir taka skýrt fram að það er ekki í verkahring þeitra að leggja mat á umhverf- ispólitíska þætti, eins og hvort iðnaðarstar- fsemi eins og sú sem Kísiliðjan stundar eigi að vera við Mývatn. Mismunandi túlkun Afar mismunandi túlkun hefur komið fram á skýrslunni í fjölmiðlum að undan- förnu, svo mismunandi að margir hafa furðað sig á hvernig það er hægt. Eg hef lýst því yfir að skýrslan sé Kísiliðj- unni afar hagstæð og styðji við margt það sem haldið hefur verið fram af forsvarsmönnum fyrirtækis- ins. Gísli Már Gíslason, stjórnarform. Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, og Árni Einarsson starfs- maður stöðvarinnar hafa haldið fram öðrum sjónarmiðum. Það er nú svo að ef vilji er fyrir hendi og hlutir teknir úr samhengi, er iðulega hægt að snúa máli sér í hag. Tökum dæmi: Ámi Einarsson heldur því fram í blaðagrein að „Norrænu vatnalíf- fræðingarnir telji það grundvallarat- riði að ekki eigi að stunda iðnrekstur sem hefur þetta bein áhrif á um- hverfið á svo viðkvæmu búsvæði sem Mývatn er.“ Hér er það rangtúlkað sem í skýrslunni stendur. Það er um- hugsunarefni þegar embættismaður undirstofnunar umhverfisráðuneytis leyfir sér að túlka skýrsluna á þenn- an hátt. I þeim kafla skýrslunnar sem Árni vitnar þarna til em vísinda- mennimir að ræða almennt um Mývatn Pað er grundvallar- atriði, segir Gunnar Orn Gunnarsson, að þeirri kenningu er alfar- ið hafnað að starfsemi Kísiliðjunnar eigi eitt- hvað skylt við þær sveiflur sem verða í líf- ríki Mývatns. vemdarsjónarmið sem alls staðar em uppi, þ.e. hvort iðnaðarstarfsemi eigi að vera á stöðum eins og við Mývatn eða ekki. Þeir taka síðan skýrt fram að það sé ekki í þeirra verkahring að taka afstöðu í því máli. Ákvörðunin hlýtur að verða okkar íslendinga. Að undanförnu hefur Gísli Már Gíslason haldið því fram að „sveiflur hafa aldrei skipt máli varðandi Kísil- iðjuna, ekki öðmvísi en þannig að gera okkur erfiðara fyrir að sjá hvaða áhrif Kísiliðjan hefur á vatn- ið“. Mörgum Mývetningum hefur komið þessi yfirlýsing Gísla Más veralega á óvart svo ekki sé meira sagt. Lítum nánar á þessi ummæli. Ef litið er til baka og velt upp hvað það er sem veldur mönnum mestum áhyggjum við Mývatn og veldur jafn- framt mestri andstöðu við starfsemi Kísiliðjunnar er það eftirfarandi: Að silungsveiði bregðist, að fugladauði verði óvenju mikill, að lítið sé um mý. Hver man ekki eftir myndum úr sjónvarpi, eða fréttum í blöðum, þar sem sýndir era dauðir andarangar, eða sagt frá dapurri silungsveiði? í kjölfarið er síðan bent á Kísiliðjuna sem sökudólg. Er hér um nokkuð annað að ræða en sveiflur í lífríkinu? Talsmenn Náttúrurannsóknar- stöðvarinnar við Mývatn hafa haldið því fram að sveiflur í lífríkinu hafi að öllum líkundum aukist frá 1970, eða skömmu eftir að Kísiliðjan hóf störf. Sömu menn segja einnig að orsakir sveiflnanna séu ókunnar en „aðeins tveir möguleikar hafi verið nefndir í hópi fræðimanna: Kísilgúrvinnsla á vatnsbotninum og hugsanleg óþekkt breyting eða atburðarás í veðurfari." Það er athygli vert að hvorag þess- ara kenninga er tekin upp af hinum erlendu vísindamönnum. Þá er það ein af