Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 18. JANÚAR 2000 5 W
MINNINGAR
fjall og útilegur á góðum gæðingum,
Glaum, Gabríel og Svallaranum, sem
seint gleymast.
Svo liðu árin og ég flyt til Horna-
fjarðar, og nokkrum árum síðar flyt-
ur Þórir ásamt Olgu Sigurðardóttur
mágkonu minni og Cillu litlu austur
líka og við urðum nágrannar á Höfn.
Þar eignuðust þau Kristjönu og
Matthías og þar ólust bömin okkar
upp saman líkt og við Þórir gerðum
forðum. Þau fluttu suður til Reykja-
víkur og keyptu þar Höfðagrill sem
þau ráku bæði ásamt börnum sínum
og lögðu alla sína krafta í að gera það
að góðu veitingahúsi og tóku að sér
veislur og mannfagnaði og var aldrei
skorið við nögl. Þar til Þórir veiktist
fyrir rúmu ári.
Hér læt ég staðar numið og kveð
góðan félaga sem er kominn þangað
sem við öll förum að lokum. Við ykk-
ur, kæra fjölskylda, get ég lítið sag-
ten þegar missirinn og tómið leggj-
ast yfir ykkur og eitthvað bjátar á þá
staldrið aðeins við og hugsið um það
sem Þórir sagði í ræðu sem hann hélt
í brúðkaupi þeirra Cillu og Helga, en
innihald hennar var á þá leið að trúa
og treysta á sjálfan sig og heiðarleik-
ann.
Ég og mín fjölskylda biðjum al-
góðan Guð að styrkja ykkur í þessari
miklu sorg.
Viðar, Svanhvít, Sigurbjörg,
María, Sævar Björn,
Anna og Anna Jóna.
Með þessum orðum langar okkur
að minnast hjartkærs vinar okkar
Þóris S. Matthíassonar sem nú hefur
fengið hvíldina. A þessum degi rifj-
ast upp margar minningar.Við höf-
um haldið vinskap við þau hjón í ein
23 ár þrátt fyrir ungan aldur minn.
Ég var nefnilega ekki orðin átta ára
þegar ég fyrst kynntist Olgu og gekk
hún þá með fyrsta bam þeirra hjóna,
hana Cillu. Ekki minnkaði það áhuga
minn á Olgu og var ég þar tíður gest-
ur og beið spennt eftir því að barnið
fæddist. Eftir það settist ég næstum
því að hjá þeim. Hjá Þóri, Olgu og
litlu Cillu fannst mér gott og gaman
að vera. AUar góðu stundirnar sem
við áttum saman í Vesturberginu,
hvort sem var heima hjá þeim eða
hjá okkur í næstu íbúð, lifa í minn-
ingunni.
Við urðum þess aðnjótandi að fá
að heimsækja þau á Höfn og þá hafði
fjölskyldan stækkað, því Kidda og
Matti höfðu bæst í hópinn, en í þess-
ari ferð var það í fyrsta og eina skipt-
ið sem ég borðaði á hóteli þar sem
kokkurinn kom sjálfur í fullum
skrúða og spurði hvað mætti bjóða
mér og framreiddi svo það sem beðið
var um, en auðvitað var það Þórir
Fyrir það þökkum við öll, fjöl-
skyldan okkar.
Bárður var maður birtunnar.
Ég sé hann fyrir mér, léttstígan og
bjartleitan, við hið Gullna hlið. Þar
verður tekið vel á móti þessum ljúfa
höfðingja.
Þorgerður
Ingólfsdóttir.
Margar góðar minningar og dýr-
mætar koma upp í huga okkar við
andlát Bái'ðar ísleifssonar, þess
mæta manns. Þau hjón, Unnur og
Bárður, voru sannkallaðir örlaga-
valdar í lífi okkar. Þegar við giftum
okkur byrjuðum við búskap á heimili
þeirra á Reynimel og nokkru síðar
útveguðu þau okkur leiguíbúð í
næsta húsi. Seinna fengum við lóð í
smáíbúðahverfi. Teiknaði Bárður
húsið og gaf okkur teikninguna að
húsinu og vai' okkur á margan hátt
til aðstoðar við bygginguna. Tíu ár-
um seinna, þegar bætt var við húsið
endurtók sagan sig.
