Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 56
. 56 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
EIRÍKUR KRISTINN
EYVINDSSON
+ Eiríkur Kristinn
Eyvindsson
fæddist í Útey í
Laugardal 9. maí
1917. Hann lést á
Landspítalanum 11.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Katrín
Bjarnadóttir og Ey-
vindur Eiríksson
ábúendur í Útey.
Eiri'kur ólst upp
ásamt systkinum sín-
um í Útey en þau
voru; Maren, hús-
freyja á Hæðarenda,
nú látin, Ingveldur, húsfreyja í
Reykjavík, Bjarni, trésmiður í
Hveragerði, Kristín, húsfreyja í
Reykjavík og Svava, húsfreyja á
Ljósafossi, nú látin.
Árið 1943 kvæntist, Eirfkur Ás-
björgu Teitsdóttur frá Eyvindar-
tungu í Laugardal. Foreldrar
hennar voru Sigríður Jónsdóttir
og Teitur Eyjólfsson bóndi í Ey-
vindartungu. Ásbjörg lést árið
1994. Sambýliskona Eiríks síðustu
ár er Svala Konráðsdóttir. Eiríkur
og Ásbjörg eignuðust þrjú börn: 1)
Teit, rafvirkja, f.
1944. Hann var áður
kvæntur Jónu Svönu
Jónsdóttur. Sonur
þeirra er Eiríkur mat-
reiðslumaður búsett-
ur í Danmörku, Síðari
kona Teits er Janne
Eiríksson Larsen.
Börn þeirra eru Birg-
itte lögfræðingur og
Jakob kennari. Þau
eru búsett í Dan-
mörku. Teitur lést í
Danmörku árið 1989.
2) Sign'ði Erlu, hús-
stjórnarkennara, f.
1949. Hún giftist Hlöðver Erni
Ólasyni tæknifræðingi og eignuð-
ust þau tvo syni, Óla Örn verslun-
armann og Eirík Kristin nema.
Sigríður Erla lést árið 1987. 3)
Eyvind, viðskiptafræðing, f. 1956.
Hann á einn son, Eirík Inga. Móðir
hans er Edda Kristjánsdóttir.
Sambýliskona Eyvindar er Sigur-
veig Friðriksdóttir.
Eiríkur Kr. Eyvindsson vann á
unglingsárum á búi foreldra sinna
í Útey eins og venja var. Hann
stundaði nám við Héraðsskólann á
Að morgni síðastliðins þriðjudags
vakti síminn mig og mér tjáð, að Ei-
ríkur Eyvindsson, rafvirkjameistari
frá Laugarvatni, svili minni og góður
vinur í 50 ár, hefði látist þá um morg-
uninn. Það tók mig tíma að átta mig á,
að þetta væri raunin. Ég vildi ekki
trúa því að einmitt núna þyrfti þetta
að koma fyrir. Ég vissi að hann ætlaði
í stutt leyfi til Kanaríeyja með Svölu
vinkonu sinni, strax og honum væri
batnað af pestinni, sem hafði hrjáð
hann.
En enginn veit sína ævi fyrr en öll
er. Að vísu hafði hjartað verið veilt,
en við þessu var síst búist. Hann átti
svo ótal margt eftir ógert í sælureitn-
um sínum á Stóranefi við Laugar-
vatn. Þar reisti hann sér ágætan
sumarbústað fyrir fáum árum og
áform voru uppi um enn frekari
framkvæmdir, svo sem plöntun trjáa
og fleira.
Við leiðarlok hrannast upp minn-
ingar. Fyrst man ég eftir Eiríki þeg-
ar ég og þá væntanleg eiginkona mín
heimsóttum þau Ásu og Ein'k. Þá
bjuggu þau í kjallara í gamla Héraðs-
skólans á Laugarvatni. Heimsóknii-n-
ar urðu æði margar, enda voru þau
Ása og Eiríkur ákaflega góð heim að
sækja og þær systurnar afar sam-
rýndar. Þá þegai' hafði Eiríkur hafið
ýmis störf hjá skólunum á Laugar-
vatni, en síðar varð hann fram-
kvæmdastjóri Sameigna skólanna.