megin niðurstöðum í skýrslu þremenninganna að þeirri kenningu er alfarið hafnað að starfsemi Kísiliðj unnar eigi eitthvað skylt við þær sveiflur sem verða í lífríki Mývatns. I þessu sambandi er fróðlegt að benda á að í grein Ama Einarssonar í Mbl. 11. jan. nefnir hann ekki einu orði að hinir erlendu vísindamenn hafi kom- ist að þessari niðurstöðu. Það er nauðsynlegt að fram komi að fulltrúar Náttúrarannsóknar- stöðvarinnar við Mývatn áttu fund með hinum erlendu vísindamönnum. Því skýtur skökku við að Árni Ein- arsson tíundi í niðurlagi greinar sinnar í Mbl. 11. jan. sl. ýmis atriði sem hann telur að vísindamennirnir erlendu hafi þurft að fá betri vitn- eskju um. Árni gat veitt þeim allar upplýsingar sem hann kærði sig um. Áhrif námuvinnslunnar í skýrslunni kemur fram að vissu- lega hafi námuvinnsla áhrif á lífríki Mývatns. Engum hefur enda hug- kvæmst að svo sé ekki og þarf ekki sérfræðinga til. Hinir erlendu sérfræðingar leggja til að einungis vegna varúðarsjónar- miða verði námuvinnslu hætt í Ytri- flóa. Þessi tillaga er sjálfsögð enda í samræmi við hugmyndir forsvars- manna Kísiliðjunnar. Nú þegar hef- ur verið dælt af um 40% af flatarmáli flóans (7% af heildarflatarmáli vatnsins) og þess vegna eðlilegt vegna varúðarsjónarmiða að stinga við fótum. Vert er í þessu sambandi að benda á að í skýrslunni kemur ekkert fram sem bendir til að lífríkið hafi skaðast af vinnslu kísilgúrs. T.d. er fuglalíf í miklum blóma alls staðar á Mývatni, ekki síst á Ytriflóa. Jafnframt kemur fram að námuvinnslan hafi lengt líf- tíma Ytriflóa sem vatns. Þess er skammt að minnast að bátum var vart fært um Ytriflóa. Á umliðnum árum hafa nokkur at- riði verið nefnd um áhrif náma- vinnslu á lífríki Mývatns. Þverrandi veiði silungs. Hran flór- goðastofnsins. Setflutninga milli Ytri- og Syðriflóa. Hver er staðan í dag? Hinir erlendu vísindamenn benda á að veiðigögn bænda er ekki hægt að nota til að segja til um stærð og þéttleika fiskistofna í vatninu. Stofn flórgoða hefur vaxið veralega á síðustu árum, hefur þrefaldast 1998 miðað við árið 1975 og einkum á Ytri- flóa. Setflutningar milli flóanna era engir og námuvinnsla hefur engu breytt þar um. Rökum gegn starf- semi Kísiliðjunnar fer stöðugt fækk- andi. Nýtt námaleyfi í frammati á umhverfisáhrifum á kísilgúrvinnslu úr Mývatni sótti Kís- iliðjan einkum um aukin námasvæði á svonefndum svæðum 1 og 2 á norð- anverðum Bolum í Syðriflóa. Svæðin taka til um 4% af heildarflatarmáli Syðriflóa. Þessi svæði eru einmitt þau sem hinir erlendu vísindamenn telja óhætt að vera með námuvinnslu á. Þeir leggja ekki til að svæðin verði að fullu nýtt enda verður að skoða þeirra ráðgjöf í því ljósi að ekki sé verið að taka neina áhættu. Þetta er einmitt ein af megin niðurstöðum skýrslunnar. Hinir erlendu vísinda- menn telja lífríki Mývatns ekki stefnt í hættu þó kísilgúr verði unn- inn í Syðriflóa. Vissulega er slík nið- urstaða ögran fyrir ýmsa sem barist hafa í áratugi fyrir lokun Kísiliðjunn- ar. Fyrir okkur hina er niðurstaðan ögran til að nýta þær auðlindir sem við eigum samfélaginu til framdrátt- ar. Höfundur er framkvæmdastjóri