Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 54
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ELÍN G. " JÓHANNESDÓTTIR + Elín G. Jóhannes- dóttir fæddist á Sauðárkróki 6. nóv- ember 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur mánudaginn 10. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Björnsson, fæddur á Vallanesi í Skaga- firði, siðar kenndur ^’við Kolgröf, 14.9. 1875, d. 18.6. 1919, og Ólína Björg Bene- diktsdóttir fædd í Vindhælishreppi, A-Húnavatnssýslu, 6.3. 1881, d. 18.6.1957. Elín átti þrjú alsystkin; Jóhönnu, f. 9.5.1907, d. 24.6.1980, Hólmfríði, f. 23.9. 1911, og Björn, f. 6.2. 1913. Hálfsystir Elínar samfeðra var Ólöf f. 5.2.1902, d. 18.3.1952. Hinn 30. desember 1938 giftist Elfn Guðmundi Marínó Ingjalds- syni, sjómanni og síðar verkstjóra hjá Hrafnistu í Reykjavík. Hann fæddist í Reykjavík 2. september ^ 1912, d. 11.2. 1979. Foreldrar - -^hans voru Ingjaldur Þórarinsson frá Bæ í Kjós, f. 5.12.1874, d. 1.11. 1961, og Þóra Pétursdóttir frá Miðdal í Kjós f. 20.7. 1883, d. 17.3. 1959. Elín og Guðmundur Marinó bjuggu alla tíð í vesturbænum í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Þóra Björg, f. 29.12. 1940, maki Skúli Guð- brandsson. Synir þeirra eru Guð- mundur Marinó og Guðbrandur. 2) Jó- hanna Bergljót, f. 12.6. 1943, maki Al- bert B. Ágústsson. Börn þeirra eru Kristinn, Marinó og Hildur Rut. 3) Einar Leifur, f. 12.12. 1951, maki hans var Björg Guðmundsdóttir. Þau skildu. Dætur þeirra eru Guð- rún og Ólína Björg. Maki Einars er Guðrún Björnsdóttir. Dætur þeirra eru Ólöf Eva og Tinna. 4) Ólöf, f. 12.12. 1951, maki Þórður Ásgeirsson. Böm þeirra em Elín, Sigrún Ása og Kjartan Öm. Barnabamabörn Elínar eru tvö. Utför Elínar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. í dag verður jarðsungin elskuleg tengdamóðir mín, Elín Gíslijana Jó- hannesdóttir. Kynni mín af Elínu hófust fyrir hartnær 30 árum er ég knúði eitt sinn dyra og vildi eiga orð við yngstu dóttur hennar. Bauð hún mér að ganga inn og var ég ávallt velkominn síðan. Okkar kynni voru löng og góð. Þeim verða ekki gerð _pgkil í fáum orðum svo vel sé gert. ptíssi trausta skagfírska kona kom mér ávallt fyrir sjónir sem óvenju ráðvönd og háttvís. Hún sóaði sjald- an tíma sínum á fánýtan hátt og var sífellt að snyrta og fegra umhverfi sitt með alúð. Þessi einlæga kona gerði sér far um að lifa í samræmi við trú sína. Ég, sem og fjölmargir aðrir, naut góðs af umhyggju hennar og ástríki. Kæra tengdamóðir, ég minnist síðasta ævikvölds þíns er ég bar þér síðustu kveðju mína og fjölskyldu minnar. Þá vissi ég ekki að þetta yrði okkar síðasta stund saman. Vissulega varstu mædd af lífsins hlaupi og daufur loginn á lífsins kerti. Ég þakka þér í einlægni allar *lundir og umhyggju þína fyrir fjöl- skyldu minni. Eg bið Guð almáttug- an, þinn besta vin, þig að geyma. Þórður Ásgeirsson. Þessi mánudagur var ósköp nap- ur. Ég vaknaði snemma, fór fram og kveikti á kertum. Þess minnist ég ekki að hafa gert áður svona snemma dags. Þó var ég grunlaus um að þú værir að kveðja, elsku amma. Þegar mamma hringdi svo stuttu síðar komu fréttirnar sem reiðarslag. Ég var ekki tilbúin að kveðja þig, hefði eflaust aldrei verið tilbúin því þig hefði ég viljað hafa hjá mér alltaf. Þú varst svo falleg, ^i^artahlý og góð. Þegar ég hugsa til baka get ég ekki annað en brosað því minningamar eru margar og góðar. Þegar þú bjóst á Sólvallagötunni brösuðum við frændsystkinin ýmis- legt þegar við komum í heimsókn. Garðurinn þinn var fallegur og þar hafði afí hlaðið steinum upp við