Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 47*
UMRÆÐAN
Má gagnrýna Hæstarétt?
Á TALI við Morgun-
blaðið 7. janúar síðast-
liðinn segir Garðar
Gíslason, nýkjörinn for-
seti Hæstaréttar
íslands: „Dómarar
eru sammála lögmönn-
um, lögfræðingum og
öllum almenningi um
það að öll umræða um
dómsmál sé sjálfsögð.
Þegar hins vegar um
ræðir gagnrýni á dóma
Hæstaréttar, þá biðjum
við um að umræðan sé
málefnaleg, rétt eins og
við vinnum okkar störf
á málefnalegan hátt og
rökstyðjum niður-
stöður okkar í dómum.“ ... „Þegar sú
staða kemur upp að einstök mál
vekja upp miklar umræður, þá mætti
vera fræðilegri umfjöllun um þau op-
inberlega, en verið hefur.... Við dóm-
arar hér við Hæstarétt teljum til
dæmis að það hefði verið mikið gagn í
því ef prófessorar lagadeildar Há-
skóla íslands hefðu strax tekið þátt í
þeirri umræðu sem skapaðist vegna
sýknudómsins í áðumefndu kynferð-
isbrotamáli [blaðamaður hafði drepið
á alkunnan sýknudóm yfir föður um
kynferðislega misnotkun á dóttur
sinni, innsk. greinarhöf.] með því að
lýsa dóminum iyrir almenningi,
greina hann og útskýra hvemig
sönnunarbyrði væri háttað í slíkum
málum vegna þess að dómarar taka
ekki þátt í slíkri umræðu þar sem álit
þeirra liggur þegar fyrir.“
Eiríkur Tómasson lögfræðingur
skrifar í Morgunblaðið 1. desember:
„Gagnrýni á dómstóla og störf þeirra
er sjálfsögð í nútíma lýðræðis- og
réttarríki. Slík gagnrýni þarf hins
vegar að vera málefnaleg og sann-
gjöm, ekki síst í ljósi þess að dómar-
ar eiga, stöðu sinnar vegna, erfitt
með að verja gerðir sínar á opinber-
um vettvangi."
Látalæti
Undarleg er þessi ofuráhersla lög-
manna á „málefnalega" og „sann-
gjama“ gagnrýni. Hún er ágæt í allri
umræðu en ekkert frekar í gagnrýni
á dómstóla. Vegna þess að dómum
verður ekki hnekkt er alveg sjálfsagt
að dómarar verði að sætta sig við
óvægnari gagnrýni en allir aðrir.
Þeir þurfa engu að svara af því að
vald þeirra er algjört. Og þeir hafa
engu að tapa. Ég held að ofurkrafa
lögmanna um „málefnalega gagn-
rýni“, sem er eins og þráhyggja, sé í
rauninni pirruð tilmæli um helst enga
gagnrýni og dulin yfirlýsing um það
Sigurður Þðr
Guðjónsson
að ekki verði neitt mark
á henni tekið nema hún
fari eftir formúlu sem
lögmennirnir hafa sjálf-
ir formað: Umræðan sé
„fræðileg", „hófsöm“,
vangaveltandi og þar
fram eftir götunum. Og
taki helst aldrei einarða
afstöðu gegn einstök-
um dómsniðurstöðum.
Allir lögmenn nema
einn, sem tekið hafa til
máls um sýknudóminn
fræga, hafa tekið fram
að þeir hafi ekki kynnt
sér málið og geti því
ekki haft á því skoðun.
Þeir þora það ekki!
Aidrei að vita nema það skerði virð-
ingu þeirra í lagasamfélaginu eða
meðal almennings! Síðan upphófu
þeir lært tal um ýmis formsatriði.
Með síbylju um „málefnalega gagn-
rýni“ í ansi ósanngjörnum og dóm-
hörðum heimi eru lögmennirnir og
dómararnir að biðja um óeðlilega
vægð en fyrst og fremst að ætlast til
að þeim sé sýnd viss virðing öðrum
mönnum fremur. Það er bergmál frá
gamla höfðingjaveldinu. Og með
ósveigjanlegri kröfu um „málefna-
lega gagnrýni“ er gengið framhjá
þeirri frábæru staðreynd að líka er
hægt að setja fram kjama máls með
beinskeyttri árás, eða þá með háði
eða öðrum „röklausum" ráðum.
„Málefnaleg umræða", vandleg rök-
leiðsla, er ekki eini farvegur sann-
leikans. í hreinskilni sagt er þetta tal
lögmanna um það að gagnrýni sé
sjálfsögð mestan part tóm látalæti.
Þegar á reynir kæra þeir sig lítið um
alvarlega gagnrýni á störf dómstóla.
