Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samstarf Verðbréfafyrirtækin seg;ia fyrir um afkomu fálaga á Aðallista VÞÍ Almennt spáð aukn- um hagnaði félaganna Um þessar mundir eru verðbréfafyrirtækin að skila frá sér spám um afkomu félaga á Verðbréfaþingi Islands á árinu 1999. íslandsbanki F&M og FBA hafa bæði gefíð út greiningarskýrslu um afkomuna, en nokkur önnur verðbréfafyrirtæki hafa gefíð frá sér tölulega spá um afkomuna. FBA kynnti sína skýrslu á fundi í gærmorgun. Líkt og Islandsbanki F&M gerir FBA ráð fyrir mikilli hagnaðaraukningu hjá félögun- um. Morgunblaðið/Kristinn FBA bauð til fundar í gærmorgun þar sem skýrsla bankans um afkomu- horfur félaga á VÞI var kynnt. um þróun nýrra tölvukubba Intel hefur hafið samstarf við fimm aðra tölvukubbaframleiðendur um þróun á næstu kynslóð tölvukubba, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Með samstarfinu er verið að gera samkomulag um ákveðinn framleiðslustaðal fyrir næstu kyn- slóð DRAM minniskubba og þykir því vera um tímamótasamning að ræða sem ætti að hafa í för með sér lækkun kostnaðar bæði hjá framleið- endum og neytendum. Samstarfsaðilar Intel eru Hyund- ai, Samsung, Siemens, Micron Technology og NEC en þróun tækn- innar sem samstarfið snýst um er á byrjunarstigi og gert er ráð fyrir að hún verði ekki notuð í tölvur fyrr en árið 2003. Ná niður kostnaði Ekki hefur komið sérlega á óvart, í ljósi þess hversu hár kostnaður er við þróun nýrra tölvukubba, að fram- leiðendurnir hafi tekið sig saman með þessum hætti og reyni að dreifa þannig kostnaðinum. Með samkomu- lagi um framleiðslustaðal fyrir næstu kynslóð tölvukubba verður hægt að draga töluvert úr rannsókn- ar- og þróunarkostnaði framleiðend- anna og jafnvel framleiðslukostnaði. Intel er stærsti hálfleiðarafram- leiðandi í heimi og því er þátttaka þess í samstarfinu mikilvæg fyrir hin fyrirtækin sem að þessu standa. Hin nýstofnuðu samtök hafa jafnframt lýst því yfir að öðrum framleiðend- um sé velkomið að ganga til liðs við þau og taka þannig þátt í að bera kostnað við þróun nýrra kubba. Kostnaður við að byggja nýja verksmiðju til framleiðslu á tölvu- kubbum nemur nú ríflega 1 milljarði dollara eða 73 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Wal-Mart lætur af störfum TILKYNNT hefur verið að David Glass, aðalforstjóri og stjómarformaður Wal-Mart verslanakeðjunnar, hafi hætt störfum og verður arftaki hans hjá Wal-Mart Lee Scott, sem verið hefur aðalframkvæmda- stjóri og varaforseti fyrirtækis- ins undanfarið ár. David Glass er 64 ára gamall og er honum eignaður heiður- inn af því að hafa gert Wal- Mart að stærstu verslanakeðju heims. Hann tók við sem for- stjóri fyrirtækisins fyrir tólf ár- um af stofnanda þess, Sam Walton, og hefur velta Wal- Mart á þessu tímabili aukist úr 16 milljörðum bandaríkjadala í 165 milljarða. Höfuðstöðvar Wal-Mart eru í Bentonwille, Arkansas, og er fyrirtækið meðal stærstu fyiir- tækja í heiminum og skákar jafnvel risafyrirtækjum eins og General Motors Corp. og Ford Motor Co. Þegar Glass tók við stjóm fyrirtækisins vom verslanir þess 1.200 talsins og var það þriðja stærsta verslanakeðjan í Bandaríkjunum. Núna . em verslanir Wal-Mart 2.485 tals- ins í Bandaríkjunum og um 600 að auki annars staðar í heimin- um, en auk þess á fyrirtækið 456 Sam’s Club-markaði í Bandaríkjunum. Velta verslan- anna utan Bandaríkjanna er áætluð um 22 milljarðar banda- ríkjadala. Sé litið til- helstu niðurstaðna ein- stakra