ílaggstöngina sem voru í laginu eins ^XXXXXXXXXXXIXXX^ H ^ Erfisdrykkjur *- P E R L A N Sími 562 0200 AxxiIIIIIIIIIITI^ og stóll. Ég kallaði þetta hásætið og skiptumst við á að setjast í það af og til þegar við vorum að leika okkur. Mér fannst þetta sæti alveg gífur- lega merkilegt og til eru myndir af mér þar sem ég sit þar stolt. Við ímynduðum okkur líka að það væri draugagangur í kjallaranum þegar myrkur var og fannst við miklar hetjur að þora þar niður. Það var alltaf svo gaman að koma og gista hjá þér. Ég man þegar ég byrjaði í menntaskóla gisti ég hjá þér á Reynimelnum þegar ég var að lesa fyrir mín fyrstu próf. Ég tók þau mjög alvarlega og fannst notalegt að lesa hjá þér í nokkra daga. Þú gekkst svo hljóðlega um til að trufla ekki námsmanninn. Þess á milli mallaðir þú eitthvert góðgæti handa mér og ýttir á mig ef ég ætlaði að verða löt. Þú vissir svo mikið, varst alltaf að lesa þér til um hluti. Oft kom það fyrir að ef eitthvað bjátaði á kunnir þú lausn á því, hafðir lesið um það í einhverju blaði og oft dönsku blaði. Ég fór stundum að hlæja að þessum lausnum hjá þér en þú lést þig ekki og hafðir tröllatrú á þessu. Það kom mér samt aldrei á óvart þegar þessar lausnir þínar virkuðu því ég trúði því alltaf að þú gætir allt. Heimili þitt var alltaf svo fallegt og snyrtilegt. Mér fannst alltaf gam- an að skoða það sem þú áttir og það sem þú hafðir gert sjálf. Þú varst svo lagin í höndunum. Þú varst líka allt- af svo dugleg og sterk, gafst aldrei upp þó að eitthvað bjátaði á. Ég lærði svo mikið af þér og þú gafst mér svo margt sem ég á eftir að búa að alla tíð. Það var svo ánægjulegt hvað þú varst mikið heima hjá okkur. Stund- um gistir þú hjá okkur eina helgi í mánuði eða oftar. Þá sátum við iðu- lega lengi fyrir framan sjónvarpið fjölskyldan eða spjölluðum fram eft- ir. Ég minnist ekki jólanna öðruvísi en að þú hafir verið með okkur á að- fangadag. AUtaf varstu jafn hissa þegar lesinn var upp pakki til þín þó að þú ættir flestar gjafirnar undir trénu. Þú gistir svo hjá okkur á jól- unum og stundum fleiri en eina nótt. Okkur systkinunum fannst alltaf svolítið tómlegt fyrst eftir að þú varst farin því það var svo notalegt að hafa þig hjá okkur. Það verður skrítið að halda jólin án þín. Mér finnst ég svo lánsöm að hafa átt svona góða ömmu og hvað við vorum nánar. Minningar mínar um þig eiga sér fastan stað í hjarta mínu. Þær mun ég ávallt varðveita vel. Þó að ég hugsi til þín með mikl- um söknuði veit ég að nú er þjáning- um þínum lokið og ég trúi að þú sért í góðum höndum á öruggum stað. Ég vil kveðja þig með bæn sem þú kenndir mér og á alltaf eftir að minna mig á þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (H.P.) Ég bið Guð að varðveita þig og leiða á ókunnugum stigum. Þín Elín. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín mikið og mun aldrei gleyma þér. Þú varst mín einka- amma því afar mínir og hin amma mín létust fyrir eða stuttu eftir fæð- ingu mína. Þú varst mér ávallt góð og einnig öllum öðrum sem þekktu þig. Ég man þegar þú varst að passa mig þegar ég var lítill eða þegar ég var í heimsókn með mömmu og pabba á Reynimelnum, þá kom Bjössi stundum í heimsókn og ég var viss um að hann væri kærasti þinn. Já, ég var búinn að eignast nýjan afa. En svo komst ég að því að hann var nú bara bróðir þinn. Þín á eftir að verða sárt saknað og þá kannski sérstaklega á jólunum, því ekki man ég eftir þeim án þín þar sem þú situr í sófanum og ert alltaf jafn hissa þegar þú færð pakka. Amma, ég kveð þig hér í síðasta sinn en þú munt alltaf lifa