Fyrir þetta og margt fleira sem
við áttum saman að sælda á langri
vegferð viljum við að leiðarlokum
þakka. Á þau löngu kynni og samferð
alla féll aldrei neinn skuggi.
Genginn er sannur heiðursmaður,
sem mátti ekki vamm sitt vita og var
þekktur fyrir alúð, heiðarleika og
vandvirkni í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur og eru það góð eftir-
mæli sérhvers manns. Blessuð sé
minning hans.
Ilulda og Oðinn.
sem var kokkurinn.
Eftir að fjölskyldan fluttist suður
höfum við búið í sama hverfi og átt
margar góðar stundir saman, t.d. í
stórveislunni sem þau héldu mér
þegar ég varð 25 ára. Það lýsir þeim
báðum best.
Með söknuð í hjarta kveðjum við
vin okkar.
Elsku Olga, Cilla, Helgi, Alda Ma-
ría, Kidda, David, Matti og aðrii'
aðstandendur, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð og biðjum Guð
að gefa ykkur styrk.
Élísabet og Katrín (Katý).
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú bama þinna kvak,
ennídagogalladaga
í þinn náðar faðm mig tak.
(Þýð. Stgr. Thorst.)
Mig langar með hjálp mömmu og
pabba að þakka þér fyrir allar góðu
stundimar sem við áttum saman,
elsku afi minn, þar sem ég var hjá
ykkur ömmu flesta daga. Eftir að við
fluttum kom ég og kúrði hjá ykkur
alla morgna og svo lékum við okkur
saman á gólfinu eftir hádegi. Ég veit
að þetta voru miklar gleðistundir
fyrir þig og við nutum þess öll að
vera saman dag hvern.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
Olgu ömmu, Kiddu, Daouda, Matta
og okkur öll.
Guð geymi þig, elsku afi.
Þín
Alda María.
Frændi minn og vinur, Þórir Sím-
on Matthíasson matreiðslumeistari,
er látinn langt um aldur fram og
verður útför hans frá Seljakirkju í
dag. Þar sem ég get ekki kvatt hann
þar, langar mig að minnast hans með
nokkrum orðum. Þórir var var sonur
Matthíasar Helgasonar sjómanns og
verkamanns frá Grímsey og konu
hans Cecilíu Heinsen frá Klakksvík í
Færeyjum. Ekki þekki ég ætt Cecil-
íu, en Matthías var sonur hjónanna á
Borgum í Grímsey, þeirra Guðrúnar
Sigfúsdóttur og Helga Olafssonar
smiðs. Matthías sjötti í röðinni af 15
börnum þeirra hjóna, en Guðlaug
móðir mín var tæpum tveimur árum
eldri. Það var mÖtíl vinátta og náið
samband milli móður minnar og
Matthíasar og bjó hann um tíma í
húsi hennar á Akranesi ásamt fjöl-
skyldu sinni. Þar kynntist ég Þóri
fyrst sem barni og höfum við þekkst
síðan. Á yngri árum dvaldi hann flest
sumui' hjá frændfólki í Klakksvík og
tók hann miklu ástfóstri við Færeyj-
ar og ferðaðist hann oft þangað, enda
talaði hann málið sem innfæddur.
Er ég frétti af andláti Bárðar ís-
leifssonar arkitekts 6. jan sl. kom
mér það ekki á óvart.
Ég hafði fylgst með þessum mæta
manni um nokkurra ára skeið.
Bárður var listamaður á sínu sviði
og allra manna hugljúfi er honum
kynntust.
Ég vil með orfáum orðum staldra
við og þakka allar ánægjustundir, er
ég naut með Bárði og Unni eigin-
konu hans á þeirra heimili og með
sameiginlegum vinum.
Minningin um þær stundir ylja,
því fátt er dýrmætara en slíkar
minningar og verða þær því kærari
eftir því sem árin líða.
Bárður náði 94 ára aldri og var
eftir því sem ég best veit óvenju
hress til hins síðasta.
Allir sem til þekktu höfðu miklar
mætur á því mikla starfi sem Bárður
vann sem arkitekt.
Hann hlaut Riddarakross hinnar
íslensku fálkorðu 1960 og Skálholts-
orðuna 1963.
