Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 58
j 58 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 •
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EINAR
MAGNÚSSON
+ Einar Magnússon
fæddist í Reykja-
vik7.mail948.Hann
lést á gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Reykja-
víkur 6. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Hrefna
Bergmann Einars-
dóttir, húsmóðir í
Reykjavík, f. 18. aprfl
1924, og Magnús Ás-
mundsson, fv. deild-
arsljóri hjá Toll-
stjóra, f. 3. nóvember
1921. Móðurforeldr-
ar Einars voru Hulda
Bergmann Sigfúsdóttir, húsmóðir í
Reykjavík, og Einar Sveinsson,
múrarameistari. Föðurforeldrar
hans voru Eygerður Guðbrands-
dóttir, húsmóðir í Reykjavík, og
Ásmundur J. Magnússon, sjómaður
og síðar símamaður. Einar var elst-
ur þriggja systkina. Næstur er Ás-
mundur, heilsugæslulæknir í
Reylqavík, f. 12. mars 1951, maki
Jódís Konráðsdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
Þau skildu. Þeirra
börn eru Magnús, f.
1981, og Hrefna, f.
1984, en fóstursonur
Ásmundar og sonur
Jódísar er Sigurður
Jónsson, f. 1972. Systir
Einars er Auður, hár-
snyrtimeistari í
Reykjavík, f. 21. febr-
úar 1958, maki Hall-
dór Kristiansen,
bankastarfsmaður, f.
7. ágúst 1956. Sonur
þeirra er Einar, f. 14.
nóvember 1986.
Hinn 9. ágúst 1974 kvæntist Ein-
ar Stefaníu Maríu Júlíusdóttur
kennara, f. 26. mars 1950. Sonur
þeirra er Davíð, f. 31. desember
1986. Móðir Stefaníu er Lína Karls-
dóttir, f. 20. september 1929, og
fósturfaðir Snorri Jónsson, f. 13.
desember 1922.
Einar lauk stúdentsprófi frá MR
1968. Árið 1973 útskrifaðist hann
með cand. oecon.-próf frá Háskóla
Islands. Hann var starfsmaður
Póst- og símamálastofnunar frá
1973 til 1975; starfaði hjá Deutsche
Shell AG í Hamborg frá 1975 til
1976 og hjá Real Kauf GmbH í
Hannover frá 1976 til 1978. Einar
starfaði síðan aftur hjá Póst- og
símamálastofnun í nokkur ár og
einnig vann hann hjá Handknatt-
leikssambandi Islands í fimm ár.
Hann hóf störf hjá Ríkisskattstjóra
árið 1989 og starfaði þar siðan.
Einar hóf að leika handknattleik
með meistaraflokki Víkings á ungl-
ingsaldri og var þá yngstur allra er
léku með meistaraflokki. Hann
varð markakóngur íslandsmótsins
1973 og var þá jafnframt valinn
handknattleiksmaður ársins. Á ár-
unum 1975-1978 lék hann hand-
knattleik í þýsku Bundesligunni,
fyrst með Hamburger Sportverein
og síðan með liði Polizei Hannover.
Hann lék með íslenska landsliðinu í
handknattleik í 11 ár, alls 70 leiki
og skoraði 138 mörk. Hann var
jafnframt unglingalandsliðsmaður
í knattspymu.
Utfor Einars fer fram frá Ás-
kirkju þriðjudaginn 18. janúar og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þá ertu farinn vinur. Allt hefur
sinn tíma. Og ég sem hélt að nú fær-
um við brátt að taka upp þráðinn aft-
ur sem slitnaði fyrir svo allt of mörg-
um árum. Minningarbrotin hrannast
upp. Glæsilegur varstu á velli í hand-
boltanum og margreyndur landsliðs-
maður í þeirri grein. Ég minnist sér-
staklega tíma okkar í Hamborg þar
sem við lékum saman með Hambur-
ger SV. Þá varstu á hátindi ferils þíns
sem handknattleiksmaður og Þjóð-
verjarnir virtu þig og dáðu. Því miður
komu meiðsli í veg fyrir að þú gætir
notið þeirrar velgengni lengi og ég
veit að það reyndist þér erfitt.
En þó að handboltinn leiddi okkur
saman í upphafi þá eru það stundim-
ar utan vallar með þér sem eru eftir-
minnilegastar. Persónuleiki þinn var
ofinn mörgum og litskrúðugum þráð-
um. Ekki varstu allra en í góðra vina
hópi hrókur alls fagnaðar og mörg til-
svör þín urðu fleyg. Sérviska þín var
oft heillandi en hún var þér kannski
líka oft fjötur um fót. Einfarinn í þér
var sterkur en þrátt fyrir góða við-
leitni þína fannst mér hann taka allt
of stóran toll af góðum dreng. Minn-
isstæð er mér einlægni þín þegar við
sátum tveir einir og veltum fyrir okk-
ur gangverki tilverunnar. Þá bar
margt á góma sem ég geymi með
mér, fjársjóður sem ég sæki núna í.