Þau Ása og Ein'kur byggðu sér
ágætis íbúðarhús, sem þau nefndu
Laug. Snyrtimennska var þar bæði
úti og inni og heimilið margrómað
fyrir smekkvísi og myndarskap.
Vegna starfa Eiríks var mikill gesta-
gangur, enda þau hjónin bæði gest-
risin og rausnarleg í hvívetna. Eirík-
ur var geðgóður maður. Á vinskap
okkar, sem spannaði yfir hálfa öld,
bar aldrei neinn skugga og aldrei á
þeim tíma sá ég hann breyta skapi og
aldrei heyrði ég hann tala illa um
nokkum mann. Hann fann ávallt eitt-
hvað gott í fari sérhvers manns, sem
hann umgekkst og þekkti. Lipurðin
var honum svo i blóð borin, að ósjálf-
rátt urðu menn að „betri mönnurrí' í
návist hans.
Ása og Eiríkur lifðu í ástríku
hjónabandi yfir 50 ár. Síðustu ár Ásu
þjáðist hún af krabbameini og lést ár-
ið 1994. Eiríkur var nú síðari árin lé-
legur fyrir hjarta, sem leiddi hann og
til dauða. Þau fóru heldur ekki var-
t
Ástkær unnusti minn, sonur okkar, bróðir og
mágur,
HLYNUR ÞÓR SIGURJÓNSSON,
Heiðarholti 4,
Keflavík,
lést af slysförum laugardaginn 15. janúar.
Hafdís Perla Hafsteinsdóttir,
Guðfinna Arngrímsdóttir, Sigurjón Þórðarson,
Arnar Þór Sigurjónsson, Bryndís B. Guðmundsdóttir,
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, Sævar Guðmundsson,
Ása Hrund Sigurjónsdóttir, Víktor B. Kjartansson.
t
Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÖRGEN M. JÖRGENSEN,
Bólstaðarhlíð 46,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 9. janúar.
Jarðarför hans fór fram frá Kotstrandarkirkju föstu-
daginn 14. janúar, í kyrrþey, að ósk hins látna
Minerva Bergsteinsdóttir,
Inger Jörgensen, Ágúst Ingi Ágústsson,
Þórunn Gísladóttir, Jóhannes Jónsson,
Sigurður Guðmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
Laugarvatni vetuma 1936-1938.
Hann var á vertfð í Garðinum á
fjórða áratugnum og var við ýmis
störf í Reykjavík á hernámsárun-
um. Hann hóf síðar störf hjá Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni og síð-
ar hjá Sameignum skólanna og var
lengst af framkvæmdastjóri þeirr-
ar stofnunar. Eiríkur hafði umsjón
með sameiginlegum rekstri skól-
anna og eignum, meðal annars
hita- og vatnsveitu, sumardvalar-
svæðum, umhirðu Laugarvatns-
jarðarinnar auk annarra fram-
kvæmda á Laugarvatni. Eiríkur
fékk réttindi sem rafvirkjameist-
ari og starfaði við iðn sína í hjá-
verkum í áratugi. Starfsferill Eir-
íks á Laugarvatni spannar þann
tíma frá því staðurinn var sveita-
bær með örfáum skólahúsum til
þess að verða fjölmennt mennta-
setur, ferðamannastaður og mið-
stöð verslunar og þjónustu. Eirík-
ur lét af störfum árið 1995, þá 78
ára gamall. Eiríki voru falin ýmis
trúnaðarstörf f tengslum við um-
hverfis- og ferðamál. Hann átti um
skeið sæti í stjórn Rafverktakafé-
lags Suðurlands. Eiríkur var einn
af stofnendum Lionsklúbbs Laug-
ardals og fyrsti formaður hans.