Nú er jarðnesku lífi Bárðar lokið.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guðþérnúfylgi,
hanns dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég sendi Unni, börnunnum og
fjölskyldum þeiiTa mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Anna
Hansen.
Þórir hóf nám í matreiðslu árið 1969
og að loknu námi starfaði hann við
iðn sína, bæði á veitingastöðum og
mötuneytum, svo og á ýmsum fiski-
og farskipum.
Þórir giftist Olgu Sigurðardóttur
frá Höfn í Homafirði árið 1976 og
eignuðst þau þrjú börn.. Þau hófu
búskap í Reykjavík, en fluttu til
Hafnar í Hornafirði árið 1977. Þar
bjuggu þau til ársins 1990 er þau
fluttu til Reykjavíkur. Árið 1993
keyptu þau veitingastaðinn Höfða-
grill sem þau ráku með miklum
myndarbrag og við miklar vinsældar
gesta sinna. Um mitt sl. ár seldu þau
Höfðagrill vegna veikinda Þóris.
Eftir að Þórir og fjölskylda hans
fluttu til Reykjavíkur var samband
mitt við þau hjón og börn þeirra náið
og áttum við margar góðar stundir
saman. Við ræddum oft um Grímsey
og Færeyjar, en báðar þessar eyjar
voru okkur hugleiknar. Við höfðum
rætt um að fara saman til Grimseyj-
ar á sl. sumri, en þangað hafði hann
aldrei komið. Við hugðumst jafnvel
ásamt fleirum að kanna möguleikana
á því að eignast sumarhús í landi
Borga, þar sem afi okkar og amma
bjuggu lengst af með sinn stóra
barnahóp. Af ferðinni til Grímseyjar
varð ekki vegna veikinda Þóris.
Ég minnist Þóris, sem góðs
drengs, sem ég mat mikils. Hann var
prúður, hæglátur og sérlega vandað-
ur til orðs og æðis. Hann var mikill
vinur vina sinna, frændrækinn og
höfðingi heim að sækja. Þrátt fyrir
rólegt yfirbragð var hann skemmti-
legur í hópi vina enda hafði hann ríka
kímnigáfu.
Þórir og Olga voru alla tíðmjög
samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur. Þau höfðu mikla ánægju af
ferðalögum og ferðuðust mikið, bæði
innanlands og utan.
Ég sakna Þóris frænda míns og
vinar og skarð hans er vandfyllt. Við
hjónin og fjölskylda okkar þökkum
honum samverustundirnar á liðnum
árum. Við sendum Olgu, börnum
þeirra og barnabarni, aldraðri móð-
ur, systkinum hans og öðrum vanda-
mönnum, samúðarkveðjur og biðjum
þeim blessunar á ókomnum árum.
Vertu sæll, kæri vinur og frændi, og
hafðu hjartans þökk fyrir allar sam-
verustundirnar og þína einlægu vin-
áttu.
Helgi Daníelsson.
Nú þegar við erum rétt nýgengin
inn í nýtt árþúsund með öllum þeim
vonum og væntingum um enn meiri
tækniframfarir og lausnir á sem
flestum sviðum mannlífs var vinur
okkar Þórir Matthíasson að kveðja
þetta jarðlíf eftir harða baráttu og
æðruleysi við illvígan sjúkdóm sem
svo marga hefur lagt að velli, nýlega
orðinn fimmtugur.
Oft erum við minnt harkalega á
fallvaltleik lífsins og það að dauðinn
er hluti af lífinu. En einhvern veginn
erum við aldrei undir það búin þegar
hann ber að garði og fólk fellur frá í
blóma lífsins. Nú er harmur kveðinn
að fjölskyldu og vinum Þóris, en eftir
sitja í hugum okkar bjartar minning-
ar um góðan vin.
Þórir var lærður matsveinn frá
Hótel Sögu. Var mörg ár til sjós á
bátum og millilandaskipum. Þá var
hann á ýmsum veitingastöðum og
hótelum heima og erlendis. Frá
Höfn í Homafirði kom Olga, lífsföru-
nauturinn sem staðið hefur sem
klettur við hlið hans í gegnum lífið og
í veikindum hans. Þar ólu þau upp
börnin þrjú til unglingsára er flutt
vai- til Reykjavíkur. Fyrir alvarlegu
slysi varð hann á Höfn fyrir mörgum
árum og varð eftir það að hætta til
sjós, en náði sér sæmilega eftir slys-
ið. Síðar hófst veitingarekstur þeirra
hjóna fyrst á Höfn og síðan í Reykja-
vík við góðar orðstír.