Kæri vinur. Ég kveð þig í þeirri trú
að við hittumst aftur. Á öðrum stað, á
nýjum leikvelli og eftir nokkur skot á
markið spörkum við tuðrunni út í
hom og tökum upp þráðinn þar sem
frá var horfið. Setjumst niður tveir
einir og ræðum það sem okkur er
kært. Hnyttin tilsvör þín og brosið
bjarta ylja mér um hjartarætur.
Þannig vil ég minnast þín.
Elsku Dedda, Davíð, foreldrar,
systkini og aðrir ástvinir. Við Unnur
vottum ykkur dýpstu samúð.
Far í friði vinur.
Guðjón Magnússon.
Lífiðeríljótt;
líkt er það elding, sem glampar um nótt,
ljósi, sem tindrar á tárum,
titrarábárum.
(Matthías Joch.)
Við sem áttum því láni að fagna að
verða samferða Éinari Magnússyni
hluta lífsins skynjum þessi orð
skáldsins með trega. Við höfðum
rætt um það ég og Einar fyrir nokkru
er við hittumst á tónleikum að kom-
inn væri tími til að kalla félagana úr
MR saman, allt of langt væri um liðið
frá síðustu fundum. Eg sagði honum
að ég skyldi taka það að mér. Fyrir
réttum mánuði mættumst við rétt til
þess að segja halló, hann í fullu fjöri
og ekkert sem benti til þess að við
gætum ekki fljótlega hist, en lífið er
svo sannarlega fljótt.
Við Einar vorum bekkjarfélagar
alla okkar skólagöngu þar til að há-
skólanámi kom. Þá skildi leiðir og
-. samverustundirnar of fáar eftir það.
Strákaárin voru okkar ár, minning
þeirra leiftrar nú ljósi sem tindrar á
tárum. Við vorum sem drengir nær
öllum stundum saman, þegar við vor-
um ekki í skólanum vorum við saman
í lúðrasveitinni, Einar spilaði á klar-
inettu, ef ekki í lúðrasveitinni þá í fót-
bolta í Víkingi, og þegar við fengum
ekki nóg af boltanum þar þá stofnuð-
um við strákamir í hverfinu „Elding-
una“, hverfafélag strákanna í Bú-
staðahverfinu, og ef það dugði ekki til
þá voru það Göngu-Hrólfarnir sem
tóku við.
Og margt var brallað, sumt mundi
flokkast undir strákapör, annað und-
ir menningarviðleitni eins og að gefa
út fyrsta skólablaðið í Réttó, eða að
slá upp dansleik til þess að geta
keypt verðlaunagripi fyrir skólamót í
íþróttum.Við nutum þess svo sannar-
lega að vera til. Fljótlega varð hand-
boltinn aðaláhugamál Einars sem og
margra annarra í MR-bekknum.
Varð hann einn besti handknattleik-
smaður síns tíma.
Einar var dagfarsprúður, glettinn
á stundum, alltaf traustur sem klett-
ur, afbragðs vinur og félagi.
Við skólafélagarnir kveðjum nú
góðan vin sem horfinn er af braut svo
óvænt og snemma.
Við minnumst hans með söknuði.
Við vottum eiginkonu Einars og syni
sem og foreldrum og öðrum ættingj-
um einlæga samúð.
F.h. bekkjarfélaga úr MR 1964-
1968,
Bjami P. Magnússon.
Við andlát vinar míns, Einars
Magnússonar, koma mörg minning-
arbrot fram í hugann. Minningai- frá
námsárum og kappleikjum okkar
með Víkingi og landsliðinu í hand-
knattleik.
Einar var myndarlegur maður á
velli, hávaxinn og höfðinglegur. Hátt-
vís var hann og prúður og bauð af sér
einstaklega góðan þokka. Hann var
drengskaparmaðm- og vinur sam-
ferðarmanna sinna. Einar var náms-
maður góður, mikill íþróttamaður og
lék marga landsleiki í handknattleik
fyrir þjóð sína. Með sínum þekktu
þrumuskotum skoraði hann mörg
mörk og ekki voru færri mörk félaga
Einars eftir frábærar línusendingar
hans. Nú hefur þessi ákveðni en
prúði leikmaður kvatt leikvöll lífsins.