Útför Eiríks verður gerð frá Ár-
bæjarkirkju í dag og hefst athöfn-
in kl. 10.30 og verður hann lagður
til hinstu hvíldar í grafreitnum á
Laugarvatni.
hluta af sorginni. Það var þeim mikið
áfall og sorg þegar dóttir þeirra Sig-
ríður Erla lést úr krabbameini árið
1987, þá 38 ára gömul, frá eiginmanni
og tveim sonum. Einu og hálfu ári
síðar lést Teitur sonur þeirra, sem
bjó í Danmörku, þá 45 ára gamall, frá
eiginkonu og þremur bömum.
Eiríkur var mjög vel lesinn. Hann
var vel heima í Islendingasögunum
og skáldverk Halldórs Laxness kunni
hann nánast utan að. Hann var einnig
vel hagmæltur, en var spar á að koma
því á framfæri. Eftir að hann flutti til
Reykjavíkur lagði hann rækt við að
lesa skáldverk ungra íslenskra höf-
unda. Ég tel það forréttindi, að hafa
átt Eirík sem vin minn og fjölskyldu
minnar og samferðamann öll þessi ár.
Á árum áður veiddum við í Apa-
vatni, Laugarvatni og Djúpá og
skemmtum okkar á margan annan
hátt.
Mikil áform voru uppi um áfram-
haldandi framkvæmdir á Stóranefi,
en nú má búast við að minna verði úr
en ætlað var, þar sem foringinn er
fallinn.
Halla, eiginkona mín, lét þau orð
falla er hún varð vör við að góð kynni
höfðu orðið með þeim Eiríki og Svölu
Konráðsdóttur, eftir að hún kynntist
henni, „að hún hefði komið inn í líf
hans eins og engill af hirnnum". Það
eru orð að sönnu. Hún kom þegar
hann þurfti svo sannarlega á styrk að
halda. Fyrir það þakka ég og votta
henni innilega samúð mína.
Að lokum votta ég Eyvindi og
Hlöðveri og sonum þeirra ásamt son-
arbömunum í Danmörku innilega
samúð.
Ég veit að vel verður tekið á móti
Eiríki af Ásu, Siggu og Teiti.
Guð blessi minningu Eiríks
Eyvindssonar.
Helgi Jónsson.
Margseraðmiimast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof íyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Mætur maður er fallinn frá. Með
fáum orðum langar mig að minnast
Eiríks Eyvindssonar og þakka hon-
um einstaka umhyggju, vináttu og
hlýju um áratugaskeið.
Éiríkur sleit barnsskónum við
Laugarvatn, fæddur í Útey en bjó
síðan og starfaði á Laugarvatni fyrir
utan fjögur síðustu árin sem hann
átti heimili í Reykjavík.
Árið 1943 kvæntist hann móður-
systur minni, Ásbjörgu Teitsdóttur
frá Eyvindartungu í Laugardal, sem
er næsti bær við Útey annars vegar
og Laugarvatn hins vegar. Ása var
ákaflega glæsileg kona, dagfarsprúð
og fyrirmyndar húsmóðir. Arið 1949
reistu Eiríkur og Ása hús á Laugar-
vatni.
Heimili þeirra hjóna var rómað
fyrir smekkvísi og myndarskap, jafnt
að utan sem innan. Þá var gestrisni
þeirra hjóna margrómuð.
Þau eignuðust þrjú börn, Teit, Sig-
ríði og Eyvind. Sigríði misstu þau ár-
ið 1987, en hún lést eftir erfið veikindi
aðeins 38 ára gömul. Einu og hálfu
ári síðar varð Teitur bráðkvaddur á
heimili sínu í Danmörku.
Þessi miklu áföll settu eðlilega
mai’k sitt á viðhorf hjónanna til lífs-
ins, en huggun þeirra harmi gegn var
að fylgjast með barnabörnum sínum,
sex að tölu, sem þau höfðu mikið yndi
af og hlúðu að eftir bestu getu. Ása
lést árið 1994 eftir löng og erfið veik-
indi.
