Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 65

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Árnað heilla janúar, verður sextugur Reynir Jóhannsson, út- gerðarmaður, Glæsivöllum 2, Grindavík. Hann og eig- inkona hans, Jenný Jóns- dóttir, taka á móti gestum í Veitingahúsinu Jenný við Bláa lónið, laugardaginn 22. janúar, frá klukkan 20-24. BRIDS llmsjún Guðmundur Páll Arnarson Dobl á slemmum hafa yfirleitt þann tilgang að benda á útspil. En dobl vesturs í spili dagsins var ekki aldeilis af þeim toga, því hann átti sjálfur út! Þetta var í áttundu umferð Reykjavíkurmótsins: Norður gefur; NS á hættu (áttum breytt). Norður A ÁG2 ¥ ÁKG54 ♦ 82 * D83 Austur A D8654 ¥ 1076 ♦ K1074 *4 Suður A K1093 ¥2 * ÁD3 * ÁK76 Vcstur AÁ7 ¥ D983 ♦ G965 * G1062 Sex lauf var algengur samnngur í NS, en nokkur pör höfðu meiri metnað og keyru í sjö. Þeirra á meðal voru Gylfi Baldursson og Steinberg Ríkharðsson: Vestur Norður Austur Suður lþjarta lspaði Dobl* Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 lauf- Pass 4 lyörtu Pass 4grönd Paas Sspaðar Pass 71auf Dobl Pass Pass Pass Spaðainnákoman gerir alslemmuna meira freistandi, því bæði verður vandalaust að finna spaðadrottninguna og svo er líklegt að tíglulsvíningin gangi. En því miður - trompið lá ekki nógu vel og alslemman fór því niður. En víkjum þá að dobli austurs. Það ekki alveg hættulaust, því blindur gat vel átt KD8 og þá fær sagnhafi tækifæri til að djúpsvína fyrir G10. En svo er það hin hættan, sem Gylfi benti á að leik loknum: Hann hélt á spiium suðurs og var óánægður með að breyta ekki í sjö grönd, en sú slemma er óhnekkjandi! Með spaða út er vinningsleiðin nánast þvinguð: Sagnhafi tekur fjóra slagi á spaða, prófar laufið í tveimur umferðum og svínar svo tíguldrottningu. Vestur er nú orðinn býsna aðþrengdur og þegar tígulás er næst spilað verður hann að henda hjarta. Sagnhafi svínar þá gosanum og þakkar kærlega fyrir sig. Utspil í hjarta þyngir spilið svolítið, en ef sagnhafi túlkar doblið rétt þá fer hann sömu leið: Svínar strax hjartagosa, tekur slagina á spaða og tígul, en hreyfir ekki laufið, því laufdrottningin er nauðsynieg innkoma á fríhjörtun síðar. Já; það hefði verið gaman að segja sjö grönd og vinna á þennan hátt. r A ÁRA afmæli. í dag, O \/ þriðjudaginn 18. jan- úar, verður fimmtug Katrín Baldvinsdóttir skrifstofu- stjóri. Eiginmaður hennar er Gunnar Sveinsson við- skiptafræðingur. Þau taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 22. janúar í Lionshúsinu, Sóltúni 20, millikl. 17-20. SKAK Umsjón Ilelgi Áss Grétarson Hvítur á leik HÉR virðist sem svartur sé við það að jafna taflið í skák á milli tveggja kunnra stór- meistara, Oleg Romanishin og Leonid Yudasin. Þrátt fyrir að hafa borið sigur úr býtum á mótinu í Reggio Emilia varð Yudasin að lúta í lægri haldi í þessari orr- ustu. 24. Hc8+! 24. Kh7 25. Hxb8! Hxb8 26. ba Svartur gafst upp þvi ekkert fær stöðvað frípeð hvíts. janúar, verður fimmtugur Finnbogi Jónsson, aðstoð- arforstjóri SÍF hf., Fagra- hvammi 13, Hafnarfirði. Hann og eiginkona hans, Sveinborg Helga Sveins- dóttir, bjóða þeim sem vilja fagna þessum tíma- mótum með þeim að líta inn í ÍS-húsið, Sigtúni 42, milli kl. 17 og 20 í dag, af- mælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tiikynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og sfmanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einning er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík COSPER Ha, ha! Ég er að lesa um ættbálk í Afríku, þar sem karlinn er ennþá höfuð fjölskyldunnar. UOÐABROT GAMALT VORSTEF Hempusvört nótt er horfin, aftur birtist hökulsins sólgull, drifhvítt rykkilín. Heimsmyndin slu'ýðist heiðu litavali, himnarnir opnast, sólin blessuð skín. Ljósfælinn reykur liðast yfir bænum, laufgrænum bæ við fagurbláan vog, bóndinn er róinn, bliki slær af reistum blöðum, sem falla í lagvisst áratog. Hugljúfan unga hleypur út í vorið hamingjurjóð með gamla skel og legg, gleði og bros til guðs, sem var að skapa glóhærðan fifil undir skemmuvegg. Senn fær hún kuðung, silfurdisk og ígul, senn kemur pabbi róandi í land. Dreymandi saumar dóttir fiskimannsins dálítil spor í gráan fjörusand. Krístinn Pétursson. STJÖRMSPÁ eftir Franees Drake STEINGEITIN Afmælisbarn dagsins: Þú ert glaðvær oggóðlynd- ur, en umfram aiit hefurðu lcyft barninu í þér aðlifa áfram. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú ert uppfullur af hugmynd- um, en ættir að fara þér hægt að dreifa þeim út um allt. Það er betra að hafa þær færri og koma þeim vel frá sér. Naut (20. apríl - 20. maí) 0+ Taktu enga meiriháttar ákvörðun án þess að hugsa hana vandlega. Gættu þess sérstaklega að skrifa ekki undir neitt sem þú ert ósáttur við. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Aa Það er svo margt að gerast, að þér finnst þig skorta yfirsýn. Taktu þér tíma til þess að sjá hvemig landið liggur og taktu svo til þinna ráða. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hlustaðu á þinn innri mann og leyfðu honum að ráða, enda þótt þér finnist ýmislegt athugavert við ráðagerðir hans. Mundu bara að skaða engan. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það reynir á samstarfshæfi- leika þína og þú verður að sýna öðrum gott fordæmi með lipurð og sveigjanleika. Þú munt uppskera laun þín erfið- is. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Það veltur mikið á því að þú náir að notfæra þér sérstök tækifæri, sem bjóðast í dag. Hafðu augun opin og vertu fljótur að ákveða þig. (23. sept. - 22. október) >¥»► Betur sjá augu en auga. Það er engin minnkun að leita til annarra með hluti, sem vefj- ast fyrir þér. En vertu vand- látur í vali á hjálparkokkum. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hugaðu sérstaklega að öllum smáatriðum í dag, þar sem það kann að vera afdrifa- ríkt, ef þér yfirsést eitthvað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) mO Hafðu varann á í samskiptum þínum við aðra. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir, en nú ríður á, að aðrir sýni þér skilning og sanngirni. Steingeit (22. des. -19. janúar) ÆttMT Þú þai-ft að fást við þýðingar- mildð mál í dag. Bezt er að ganga hreint til verks og láta engan velkjast í vafa um fyrir- ætlanir þínar. Vatnsberi (20.jan.r-18.febr.) Nú er komið að því að hrinda í framkvæmd hugmynd, sem þú hefur alið með þér um skeið. Ef þú ferð rétt að mun hún afla þér vinsælda og virð- mgar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það er margt sem getur vafist fyrir manni og þeir dagar koma, að það er engin ástæða til þess að ákveða hlutina í einhverju hasti. Gefðu þér tíma. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 65 SJALFSDALEIÐSLA Nýtt nájtnskeið liefst 2. febrúar Hringdu núna Fræðsluauglýsing frá tandlæknisembættinu www.landlaeknir.is pungiyndi, , ^ * er alvarlegur 09 algengur sjúkdómur. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit. Sjúkdómurinn leggst jafnt á unga sem aldna. Helstu einkenni hans eru: Hryggð, vonleysi, sektarkennd Almennt áhugaleysi Svefntruflanir Þreyta og orkuleysi Einbeitingarleysi Tíð grátköst Breytingar á matarlyst og þyngd Hugsanir um sjálfsvíg Leitaðu læknis eða á heilsugæslustöð sem fyrst, ef þú hefur haft fjögur eða fleiri þessara einkenna í tvær til fjórar vikur. Ef einhver þér nákominn hefur þessi einkenni, gríptu þá í taumana. Möguleikar á bót eru mjög miklir. Landlæknisembættið Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is MEIRA S.TÁLFSÖRYGGI EINKATÍMAR/NÁMSKEIÐ sími 694 5494 Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Þorrablót Hið árlega þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldið í Valhöll laugardaginn 22. janúar nk. Blótið hefst kl. 20.00, en húsið verður opnað kl. 19.00. Blólssljórn verður í höndum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarfulltrúa og heiðursgestur verður Árni Johnsen, alþingismaður. Fjöldi skemmtiatriða, meðal annars flytur Omar Ragnarsson gamanmál, flutt verða minni karla og kvenna, happdrætti, KOS Jeikur fyrir dansi o.fl. o.fl. Miðasala í Valhöll, sími 515 1700. Miðaverð kr. 2.800. Hiftumst hress í góðra vina hópi. Þorrablótsnefndin. ^ÍCrÍ Kringlunni, 1. hæð sími 568 9345. Ú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.