Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 58
J58 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
Forvitnilegar bækur
Dutch
»4 MfíMOltt n t
RONALD REAGAN
Sagan um
óræða for-
setann
Dutch - A Meraoir of Ronald Reag-
an. Edmund Morris skráði. Random
House, New York. Bókin fæst í Máli
og menningu og kostar 2.990 kr.
-t -----------------
EVRÓPUMENN munu seint
skilja Ronald Regan og þau áhrif
sem hafði á bandarísk þjóðlíf, þótt
einhverjir geti gert grein fyrir áhrif-
um stefnu hans á lok kalda stríðsins.
Reagan, sem er kallaður „The Great
Communicator" í sögubókum
menntaskólakrakka í þar vestra, var
afar einkennilegur maður og erfitt
er að átta sig á honum. Þetta hefur
margsinnis komið fram í bókum
samferðamanna hans. Þrátt fyrir
þ&ð reynir bandaríski ævisagnahöf-
undurinn Edmund Morris að kom-
ast að því hvað dreif þennan mann
áfram og hvað gerði hann af þeim
manni sem hann varð.
Bókin rekur sögu Regans frá upp-
hafi til loka ferils hans sem forseta
Bandaríkjanna. Morris beitir þeirri
umdeildu tækni að tefla fram upp-
diktaðri persónu til þess að halda
sögunni saman. Erfitt er að segja
hvort að sú tækni gerir bókina betri
eða verri, en margir hafa lesendur
hafa kvartað yfir að það rugli þá í
ríminu. En hvað sem því líður
bregður Morris ákveðnu ljósi á
skapgerð og innra líf Regans og
gerir hann að skiljanlegri manni
dyrir vikið. Hann var kaldlyndur
maður sem átti erfitt með að sýna
tilfinningar og var einnig að mörgu
leyti bernskur í hugsun, þótt sumir
lesendur eigi ef til vill erfitt með að
kyngja staðhæfingum Morris um að
Reagan hafi fengið hugmyndina að
stjömustríðsáætluninni frá vísinda-
skáldsögu Edgars Rices Burroughs
um prinsessuna á Mars og að hann
hafi sennilega samþykkt Iran-
Contra fjárveitingarnar án þess að
vita að þær væru ólöglegar. Þrátt
fyrir að túlkun Morris sýni fram á
bemska hugsun Regans er ekki að
sama skapi sagt að hann hafi verið
heimskur maður, eins og margir
hafa haldið fram. Þvert á móti, þrátt
t^yrir að hann hafi kannski ekki
hugsað á sama hátt og aðrir menn.
Til að mynda kom Regan snemma
fram með þá hugmynd, um 1975, að
hægt væri að knésetja Sovétríkin,
eða „hið illa heimsveldi" eins og
hann kallaði það með keyra framlög
til vamarmála úr öllu hófi. En stofn-
anir bandaríska hersins ofmátu
framan af hernaðar- og efnahags-
mátt Sovétríkjanna, eða þangað til
Reagan komst til valda.
Bók Morris er því ágæt til þess
átta sig betur á manninum bakvið
forsetann auk.þess sem hún bregður
á'hugaverðri mynd á margt það sem
fór fram bakvið tjöldin í stjórnartíð
hans. Hins vegar er hægt að gagn-
rýna ritstíl Morris. Hann einkennist
af frekar aumkunnarverðri áráttu
til þess að strá billegum tilvitnunum
á franska og þýska tungu. Auk þess
er Morris mikið fyrir að nota ensk
qrð sem menn nota ekki nema þeir
'rfafi mikla þörf fyrir andlegan remb-
ing. Örn Arnarson
RITHOFUNDARFERILL TONLISTARMANN SINS NICK CAVE
Orð ástralska ör-
lagatöffarans
Aðeins þeir sem hafa gert myrkrið að hí-
býlum sínum kunna að meta ljósið. Þessi
orð skýra margt í listsköpun ástralska
tónlistarmannsins og rithöfundarins Nick
Cave. Æviverk hans hefur verið leit að
ljósinu sem býr í kjarna sársaukans, ást-
inni sem felst í sorginni og vitanum sem
leiðir hinn veglausa mann heim á leið.
ÁHUGI Nick Cave á bókmenntum
kviknaði snemma. Faðir hans las fyr-
ir hann á unga aldri kafla úr verkum
eins og Glæpi og refsingu, Lolitu og
Titus Andronicus og drengurinn
heillaðist. Hann segist sjálfur hafa
haft mestan áhuga á bókmenntum
sem voru ofbeldisfullar í víðasta
skilningi þessa orðs. Og það var sá
áhugi sem leiddi hann að gamla
testamentinu en á siðum þess hitti
Cave fyrir reiðan Guð sem var oftar
en ekki í hefndarhug og vflaði ekki
fyrir sér að afmá heilu þjóðimar af
yfirborði jarðar. Frásagnimar af
þessum önuga drottnara heilluðu
Cave og blésu honum í anda það
tungutak sem hann studdist við í Ijóð-
um sínum og sögum fyrri hluta ferils
síns.
Nick Cave vakti fyrst athygli með
hljómsveit sinni the Birthday Party,
en hún spilaði dynjandi fram-
úrstefnupönk sem höfðar seint til
þeirra sem era veikir í anda. Eftir
nokkrar vel heppnaðar plötur og
óteljandi sögulega tónleika víðs veg-
ar um heiminn hætti Birthday Party.
