Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 5lf&
ADDBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR
+ Addbjörg Sigurð-
ardóttir fæddist í
Reykjavfk 14. janúar
1918. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð 6. janúar
síðastliðinn. Forcldr-
ar hennai- voru Ingi-
björg Jónsdóttir frá
Nýjabæ í Garði, f. 27.
júlí 1885, d. 13. maí
1966, og Sigurður
Eyjólfsson frá Nýja-
bæ í Landbroti, f. 22.
júní 1876, d. 15. mars
1921. Addbjörg ólst
upp í Litlu Brekku á
Grímsstaðarholti. Systkini hennar
voru Helgi Marís, f. 1906, d. 1981,
Jón, f. 1908, d. 1980, Eðvarð, f.
1910, d. 1983, Guðrún, f. 1911, d.
1965, Guðríður, f. 1914, d. 1988,
Sigríður, f. 1921. Hinn 10. október
1937 giftist Addbjörg Guðjóni
Bjarnasyni brunaverði, f. 10. nóv-
ember 1904, d. 12. apríl 1978. Þau
hjónin bjuggu öll sín búskaparár í
Reykjavík, fyrst á Karlagötu og
siðan á Hringbraut, en árið 1960
fluttu þau að Grandavegi 4 og
bjuggu þar lengst af. Árið 1986
fluttist Addbjörg að Iljallaseli 39 í
parhús tengdu hjúkr-
unarheimilinu í
Seljahlíð. Seinustu
árin bjó hún í ein-
staklingsíbúð í Selja-
hlíð. Börn Addbjar-
gar og Guðjóns urðu
fimm: 1) Birgir, f. 15
júm' 1937, d. 3. janúar
1992, maki Ásta Þór-
arinsdóttir. 2) Haf-
steinn, f. 14. desem-
ber 1943, í sambúð
með Rúnu Trakulma.
3) Reynir, f. 21. júní
1948, maki Hafdís Ól-
afsdóttir. 4) Sigrún,
f. 19. júní 1950, maki Grímur A.
Grímsson, d. 31. maí 1998.5) Helga
María, f. 7. maí 1953, maki Pétur B.
Snæland. Barnaböm Addbjargar
og Guðjóns em níu og barnabarna-
börnin tíu. Addbjörg vann við upp-
eldi og heimilisstörf fyrstu árin, en
seinna hóf hún störf hjá Þjóðleik-
húskjallaranum, Hótel Sögu og síð-
ast Bæjarútgerð Reykjavíkur sem
seinna þekktist sem Grandi hf. Þar
lauk starfsferli hennar árið 1987.
Útför Addbjargar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Mig langar til að minnast tengda-
móður minnar, hennar Oddu eins og
hún var ávallt kölluð meðal vina, nú
við fráfall hennar.
Kynni okkar hófust í Vinnslustöð-
inni í Vestmannaeyjum þar sem hún
starfaði um hríð, vorið 1971. Það varð
mér mikið gæfuspor að dóttir hennar
kom í heimsókn og einn daginn hitt-
umst við uppi á Heimakletti og upp
frá því varð hún Adda ekki „umflúin"
enda áttum við eftir að þola hvort
annað í tæp 29 ár. En það verð ég að
segja að þótt okkur hafi stundum
greint á, hafa þessi ár verið mér lær-
dómsrík og ég kynnst kostum sem
margir mættu búa yfir.
Til að mynda bjó ég hjá þeim Öddu
og Guðjóni á Grandaveginum í um
það bil eitt ár áður en við Helga gift-
um okkur. Það er óhætt að segja að
það ár sem ég var hjá þeim hafi verið
dekrað við mann að öllu leyti og þá
sérstaklega í mat og öðrum trakter-
ingum, enda var mútta, eins og ég
kallaði hana oftast, stanslaust á þön-
um við að elda og baka ofan í þá sem
komu í heimsókn og var það nánast
kraftaverk ef maður fékk hana til að
setjast niður eitt andartak. Nú svo ef
eitthvað var að bílnum hjá manni var
Guðjón búinn að gera við hann áður
en maður leit við. Eftir að við fluttum
til Keflavíkur var nánast eins og við
hefðum flutt í næsta hús. Alltaf voru
þau að koma til okkar eða við fórum í
bæinn og gistum hjá þeim.