Eftir lát Ásu eignaðist Eii-íkur
góðan vin, Svölu Konráðsdóttur.
Ein'kur hlaut meistararéttindi í
rafvirkjun, ekki endilega fyrii- langa
skólagöngu heldur miklu fremur fýr-
ir hæfni í faginu sem hann m.a. sýndi
með gerð rafstöðvar í Eyvindar-
tungu. Eiríki voru snemma falin mik-
ilvæg störf fyrir sveitunga sína og
samfélag. Hann starfaði lengst af
sem framkvæmdastjóri fyiir Sam-
eignir skólanna á Laugarvatni. Því
starfi, sem og öðru sem Eiríkur tók
að sér, sinnti hann af dugnaði og út-
sjónarsemi. Oft var vinnudagurinn
hans Eiríks langur, en ekki bara
vinnudagurinn heldur var starfsævi
hans löng. Eiríkur lét af störfum sem
framkvæmdastjóri Sameigna skól-
anna árið 1995, eftir að hafa starfað
þai' sem framkvæmdastjóri óslitið frá
árinu 1953. Þá seldi hann húsið sitt á
Laugarvatni og flutti til Reykjavíkur
þar sem hann bjó síðan.
Æviskeið Eiríks spannar ótrúlegt
breytingaskeið í lífi þjóðarinnar.
Hann var góðum gáfum gæddur og
aðlagaðist vel þeim þjóðfélagsbreyt-
ingum sem hér hafa orðið. Eiríkur
hafði skemmtilega frásagnargáfu,
var pennafær og stutt var í gaman-
semi þegar við átti. Eiríkur hafði
næmt auga fyrir náttúrunni og feg-
urð hennar. Þá veit ég að Eiríkur átti
auðvelt með að setja saman ljóð, þó
svo ekki hafi hann haft hátt um þann
hæfileika sinn.
Eiríkur lét sig málefni sumarhúsa-
svæðisins á Stóranefi við Laugarvatn
miklu varða, en því ásamt landi þar
nærri var ráðstafað til systkinanna
frá Eyvindartungu og fjölskyldna
þeirra undir sumarhús og skógrækt.
Hafði Eiríkur mikið með skipulag
svæðisins að gera og eyddi drjúgum
tíma í að gera það að þeim sælureit
sem nú er orðið.
Fljótlega eftir að Eiríkur lét fonn-
lega af störfum fyrir aldurs sakir
kom hann sér upp sumarhúsi á Stóra-
nefi. Sumarhúsið ber smekkvísi hans
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HERMÍNU SIGURGEIRSDÓTTUR
KRIST JÁNSSON
píanókennara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Skjóls.
Leifur Björnsson, Rita Stepnitz Björnsson,
Björn Björnsson, Sigþrúður Zóphóníasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
fagurt vitni. Okkar fjölskylda á einn-
ig sumarhús á þessu svæði og síðustu
misseri fóru faðir minn og Eiríkur
margar ferðir þangað til að huga að
húsunum.
Síðasta ferð þeirra austur var rétt
fyrir jólin. Þá voru sett jólaljós á leiði
ættingja í grafreitnum á Laugarvatni
og í Miðdal, en Eiríkur hefur séð um
þau mál öll. Enginn reiknaði með að
þetta væri síðasta ferð Eiríks til
Laugarvatns. Veit ég að pabbi á eftir
að sakna Eiríks sárt í þessum ferð-
um, enda voru þeir einstaklega góðir
vinir.
Okkur systkinunum þótti mjög
vænt um Ásu frænku og Eirík, og
vorum oft vistuð hjá þeim á Laugar-
vatni um lengri eða skemmri tíma.
Hvort heldur var um stutta heimsókn
eða lengri dvöl að ræða var alltaf
mikil tilhlökkun fólgin í ferð til þeirra
á Laugarvatn.
Á kveðjustund líða minningar hjá,
ljúfar minningar um góðan dreng,
góðar stundir, gamansemi og hjarta-
hlýju.
