Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 64
J>o4 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍDAG
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson.
Reykjanesmeistarar í sveitakeppni árið 2000. Talið frá vinstri: Gunn-
>i laugur Sævarsson, Karl Hermannsson, Karl G: Karlsson, Arnór
Ragnarsson og Gísli Torfason. Með þeim í sveitinni spilaði einnig Jó-
hannes Sigurðsson.
BRIDS
Ums j 6n Arnór G.
Ragnarsson
Suðurnesjamenn Reykja-
nesmeistarar
SVEIT Gunnlaugs Sævarssonar
varð Reykjanesmeistari í sveita-
keppni en 11 sveitir spiluðu um titil-
inn í Hafnarfírði um sl. helgi. Með
Gunnlaugi spiluðu Karl G. Karlsson,
*rKarl Hermannsson, Gísli Torfason,
Jóhannes Sigurðsson og Arnór
Ragnarsson. Sveit Gunnlaugs hlaut
samtals 186 stig og tapaði aðeins ein-
um leik í mótinu og tapaðist hann
með minnsta mun eða 14-16.
Sveit Loftorku varð í öðru sæti
með 171 stig og sveit Þróunar í
þriðja sæti einnig með 171 stig. I
fjórða sæti varð svo sveit Högna
Friðþjófssonar með 168 stig.
Mót þetta var jafnframt undan-
keppni fyrir íslandsmót og spiluðu
12 sveitir um 6 sæti. Þar urðu sveitir
^unnlaugs Sævarssonar og Loft-
orku efstar og jafnar með 194 stig.
Sveit Högna Friðþjófssonar varð í
þriðja sæti með 193 stig, sveit Þró-
unar fjórða með 192 stig, sveit
Ferðaskrifstofu íslands fimmta með
172 stig og sveit Huldu Hjálmars-
dóttur sjötta með 158 stig. Sveit
Ferðaskrifstofu Islands spilaði sig
inn í undanúrslitin í þremur síðustu
umferðunum með því að fá 73 stig af
75 mögulegum.
Að venju var reiknaður svokallað-
ur Butler útreikningur og þar varð
Karl Hermannsson efstur með 17,60.
Georg Sverrisson og Bemódus
Kristinsson urðu í öðru sæti með
17,57. í þriðja sæti urðu Jóhannes
Sigurðsson og Gísli Torfason með
17,46 og Ágúst Helgason og Gísli
Hafliðason fjórðu með 17,07.
Þá var einnig spilað um þátttöku-
rétt í kjördæmamótinu í vor og unnu
eftirtalin pör sér réttinn: Georg
Sverrisson og Bernódus Kristinsson
Kópavogi, Asgeir Ásbjömsson og
Dröfn Guðmundsdóttir Hafnarfirði,
Arnór G. Ragnarsson og Karl Her-
mannsson Keflavík og Karl G. Karls-
son og Gunnlaugur Sævarsson Sand-
gerði.
Mótið fór í alla staði vel fram þrátt
fyrir þröngan húsakost. Keppnis-
stjóri og reiknimeistari var Trausti
Harðarson.
Félag eldri borgara í Hafnar-
fírði
Bridgeklúbbur Félags eldri borg-
ara í Hafnarfirði spilaði tvímenning
sl. föstudag á fimm borðum.
Úrslit urðu þessi:
Stígur Herlufsen og Jón Andrés-
son...........................86
Guðni Ólafsson og Þorvarður Guð-
mundss........................83
Ólafur Ingimundarson og Jón
Pálmason......................81
Ragnar Halldórsson og Kjartan
Elíasson......................76
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
_________Orator, félag laganema
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
UÓtrntu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
HUGBUNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Frábær þjónusta
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 * Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfislhroun
Utscritt"
mikil verðlækkun
(jdþti fffirfSft JOHA
ÖSSfei STO M M E R
cLaajaA. cImjjía,
S I M I S 5 3 3366
G L Æ S I B Æ
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hvar er
dúkurinn?
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi:
í síðustu viku október-
mánaðar voru tveir dúkar
settir í þvott hjá Þvottahús-
inu Fönn. Þegar þeir voru
sóttir kom í ljós að annan
dúkinn vantaði í pakkann.
Dúkurinn, sem hefur lík-
lega lent annars staðar, er
hvítur lérefts kaffidúkur,
saumaður í léreft úr hveiti-
poka á tímum efniserfið-
leika á Islandi og er ísaum-
aður með appelsínugulu
garni, og er hann frá árinu
1944, og mikið uppáhald,
þar sem hann er erfiðagrip-
ur.
Dúkurinn hefur ekki
skilað sér í þvottahúsið
ennþá, en það er einlæg von
mín að fólk sem átti þvott á
þessum tíma hjá Fönn at-
hugi hvort hann gæti hafa
lent hjá því og skili honum
vinsamlega þangað eða láti
mig vita beint í síma
553 6291.
Valborg.
Hvar er
skattaskýrslan?
í MORGUNBLAÐINU sl.
sunnudag, 16. janúar, var
tilkynning frá Ríkisskatt-
stjóra þar sem fólk var
áminnt um að fara að ganga
frá skattaskýrslu, launa-
seðlum o.þ.h. En í dag, 17.
janúar hefur skattaskýrsl-
an ekki borist til mín.