Féll fyrir skæðum heilasjúkdómi.
Að leiðarlokum mun ég ávallt
minnast góðs vinar og íþróttahetju.
Ég og Sonja vottum minningu Einars
virðingu og Stefaníu konu hans, Dav-
íð syni þeirra, og öllum ástvinum
djúpa samúð.
Jún Hjaltalín Magnússon.
Æskuvinur okkar og skólabróðir,
Einar Magnússon, er látinn. Ósjálf-
rátt leitar hugurinn aftur til 6. ára-
tugarins. Ásamt Einari áttum við því
láni að fagna að alast upp í Bústaða-
hverfinu, barnmörgu hverfi þar sem
aldrei vantaði félagsskap og alltaf var
nóg að gera. Sem jafnaldrar stigum
við okkar fyrstu skref í Breiðagerðis-
skólann. En til að komast þangað var
yfir Vfldngsvöllinn að fara. Það varð
okkar völlur. Þar áttum við strákam-
ir dásamlegar stundir, hlaupandi eft-
ir bolta allan liðlangan daginn. Á
þessum tíma horfðum við áhyggju-
lausir fram á veginn, framtíðin var
björt og óendanleg.
Síðan tók Réttarholtið við af
Breiðagerðinu, handboltinn af fót-
boltanum og Hálogalandið af Vík-
ingavellinum. Þær urðu ófáar Há-
logalandsferðirnar, ýmist til æfinga,
keppni eða til að horfa á leiki. Og
áhuginn var mikill. Einar vakti
snemma athygli í handboltanum.
Óeigingimi og næmt auga fyrir spili
vora hans aðalsmerki ekki síður en
skyttuhlutverkið sem hann varð
þekktur fyrir. Fyrst og fremst lék
Einar fyrir liðið. Þess vegna var svo
gaman að leika með honum.
Margar góðar minningar tengjast
„Hálogalandsárunum". Saman unn-
um við okkar fyrsta mót er við urðum
nokkuð óvænt Reykjavíkurmeistarar
í 3. flokki. I úrslitaleiknum ýmist
skoraði Einar eða lagði upp öll mörk
Víkings og átti þar sinn fyrsta stór-
leik. Eins og ævinlega tók hann vel-
gengninni á sinn hógværa hátt og
vildi sem minnst úr sínum hlut gera.
Eftir landspróf fóram við í
menntaskólann og áttum þar góðar
stundir saman. Afram héldum við í
boltanum og Einar varð landskunnur
handknattleiksmaður. Að loknu stúd-
entsprófi vorið 1968 skildu leiðir að
mestu ef frá er talið eitt sumar í
Þýzkalandi. Eins og gengur héldum
við hver í sína áttina og sambandið
varð minna með áranum.
Á kveðjustund minnumst við mæts
vinar með þakklæti og söknuði. Eig-
inkonu hans, syni og öðram aðstand-
endum sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Rúnar Gíslason
og Hilmar Bragason.
Ég fann tárin renna niður kinnar
árla morguns við morgunverðarborð-
ið, er ég las andlátsfrétt vinar mlns
og æskufélaga Einars Magnússonar.
Hann háði harða baráttu, er stóð að-
eins í örfáa daga, við ólæknandi sjúk-
dóm, sem byrjaði með flensu. Þessi
stóri og sterki maður var lagður að
velli langt um aldur fram. Óteljandi
minningabrot komu upp í hugann.
Minningar um gömlu góðu dagana,
er við þekktum lítið áhyggjur og erfð-
leika. Atvikin þegar gleði og hlátur
áttu fastan sess í tilveranni. Dagamir
þegar Einar var á leiðinni að verða
stór stjama og glæsileg fyrirmynd ís-
lenskra íþróttamanna. Ég fann fyrir
sársauka yfir að hafa ekki ræktað
sambandið við Einar síðustu árin. Oft
hafði ég ætlað að hafa samband við
hann, en alltaf dregið það á langinn.
Þó vissi ég að hann var stundum með
vindinn í fangið og hefði þurft stuðn-
ing. Nú er það of seint.
Einar var einn af þessum drengj-
um sem komu fram grímulaus,
hreinn og beinn og eins við alla. Hann
valdi að laða fram það góða í fari
manna og tala um það. Trygglyndi
hans var öðram til fyrirmyndar.
Hann ólst upp í Bústaðahverfinu
og var alla tíð félagi í Knattspymufé-
laginu Víkingi. 12 ára gamlir unnum
við saman okkar fyrstu verðlaun á
íþróttavellinum, er knattspyrnulið
Víkings í 5. flokki varð haustmeistari.
