Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 70
>70
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VINNINGSTÓLUR
LAUGARDAGINN
15.01.2000 |
Vinningar
1. 5 af 5
2. 4 af 5-tfjjf
3. 4 af 5
4. 3 af 5
5. 2af s+‘$$
F|6ldl
vinnínga
87
2.525
2.767
Vinnings-
upphreð
2.032.020
150.430
5.580
450
190
JókeR
Jókertöiur vikumiar
9 16 16
Vinningar Fjöidi vinninga Upphæö á mann
5 tölur 0 1.000.000
4 sfðustu 1 100.000
3 síðustu B 10.000
2 síðustu 117 1.000
MTIV
VINNINGSTOLUR
MIÐVIKUDAGINN
I 12.01.2000
AÐALTÖLUR
1 IÍ11 <13
Vinningar Fjöldi vinnínga Vlnnings- upphæð
1. 6 af 6 2 18.953.150
2. 5 af 6+Kws 0 421.480
3. 5 af 6 3 110.380
4. 4 af 6 223 2.380
3. 3 af 6+bíws 569 390
Alltaf á
miðvikudögum
Upplýsingar
Lottó 5/38
1. vlnnlngur kom ð miða sem selður var I London,
Austurstræll 14, Reyk|avik. Bðnusvtnnlngar komu
ð mlða sem seldlr voru ð Betrl barnum,
Állheímum 74, Reykjavfk og f Hagkaup,
Furuvðllum 17, Akureyrl.
Jóker
2. vlnnlngur kom ð mlða sem seldur var hjð KEA
NETTÓ, Mnglabakka 1, Reykjavík.
Víkingalottó
1. vinningur skiptist í tvennt og fór annar hlutinn
til Danmerkur og hinn til Noregs.
Upplýsingar í síma
580 2525
Textavarp
ÍÚ 110-113
RÚV 281, 283 og 284
íþágu Sryrk/a, ungmenna og íþrótta
FOLKI FRETTUM
Gullna hiiðið sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins
Óvinurinn birtist í
margskonar freist-
ingarmyndum
A sviðinu berjast þær um sálina hans Jóns í
hlutverkum kerlingar og kölska. En þegar
Sunna Osk Logadóttir hitti leikkonurnar
Eddu Heiðrúnu Backman og Guðrúnu S.
Gísladóttur í sminkherberginu rétt fyrir
sýningu var slegið á léttari strengi og spjall-
að um trúna, ástina og fyrirgefninguna.
MÉR hefur alltaf þótt vænt
um Gullna hliðið," segir
Guðrún sem fer með hlut-
verk óvinarins. „Því það er sniðugt
leikrit og mjög íslenskt og alþýðlegt.
Ég held að fleiri þjóðir en íslending-
ar hefðu gott af því að sjá það. Sér-
staklega þær sem taka trúmál mjög
alvarlega."
Gullna hliðið var frumsýnt á annan
í jólum í Þjóðleikhúsinu en var fýrst
sýnt á fjölum leikhússins árið 1951
en tíu árum áður var það frumsýnt af
Leikfélagi Reykjavíkur. Síðan þá
hefur Gullna hliðið verið sett upp
bæði af atvinnu- og áhugaleikhúsum
víða um land. En 23 ár eru liðin frá
því það var síðast sett upp af at-
vinnuleikhúsi.
Róttækt verk á sinum tíma
- Hvers vegna teljið þið Gullna
hliðið verajafn vinsælt verk ograun
bervitni?
„I íyrsta lagi eigum við nú ekki
mikið af gömlum klassjskum leikrit-
um,“ segir Guðrún. „Á sínum tíma
hefur það líka eflaust þótt róttækt
því það fjallar um ýmislegt sem ekki
var talað hátt um, s.s. brot á
kirkjunnar lögum. Mér finnst leikrit-
ið lýsa vel hinni íslensku leið, líkt og
sú sem var farin með Marshall-hjálp-
inni, við viljum auðvelda okkur hlut-
ina, fara bakdyramegin inn líkt og
kerling gerir við gullna hliðið.“
„Jón er líka rammíslenskur, rífur
kjaft þegar hann ætti að vera auð-
mjúkur," segir Edda Heiðrún,
„áhorfendur þekkja íslendingseðlið í
honum og geta hlegið að því.“
- Hvernig fannst ykkur það
hljóma í fyrstu að óvinurinn yrði
kvenkyns?
„Mín fyrstu viðbrögð voru að
spyija hver ætti að leika hana,“ segir
Edda Heiðrún og hlær. „Þá var sagt
að það yrði Guðrún og mér fannst
það alveg smellpassa."
Guðrún brosir og segir: „Já, mér
V/SA
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4543-3700-0022-1781
4543-3700-0027-9888
4507-4500-0026-7523
4548-9000-0053-6690
4539-8600-0012-1409
4543-3700-0029-4648
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Islandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og vísa á vágest
VISA fSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
Morgunblaðið/Kristinn
Edda Heiðrún: Jón hefur fallið fyrir freistingum og játar það frammi
fyrir konunni sinni og öðrum.
Edda Heiðrún: Davíð [Stefáns-
son] skilur kerlingu eftir með
tuðið, kærleikann og fyrirgefn-
inguna.
fannst það sniðugt og það kom mér á
óvart að hnjóta sjaldan um það í
textanum að óvinurinn væri eitthvað
annað en kona. Ég hafði ímyndað
mér að það þyrfti að breyta textan-
um en annað kom á daginn. Óvinur-
inn er náttúrulega aðeins einhver
tegund af skepnu."
