Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 57 ’ Eiríkur mat að verðleikum sína góðu konu.Eiríkur og Ása áttu þrjú mann- vænleg börn, Teit, Sigríði Erlu og Eyvind. Þau gengu öll menntaveg- inn, vel gefin og til fyrirmyndar í samfélaginu. En enginn má sköpum renna, sorgin barði harkalega sð dyr- um. Hjónin misstu bæði Sigríði Erlu og Teit í blóma lífsins og varð ekki langt á milli þeirra. Þau systkini urðu öllum mikill harmdauði. Hugprýði og kjarkur þeirra hjóna beggja að vinna sig fram úr þeirri miklu sorg, vakti athygli og aðdáun. En ekki er ein báran stök, Asa fékk krabbamein og barðist við þann vágest árum saman. Og ávallt var hún söm og jöfn við okkur nágranna sína og baðst hvergi vægðar. Hún var sönn hetja, en varð þó að láta undan ógn sjúkdómsins. Eiríkur var frumkvöðull að stofn- un Lions-félags í sveitinni og fyrsti formaður þess. Hann sá til þess að þar væri vel unnið að ýmsum þjóð- þrifamálum, þar sem líknarmál ýmiss konar skipuðu öndvegi. Meðal efnis, sem þar var flutt, voru snjöll kvæði hans, þó nókkuð drægist að hann léti okkur heyra. Já, Eiríkur var vel hag- mæltur og orti undir ýmsum bragar- háttum, en lét lítið á bera. Margt fleira mætti telja upp af fjölbreyttum tómstundastörfum. „Hetjur hvunndagsins“ finnast víst alltaf meðal vor og ein þeirra var sá góði drengur, sem við nú kveðjum. Eftir miklar hremmingar í lífinu varð Eiríkur þó aldrei bugaður. Hann varð snemma dugmikill strákur og sómi sinna foreldra, sem sáu í honum myndarskapinn og góða greind. Hann lifði skynsamlega og ræktaði vel sitt pund. Eiríkur átti líka góða daga, það stafaði mikilli hlýju frá yndislegri eiginkonu og fallegum, vel gerðum bömunum. Og lífsstarfinu skilaði hann með prýði. Á seinni árum byggði karl sér hlý- legan bústað hér niður á Stóra-Nefi í landi Eyvindartungu. Þar undi hann hag sínum vel. Hann kynntist á ný góðri konu, sem hlúði vel að honum og skapaði betri sátt við hörð örlög. Þökk sé henni. Gömlum vini þökkum við af alhug hin góðu kynni frá næstum blautu barnsbeini, allir geta lært af hetju- lundinni, þó óskandi sé, að sem fæstir þurfi á að halda. Biðjum syrgjendum allrar bless- una. Far í Guðs friði. Ester og Þorkell Bjamason. Þegar minnast skal góðs manns með fáum orðum er erfitt að velja úr því sem á hugann sækir. Sú gæfa að kynnast Eiríki Eyvindssyni er ómet- anleg en upphaf vináttu okkar má rekja til þess að sá sem þetta skriíár varð snemma heimagangur á heimili þeirra Ásu á Laugarvatni, enda syst- ursonur hennai'. Var sú vinátta traust og samgangurinn milli fjöl- skyldna okkar mikill. Eiríkur bjó og starfaði á Laugar- vatni meginhluta ævi sinnar. Hafði hann umsjón með sameignum skól- anna á Laugarvatni. Eiríkm- var lag- hentur og vandvirkur og var aðstoð hans kærkomin, enda var hann með afbrigðum bóngóður og útsjónarsam- ur. Eftirminnileg er áherslan sem hann lagði á að öllum reglum yrði fylgt og fyllsta öryggis gætt. Þeim sem þetta skrifar þótti nákvæmnin í þeim efnum stundum einum of mikil og gerði gjarnan góðlátlegt grín að því en Eiríkur tók því alltaf vel og skaut gjarnan á móti, enda gaman- samur. Það var gestkvæmt hjá þeim Ei- ríld og Ásu á Laugarvatni og sá sem þetta ritar fékk oft að dvelja þar um skemmri eða lengri tíma á yngri ár- um. Það var ævintýri líkast í augum ungs drengs að fylgja Eiríki við vinnu hans, enda var það eftirsótt meðan dvalist var hjá þeim hjónum. Sér- staklega minnisstæðar eru ferðirnar þegar farið var í siglingu um vatnið. Þá voru ýmsir óþekktir angar þess kannaðir en Eiríkur var vel að sér um staðhætti við Laugarvatn. Þannig varð vinátta okkar Eiríks frá upphafi eins og vinátta getur best orðið og ríf- lega hálfrar aldar aldursmunur hafði þar aldrei áhrif. Hagsmuni sumarhúsaeigenda á Stóranefi við Laugarvatn bar Eiríkur fyrir brjósti, enda átti þau hjónin þar land undir sumarhús líkt og önnur systkini Ásu úr Eyvindartungu. Hann átti stóran þátt í að rafvæða Stóranef og hvatti mjög til þess að allir, sem þess óskuðu, fengju heitt vatn frá Laugarvatni til nota í sumar- húsum sínum. í þessum málum var liðsinni Eiríks ómetanlegt, enda öll- um hnútum kunnugur í sveitinni og vel liðinn. Þannig hefur aðbúnaður- inn á Stóranefi batnað mikið með ár- unum og ekki síst fyrir tilstuðlan Ei- ríks, því miklu munaði þegar hann lagði hönd á plóg. Eiríkur naut náttúrunnar, enda umvafinn mörgu því besta sem hún hefur að bjóða. Hafði hann mikinn áhuga á að eignast sumarhús á Stóra- nefi og þegar hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir og fluttist til Reykja- víkur hófst undirbúningurinn. Draumurinn rættist