Hinn 12. apríl 1978 lést Guðjón og
missti þá Adda einstakan eiginmann
og ég frábæran tengdaföður en Guð-
jón var einstakt Ijúfmenni og voru
það forréttindi að fá að kynnast hon-
um. Eftir andlát Guðjóns varð sam-
band okkar múttu enn meira og varð
það mér mikil ánægja að fá að rétta
henni hjálparhönd við hin ýmsu við-
vik sem hún þurfti á að halda og ég
gat eftir mætti rétt henni.
Árið 1986 flutti mútta í parhús fyrir
eldri borgara í Hjallaseli 39 þar sem
hún bjó sér yndislegt athvarf og ég
tala nú ekki um eftir að hún bætti við
smá garðstofu. Það þótti ekki lítið
gaman fyrir börn okkar Helgu,
Berglindi og Guðjón, að fá að fara í
heimsókn til Öddu ömmu og kannski
að fá að gista líka en ef svo bar undir
var farið út í sjoppu og keypt fullt af
nammi og svo smá lakkrís handa
ömmu.
Margar ferðir fórum við með henni
út á land og var ýmist gist á hóteli eða
í tjöldum og það var einmitt við slíkar
aðstæður sem mútta naut sín hvað
best. En þá tókst henni að töfra fram
heilu gala-réttina á prímusinn og vai-
maður litinn öfundaraugum af öðrum
tjaldbúum fyrir vikið.
Eins og ský dregur fyiir sólu fórst
þú að missa heilsuna, kæra mútta, og
hefði ég viljað njóta samvista við þig
miklu lengur. En við örlögin verður
ekki ráðið og smám saman þvarr sá
styrkur er hafði drifið þig áfram. Að
lokum fékkst þú inni á hjúkrunar-
heimilinu Seljahlíð þar sem þú naust
frábærrar þjónustu starfsfólksins og
ekki síst síðustu dagana í þínu lífi hér
á jörð á sjúkradeildinni á sama stað.
Ég þakka þér samfylgdina frá
Vestmannaeyjum til dagsins í dag,
kæra mútta, og megi Guð geyma þig.
Þinn tengdasonur,
Pétur B. Snæland.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Addbjargar Sigurðardóttur.
Milli fjölskyldu minnar og hennar
Öddu hefur um langt árabil verið mik-
ill samgangur enda voru afi og Guð-
jón Bjamason maður Öddu systkina-
böm. Segja má að straumhvörf hafi
orðið í þessum samskiptum árið 1973,
þegar Vestmannaeyjagosið hófst. Þá
má með sanni segja að Guðjón og
Adda hafi opnað heimili sitt fyrir Fag-
urlystarfjölskyldunni og fyrstu dag-
ana eftir gosið gistu nær 20 manns úr
fjölskyldunni á Grandaveginum og
var sofið um öll gólf. Þá sannaðist enn
og aftur hversu gestrisni þeirra Öddu
og Guðjóns var mikil og þau vildu allt
fyrir þessa flóttamenn úr Vestmanna-
eyjum gera. Hluti fjölskyldunnar
dvaldi um nokkum tíma á Granda-
veginum á meðan leitað var að hús-
næði og fáum við þeim hjónum ekki
fullþakkað fyrir þessa miklu aðstoð.
Samskipti og samgangur á milli okk-
ar jókst til muna eftir þetta og þótt
fjölskyklan flytti fljótlega til Eyja á
ný voram alltaf í sambandi við Óddu
og Guðjón og aldrei var komið svo til
Reykjavíkur án þess að heilsa upp á
þau hjónin. Á háskólaáram undirrit-
aðs naut ég gestrisni og velvilja
þeirra hjóna nær daglega og var
hjálpsemi þeirra nær einstök.