Edda Heiðrún segir marga telja
að með því að hafa óvininn kvenkyns
hafi verið tekið stórt skref í kvenna-
guðfræði. „Er þá átt við að ef Guð
geti verið kona ætti óvinurinn allt
eins að geta verið kvenkyns."
Hið góða og hið illa
- Eruð þið að leika tvær hliðar á
sömu konunni?
„Það má alveg líta á það þannig,"
segir Guðrún. „Því væntanlega ber
sérhver manneskja bæði gott og illt í
sér.“
Edda Heiðrún er sammála Guð-
rúnu en segir að ekki sé lögð sérstök
áhersla á þennan þátt í sýningunni.
„I Gullna hliðinu virðist eins og Dav-
íð sjái hliðstæður í konunni og Maríu
mey.“
- Ytir kvenkyns óvinur ekki undir
hvatir Jóns og það hversu auðveld-
lega hann fellur í freistni?
„Jú, hann er veikgeðja á þessu
sviði sem öðrum,“ segir Guðrún.
Edda Heiðrún bendir ennfremur á
að Jón sé mjög mannlegur og undir
það tekur Guðrún og væntanlega
flestir sem séð hafa Gullna hliðið.
„Hann hefur fallið fyrir freisting-
um,“ segir Edda Heiðrún. „Hann
segir líka þá sem ekki falla í freistni
vera mannleysur. Mér finnst kven-
kyns óvinurinn varpa skýrara ljósi á
þær freistingar sem eru allt í kring-
um okkur mannfólkið í dag, á hveiju
götuhorni.“
Þær segja að í sýningunni séu við-
bætur sem sérstaklega er ætlað að
sýna fram á þessar nútíma freisting-
ar. Óvinurinn birtist í margskonar
freistingarmyndum; með peninga,
með eiturlyf eða brennivín og í líki
fagurs engils. „Það hefði verið hægt
að halda áfram og láta óvininn dansa
nektardans við súlu,“ segir Edda
Heiðrún.
- Guðrún, hvernig setur maður sig
inn íhlutverk óvinarins?
Morgunblaðið/Þorkell
Guðrún leikur kölska og Edda Heiðrún kerlingu.
„Iss, ég þurfti ekkert að hafa fyrir
því, þurfti nær ekkert að æfa mig
fyrir þetta,“ svarar hún og þær Edda
Heiðrún híæja. „Þetta lá svo vel fyrir
henni einhvem veginn," segir Edda
Heiðrún.
Yngri kerling en áður
hefur tíðkast
- Hvernig fínnst ykkur það koma
út að hafa kerlinguna yngri en hing-
að til hefur almennt tíðkast?
„ANeg aegilega vel,“ segir Edda
Heiðrún og þær skella upp úr.
„I rússneskum leikritum eru pers-
ónur um þrítugt að deyja úr elli,“
segir Guðrún, „og síkvartandi undan
því að lífið skuli vera liðið hjá enda
búnar að eiga mörg böm og erfitt
líf.“
„Það era auðvitað aðrir tímar í
dag,“ útskýi-ir Edda Heiðrún. „Það
hefði verið hægt að setja Gullna hlið-
ið upp sem nokkurs konar þjóð-
minjasýningu og gera hana ná-
kvæmlega eftir handritinu og nota
jafnvel sömu búninga og gert var áð-
ur. Það hefði að vissu leyti verið
mjög skemmtilegt. I þessari upp-
setningu er textinn styttur og reynt
að draga fram ástina, kærleikann og
fyrirgefninguna í leikritinu. Færa
Guilna hliðið af himnum og í hjarta
konunnar og hjai-ta okkar."
- Er kerling höfð svona ung til að
undirstrika að hún sé mikil kynvera?
„Ja, hún hefur nú verið það, fyrst
hún átti tíu böm með bónda sínum,“
svarar Edda Heiðrún brosandi. „Þó
hún hafi tuðað mikið þá hefur henni
þótt afskaplega vænt um hann Jón
sinn. Hún segir það líka sjálf að
henni hafi hvergi liðið betur en í
faðmi hans.“
„Hún er eins manns kona, það fer
ekki á milli mála,“ segir Guðrún.
Fyrirgefning og kærleikur
- Kerlingu er mikiðímun að koma
sálu Jóns til himna. Þráúr hún
kannski að Jón biðji hana að fyrír-
gefa sér?
„Nei, hún veit hvaða mann hann
hefur að geyma og fyrirgefur hon-
Guðrún: Óvinurinn er náttúr-
lega aðeins einhver tegund af
skepnu.
um, henni finnst betra að vita af hon-
um á viðkunnanlegum stað,“ segir
Edda Heiðrún. „Nú megum við ekki
gleyma því að leikritið er hennar
draumur og i honum gerir hún það
upp við sig að hún hafi elskað Jón og
vilji vita af honum í himnaríki.“
Guðrún segir að skilja megi verkið
á ýmsa vegu. „Það er ekki erfitt að
setja það þannig upp að kerling sé að
reyna að losa sig við Jón, að hún sé
orðin hundleið á honum og vilji koma
honum fyrir á ömggum stað.“
Gullna hliðið er byggt á þjóðsög-
unni um Sálina hans Jóns míns en
Edda Heiðrún segir Davíð Stefáns-
son hafa breytt persónum og innræti
þeirra frá því sem er þjóðsögunni. „í
ljóðinu er kerlingin mun kjaftforari,
rífur kjaft við allt og alla, meira að
segja sjálfa Maríu mey. En Davíð
tekur þessi einkenni og lætur Jóni
þau í té en skilur kerlinguna eftir
með tuðið, kærleikann og fyrirgefn-
inguna."