Ki's- iliðjunnar. UMRÆÐAN Enn er hausnum barið við steininn Gunnar Örn Gunnarsson Prang í áburðarsölu í MORGUNBLAÐINU þann 7. janúar sl. ritar Georg Árnason, for- maður starfsmannafélags Áburðar- N,verksmiðjunnar hf., grein sem ber heitið „Kaupfélag Arnesinga og Áburðarsalan ísafold". í greininni lýsir höfundur skoðunum sínum á viðskiptaháttum KA þar sem hann lýsir þeim almennt séð sem „hrossa- prangi" með áburð. Jafnframt sé KÁ og Aburðarsalan ísafold að selja bændum áburð sem mengi íslenska framleiðslu. Að auki er greinin krydduð með hræðsluáróðri um inn- flutning á erlendum landbúnaðaraf- urðum og sér þá greinarhöfundur væntanlega fyrir sér að KA kynni að nýta eignastöðu sína í Kaupási hf. og beita sér fyrir innflutningi á erlend- um landbúnaðarafurðum í umtals- verðum mæli. Að lokum bregður for- _snaður starfsmannafélags helsta samkeppnisaðilans í áburði sér í líki hins almenna neytanda og kemst að þeirri ótrúlegu niðurstöðu að verðið á áburði tii bóndans sé ekki aðalat- riðið. Áður en grein þessi hafði komið Stimpilklukkukerfi BKERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun mér fyrir sjónir, var ég eins og margir aðrir ís- lendingar, með það helst á samviskunni, að hafa borðað of mikið um jólin, hreyft mig of lítið og ekki náð nema að mjög takmörkuðu leyti að heimsækja nánustu skyldmenni. Eftir lestur þessarar greinar vora vanga- veltur mínar um eigin samvisku, að afloknu jólahaldi, greinilega hjóm eitt miðað við það sem raunveralega átti að hvíla á samviskunni. Sem framkvæmda- stjóri KÁ var ég orðinn hrossa- prangari, eiturbyrlari, tilbúinn til þess að beita mér fyrir því að leggja af landbúnað á íslandi og hafði gert þá meginskyssu að bjóða lágt verð á markaði þar sem verðið var ekki að- alatriðið. Þvílík mistök! Ég velti því samt sem áður fyrir mér í nokkurn tíma hvort það tæki því að vera að svara svona órökstuddum dylgjum og ályktunum greinarhöfundar sem í einhvern tíma hefði verið sagt að byggðust á „hundalógík". En órökstuddar dylgjur og hundalógík geta, sé þeim haldið nægjan- lega hátt á lofti, eins og frægt er af helsta áróð- ursmeistara Þriðja rík- isins, orðið að fölsku viðmiði sem öll seinni umræða byggist á, og fáir nenna eða kæra sig um að kanna, ef áróðr- inum er markvisst haldið fram, hvort í felst eitthvert sannleikskorn. Þannig er að mínu mati umræðan um tilbúinn innflutt- an áburð að þróast. Notað er það áróðursbragð að allur innflutningur sé í eðli sínu slæmur og vara sam- keppnisaðilans sé varasöm, útsett eiturefnum sem eiri helst engu lífi, en í besta falli henti ekki þeim að- stæðum sem ríkja hér á landi. Haldið er uppi markvissum áróðri af þess- um toga, sem eingöngu byggist á skoðunum þeirra aðila sem hafa mesta hagsmuni af því að selja bændum sem mest af sinni eigin framleiðslu. Dylgjunum og hunda- lógíkinni er síðan reynt að koma í trúverðugan búning með því að ár- óðursmeistaramir velja til liðs við sig meðreiðarsveina sem tilbúnir era að taka þátt í sjónarspilinu og baða sig í ljósi umfjöllunarinnar um hrein- ar afurðir. Þar virðist hagkvæmt verð aðfanganna engu skipta og hvaða möguleika