í brjósti mínu. Ég vil flytja þér hér bæn sem kannski á nokkurn hátt lýsir því hvernig þú varst. Drottinn Guð og faðir, veit okkur þá náð að elska hvem þann sem á vegi okkarverður. Við áköllum miskunn þína og biðjum fyrir öllum, sérstaklega þeim, sem þú hefur gefið okkur til samfylgdarílífinu. Gef þeim, Drottinn, langt umfram allt sem við kunnum að biðja eða hugsa. Lát þau ávallt vera í vemd þinni og handleiðslu. Hjálpa þeim að elska þig og lát þau að lokum eignast lífið eilífa, óforgengilega. Þér sé dýrð að eilifu. Amen. (Anselm.) Þinn Kjartan Örn Þórðarson. Með þessum orðum vil ég kveðja þig elsku amma mín. Ég á svo marg- ar góðar minningar um þig sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Þú varst mér alltaf svo góð og kenndir mér svo margt, bæði um lífíð og dauðann. Þess vegna er ég sannfærð um að núna ertu á góðum stað í öruggum höndum. Þú varst sérstök kona amma mín, svo hlý og góð. Með hæfileikum þínum og visku varstu öðrum til styrktar og þar á meðal mér. Heima hjá þér var allt svo snyrti- legt og fallegt. Hvergi var í-ykkom að sjá og allt í röð og reglu. Þú varst mjög lagin í höndunum og alltaf að dunda eitthvað þér til ánægju, saum- aðir, málaðir og föndraðir. Þú hafðir mikinn áhuga á blómum, hugsaðir ávallt vel um blómin þín og hugaðir að blómum annarra. Þér tókst alltaf að halda blómunum þínum á lífi með alls kyns brögðum. Þegar ég var yngri kom ég oft og gisti hjá þér á Reynimelnum, þá brölluðum við tvær ýmislegt saman. Við fórum iðulega í gönguferð sam- an því það gerðir þú daglega og varst alltaf að brýna fyrir mér mikil- vægi þess að hreyfa sig. Um kvöldið sátum við svo hlið við hlið fyrir fram- an sjónvarpið og borðuðum hvor sinn greipávöxtinn með skeið. Þú bauðst mér stundum að sofa 1 auka- herberginu en það var ekki til um- ræðu því ég vildi aðeins vera á dýnu á gólfinu hjá þér. Við lásum svo bæn- irnar saman og þá var svo ljúft að sofna. Frá því ég man eftir mér varstu alltaf hjá okkur yfir jólin. Við systk- inin reyndum yfirleitt að telja þig á að gista í nokkra daga og tókst það oftast. Þú gistir þá í mínu herbergi og mér fannst svo notalegt að hafa dótið þitt þar og þú leyfðir mér alltaf að gista á dýnu við hlið þér. Síðast- liðin jól voru síðustu jólin sem við áttum saman amma mín og ég á eftir að sakna þess sárt að hafa þig ekki við borðið hjá okkur á aðfangadag- skvöld. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu og þú varst alltaf til staðar fyr- ir mig og fjölskyldu mína. Ég þráði svo heitt að hafa þig lengur hjá okkur amma mín en um það fæ ég víst engu um ráðið. Þín síðustu ár voru þér oft Jiungbær og þú varst oft mikið veik. I þetta skipt- ið gafst litli líkaminn þinn upp. Ég á eftir að sakna samvista við þig mjög mikið en ég hughreysti mig við að núna líður þér vel og þú hefur fundið frið í sálu þinni. Ég veit að þetta var þinn vilji. Elsku amma mín, ég kveð þig nú með lítilli bæn sem þú kennd- ir mér þegar ég var barn, eitt sumar- kvöld í sumarbústað í Hraunborg- Hvíldu nú í friði. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt, hafðu þar sess og sæti signaðiJesús mæti. Þín einlæg (H.P.) Sigrún Ása. Nú er hún Elín amma mín, eins og við systur kölluðum hana alltaf, dáin. Þótt það sé erfitt að kveðja og sætta sig við að þú sért farin frá okk- ur veit ég innst inni að þér líður vel núna og að þú ert í góðum höndum hjá afa og nöfnu minni henni lang- ömmu. Ég man þegar við mæðgur fluttum á Krókinn og mamma sagði mér að hér hefðir þú átt heima og al- ist upp. Ég var alltaf að reyna að sjá ykkur Fríðu