Hvernig voga þeir sér hjá
ríkisskattstjóra að senda
ekki eyðublöð til fólks á
réttum tíma? Það er orðinn
ansi stuttur tími eftir til að
ganga frá skýrslunni svo
hægt sé að skila henni á
réttum tíma. Hvað tefur
gögnin frá ríkisskattstjóra?
Bergur.
Tapað/fundið
Poki í óskilum
á Broadway
GULUR poki með bláum
barnaskóm, rauðum sokka-
buxum og rauðri húfu, er í
óskilum á Broadway. Pok-
inn varð eftir á jólaballi.
Upplýsingar alla daga kl.
9-17 í síma 533 1100.
Bakpoki
í óskilum
MIKKA mús-bamabak-
poki fannst sl. föstudag í
strætisvagnaskýli í Árbæ.
Upplýsingar í síma
567 3113.
Gleraugu týndust
KVENGLERAUGU týnd-
ust fyrir utan verslunina
Betra bak, Skeifunni, rétt
fyrir jólin. Gleraugun voru í
brúnu hulstri. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
868 8342.
Dýrahald
Kettlingur óskast
ÓSKA eftir hvítum/grá-
bröndóttum kettlingi. Upp-
lýsingar í síma 567 0267.
Köttur í óskilum
KÖTTUR, gulbröndóttur,
fannst við Hagamel. Hann
er ómerktur. Upplýsingar í
síma 861 4804.
í % pk kwl <i , : 1 ; Nt■■■ öf—;—>
ÍÉH|:: ’ ■ i i.'$á
Á Klambratúni
Morgunblaðið/Kristinn
Víkverji skrifar...
*
AÐUR en myndir eru sýndar í
kvikmyndahúsum eru sýnd
brot úr væntanlegum myndum. Yf-
irleitt er þetta vel til fundið og
kveikir oft í gestum kvikmyndahús-
anna þörf fyrir að sjá einhverja
mynd þegar hún er tekin til sýninga.
Nú eða að forðast viðkomandi mynd
eins og heitaneldinn.
í síðustu viku var kvikmyndin
Tvöföld ákæra, eða „Double Jeopar-
dy“, eins og hún heitir á frummál-
inu, frumsýnd. Víkverji var eins og
mjög margir gestir kvikmyndahús-
anna búinn að sjá sýnt úr henni og
var nú ekkert allt of viss um hvort
hann ætti að sjá hana þegar hún
yrði sýnd. Ekki vegna þess að hon-
um litist ekki á hana. Nei þvert á
móti leist honum nokkuð vel á hana.
En því miður var búið að sýna nær
alla myndina. Það eina sem vantaði
upp á var hvort konan hleypti af
byssunni eða ekki. Og auðvitað hlaut
hún að gera það þar sem bandaríska
mynd er að ræða og eiginmaðurinn
virtist ekki eiga neitt annað skilið.
Þar sem mjög fáar áhugaverðar
myndir eru í bíói sem Víkverji og
unglingssonur hans hafa ekki séð þá
var afráðið að láta þetta ekki trufla
og fara á myndina á sunnudags-
kvöldið. En það hefði alveg mátt
spara þennan pening þar sem mynd-
in bætti nánast engu við það sem
sýnt var úr myndinni. Að sjálfsögðu
myrti hún manninn og allir lifðu
hamingjusamir eftir það líkt og í
bandarískri kvikmynd.
Víkverju hefur áður kvartað yfir
þjónustunni hjá Dominos-pitsustað-
num og ekki að ástæðulausu.
Nýverið ákvað hann að hringja og
panta pitsur og sækja þær á leiðinni
heim úr vinnunni. Ekkert vandamál
pitsurnar áttu að bíða eftir honum.
Þegar komið var á staðinn fundust
ekki pitsurnar. Eftir smátíma fannst
önnur pitsan og í ljós kom að hin
hafði verið seld einhverjum öðrum.
Eða eins og afgreiðslustúlkan orðaði
það svo skemmtilega „úps, það hef-
ur einhver annar fengið pitsuna
þína. Viltu ekki bara bíða á meðan
við búum til nýja og þú þarf ekkert
að borga fyrir hana, bara þá sem er
tilbúin?"
Ekki var hægt að segja að Vík-
verji hefði orðið ánægður með þessa
þjónustu og afþakkaði boðið enda
glorhungraður og vissi að hið sama
gilti um þá sem heima biðu. Var á
þessu heimili ákveðið að ekki yrði
framar reynt að skipta við þennan
tiltekna pitsustað enda ekki einu
sinni beðist afsökunar á mistökun-
um.
Aftur á móti er einn staður sem á
miklar þakkir skildar fyrir góða
þjónustu og alveg einstaklega gott
kaffi. Það er kaffihúsið Kaffitár í
Kringlunni. Mjög oft hefur verið
haft samband við Víkverja til þess
að hrósa þjónustunni þar og er því
komið á framfæri hér með glöðu
geði enda Víkverji einn af fastagest-
um staðarins og veit vel hversu gott
kaffið og þjónustan er þar.