verðbréfafyrirtækja kemur í ljós að íslandsbanki F&M spáir því að 25 af 29 félögum, sem þeir miða spána við, muni skila auknum hagnaði. Bankinn gerir ráð fyrir því að hagnaður þessara félaga íyr- ir fjármagnsliði aukist um 3,8 millj- arða, sem er 52% aukning, en að hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta aukist um 6,7 milljarða, sem er 128% aukning milli ára. Bankinn telur að heildarhagnaður félaganna aukist um 6,8 milljarða, sem er 84% aukning. FBA spáir því að hagnaður 37 veltumestu félaganna á Verðbréfa- þingi verði 15,3 milljarðar króna eftir árið, sem er 52% aukning milli ára. Mynda fyrirtæki Úrvalsvísi- tölu VÞI bróðurpart þessa hagnað- ar, eða 11,7 milljarða króna. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja verði tiltölulega hagstæö í afkomuspám fyrir einstakar at- vinnugreinar kemur í ljós að verð- bréfafyrirtækin telja að afkoman verði á tvo vegu í sjávarútvegi. Af- koma af bolfiskveiðum og -vinnslu verði góð, en slök afkoma verði af uppsjávarfyrirtækjum vegna loðnu- brests. FBA telur afkomu sjávarútvegs- fyrirtækja verða tiltölulega hag- stæða sé litið til rekstrarumhverfis þeirra og spáir því að samanlagður hagnaður fyrirtækjanna í greininni verði 2,1 milljarður króna. í skýrslu Islandsbanka F&M kemur fram að fjármagnsliðir verði hag- stæðir hjá öllum félögunum í sjáv- arútvegi. Skýrist það af tekjufærsl- um vegna verðlagsbreytinga og hagstæðrar gengisþróunar og megi því ætla að rekstrarafkoma sjávar- útvegsfyrirtækja verði nokkuð bjöguð. Af afkomu einstakra félaga í sjávarútvegi má nefna að markað- urinn spáir almennt auknum hagn- aði af rekstri Granda hf. I skýrsiu FBA segir að aflaheimildir félags- ins séu einstaklega heppilega sam- settar m.t.t. verðþróunar síðustu tveggja ára. Bæði íslandsbanki og FBA áætla að tekjur Faxamjöls hf., dótturfyrirtækis Granda, drag- ist saman. Afkoma Samherja verður mun lakari á árinu 1999 en á árinu 1998, ef marka má spárnar. Bæði ís- landsbanki F&M og FBA gera ráð fyrir góðri afkomu af frystitogara- útgerð félagsins á þessu ári, en að rækju- og uppsjávarafurðir komi illa út. Einnig benda þau á að gengi dótturfélaga Samherja hafi verið misjafnt á árinu. FBA spáir því að verð á sjófrystum bolfískafurðum muni halda áfram að hækka og þ.a.l. sé Samherji spennandi fjár- festingarkostur. Hins vegar verði félagið að skila betri hagnaðartöl- um til að hægt sé að mæla með kaupum á bréfunum. SIF er spáð slakri afkomu eftir árið. í fyrra var heildarhagnaður ársins 509 milljónir kr. en meðal- talsspá verðbréfafyrirtækjanna gerir ráð fyrir hagnaði upp á 260 milljónir kr. Islandsbanki spáir t.a.m. 319 milljóna kr. hagnaði af rekstri félagsins og byggir þessa niðurstöðu m.a. á því hversu slakt samanlagt milliuppgjör SIF og IS var, sem og á niðurfærslu birgða í Noregi og Kanada. Miklar vonir bundnar við af- komu Flugleiða Verðbréfafyrirtækin spá almennt auknum hagnaði hjá félögum í sam- göngugeiranum. Eftirtektarvert er hversu miklar vonir eru bundnar við afkomu Flugleiða. Félagið skil- aði 151 milljón króna hagnaði í fyrra, en meðaltalsspá fyrirtækj- anna hljóðar upp á tveggja millj- arða króna hagnað hjá félaginu eft- ir árið. Markaðurinn býst við að félög á sviði fjármála og trygginga, svipað og mörg fleiri félög, skili betri af- komu á árinu 1999 en árið á undan. Telja fyrirtækin að bætt afkoma bankanna skýrist einkum af veru- legum gengishagnaði hlutabréfa á síðasta ári, þá sér í lagi á síðustu mánuðum