bændur hafa til að bæta afkomu sína með hagkvæmari áburðarkaupum. Frá einum meðreiðarsveininum Óli Runar Ástþórsson Áburður Dregnar eru ályktanir út frá röngum for- sendum, segir Oli Rúnar Ástþdrsson, og menn fara að mynda sér skoðanir þvert á hegðun efna í náttúrunni. fengum við ómerkta sendingu nú skömmu fyrir jól. Fyrir sendingunni stóð Gunnar nokkur Sæmundsson, stjórnarmaður í Bændasamtökum íslands, þar sem hann annars í ágætum leiðara Bændablaðsins leiddist út í það óyndisfen að hvetja bændur til að beina áburðarkaupum sínum til eins ákveðins aðila. Það verður að teljast til merkra tíðinda undir lok tuttugustu aldarinnar að tilraunir skuli vera gerðar til að nýta leiðara Bændablaðsins til sam- keppnishamlandi aðgerða af þessum toga, sem þegar á heildina er litið þjóna varla hagsmunum landbúnað- arins. I auglýsingum samkeppnisaðila ísafoldar hefur réttilega verið bent á hærra kadmíuminnihald ísafoldará- burðarins. Ástæðan fyrir þessu er sú, að okkar fósfor kemur frá N-Afr- íku en fósfor sem notaður er í inn- lenda framleiðslu kemur frá svæðum í nágrenni Kólaskaga í Rússlandi. Innihald kadmíums í ísafoldar- áburðinum er samt langt innan þeirra viðmiðunarmarka sem reglu- gerðir kveða á um hér á landi. Sam- anburðarrannsóknir á áburðargjöf sem gerðar vora í Bretlandi á ár- unum 1968 til 1996 sýndu ekki fram á uppsöfnun kadmíums í jarðvegi, miðað við breytilegt gildi kadmíum yfir tímabilið. Fjölmargar rannsókn- ir sem unnar hafa verið fyrir banda- ríska matvæla- og lyfjaeftirlitið sýna fram á að plöntur taka ekki upp kad- míum. Þá er talið að dagleg neysla manna án þess að það valdi skaða sé 60 mg./dag, en viðmiðunarmörk í innfluttum áburði hér á landi era 50 mg. kadmíum á kg fósfor. Þrátt fyrir þessar staðreyndir höf- um við á undanförnum vikum skyndilega eignast heilan her þung- málmssérfræðinga, sem mér vitan- lega hefur í besta falli stúdentspróf í efnafræði, sem kveður upp um það að eðli þessara frumefna sé með öðr- um hætti hér á landi en viðgengst í öðram löndum. Þetta era merkilegar niðurstöður og hljóta, ef birtar fást í viðurkenndum tímaritum, að vekja athygli í heimi vísindanna. En það sem er alvarlegast í þessu máli, er að dregnar era ályktanir út frá röngum forsendum og menn fara að mynda sér skoðanir þvert á hegð- un efna í náttúrunni. Forsendur sem gefnar era um samspil kadmíums og hreinleika afurða era beinlínis rang- ar og hafa verið notaðar af áróðurs- meisturunum til að reyna að rýra gildi okkar áburðar. Að frátöldu litlu ryki í okkar áburði, miklum leysan- leika, besta dreifieiginleika sem finnst á markaðnum, er verðið aðal- atriðið. Miðað við markað sem ár- lega notar 60 þús. tonn af áburði og miðað við meðalverð kr. 20.000 pr. tonn þýðir 10% lækkun á meðalverði 120 m.kr. minni kostnað fyrir land- búnaðinn á hverju ári. Lækkun verðs í einum stærsta útgjaldalið bóndans, hefði ég talið að vera ætti sérstakt fagnaðarefni fyrir stjórnar- manninn í Bændasamtökum Islands. Höfundur er framkvæmdastjóri Kaupfélags Árnesinga og stjómarformaður Aburðnrsölunnar ísafoldar hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.