Forseta Hæstaréttar finnst að
prófessorar lagadeildar Háskólans
hefðu átt að „lýsa dóminum fyrir al-
menningi, greina hann og útskýra
hvemig sönnunarbyrði væri háttað í
slíkum málum“. Það er eftirtektar-
vert að hann kallar ekki eftir raun-
verulegri krítik, að dómurinn kunni
að hafa verið ranglátur og hlutdræg-
ur og byggður á vanþekkingu, til
dæmis á kynferðislegri misnotkun,
jafnvel klassískum fordómum í garð
þolenda. Um það hafa komið ábend-
ingar frá leikmönnum í lögum sem
vita þó ýmislegt um kynferðislega
misnotkun á börnum!
Ekki of seint
En það er ekki of seint að lagapró-
fessorar Háskólans blandi sér í um-
ræðuna um sýknudóminn og það sem
af honum hefur leitt. Ólöf Guðný
Valdimarsdóttir skaut því að þremur
Dómstólar
Alveg sjálfsagt er, segir
Sigurður Þdr Guðjóns-
son, að dómarar verði að
sætta sig við óvægari
gagnrýni en allir aðrir.
nafngreindum dómurum Hæstarétt-
ar í Morgunblaðinu 16. desember að
þeir ættu að segja af sér. Áður hafði
hún fært rök að því að þeir hafi sýnt
fordóma gagnvart meintum þolend-
um kynferðisofbeldis og verið hlut-
drægir í störfum sínum sem er auð-
vitað höfuðsynd dómara. Það er
sannarlega sjaldgæft að farið sé fram
á það að dómarar Hæstaréttar segi
af sér vegna hlutdrægni og fordóma.
Og það er meira en lítið skrýtið að
fram geti komið rökstudd tilmæli um
það án þess að þau veki minnstu við-
brögð lögmanna. Meina þeir ekki
meira en svo með talinu um sjálf-
sagða gagnrýni á dómstóla að þaga
beri hana í hel ef hún brýtur um-
ræðuformúluna og dregur heilag-
leika Hæstaréttar hressilega í efa?
Eða finnst þeim öllum þetta kannski
ekki viðlits vert af því að málið snert-
ir þolendur kynferðisofbeldis í
bemsku? En nú þegar hinir virðu-
legu dómai’ar Hæstaréttar sitja
þumbaralegir sem fastast er einmitt
lag fyrir prófessora Háskólans að
Ijúka upp sínum munni. Og tala mik-
ið. Samkjafta helst ekki. Nú eða
aldrei. Það er eitthvað kolgeggjað við
þá staðreynd „réttarríkisins" að
maður geti játað fyrir dómstólum at-
hæfi gegn barni sínu, sem allir sér-
fræðingar um kynferðislegt ofbeldi
myndu hiklaust flokka sem slíkt of-
beldi og ekkert annað, en vera samt
sem áður saklaus fyrir lögunum. Ég
ætla þó ekki að vera svo dónalegur að
biðja lagaprófessorana að velta þessu
fyrir sér. Spumingin er því einföld og
afar siðlát: Telja lagaprófessorai’ Há-
skólans tilmæli Ólafar Guðnýjar
Valdimarsdóttur um afsögn þriggja
hæstaréttardómara réttmæt eða
rangmæt út frá vinnubrögðum og
viðhorfum réttarins í viðkomandi
máli? Ættu dómaramir að sitja
áfram eða víkja?
Höfundur er rithöfundur.
SUTSItRK
SllfiWíPP'
- á góðu verði -
Komum og gerum verðtilboð
C
ÓDÝRi MARKAÐURINN
KNARRARVOGI 4 • S: 568 1190
ÁLFABORGARHÚSINU
Sorgar og
samúðarmerki
Borið við minningarathafiiir
og jarðarfarir.
Allur ágóði rennur til
líknarmála.
Fæst á bensínstöðvum,
í Kirkjuhúsinu og í
blómaverslunum.
H
KRABBAMEINSSJUK BÖRN
<itr HjÁLPARSTOFNUN
Vjry KIRKJUNNAR
Shell
ISTÓRÓTSALA
Gardínuefni frá 100 ki. metrinn
Tilbúnir kappar frá 400 kr. metrinn
3ja m breitt voal 520 kf. metrinn
Handklæði 100 kf. stykkið
Falleg ný tvíofin efni - 20% afsláttur
og margt fleira.
GARDINUBUÐIN
Skipholti 35 - sími 553 5677
Opið kl. 10-18
Opið laugardaga
kl. 10-14
BOGENSE KYNNING 18. og 19.01. í LYFJU, LÁGMÚLA
Minni matarlyst • Hraðari brennsla • Regla á meltingunni
LYFJA
Lyf ó lágmarksverði
Ef þú kaupir Bogense pilluna færðu 20% afslátt og ef þú kaupir Bogense sápuna færðu
10% afslátt og viku skammt af Bogense pillunni. Tilboðið gildir einnig í Lyfju, Setbergi
og Lyfju, Hamraborg.