Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 52

Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 52
S£2 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR EINAR ' ÞORSTEINSSON + Einar Þorsteins- son fæddist í Reykjavík 17. aprfl 1950. Hann lést í bfls- lysi 6. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Þorsteinn Hörður Björnsson, vélfræðingnr, f. 2. júní 1926, og og kona hans Arnheiður Ein- arsdðttir, f. 10. ágúst 1922. Einar élst upp í faðmi stórfjölskyldu, fyrst á Kópavogs- braut 2 og síðar á Bugðulæk 17. Hann var þriðji í hópi sex systkina. Systkini hans eru: Eyrún, f. 21. júlí 1945, hennar maður Guð- mundur Hanning Kristinsson; Heiður, f. 4. janúar 1949, hennar maður Guðm. J. Einarsson; Lauf- ey Hrönn, f. 27. nóvember 1952, hennar maður ísleifur Árni Jak- obsson; Hörður, f. 31. ágúst 1957, og Arna Björk, f. 24. júní 1960, hennar maður Jóhann Thoraren- sen. Einar kvæntist 11. september 1971 Vilborgu Kristjónsdóttur, f. 4. aprfl 1950. Þau skildu 1986. Dætur þeirra eru 1) Helga Hrund, f. 10. maí 1969, unnusti hennar er Úlfar Jónsson. Börn Helgu eru Andrea Ósk og Vilberg Sindri Elíasarböm. 2) Arnheiður Dögg, f. 31. ág^úst 1978, unnusti hennar er Guðni Ragnarsson. Einar var í sam- búð með Ásu Krist- ínu Knútsdóttur, f. 10. ágúst 1959. Þau siitu samvistir 1997. Sonur þeirra er Hjalti Knútur, f. 23. ágúst 1990. Dætur Ásu eru Þurfður Annabell Tix, f. 3. febrúar 1983, og Yvonne Dorothea Tix, f. 9. mars 1985. Einar gekk þeim í foð- urstað. Einar lærði blikksmíði og út- skrifaðist frá Tækniskóla Islands sem byggingatæknifræðingur. Lengi rak hann eigið fyrirtæki, fyrst undir nafninu Tækniþjón- usta Einars og síðar Lagnatækni. Síðustu árin var hann deildar- sljóri lagnadeildar hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnarins á Keldnaholti. Úför Einars fer fram frá Laug- arneskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Minningar hrannast upp við skyndilegt og ótímabært fráfall Einars Þorsteinssonar, bróðurson- ar míns. Fyrir hugskotssjónum birtast myndir úr albúmi stórrar fjölskyldu. Ég sé lukkunnar pamfíl- inn hann bróður minn giftast fal- legustu konunni og ég sé fyrsta “#arn þeirra koma í heiminn og áður en ég veit af eru börnin orðin sex, Einar sá þriðji í röðinni. Hvernig fer hún að því hún Arna mágkona að vera aldrei annað en ljúfmenn- skan ein þegar mikið gengur á í stórum barnahópi spyr ég sjálfan mig. Og ég sé bömin vaxa úr grasi. Einar allt í einu orðinn fulltíða maður. Ljúfur maður sem sjálfur er búinn að stofna fjölskyldu og kominn í brauðstritið. Var ekki stutt síðan að ég hélt honum undir skím? Handlaginn hann Einar, smíðisgripur sem hann færði okkur hjónunum stoltur og ánægður, patti í barnaskóla, ber þess glöggt vitni. Enda liggur leiðin í blikksmíðina og Erfisdrykkjur A VaKingahú/ið GAfH-míÍ Dalshraun 13 S. 555 4477* 555 4424 FaUeg j\aue\saierð j Sérmerktar GESTABÆKUR fljót afgreiðsla íslenski póstlistinn S. 5571960 www.postlistinn.is Gróðrarstöðin • mmúÐ • Hús blómanna Blóniaskreytingar við öll tækifæri. Dalyeg 32 Kópavogi sími: 564 2480 Aðsendar greinar á Netinu vg> mbl.is j |^4UX4/=’ E/7~TH\SAÐ rjÝTT~ síðan áfram í Tækniskólann þaðan sem hann útskrifast