Á vordögum árið 1978 missti Adda
hann Guðjón sinn og var missir henn-
ar mikill. Þau höfðu verið svo sam-
rýnd og indæl saman og var mjög
skemmtilegt að vera með þeim. Ekki
urðu samskipti okkar í fjölskyldunni
minni eftir fráfall Guðjóns og reynt
var að aðstoða hana eftir bestu getu.
Fjölskylda mín hefur ávallt reynt að
heimsækja Öddu á ferðum sínum til
höfuðborgarinnar, sérstaklega á með-
an Adda bjó á Grandaveginum. Ekld
var óalgengt að einhver okkar fengju
að gista og var það sjálfsagt mál, rétt
eins og við ættum þama heima. Fyrir
allmörgum áram flutti Adda sig um
set og settist að í Seljahlíð.
En Adda var um margt sérstök
kona. Henni vora allir svo kærir og
hún vildi allt fyrir alla gera. Það var
sérstök upplifun að heimsækja hana
og vera í návist hennar. Hún gat helst
aldrei setið kyrr á meðan einhver var
í heimsókn hjá henni því hún var allt-
af eitthvað að gera, laga kaffi, finna
meðlæti, laga mat o.s.f.v. Þáð var því
ósjaldan sem maður varð að skipa
henni að setjast svo hægt væri að
ræða við hana í góðu tómi, en þannig
var hún Adda og það var ekki
áhlaupaverk að breyta henni.
Hin seinni ár hafði heilsu Öddu
heldur hrakað enda hún búin að skila
fullu lífsstarfi en um langt árabil hafði
hún unnið hjá Bæjarútgerð Reykja-
víkur sem fiskvinnsluskona auk þess
að sinna fjölskyldu sinni.
Elsku Adda mín, ég veit að þú ert
hvíldinni fegin og nú sameinist þið
Guðjón á ný og ég veit að ykkur mun
líða vel saman um ókomna tíð. Við í
Fagurlystarfjölskyldunni í Vest-
mannaeyjum viljum þakka þér fyrir
allt sem þú gerðir fyrir okkur og allar
þær ánægjustundir sem við áttum
með þér og Guðjóni.
Elsku Hafsteinn, Reynir, Sigrún
og Helga María, við sendum ykkur og
fjölskyldum ykkar okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan guð
að vemda ykkur og styrkja um alla
framtíð.
Elsku Adda mín, hvíl þú í friði.
Fyrir hönd Fagurlystarfjöldskyld-
unnar í Vestmanneyjum.
Hörður Oskarsson.
Mig langar að minnast nokkrum
orðum föðursystur minnar, Add-
bjargar Sigurðardóttur eða Öddu
frænku, eins og ég kallaði hana alltaf.
Adda var fædd á því viðburðaríka
ári 1918 og einhvem tímann heyrði ég
hana segja á sinn gamansama hátt:
„Frostaveturinn mikla var þrennt
annað, sem dundi yfir Island. Það var
Kötlugosið, spánska veikin og ég !“
Og þetta var sannarlega ekki svo frá-
leit samlíking hjá henni. Það var
kraftur í henni eins og Kötlu gömlu,
hlátur hennar var smitandi eins og
spánska veikin, en sjálf var hún ein-
stök að svo mörgu leyti. Hún eignað-
ist frábæran eiginmann og þrátt fyrir
nokkum aldursmun vissi ég aldrei til,
að neinn skugga bæri á þeirra samlíf.
Þau vora ákaflega samhent í öllu sem
þau gerðu og alltaf var svo notalegt að
koma á heimili þeirra, fyrst á Karla-
götu 21, þá Hringbraut 107 og loks
Grandavegi 4.
Adda var hreinasti snillingur í öllu
heimilishaldi, ekki síst veisluhöldum.