ársins, og einnig af mik- illi útlánaaukningu bankanna. Benda íslandsbanki og FBA á, að gengishagnaðurinn leiki stórt hlut- verk í afkomu Búnaðarbankans, en að Islandsbanki hafi minnstan hluta sinna eigna bundinn í hluta- bréfum. FBA segir ennfremur í skýrslu sinni að gengishagnaður hlutabréfa sé vitanlega mjög ótryggur og því sé erfitt að draga ályktanir um hvaða sess hlutabréf muni skipa í tekjumyndun við- skiptabankanna á komandi árum. Hafa ber í huga varðandi spár fyrirtækjanna um afkomu Trygg- ingamiðstöðvarinnar að nú á mánu- dag gaf félagið frá sér tilkynningu vegna umræðu um afkomu félags- ins á árinu 1999. Segir í henni að ekkert bendi til þess að hagnaður félagsins verði meiri en væntingar markaðarins gerðu ráð fyrir. Baugur kemur vel út I upplýsingatæknigeii-anum hef- ur vöxtur félaga haldið áfram og er almennt búist við frekara framhaldi á honum. Verðbréfafyrirtækin setja einna helst spurningarmerki við af- komu Tæknivals, í ljósi slakrar af- komu á fyrri helmingi ársins 1999. Sé litið til félaga á sviði jðnaðar og framleiðslu, þá er því spáð að mikil hagnaðaraukning verði milli ára. Kveður þar mest að Marel, há- stökkvara ársins hvað varðar hækkanir hlutabréfaverðs. Meðal- talsspá verðbréfafyrirtækjanna hljóðar upp á 4091% aukningu heildarhagnaðar félagsins milli ára. Þykir sú afkomuspá vera í sam- ræmi við niðurstöðu milliuppgjörs Marels á síðasta ári, en hún kom mörgum á óvart. Aðeins eitt félag er á Aðallista Verðbréfaþings Islands á sviði verslunar og þjónustu, en það er Baugur. Að meðaltali spá verð- bréfafyrirtækin 58% aukningu hagnaðar hjá félaginu. Islands- banki telur að kaupin á 10-11 leiði til aukinnar hagkvæmni í innkaup- um og birgðamálum, sem skili sér í auknum hagnaði. Sömuleiðis hafi þarna áhrif söluhagnaður af Hag- kaupsverslun í Grafarvogi. Olíufélögin eiga samkvæmt spán- um að skila verulegum afkomubata. í skýrslu FBA segir að efnahags- uppsveiflan í þjóðfélaginu ráði þar miklu. íslandsbanki bendir enn- fremur á að hækkun olíuverðs eigi að hafa jákvæð áhrif á afkomu olíu- félaganna. Einnig eigi miklar fjár- festingar að fara að skila sér í auknum hagnaði. Spár verðbréfafyrirtækja um hagnað ársins 1999 hjá fyrirtækjunum sem mynda Úrvalsvísitölu VÞÍ Upphæðir í milljónum króna Fyrirtækin sem mynda Úrvalsvísitölu VÞÍ: Verðbréfafyrirtækin sem spá: Meðalspá Breyting á hagn. milli ára skv. meöalspá Búnaðarbanki Verðbréf FBA íslandsbanki F&M fslensk verðbréf Kaupþing Landsbanki viðsk.stofa um hagnað ársins 1999 Hagnaður ársins 1998 Baugur 550-650 715 667 670 620 550 637 402 +58% Búnaðarbanki Islands - 1.205 1.247 1.150 1.200 1.155 993 649 +53% FBA 1.100-1.150 - 1.229 1.100 1.300 1.280 1.006 734 +37% Flugleiðir 1.800-2.000 2.305 2.326 1.620 1.650 2.198 2.000 151 +1.224% Grandi 580-630 565 603 450 500 680 567 403 +41% Eimskipafélag íslands 1.200-1.300 1.250 1.534 1.200 1.000 1.033 1.211 1.315 -8% (slandsbanki 1.450-1.650 1.575 - 1.650 1.480 1.570 1.304 1.415 ■8% Landsbanki íslands 1.500-1.600 1.550 1.510 1.620 í .600 - 1.305 911 +43% Marel 300-350 443 460 360 290 385 377 9 +4.091% Olíufélagið 400-450 540 562 450 500 530 501 395 +27% Samherji 300-350 405 378 260 400 260 338 706 -52% SÍF 200-230 225 319 300 200 300 260 509 -49% Tryggingamiðstöðin 250-280 295 375 300 280 334 308 302 +2% ÚA 325-375 280 197 260 80 370 256 251 +2% Þormóður rammi - Sæberg 250-290 325 421 300 400 650 394 201 +96%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.