sem bygginga- tæknifræðingur. Þá er stofnun eig- ins fyrirtækis á næsta leiti sem hann rekur af kunnáttu og lipurð um áraraðir. Jafnframt kennir hann sem stundakennari í Iðnskóla og Tækniskóla þar sem tillitsemi og yfirvegun, eiginleikar sem em svo ríkir í fari hans, njóta sín til fulls. Seinna tekur hann við starfi deildartæknifræðings hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins. Þar er hann kominn á réttan stað, þar getur hann fylgst með og mótað þróunina í sinni grein af alúð og ábyrgð. Ábyrgðartilfinningin er hans að- all. Einnig í einkalífinu. Þegar leið- ir skiljast þar er velferð dætranna honum efst í huga svo og sonarins unga sem elst upp hjá honum. Mörgu og miklu er enn ólokið hvort sem er í leik eða starfi. Hvern skyldi grana að hann fengi ekki tækifæri til að Ijúka því? Að stutt ferð í bæinn yrði að örlagaferð? Kæra fjölskylda. Að missa hann Einar á miðjum aldri mitt úr dags- ins önn er reiðarslag sem engin orð ná yfir, en smám saman mun tím- inn sefa sorgina og góðu minning- arnar um hann ylja ykkur um ókomin ár. Við föðursystkinin og fjölskyldur okkar sendum ykkur dýpstu samúðarkveðjur og hlut- tekningu. Einari frænda mínum óska ég velfarnaðar og Guðs blessunar á nýrri vegferð. Þórir Einarsson. Erfitt er að hugsa til þess að sjá ekki Einar framar og þurfa að sætta sig við að hann skuli vera tekinn frá okkur svo skyndilega. Ég var nýlega komin til liðs við Einar á lagnadeOd Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins, þar sem hann hafði starfað frá stofnun deildarinnar árið 1991. Ég hlakkaði til að vinna með honum að frekari verkefnum á lagnasviði og höfðum við undanfarið unnið að undirbún- ingi ýmissa rannsókna. Einar var hugmyndaríkur og duglegur að fá fólk til samstarfs. Átti hann drjúg- an þátt í þeirri undirbúningsvinnu er leiddi til stofnunar Lagnakerfa- miðstöðvar íslands, sem senn tekur til starfa. Hann var ritari vatn- stjónaráðs og vann fjölmörg verk- efni í samvinnu við hagsmunaaðila, s.s. tryggingafélög, vatns- og hita- veitur og verkfræðistofur, auk þess sem hann kenndi á námskeiðum hjá Endurmenntunarstofnun HÍ, Tækniskólanum og Menntafélagi byggingamanna. Ég sé Einar fyrir mér þar sem hann situr á skrifstofunni, alltaf með hurðina opna fram á gang, oft- ast í símanum eða með gest á skrif- stofunni. Einar var einstakt ljúf- menni og það er mér mikils virði að hafa fengið að starfa með honum. Hann var ávallt reiðubúinn til þess að miðla öðrum af þekkingu sinni og tíma, tók öllum vel sem til hans leituðu og liðsinnti eftir bestu getu. Þessi gjafmildi hans á tíma sinn gat komið niður á hans eigin áætlun- um, en það virtist aldrei koma hon- um úr jafnvægi. Hann var alltaf samur við sig, jákvæður, léttur í skapi og traustur samstarfsmaður og félagi sem gott var að leita til og eiga að. Ég er þakklát fyrir kynnin sem hefðu átt að verða miklu lengri og mun geyma hjá mér minninguna um góðan dreng. Votta ég fjöl- skyldu hans mína dýpstu samúð. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir. „Allt verður íslands óhamingju að vopni“ var eitt sinn kveðið. Og það má til sanns vegar færa við hið sviplega fráfall gamals vinar, skóla- bróður og vinnufélaga, Einars Þor- steinssonar. Aðstæður höguðu því þannig að við urðum samstarfs- menn á Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins. Skrifstofur okkar era hlið við hlið og rödd þessa geð- þekka manns barst mér gegnum þilið þegar hann var að leysa vandamál lagnavísindanna. Nú er þar hljótt, - og óklárað bréf á tölvuskjánum. Svona geta hlutirnir gerst hratt, - slæm færð, hvass- viðri og hálka, - og einn af efnilegri byggingarvísindamönnum íslands er fallinn í valinn. Einar var góður drengur sem margir munu sakna sárt. Það kom í minn hlut að annast útgáfu á efni er Einar reit fyrir Rb. og þess samstarfs er ljúft að minn- ast. Hann var vel ritfær og ná- kvæmur. Eftir hann liggja margar skýrslur, rit og Rb.-blöð á sviði lagnamála. Aðrir munu eflaust fjalla um afrek hans þar, en ég kveð þennan ágæta vinnufélaga um leið og ég votta aðstandendum hans dýpstu samúð. Óli Hilmar. Það var snemma morguns föstu- daginn 7. janúar sl. að síminn hringir heima hjá mér. Ég tók upp tólið og segi: „Halló“. Þá er sagt: „Kristján þetta er Ása. Hann Einar dó í bílslysi í nótt.“ Ég var nýbúinn að hlusta á morgunfréttir útvarpsins kl. 7 og heyrði þar, að sagt var frá bílslysi á Vesturlandsvegi. Við þessa frétt féll mér allt verk úr hendi. Ósjálfrátt komu upp í huga minn ótal hugsanir. Að missa einn besta vin sinn er áfall. Við Einar voram að vinna daginn áður við skýrslugerð um ferð okkar til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur í desember sl. í þeim tilgangi að skoða kennsluaðstöðu við iðn- og tækniháskólanám. Ætl- uðum að Ijúka við skýrsluna fyrir kl. 10.00 morguninn eftir og leggja hana fram á stjórnarfundi Lagna- kerfamiðstöðvar Islands kl. 11.00 þann sama dag. Við voram búnir að vera sam- starfsmenn og góðir vinir frá okkar fyrstu kynnum, sem hófust er hann hóf nám í blikksmíði árið 1968, og á þau góðu kynni hefur aldrei borið skugga. Hann var sérstakt ljúfmenni og traustur vinur. Ég heyrði hann aldrei tala styggðarorð til nokkurs manns eða tala illa um nokkurn mann. Einar var alltaf tilbúinn að hjálpa öðram. Hann var sú mann- gerð sem lét aðra ganga fyrir en var sjálfur númer tvö. Leiðir okkar Einars lágu saman innan blikksmíðastéttarinar. Einar var góður handverkmaður og góður tæknimaður. Hann tók hæsta próf sem tekið hefur verið við svein- spróf í blikksmíði. Við unnum saman á byggingar- deild Borgarverkfræðings og þar fékk ég að njóta hanns „teóretisku" sérþekkingar. Það var þar sem við byrjuðum saman að úrbótum í blikksmíðafaginu og þeirri vinnu, er enn ólokið. Einar gerðist starfsmaður fræðslunefndar í blikksmíði árið 1976. Það var upp úr því sem okkur tókst að breyta gömlum kennslu- háttum í blikksmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Þá komu þar inn stundakennarar með sérþekkingu í blikksmíðafaginu. Einar kenndi þar einnig sjálfur í nokkur ár. Á sama tíma var Einar að skrifa námsski’á fyrir blikksmíði og við- miðunargrundvöll fyrir sveinspróf í blikksmíði. Þetta var fyrsta náms- skráin sem skrifuð var fyrir málm- iðnaðargrein og_ má sjá hana í Blikksmíðasögu Islands, öðra bindi, sem út kom 1980. Fljótlega eftir að tækninámi lauk hóf Éinar störf _sem stundakennari við Tækniskóla íslands. Hann