Ógleymanleg era t.d. jólaboðin henn-
ar á annan í jólum þar sem fjölskyldur
beggja og vinir komu saman og nutu
gestrisni þeirra hjóna. Þetta vora
gjaman fjölmenn samkvæmi, bæði
fullorðnir og böm. Adda var auðvitað
aUtaf hrókur alls fagnaðar og naut sín
því betur sem gestimir vora fleiri.
Nú mætti halda, að undirritaður
hafi eingöngu fest matarást á Öddu,
en fullyrt skal, að það risti dýpra,
enda manneskjan einkar hlý og
skemmtileg, reglulegur vinur vina
sinna, eins og oft er sagt.
Eitt vU ég nefna, sem varð tU þess
að ég var á tímabUi eins og „grár kött-
ur“ á heimUi þeirra Öddu og Guðjóns:
Þegar ég var 14 ára gamall eignaðist
hún píanó, mikinn forláta grip af
Steinway gerð og bauð mér, ef ég
vildi læra að spila, að æfa mig þá
heima hjá þeim. Ég tók þessu góða
boði og næstu 2-3 árin, eða þar tU ég
eignaðist sjálfur hljóðfæri, leið vart sá
dagur að ég sæti ekki, jafnvel klukku-
stundum saman, í stofunni á Hring-
braut 107 og glamraði á píanóið. Þol-
inmæðin sem öll fjölskyldan sýndi
þama verður seint að fullu metin.
Enda þótt ekki yrði mikið úr tónlist-
amáminu sem slíku bar þessi þolin-
mæði þann ávöxt, sem ég hef ætíð síð-
an haft ómælda ánægju og stundum
jafnvel lifibrauð af.
Til marks um það hve milöls ég
mat Öddu langar mig að segja frá því,
að þegar við Kristín trúlofuðum okk-
ur fór ég fyrst upp á Landspítala, þar
sem Adda lá sjúk, og sýndi henni
hringana áður en þeir vora settir upp.
Hún lagði blessun sína yfir ráðahag-
inn og hefur sú blessun dugað vel allt
fram á þennan dag.
Nú að leiðarlokum biðjum við
Kristín henni blessunar á hennar síð-
asta ferðalagi og þökkum henni
ánægjulega samfylgd. Við vitum, að
fagnaðarfundir verða með þeim Guð-
jóni. Öllum afkomendum þeiiTa vott-
um við samúð.
Blessuð sé minning Öddu frænku.
Sigurður Jónsson.
AXEL H.
MAGNÚSSON
+ Axel H. Magnús-
son fæddist í
Hvammi í Vest-
mannaeyjum hinn 28.
maí árið 1914. Hann
lést á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund
8. janúar síðastliðinn.
Axel var sonur hjón-
anna Magneu Gísla-
dóttur og Magnúsar
Þórðarsonar. Hann
ólst upp í Vestmanna-
eyjum og á Núpi und-
ir Eyjafjöllum. Al-
bræður hans voru
tveir, Hafsteinn, f.
1913, hann dvelur nú á Elli- og
Föðurbróðir minn Axel H. Magn-
úser látinn 85 ára að aldri.
Axel var hæglátur maður og
hlédrægur, hann kvæntist ekki, bjó
alla tíð einn og hafði ekki náin sam-
skipti við marga á lífsleiðinni. Það
var fyrst upp úr 1970 að kynni okk-
ar hófust með því að hann keypti
sumarbústað í Mosfellsdal. Á ferð-
um sínum þangað tók hann að
leggja leið sína að Sveinsstöðum í
Mosfellssveit sem þá var heimili
foreldra minna og varð síðar mitt.
Eftir að foreldrar mínir fluttu burt
hélt Axel áfram heimsóknum sínum
til okkar hjóna sem þá vorum ung
og barnlaus. Með okkur tókst vin-
átta og gagnkvæmt traust sem
hélst til hinsta dags.