Ég og fjölskylda mín sendum að-
standendum Eiríks hugheilar samúð-
arkveðjur.
Guð blessi minningu Eii'íks Ey-
vindssonar.
Jón Helgason.
Hér á Laugarvatni blasa bæirnir í
Útey við sjónum, handan vatnsins.
Þangað er fallegt að líta. í lognkyiru
speglast þeir í vatninu. En stödd í Út-
ey, skín við ekki síðri fegurð: að sjá til
fjallanna í Laugardal og austm- um
Tungur, Laugarvatnið við fótskörina.
Þessir nefndu bæir hér í sveit þola
samanburð, hvað útsýni varðar, við
öll bæjarstæði á Islandi. I Útey er
fæddur Eiríkur Eyvindsson árið 1917
og var orðinn háaldraður er dauða
hans bar að og kom öllum þó á óvart.
Maðurinn var afar vel á sig kominn,
grannur, spengilegur og ekki kvelli-
sjúkur. Um tvítugsaldur sótti Eh-íkur
nám í Héraðsskólann á Laugarvatni,
hvarf svo í burtu um tíma til annarra
starfa en réðst von bráðar hingað á
ný að hafa eftirlit með rafstöð skól-
anna, sem þá var einkastöð í landi
Eyvindartungu, fékk orkuna úr
Sandá.
Síðar var þessi rafstöð lögð af fyrir
skólana hér en nýtist með ágætum
heimilinu í Eyvindartungu. En Eirík-
ur sá áfram um rafmagnsmálin á
staðnum og senn urðu öll veitumál
sameinuð og varð hann sjálfkjörinn
framkvæmdastjóri „Sameigna skól-
anna“. Já, sjálfkjörinn, segi ég, mað-
urinn var vel hæfur, hafði unnið
starfið af slíkri alúð og kostgæfni að
framtíðin varð einfaldlega hans. Á
þessum árum notaði hann tímann
með starfi sínu og lauk meistaraprófi
í rafvirkjun.
Eiríkur var svo farsæll og traustur
starfsmaður að það kom aldrei til
mála að „yngja hann upp“ fyrr en
hann, undir áttrætt, óskaði að láta af
störfum. Allan þennan tíma hallaði
ekki á hann, hvorki verksvit né dugn-
að. Veitukerfin hér á Laugarvatni
fyrir heitt og kalt vatn eru að vísu
eitthvað misöldruð, allt þó gamalt og
sumt trúi ég jafnvel frá upphafi fram-
kvæmdanna. Sama um dælumar íyr-
ir heita vatnið, þó eitthvað hafi
kannski verið endurnýjað. Allt er
þetta nú gamalt drasl og verður að
kallast kraftaverk hvernig Eiríkur
gat haldið þessu gangandi, ár eftir ár.
Ef eitthvað bilaði, stóð ekki á honum
að koma fljótt og lagfæra. Fyrir það
leyfi ég mér að þakka, sem húseig-
andi á staðnum. Þar var allt á sömu
bókina lært, þjónustan var góð.
En eitt er víst að hér á Laugar-
vatni hefur til skamms tíma verið
einna ódýrasta hitaveita landsins,
ekki síst hyggnum starfsmanni að
þakka.
Eiríkur fór ekki langt að leita sér
kvonfangs, þó sá neisti hafi vafalaust
kviknað hér í skólanum. Glæsileg og
skemmtileg stúlka, Ásbjörg Teits-
dóttir frá Eyvindartungu í Laugar-
dal, varð eiginkona hans. Er manni í
fersku minni hið hlýlega og fallega
heimili þeirra hér á Laugarvatni, þar
sem hvergi sá hnökra á nokkram
hlut. Ása var annáluð fyrir húshald
sitt, hreinlæti og snyrtimennsku og
átti ekki langt að sækja það.
Þau ræktuðu líka fallegan garð á
lóð sinni, sem nú ber himinhá tré. Og