Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 67

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 67v FÓLK í FRÉTTUM Vilja koma Hali- fax á toppinn Reuters Vallarstarfmenn hjá Halifax dytta að vellin- um. en það er ekki seinna vænna því von er á íslenskum stuðningsmönumm liðsins. ENSKA knattspymufé- lagið Halifax á sér marga stuðningsmenn á Islandi. Ritstjóm viku- blaðsins Skessuhorns hefur kynnt liðið í bak og fyrir á heimasíðu sinni og virkjað þann mikla áhuga sem er á liðinu hér á landi. Skessuhom sér um að- dáendaklúbb Halifax á Islandi og í honum era um 200 meðlimir og að sögn Magnúsar Magn- úsarsonar hjá Skessu- horni koma þeir frá öll- um heimsálfum. Astæðan fyrir að stjómendur Skessu- horns helguðu hluta af vefsíðu blaðsins fréttum og kynningu á liðinu frá Halifax var að þeirra sögn að þeim þótti vera hallað á liðið vegna mik- ils fréttaflutnings ís- lenskra fjölmiðla um lið- ið Stoke, sem meðal annars hefur sérstakan vef á heimasíðu Morg- unblaðsins. En aðdá- endur Halifax hafa litlar mætur á því liði og heimasíðunni eru þeir kallaðir klunnalegir tuðrusparkai-ar. Fram kemur á heimasíðunni að helsta markmið með vefnum sé að hvetja Halifax liðið áfram, ekki veitir af, því saga liðsins er ekki glæst og útlitið er ekki bjart, og stuðla að því að það komist í efstu deild ensku knatt- spyrnunnar. Hefur vakið mikla athygli Að sögn Magnúsar hefur heima- síðan um Halifax vakið mikla athygli og fjöldi manns skoðar hana á hverj- um degi til þess að líta á fréttir af lið- inu. Til marks um athyglina má þess geta að knattspyrnutímaritið Match hefur tekið viðtal við ritstjóra Skessuhoms um stuðning þess við Halifax. Blaðið er með fréttaritara í Halifax sem tryggir að nýjustu frétt- irnar úr herbúðum liðsins berist hratt og örugglega til landsins. Að sögn Magnúsar era þeii' afar stoltir að þeirri staðreynd, meðal annars í ijósi þess að stærri fjölmiðlar eins og Morgunblaðið hafa ekki fréttaritara í Stoke. Á vefnum er einnig að finna upplýsingar um leikmenn liðsins en nöfn þeirra hafa verið þýdd á ís- lensku til þess að auðvelda íslensk- um aðdáendum að innbyrða upplýs- ingarnar. Einnig fylgir hverjum leikmanni mannlýsing sem er í anda íslendingasagnanna. Til að mynda er sagt um markvörðinn Kristinn Asksson (Chris Adamson) að hann sé ódæll og uppivöðslusamur og ójafnaðarmaður mikill. Liðsstjórinn Georg Múli Hallgrímsson (George Mullhall) er sagður illa tenntur og að það geri bros hans ógnvænlegt og hlægilegt í senn. Ætla til Halifax á leik Magnús segii' að stuðningur aðdá- endaklúbbsins einskorðist ekki við það að fylgjast með framgöngu fé- lagsins. Til stendur að skipuleggja hópferð á leik hjá liðinu í febrúar. Ekki er enn búið að ákveða á hvaða leik verður farið en það skýrist á næstunni. Neil Young Ný plata frá Young Kanadíski rokarinn Neil Young mun senda frá sér nýja breiðskífu á næstunni er ber heitið „Silver and Gold“. Aðdá- endur Young er búnir að bíða lengi eftir þessari plötu en útgáfu hennar var frestað vegna þess að hann ákvað hitta gömlu félagana sína, þá Crosby, , Stills og Nash og gera plötu með þeini. Á „Silver and Gold“ plötunni verð- ur Young með kassagítarinn og leik- ur lög í rúlegri kantinum. UTIVISTARVERSLUN Faxafen 12 • Sinii 533-1550 • dansol@centrum.is TILBOÐSDAGAR NÝTT KORTATÍMABI L INGÓLFSSTRÆTI 5 • 101 REYKJAVÍK • S í l\A I 5 5 1 5080

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.