Vfldngur hafði þá ekki unnið til verð-
launa á knattspyrnuvellinum í ára-
tug. Sigrar Víkings áttu eftir að
verða margir og stórir með þátttöku
Einars. Hann lék knattspyrnu og
handknattleik með félaginu upp alla
unglingaflokkana. I meistaraflokki
helgaði hann sig alfarið handboltan-
um. Með meistaraliði Víkings og ís-
lenska landsliðinu var hann einn að-
almáttarstólpinn. Fréttir af
íþróttaafrekum hans vora þjóðinni
fluttar og lof og hrós í hverri viku í á
annan áratug. Hann miklaðist aldrei
af afrekum sínum. Hann fékk í
vöggugjöf þá náð að hafa ekki þörf
fyrir að vilja vera fyrstur og fremstur
í öllu. Hann tók lofinu með sérstakri
stillingu. Það var eins og hann vissi
að það er mein flestra að vilja spillast
af hrósi.
Það var táknrænt fyiir lundarfar
Einars, að þegar afrek hans á
íþróttasviðinu vora hvað mest, eins
og t.d. í landsleikjum og á sigurtím-
um Víkings, þá svaraði hann jafnan
með því að segja. „Ég var bara hepp-
inn í dag.“ I kappleikjum var honum
eiginlegra að gefa mótherjanum
gleðibros en áminningu. Meðal
íþróttamanna þess tíma var Einar
eins og sólskinsdagur sem stráði
birtu allt í kringum sig.
Einar birtist mörgum sem hlutlaus
um margt af því sem gerðist í samfé-
lagi okkar. Það var ekki mín reynsla.
Hann gerði sér snemma grein fyrir
því að orð og verk þurfa og eiga að
fara saman og að þeir sem mest tala
hafa oft minnst að segja. Einar vissi
að enginn heldur góða predikun yfir
öðrum ef hann hefur ekki haldið hana
fyrst yfir sjálfum sér. Hann geislaði
af velvild til allra. Öfund og hroki
voru ekki til í hans framkomu.
Segja má um Einar að hann hafi
fylgt ráðum þjóðskáldsins er sagði:
Hryggaviléggetagiatt
gjört hið fagra, talað satt.
Verið til hins góða gjarn
gott og ljúft og hlýðið bam.
Mér er í fersku minni, frá þeim
tíma er við Kolbrún bjuggum í
Þýskalandi, að Einar bað mig að at-
huga með möguleika sína á að kom-
ast að í atvinnumennsku hjá Ham-
burger Sportverein í Hamborg.
Hann og Dedda vora tilbúin að reyna
fyrir sér í atvinnumennskunni er-
lendis einhvem tíma. Ég hafði varla
sagt nafnið Einar Magnússon frá Is-
landi við framkvæmdastjóra liðsins,
þegar hann svaraði snöggt og ákveð-
ið, já við höfum mikinn áhuga ef við
ráðum við að kaupa slíkan snilling.
Nafnið Einar Magnússon var vel
þekkt meðal handknattleiksmanna
um alla Evrópu. Hann fékk hagstæð-
an samning og lék í mörg ár í Þýska-
landi við góðan orðstír. Ég fékk að
vera með á fyrstu æfingu liðsins eftir
að Einar kom til Hamborgar. Það
verður spennandi verk að beisla
þennan gríðarlega kraft, sagði fram-
kvæmdastjóri Hamburger Sportver-
ein við mig eftir æfmguna.
Mér var alltaf ljóst að Einar fékk
gott uppeldi og hann kom frá góðu
heimili. Hann átti yndislega foreldra
og kærleiksrík systkini. Hann var vel
greindur og hafði góða menntun. Það
kom mér því ekki á óvart þegar hann
kvæntist Stefaníu Maríu Júlíusdótt-
ur, Deddu, gullfallegri stúlku úr
Reykjavík. Hún var Einari góð og
sönn eiginkona og hans besti vinur.
Einari varð ungum ljóst að ekkert
haf er án vatns eða fljót án straums,
að þeir kappar era ekki til sem geta
staðið einir þegar heilsan bilar eða
mótlætið mætir. Hann lærði að
treysta ekki eigin afli. Hann vissi að
gleði og himnaríki era náskyld. Það
kom ekki á óvart að heyra að Einar
og Dedda hefðu gengið fram í nafni
trúarinnar undir ljós Drottins. Við-
horf hans þekkti ég frá unglingsáram
okkar, er hann af aðdáun og virðingu
ræddi um KFUM og staðfestu og
trúfesti Ásmundar bróður síns, sem
var Einari ávallt einlæg og góð fyrir-
mynd.