Axel var mér einstaklega hjálp-
legur við hvers konar framkvæmdir
meðan heilsa hans leyfði og vildi fá
að taka þátt í öllu því sem ég tók
mér fyrir hendur. Dugnaður hans
og verklagni kom mér oft á óvart.
Hann fylgdist af áhuga með börn-
um okkar vaxa úr grasi og þó hann
virtist heldur afskiptalaus hændust
þau að honum og tóku fagnandi á
móti honum þegar hann birtist. Það
gerðu gæludýrin á heimilinu líka
því hann var mikill dýravinur.
Axel las mikið, hafði áhuga á bók-
menntum og listum og hann fylgd-
ist vel með þjóðmálunum. Hann var
smekkmaður og umtalað í fjölskyld-
unni hversu mikið snyrtimenni
hann var og vel til fara á sínum
yngri árum.
Arvissar ferðir okkar á æskuslóð-
fr hans austur undir Eyjafjöllum
voru okkur báðum tilhlökkunarefni.
Beðið var eftir réttu ferðaveðri, sól-
ríkum sumardegi þegar sveitin sem
hann hafði svo sterkar taugar til
skartaði sínu fegursta. Hápunktur
ferðanna var þó heimsókn okkar á
bæina Hvamm og Núp þar sem
æskuvinir Axels búa. Þar var okkur
hjúkrunarheimilinu
Grund, og Ólafur
Þorbjörn, f. 1916, d.
1943. Eftirlifandi
hálfsystkini hans eru
tíu.
Um tíma rak Axel
útgerð frá Vest-
mannaeyjum ásamt
fleirum en lengst af
starfaði hann sera
línumaður og símsm-
iður hjá Landsíma Is-"^
lands eða samfellt frá
árinu 1945 tU 1982.
Útför Axels fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 17. janúar.
ávallt tekið opnum örmum jafnvel
með söng og orgelundirleik. Þær
stundir eru mér nú kærar minning-
ar.
Með þessum fáu orðum kveð ég
góðan félaga og vin. Ég og fjöl-
skylda mín munum varðveita minn-
inguna um hann.
Magnús H. Magnússon.
Fyrir fáum dögum andaðist Axáf^
Magnússon eftir stutt veikindi. Líf-
ið kvaddi hann á jafn hógværan
hátt og hann hafði lifað því. Frá ár-
inu 1968 hafa leiðir okkar legið
saman hjá Landssímanum þar sem
hann vann frá árinu 1945. Axel var
dulur maður og hafði sig lítt í
frammi en á góðum stundum gat
hann verið allra manna skemmti-
legastur og sagði vel frá. Hann til-
heyrði þeirri kynslóð sem hafði orð-
ið að berjast fyrir lífsafkomu sinni í
kreppunni og eins og títt er um bá-
sem það reyndu lærði hann að veL^
gengni er ekki sjálfgefin. Baráttan
um brauðið setti mark á menn sem
þeir báru alla ævi. Um þessa lífs-
baráttu sína talaði hann stundum
og gátu þeir sem á hlýddu margt af
því lært og öðlast skilning á því
hvers vegna verðmætamat þeirrar
kynslóðar er annað en þeirra sem
nú eru að alast upp.
Axel var snyrtimenni og sást það
á öllum hans verkum sem og á hon-
um sjálfum. Eftir að Axel var hætt-
ur að vinna kom hann daglega við á
gamla vinnustaðnum sínum og hélt
sambandi við félaga sína. Axel var
einhleypur og bjó einn þar til á síð-
asta ári að Elli kerling fór að segja
til sín og hann flutti á elliheimili. 'm
Að lokum vil ég þakka Axeli
Magnússyni fyrir ánægjulega sam-
fylgd og votta fjölskyldu hans sam-
úð mína.
Einar Oddgeirsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blómabúðin
öarðsKom
v/ Possvogski»*kjMgai»ð
Símii 554 0500
Blómastofa
Friðjfnns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.