Þórir var hreinskiptinn og sagði
skoðun sína umbúðalaust ef svo bar
undir. Hann var hjálpsamur og
greiðvikinn og mikill fjölskyldumað-
ur, frændrækinn og hélt góðu sam-
bandi við móðurfólk sitt í Færeyjum
og verður hans eflaust sárt saknað
þar.
Við vinirnir flytjum Olgu, börnum,
móður og systkinum og öðrum
vandamönnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur og þökkum fyrir
samfylgdina.
Hjörleifur, Sigurður
og Óttar.
Þóri Matthíassyni veitingamanni
kynntist ég fyrst fyrir nokkrum ár-
um, þegar hann tók að sér að undir-
búa kvöldverð á fundum Kiwanis-
klúbbsins Geysis í húsi klúbbsins við
Köldukvísl í Mosfellsbæ og að sjálf-
sögðu var þessi heiðursmaður tekinn
inn í klúbbinn hið fyrsta. - Hann
reyndist vera frábær matreiðslu-
maður, en þá um nokkurra ára skeið
hafði hann rekið matsölustaðinn
Höfða Grill við Bíldshöfða, ásamt
eiginkonu sinni Olgu Sigurðardótt-
ur. Þar var gott að koma og fórum
við oft þangað nokkrir félagar í há-
degismat allan þann tíma sem þau
hjón áttu eftir að reka staðinn, en
hlýtt og glaðlegt viðmót var þeirra
aðalsmerki. Þegar kom að erfiðum
veikindum Þóris seldu þau veitinga-
staðinn.
Við Þórir urðum góðir félagar og
hann kom í Evrópuferðir ásamt konu
sinni, sem farnar hafa verið af
ákveðnum ferðahóp undanfarin
haust. Hann hafði afar gaman af að
ferðast hér innanlands og ekki síður
erlendis á nýjum slóðum og sá þSL
gjai-nan um myndatökur fyrir hóp-
inn, sem síðan voru sýndar á
skemmtikvöldum heima á íslandi.
Að lokinni Ungverjalandsferð
haustið 1998 fór hann í uppskurð á
spítala vegna krabbameins, sem þá
hafði komið fram. Þórir harkaði af
sér og notuðu þau hjón tímann sem
eftir var til að létta tilveruna og ferð-
uðust talsvert. Síðasta ferð okkar
Þóris saman var til Gardavatns á
Ítalíu sl. haust, með ferðahópnum
okkar. Hann naut náttúrufegurðar
og vina á skemmtilegu ferðalagi, en
þá var ljóst að hallaði verulega uncJA—
an fæti. Nú er hann farinn í stóru
ferðina sína, sem kom langt á undan
áætlun.
Við ferðafélagar sendum Olgu,
börnum hennar og ættingjum sam-
úðarkveðjur.
Gylfi Guðjónsson,
Mosfellsbæ.
Góður félagi er genginn langt um
aldur fram. Mikið skarð er höggvið í
okkar raðir þegar svo góður maður
er tekinn á brott úr samfélagi okkar.
Hans verður sárt saknað af okkur
Kiwanisfélögum í Geysi.
Við minnumst upphafs kynna okk-
ar er Þórir og Olga kona hans hófwr*
að sjá um mat á fundum okkar í upp-
hafi starfsárs 1996. Vanir vorum við
góðu atlæti, en ekki versnaði það við
tilkomu þeiira. Hann var lærður
kokkur og þau ráku matsölustað.
Á síldaiTéttardögum var töfrað
fram þvílíkt lostæti síldarrétta af öll-
um tegundum, og á þorrablótum
svignuðu borðin undan krásunum og
sýndi það metnað þeirra fyrir því
sem þau voru að gera.
Eitt er víst að viðskiptavinir
þeirra voru ekki sviknir á Höfðan-_
um, enda sýndi það sig í hádegirifK
svo og á öðrum tímum að það reynd-
. ist erfitt að fá sæti við borð.
Áhugi hans fyrir Kiwanishreyf-
ingunni kom fljótt í ljós, enda gerðist
hann félagi í ársbyrjun ’98 og setti
mark sitt fljótlega á starfsemi fé-
lagsins og málefni þess. Var afstaða
hans okkur leiðarljós í mörgum mál-
efnum.