hefur alla tíð síðan unnið ötullega fyrir blikksmíðafagið. Hann hefur bæði samið efni fyrir endurmenntunarnámskeið og kennt á þeim og átti hann rétt ólokið við áfangalýsingar fyrir nám í 5. og 6. hluta (önn) náms í blikksmíði. Frá- fall Einars er mikið áfall fyrir okk- ur í lagnaiðngreinum. Hann vann ásamt fleiram að stofnun Lagnafélags íslands. Stofn- un þess var í þeim anda sem okkar markmið stefndi að; þ.e. að stuðla að fræðslu í iðn- og tæknimenntun. Einar sat í fyrstu stjórn félagsins, sem var stofnað 1986, og var for- maður þess 1990. Hann hefur alla tíð síðan gegnt trúnaðarstörfum innan Lagnafélags Islands. Þá sjaldan að við Einar voram ekki sammála var tekist einarðlega og málefnalega á og fylgt fast eftir, en styggðarorð féllu aldrei í minn garð frá Einari, þótt ég e.t.v. hefði átt þau skilið. Við skildum aldrei ósáttir. Hann hafði sérstaklega góða stjóm á skapi sínu. Einar vann innan Lagnafélagsins að stofnun lagnadeildar Rannsókn- arstofnunar byggingariðnaðarins, sem var stofnuð árið 1991, að frum- kvæði Lagnafélags íslands. Var Einar í upphafi ráðinn deildarstjóri deildarinnar. Hann hefur veitt henni forstöðu síðan og byggt hana upp frá granni. Það var mikil vinna að byggja upp lagnadeildina hjá Rb deild á sviði sem lítil umræða hefur átt sér stað um og því lítið þekkt í þjóðfélaginu. Allt frá því að Lagnafélagið var stofnað 1986 höfum við unnið sam- an að því að sýna fram á þörfina fyrir aukið samstarf allra lagna- manna, bæði í skólum og atvinnu- lífi, til að koma upp aðstöðu til kennslu og þjálfunar í lagnafræð- um. Nú er það átak orðið að vera- leika með stofnun Lagnakerfamið- stöðvar Islands sem rísa mun við hliðina á fyrram vinnustað Einars heitins og teljast mun hluti af hans verkum. Hann var ávallt frá upp- hafi í fremstu röð við undirbúning og framkvæmd að stofnun Lagna- kerfamiðstöðvarinnar og átti sæti sem varamaður í stjórn hennar. Ég ber Einari bestu kveðjur frá Lagnafélagi íslands og Lagnaker- famiðstöð Islands með þakklæti fyrir hans fórnfúsu og góðu störf í þágu lagnaiðnaðarins. Það er sagt, að alltaf komi maður í manns stað, en seint verður sæti Einars skipað manni með hans kostum og hugarfari. Það er sárt að missa góðan vin og félaga, en góðar minningarnar lifa. Ég vil þakka Einari fyrir alla þrautseigjuna við fundarsetu og nefndastörf, sem undantekningar- lítið vora utan hins hefðbundna og einatt langa vinnutíma, en víst er að þessir fundir skiluðu góðum ára- ngri. Þá vil ég þakka fyrir hjálpina og samverustundirnar sem orðnar era margar, bæði í vinnunni og í frístundum. Vertu sæll kæri vinur. Ég og fjölskylda mín vottum fjöl- skyldu hans okkar dýpstu samúð og megi góður Guð vera með þeim og styrkja. Kristján Ottósson. í svartasta skammdeginu berst frétt um hörmulegt bflslys. Við vinnufélagar Einars eram harmi slegin, og hugur okkar allra leitar sérstaklega til hans Hjalta sem svo oft kom með pabba sínum 1 vinn- una. Það var sannarlega ánægju- legt að fylgjast með því hve sam- rýndir þeir feðgar vora, og einlæg umhyggja Einars fyrir Hjalta fór ekki framhjá neinu okkar. Missir þinn er meiri en hægt er að ímynda sér, elsku Hjalti, og við hugsum öll til þín og biðjum guð að