Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 62
6, 62 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
WWrnmi
'LGVZó'iÖV'RE
HVTXEAVYTV
W Y£T/
Grettir
Ferdinand
I FAILED
5T0RY LI5TENIN6.
HOW WA5
5CH00L TOOAY?
Hvemig var í
skólanum i dag?
Ég missti af
sögulestrinum.
*
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Fordæmi Síðu-
Halls og Þorgeirs
Frá Hallgrími Sveinssyni:
Fræðibækur segja frá því, að ef
keisari Rússaveldis og rússneski að-
allinn hefðu gert sér grein fyrir
hvert stefndi í þjóðlífi landsins á sín-
um tíma, hefði rússneska byltingin
aldrei orðið að veruleika, að minnsta
kosti ekki með þeim ógnvænlega
hætti sem varð. Þeir flutu sofandi að
feigðarósi og skyldu ekki að hinn al-
menni þjóðfélagsþegn þurfti lág-
marksviðurværi til að komast af.
Þess í stað söfnuðu þeir í eigin kom-
hlöður efnislegum gæðum meðan al-
menningur svalt í hel. Sannaðist þar
hið fornkveðna, að mikið vill alltaf
meira. Zarinn og löggjafar hans
þekktu ekki sinn vitjunartíma.
Þó hér sé um nokkra einfoldun að
ræða, má að vissu leyti bera þetta
saman við aðstæður þær sem ríkja á
íslandi í dag. íslenski aðallinn,
blessaðir sægreifamir okkar, er
auðvitað alls góðs maklegur, ekki
síður en sá rússneski á sínum tíma.
Þeim hefur verið trúað fyrir miklu,
enda standa þeir fyrir sínu. Of mikið
af öllu má þó gera. Obbinn af greif-
um þessum hefur sannanlega fengið
skip sín á silfurfati frá þjóðinni, auk
einkaréttar á sameiginlegri auðlind
íslensku þjóðarinnar, sem löggjafar-
valdið hefur veitt þeim vegna þeirr-
ar tilviljunar, að þeir stunduðu veið-
ar á einhverjum viðmiðunaráram
sem allir nema þeir em löngu búnir
að gleyma. Auk þess hefúr löggja-
farvaldið látið þau boð út ganga, að
þessi íslenski aðall, sem á mikið fyr-
ir, fær sífellt meira og meira, meðan
innbyggjarar margra svokallaðra
krammaskuða, sem hafa veitt fisk,
unnið í fiski, borðað fisk og talað um
fisk alla sína tíð, mega lepja dauð-
ann úr skel. Þeir fá ekki að róa eftir
björginni þó líf liggi við. Þetta veit
og skilur allur lýðurinn að getur
ekki gengið, en ráðamenn þjóðar-
innar eru með lokuð augu í málinu,
hvað þá aðallinn sjálfur sem lemur
hausnum við steininn eins og fyrri
daginn.
Dómarar Hæstaréttar liggja nú
undir feldi líkt og Þorgeir fyrir þús-
und árum. Þeirra dómur verður af-
drifaríkur fyrir þjóðina eins og
sáttagerð Ljósvetningagoðans. En
Alþingi setur lögin í dag sem
forðum. Hvernig sem dómur
Hæstaréttar fellur, verða Alþingis-
menn að ganga þannig frá löggjöf-
inni að menn geti lifað saman í
sæmilegri sátt í landinu. Síðu-Hall-
ur og Þorgeir, sem voru vitrir menn
og góðgjarnir, gerðu sér grein fyrir
þessu grundvallaratriði á sínum
tíma. Þess vegna sömdu þeir á bak
við tjöldin til að koma í veg fyrir
flokkadrætti og viðsjár með mönn-
um. Það má slá því fram að þeir hafi
þekkt sinn vitjunartíma.
Nú er brátt komið að ögurstund
þeirra Davíðs og Halldórs. Bera
þeir gæfu til að þekkja sinn vitjun-
artíma og búa þannig um hnúta að
flokkadrættir og viðsjár minnki í
landinu, eða mun þjóðin áfram ber-
ast á banaspjótum í baráttunni um
óveiddan fisk í sjónum? Þetta er
spurning dagsins.
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Hrafnseyri.
Hvað varðar
mig um það ...
Frá Margréti M. Ragnars:
MIG langar, góðir lesendur, að
benda ykkur á að nú er að hefjast
nýtt happdrættisár hjá SÍBS. Það
kann að vera að þú hugsir sem svo,
hvað varðar mig um það, ég vinn
aldrei neitt þó ég kaupi miða. Sann-
ast sagna hafa ekki hlaðist á mig
vinningar þó svo ég hafi látið til leið-
ast að fjárfesta í miðum undanfarin
ár. Þó eru vinningslíkur með því
hæsta sem gerist. Eg hef þó fengið
bæði kross og vendarengil, fallega
muni sem gaman var að fá, þó ekki
væri nema til að staðfesta að það
væri hugsanlegur möguleiki að vera
heppinn. Fyrst hægt er að vinna
svona aukavinninga því ekki að láta
sig dreyma um fjárhæðir sem skipt
gætu máli í lífi manns og halda
áfram að spila? Þetta er þó ekki það
sem málið snýst um, heldur hitt, að
með því að spila í happdrættinu fá-
um við tækifæri til að gerast stuðn-
ingsaðilar málefnis sem sannanlega
hefur reynst happadrjúgt til margra
ára, það er að segja endurhæfmgar-
stöð Reykjalundar. Agóði happ-
drættisins gengur til uppbyggingar
á þessum frábæra stað þar sem svo
margir íslendingar hafa endur-
heimt heilsu sína á ný eftir veikindi
og slys. Nú er það bygging sund-
laugar og þjálfunarmiðstöðvar sem
allt snýst um. Það er ljóst að þegar
mannvirkið er risið verður Reykja-
Iundur enn um ókomna tíð meðal
fremstu endurhæfingarstöðva í ver-
öldinni. Nú kann að vera að þú hugs-
ir sem svo að þú þurfir nú ekkert á
þessum stað að halda. Heilsuleysi
hrjái hvorki þig né fjölskyldu þína
og þið séuð afskaplega varkár í um-
ferðinni. Litlar líkur séu því á að þið
þurfið á þjónustu Reykjalundar að
halda. Ég vona að svo sé, en öll vit-
um við „að það kviknar aldrei í hjá
mér“ eins og barnið sagði. Finnst
þér ekki skynsamlegt að spila með
þó ekki sé nema til að tryggja það að
staður eins og Reykjalundur haldi
velli?
MARGRÉT M. RAGNARS
er í stjórn Reykjalundar.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
8afni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.