Styrkur hvers klúbbs er fólginn í
þeim einstaklingum sem í honum
eru. Við félagarnir þökkum honum
samfylgdina um leið og við vottum
Olgu, fjölskyldunni og öðrum vanda-
mönnum okkar dýpstu virðingu.
Megi guð blessa ykkur og varð-
veita.
Félagar í Kiwanisklúbbn- -%
um Geysi.
SESSELJA
SIG VALDADÓTTIR
+ Sesselja Sig-
valdadóttir
fæddist á Gilsbakka í
Öxarfirði 28. janúar
1913. Hún lést í
Reykjavík 28. des-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 5. janúar.
Sesselja Svavars-
dóttir fæddist á Akra-
nesi 31. ágúst 1922.
Hún lést á Blönduósi 4.
janúar síðastliðinn og
fór útför hennar fram
frá Blönduósskirkju
10. janúar.
Elsku amma mín. Ég gleymi
aldrei þegar ég fyrst áttaði mig á því,
að þú værir að deyja. Ég gekk að eld-
húsglugganum og horfði út á Esjuna
og hugsaði strax um hvernig ég
horfði alltaf á Esjunja frá íbúðinni
þinni. Esjan var einkennilega falleg
þennan morgun og heimurinn stopp-
aði í tíu mínutur á meðan ég horfði til
Esjunnar með ró.
Ég saknaði þín strax. En ég man
mest eftir öllum góðu minningunum
um þig. Þú varst alltaf svo góð við
mig, vildir allt fyrir alla gera. Þó að
ég sé sorgmædd þakka ég fyrir allt
sem þú hefur gefið
mér. Ég er mest sorg-
mædd yfir því að yngri
kynslóðarnir í fjöl-
skyldunni fá ekki tæki-
færi til að kynnast þér
eins og ég.
Þú varst og verður
alltaf til fym-myndar {
mínum augum. Þú
varst ákveðin, en það
var alltaf blíða og kær-
leikur og þú varst alltaf
tilbúin að hjálpa ef ein-
hver var í vandræðum.
Þú varst svo falleg
kona, bæði að innan og
utan. Þú varst sjálf-
stæð alveg fram að endalokunum,
alltaf jafn dugleg og fljót að öllu,
ekkert gat hindrað þig. Ég veit að
núna var þinn tími liðinn. Samt vill
maður alltaf vera eigingjarn og hafa
þig lengur hjá sér. En eitt veit ég:
Þín verður ákaflega saknað en ég
veit að þú ert hjá okkur, passar upp á
okkur og hugsar alltaf til okkai'. Ég
þakka fyrir ástina, hjálpina, kærleik-
ann og mest fyrir allar minningamar
sem þú gafst mér. Sofðu rótt, elsku
amma Sella mín, og Guð geymi þig
að eilífu.
Þitt barnabarnabarn,
Margrét Elísa Harðardóttir.
Elsku Sella mín, stundin rann upp
sem okkur öllum þótti erfitt að horf-
ast í augu við. Þær eru svo margar
góðar stundir sem við áttum með
þér, og munu þær alltaf verða varð-
veittar hjá okkur. Það hefði verið
gaman að fá að hafa þig hjá okkur
um jólin og geta mætt á þá staði sem
öll fjölskyldan hefur komið saman á
frá því ég man eftir. En þú fékkst að
halda þínu sjálfstæði og varst alltaf
fær að um að fara þinna ferða fram á
það seinasta. Okkur þykir vænt um
að Guð gaf þér þá gjöf. Ég kynntist
Sellu bara sem Sellu. Ég sá strax asfc
hér var um að ræða konu sem var
ákveðin og dugleg og hafði sínar
skoðanir. Hún gat stundum sagt það
sem mátti kyrrt liggja, en orðunum
fylgdi alltaf kærleikur og það skildu
allir. Með dugnaði sínum hvatti hún
aðra til að gefast ekki.
Elsku Sella min, langamma (og
tengdaamma), megi Guð vera með
þér að eilifu.
Ellen Sandra Skúlason og
Kristjan Shawn Harðarson,
Kaliforníu.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendRL..
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhenjPPú
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.