síðan sumarið 1997 og áttræður að aldri lét hann flytja sumarhús á Stóranef og hafðist handa við að gera það íbúðarhæft. Naut hann við það liðsinnis góðra manna, en sjálfur vann Eiríkur að því hörðum höndum að klára húsið. Ei- ríkur var vanur slíkum verkum og sóttist honum það vel. Ber allur frá- gangur og aðbúnaður hugviti hans og vandvirkni glöggt vitni. Lagði hann í það hitaveitu og rafmagn og bjó það að innan til íveru ásamt góðri vin- konu sinni, Svölu Konráðsdóttur, sem hann kynntist eftir að Ása lést. Dvaldist Eiríkur í sumarhúsinu flest- um stundum allan ársins hring og þá oftast í félagi við Svölu, en kynni þeirra voru honum til mikilla heilla. Að horfa á náttúruna sofa að vetri, vakna að vori, njóta að sumri og nýta að hausti var yndi Eiríks, og fáir voru þeir staðir sem hann fékk þess betur notið en við Laugarvatn. Gaf það honum mikið og líklegt má telja að Eiríkur hafi talið sig skyldugan til að endurgjalda dalnum sínum gjafirnar, enda sjást verk hans þar víða. Laug- ardalurinn var hluti af Eiríki og í huga þess sem þá báða þekkir var Eiríkur hluti Laugardalsins. Eiríkur Eyvindsson var heiðurs- maður og lifir minning hans um ókomna framtíð. Aðstandendum hans sendum við Guðrún Hildur okk- ar innilegustu samúarkveðju. Helgi Teitur Helgason. • Fleiri minningargreinar um Ei- rik Kr. Eyvindsson bíða birtíngar ogmunu birtast iblaðinu næstu daga. ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, (Óli á Horninu), verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 19. janúar kl. 14.00. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Jenni R. Ólason, Birna G. Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Waage og fjölskyldur. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, RAGNAR MAGNÚSSON fyrrverandi hafnarvörður, Víðihlíð, Grindavík, sem lést föstudaginn 14. janúar, verður jarð- sunginn frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 19. janúar kl. 14.00. Jón Ragnarsson, Kristín Thorstensen, Gestur Ragnarsson, Jóhanna Garðarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Óiína Ragnarsdóttir og fjöiskyldur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, systur og tengdadóttur, HÖLLU SOLNÝAR SIGURÐARDÓTTUR, Grenigrund 16, Kópavogi. Sérstakar þakkir til allra sem sinntu henni og studdu í veikindum hennar. Heimir V. Pálmason, Sigurður Dan Heimisson, Sunna Dögg Heimisdóttir, Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir, Rósa Sigríður Sigurðardóttir, Þorleifur Már Sigurðsson, Kristín Pálína Ingólfsdóttir, Bára Rut Sigurðardóttir, Emil Thorarensen, Dóra Guðný Sigurðardóttir, Jón Harrý Óskarsson, Elmar Örn Sigurðsson, Guðrún Agnes Kristjánsdóttir, Kristján Guðni Sigurðsson, Pálmi Jónsson, Edda Vilhelmsdóttir. Lokað í dag, þriöjudaginn 18. janúar, miili kl. 13 og 15, vegna jarðarfar- ar EINARS MAGNÚSSONAR. Ríkisskattstjóri. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ARASON matreiðslumaður, Sléttuvegi 13, Reykjavík, sem lést á Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 11. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 20. janúar kl. 13.30. Jón Þórðarson, Emilía Jónsdóttir, Birgir Þórðarson, Sigurgeir Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. + JOHN M. FELT, f. 17.02.1936, Ellsworth, Wisconsin, lést laugardaginn 15. janúar. Helga Jónsdóttir Felt, John Erik Felt, Anna Hulda Felt, Maureen C. Felt, Alaina K. Felt, John August Felt. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGNE MARIE JÓNSSON, lést aðfaranótt sunnudagsins 16. janúar sl. Fyrir hönd vandamanna, Karl Pétur Lárusson, Björn Lárusson, Gréta Lárusdóttir, Sigríður Karen Lárusdóttir, Marteinn Amby Lárusson, Bjarni Amby Lárusson, Lars fvar Amby Lárusson, tengdabörn og barnabörn. + Föðursystir okkar, ÁSTA JÓNASDÓTTIR, frá Litladal, sem andaðist miðvikudaginn 12. janúar sl., verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 19. janúar kl. 15.00. Elín Ólafsdóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Birna K. Ólafsdóttir, Elín Bjarnadóttir, Jónas Bjarnason, Kolfinna Bjarnadóttir, Ólafur Bjarnason. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BJÖRGVIN BJÖRNSSON, áður til heimilis á Digranesheiði 45, lést á Landakotssþítala laugardaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. janúar. Björn B. Björgvinsson, Agnes Sigurðardóttir, Einar Magni Sigmundsson, Vilborg Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR SIGURJÓNSSONAR, Ljósheimum 4. Birgir Guðmundsson, Nanna Sigríður Baldursdóttir, Bjarni Birgisson, Guðmundur Birgisson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.