gefa þér styrk. Einar hóf störf á Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins árið 1991 sem sérfræðingur á lagna- sviði, en lagnadeild var þá í fæð- ingu á Rb. Hann veitti deildinni forstöðu og var reyndar eini starfs- maður hennar þar til á síðasta ári. Einar var tæknifræðingur og blikksmiður og hafði um árabil starfað við ráðgjöf og aflað sér víð- tækrar reynslu og tækniþekkingar um lagnir. Það var því mikill feng- ur fjrrir stofnunina að fá hann til starfa, og má segja að hann hafi unnið mikið brautryðjandastarf á þessu sviði. Einar var sérstaklega góður fé- lagi, alltaf tilbúinn að spjalla, gefa góð ráð og slá á létta strengi. Hann var boðinn og búinn til starfa að fé- lagsmálum starfsmanna og tók virkan þátt í félagsstarfinu. „Hann var drengur góður“ er eitt mesta hrós sem menn gátu fengið í Is- lendingasögunum. Þessi orð lýsa Einari vel, og hans er sárt saknað af starfsfélögum og skarð hans verður vandfyllt. Fjölskyldu hans sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi allar góðar minningar um góðan dreng styrkja ykkur í sorg- inni. Starfsfélagar á Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. Kveðja frá Félagi blikksmiðjueigenda Með skyndilegu fráfalli Einars Þorsteinssonar sjáum við í blikk- smíðagreininni ekki aðeins á eftir góðum dreng, sem var hvers manns hugljúfi, heldur einnig eins okkar allra virtasta sérfræðings í faginu. Hann var sífellt að fylgjast með nýjungum, laga þær að íslenskum aðstæðum og koma á framfæri víð- tækri þekkingu sinni til þess að hún nýttist fleirum og kæmi að sem mestu gagni í daglegu starfi. Þessir eðliskostir Einars settu hann á sérstakan stall meðal allra sem komu nálægt blikksmíðagrein- inni sem er orðin mjög tæknivædd hin síðari ár, bæði að því er tekur til viðfangsefnanna sjálfra og ekki síður verktæknilegra úrlausna þeirra. Flókin loftræstikerfi í hús- um hafa ratt sér til rúms og tölvu- stýrðar vélar eru nú orðnar sjálf- sagður hlutur í mörgum blikk- smiðjum. I öllum þessum umbreytingum hefur Einar Þorsteinsson verið boðinn og búinn að styðja vð skipu- lagningu endurmenntunar starfs- manna blikksmiðja, hann hefur ver- ið lykilmaður í endurskipulagningu iðnnáms blikksmiða, sem fram hef- ur farið síðustu misseri, og látið sig varða allt sem til framfara horfir í greininni. Síðustu ár hefur fáum málum, ef nokkram, verið ráðið á því sviði nema Einars hafi notið við með einum eða öðram hætti; skörp greind hans og endalaus vilji til að vinna að framföram í blikksmíða- greininni hefur verið ómetanleg fyrir þessa vaxandi atvinnugrein og verður það seint fullþakkað. Af öllu þessu má ráða að missir- inn er mikill og ekki séð hvernig skarðið verður fyllt. Þó skiptir mestu að við höfum misst frábæran félaga, sem var ákaflega þægilegur og látlaus í allri framgöngu og naut svo víðtæks trausts að einstakt má telja. Um leið og ég, fyrir hönd Félags blikksmiðjueigenda, færi Einari Þorsteinssyni hugheilar þakkir fyr- ir frábært framlag hans til blikk- smíðafagsins þá era hans nánustu fluttar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall hans. Félag blikksmiðjueigenda, Kolviður Helgason, formaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.