Nú við árþúsundamótin hefur
Drottinn valið að kalla Einar til ann-
arra starfa. Okkur finnst að viðdvöl
hans hér á jörðu hafi verið allt of
stutt.
Við Kolbrún kveðjum með sárum
trega góðan og kæran vin. Kom þú,
Drottinn Guð, með huggun þína, frið
þinn og styrk og legg yfir Deddu,
soninn Davíð, foreldra, systkini, vini
og vandamenn Einars Magnússonar
er nú syrgja góðan dreng.
Kolbrún Metúsalemsdóttir
og Omar Kristjánsson.
„Hann Einar okkar lést í nótt.“
Þegar þessi orð berast um skrif-
stofuna á Laugaveginum á köldum
janúarmorgni fær lífið skyndilega
annan takt. Amstur hversdagsins
verður ósköp innantómt. Frá okkur
er farinn ljúfur félagi án nokkurs fyr-
irvara.
Einar Magnússon starfaði í rúman
áratug sem viðskiptafræðingur við
embætti ríkisskattstjóra. Störf hans
lutu einkum að ýmiss konar umsjón
og yfirferð á ársreikningum og ýms-
um skilagreinum frá hlutafélögum og
stærri rekstraraðilum. Hélt Einar
röð og reglu á þessum vandmeðfarna
málaflokki. Naut hann trausts við-
skiptamanna, viðhafði vönduð vinnu-
brögð og sýndi góða þjónustulund,
var töluglöggur og skilvirkur í emb-
ættisfærslu sinni. Hann bar fulla
virðingu fyrir starfinu og stofnuninni
allri.
Einar var vörpulegur maður á velli
en gekk þó svo undrahljótt um garða.
Svipurinn var hreinn og andlitsfallið
drengjalegt. Var jafnan á honum
góðlegur og kíminn glettnissvipur og
brosviprur til augnanna. Hann var
góður félagi. Á vinnustað var hann
ljúfur og hógvær í allri framgöngu.
Hann hafði lifandi áhuga á efnum
dagsins og fylgdist vel með þeim. Lá
honum gott orð til allra samferða-
manna sinna. Var Ijóst að með honum
vakti kristin lífssýn og kærleikur.
íþrótta- og afrekaferill Einars
Magnússonar var glæsilegur. Á
gullaldartíma hinna stóra lang-
skyttna í handboltanum var hann
mestur þeirra og bestur. Aldrei gum-
aði hann þó af þessum afrekum sín-
um enda var hæverskan aðalsmerki
hans. Hans gamla félag, Víkingur,
átti þó sýnilega sérstakan stað í til-
vera hans. Hann var sannur Víkingur
í hjarta.
Fjölskyldan var Einari kær. Var
sem ljómi færi um andlit hans þegar
hann ræddi um einkason sinn og sól-
argeisla lífsins. Var hann stoltur af
þroska hans og framföram. Um eig-
inkonu sína ræddi Einar ætíð af ást
og virðingu.
Nú hefur hinn æðsti dómari flaut-
að síðasta leikinn af. Síðustu sókninni
er lokið. Leikmaðurinn ljúfi er ekki
lengur meðal okkar. Minningu um
góðan vinnufélaga varðveitum við þó
öll. Hún verður okkur ætíð dýrmæt.
Vinnufélagar.
Nú er ein mesta stórskytta íslands
í handknattleik, fyrr og síðar, fallin í
valinn. Mér var brugðið og ég fann til
ónota er ég sá tilkynningu í Morgun-
blaðinu um að gamall félagi minn úr
handknattleiksdeild Víkings, Einar
Magnússon, væri látinn, aðeins 51
árs að aldri.
Þrátt fyrir að við höfum ekki hist í
mörg ár er mér í fersku minni er við
komum saman nokkrir félagar úr
Víkingi, Einar, Guðgeir, Fúsi og ein-
hverjir aðrir, í kjallaranum hjá mér í
Skógargerði 7 og spiluðum brids
fram undir morgun eða hituðum upp
fyrir Glaumbæjarferð. Þá var nú
glaumur og gleði.
Árið 1978 fór heimsmeistara-
keppnin í handknattleik fram í Dan-
mörku en ég var þá búsettur þar.
Eftir að keppninni lauk skrifaði
danskur blaðamaður, Aage Holm
Pedersen, í Árhus Stiftstidende á
þessa leið: Þegar fremstu handknatt-
leiksmenn í heimi eigast við í langri
og strangri keppni þurfa þeir stund-
um að gera hið ómögulega. Hér á eft-
ir era nokkrir hápunktar þessarar
heimsmeistarakeppni: „Sovétríkin
voru yfir 17-15 á móti íslandi og ís-