fyrir mér leika ykkur fyrir utan litla húsið rétt hjá Villa Nova. Mér fannst ég alltaf eiga sér- stakan hluta í þér eftir að hafa alist upp á Króknum og fermst í sömu kirkju og þú og ég veit að þér þótti vænt um það amma mín. Þú sæla heimsins svalalind, ó.silfurskæratár, erallrisvalarýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heimsins burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn er ég græt, en drottinn telur tárin mín - égtrúíoghuggastlæt. (Kristján Jónsson.) Hvíldu í friði amma mín Þín Ólína Björg. Elsku Elín amma. Nú ertu farin yfir móðuna miklu á stað þar sem þér líður vel með afa sem þú saknaðir svo mikið. Eftir eig- um við góðar minningar um þig elsku amma sem varst eins og fjár- sjóður sem við geymum í leynum á vissum stað í hjarta okkar. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og fá eitthvert gott nammi og kökur sem þú tróðst í okkur. Þú varst svo góðhjörtuð og örlát og það var alltaf svo góð lykt í húsinu þínu. Alltaf áttir þú það besta að gefa okk- ur, allir fallegu hlutirnir sem þú bjóst til og gafst okkur. Af öllum gjöfunum sem þú gafst okkur þykir okkur vænst um blítt viðmót þitt. Fas þitt var mjúkt eins og vorgolan. Þú varst jafn nærgætin og Guð sjálf- ur. Engin amma gæti átt hlýrra hjarta en þú. Þú hefðir átt að fá verðlaun fyrir að vera besta amman af því augun í þér voru svo tindrandi björt og glóðu sem eðalsteinar og bros þitt var svo mjúkt og fullt af hlýju. Élsku amma, takk fýrir allt. Fyrir að vera svona góð og blíð, fyrir að faðma okkur og kyssa og, í fæstum orðum, fyrir að vera algjör dýrling- ur. Okkur þykir ofsalega vænt um þig og munum minnast þín um ókomna tíð. Megi góður Guð geyma þig elsku amma. Þínar Ólöf Eva og Tinna. HELGA K. HALLDÓRSDÓTTIR OLESEN + Helga K. Hall- dörsdóttir Olesen fæddist í Hafnarfirði 24. desember 1908. Hún lést í Reykjavík 26. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 30. desember. Sunnudagskvöldið annan í jólum kvaddi amma þennan heim, þá nýorðin 91 árs. Upp koma minning- ar, minningar frá æsku, góðu dögunum í Nökkvavog- inum. Amma og afi lifðu fyrir barnabörnin sín og alltaf var suðað um að fara til þeirra. Pönnuköku- ilmurinn úr eldhúsinu var alltaf heillandi og fengum við að narta í á meðan amma stóð og bakaði. Úti var afi að dytta að einhverju í garð- inum eða í gróðurhúsinu. Amma var þúsund þjala smiður, allt sem hún gerði í höndunum; saumaði, heklaði, prjónaði, leðurvinna og öll lista- verkin sem hún skar út úr hvaltönn- um, beinum og við. Þessa fallegu hluti varðveitum við, geymum fyrir börnin okkar. Amma var jólabarn, fædd á aðfangadag. Á aðfangadag var fastur liður að fara til ömmu og afa uppúr hádegi og amma sá til þess að dagurinn yrði sem stystur fyrir okkur börnin með ýmissri afþrey- ingu. Síðan var farið til messu í Langholts- kirkju, með öll barna- börnin. Já, það eru margar góðar minn- ingar um ömmu sem aldrei skipti skapi, alltaf svo hlý og góð. Árið 1989 varð afi bráðkvaddur, fjórum árum síðar fór amma á elli- og hjúkrunar- heimilið Grund þar sem hún lést. Síðustu árin var hún afskap- lega heilsulaus, en alltaf var gott að koma til hennar og fá mola, alltaf var hún glöð að sjá langömmubörn- in sín, bauð hún þá gjarnan upp á mola úr dallinum sínum. Elsku besta amma, hjartans þakkir fyrir allar góðu stundirnar. Við vitum að nú eruð þið saman á ný. Við kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson.) Guð geymi þig, elsku amma okk- ar. Helga K. Martinsdóttir, Svava M. Martinsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.