Það var árið 1983. Cave ákvað að
halda áfram í tónlistinni, þrátt fyrir
að hið skrifaða orð fengi athygli hans
í auknum mæli. Hann stofnaði hljóm-
sveitina The Bad Seeds og með henni
hefur hann unnið allar götur síðan.
I bókinni „King Ink“ sem inniheld-
ur alla texta Nick Cave frá og með
fyrstu plötu The Birthday Party til
annarrar plötu The Bad Seeds auk
nokkurra einþáttunga og prósa má
sjá skýr áhrif gamla testamentisins á
skrif Cave. Textamir em innblásnir
af guðlegri reiði og í ljóðmálinu hitt-
ast fyrir áhrif frá blúsmönnum Suð-
urrfkja Bandaríkjanna og torráðnar
vísanir í Bíblíuna. Cave tekst á mjög
skemmtilegan máta að blanda sam-
an sögnum gamla testamentisins og
minnum blústónlistarinnar og kem-
ur auga á að margt er sameiginlegt
með þesssum tveim ólíku heimum.
Fyrsta skáldsagan
Það vom einmitt áhrif þessara
ólíku heima sem sáðu fræjum sög-
unnar um „Euchrid Eucrow" í
huga Cave. Sagan sem á
endanum fékk nafnið „And
the Ass saw the Angel“.
Árið 1985 kom Cave
sér fyrir í lítilli íbúð í
Dresdener-götu í
Krauzberg-hverflnu í
Berlín og hóf að skrifa
söguna um mállausan
og geðtmflaðan dreng
sem heyrir ekki aðrar
raddir en þær sem
æðri eðaþá lægri
máttarvöld, eftir því
hvernig menn túlka j|
söguna, hvísla að
honum og fá hann til
ýmissa vafasamra
verka. Þemanu í
sögunni skýtur upp
í nokkmm af þekkt-
ari lögum Caves
frá þessum tíma, til
að mynda í laginu
„Tupelo" þar sem
opinberunarbók Jóhannesar er flétt-
að haglega við fæðingu einhvers
konar frelsara eða jafnvel sjálfs
dýrsins, undir einhverjum ein-
kennilegum formerkjum í Suður-
ríkjum Bandarfkjana. Það tók Cave
þrjú ár að skrifa bókina og var
meðgangan erfið aðallega vegna
þess að hann neytti fíkniefna í frek-
ar miklurn mæli á þessum tfma og
vegna þess að hann týndi handritinu
hvað eftir annað á tónleikaferðalög-
um. Bókin fékk mjög góðar viðtökur
og aflaði Cave virðingar utan tón-
listarheimsins. Bókin hefur nú verið
þýdd á þrettán tungumál og hefur
fengið afar góða dóma. Þótti mörg-
um ritdómumm tíðindum sæta að
maður í rokkheiminum gæti ritað
svo útpælt verk og sýnt svo mikil til-
þrif í stfl.
Úr Gamla testamentinu
íþað Nýja
Textasafnið „King Ink 11“ kom út
fyrir rúmum tveim ámm. Þar er að
finna alla texta Cave frá 1988 til árs-
ins 1997 en þá kom út „The Boat-
man’s Call“, sfðasta plata Caves til
þessa. Ásamt textunum að lögunum
á plötum Caves á þessum tíma er að
finna nokkrar áhugaverðar greinar,
þar á meðal „The Flesh Made Word“
en þar gerir skáldið grein fyrir sýn
sinni á kristindóminn.
Greinilegar breytingar em á text-
um Cave í þessari bók miðað við
fyrra textasafn hans. Hann hverfur
smám saman ________ frá
sögulegum
ljóðum
um
hund-
elta
blús-
menn
ogut-
angarðsmenn með morð eða eitt-
hvað álfka ömurlegt á samviskunni,
það er að segja ef litið er framhjá
textunum á „Murder“-plötunni, yfir í
innhverfari texta. Reyndar er full-
mikil einföldun að segja að listsköp-
un Cave skiptist í þessa tvo helm-
inga. Cave hefúr alla tíð verið
fyndinn maður og það sést í fjöl-
mörgum textum hans, þrátt fyrir að
umfjöllunarefnin séu í alvarlegri
kantinum. Hann gerir mikið af því
að slá öllu upp í grín þótt fæstir taki
eftir því og einna helst gerir hann
mest grín að sjálfum sér og þessari
ímynd dauða og dranga sem hefur
loðað við hann gegnum árin. Eins og
sést í textum hans, sérstaklega frá
sfðari hluta ferils hans, trúir Cave
því að myrkrið sé ekki einungis bú-
staður glötunar og vonleysis. Hann
sér einnig að í myrkrinu búa stjörn-
ur sem skína og þar halda til falleg-
ustu ástarsöngyar sem fyrirfinnast í
þessum heimi. f þessu myrkri leynist
kjami verka Cave.
Orðið holdi klætt
Hápunktur „King Ink 11“ er senni-
lega greinin „The Flesh Made
Word“ en hana flutti Cave fyrir
bresku útvarpsstöðina BBC í þætti
sem fjallaði um stöðu kristindómsins
ídag.
í grein-
inni útlistar
Cave helstu
hugmyndir
sínar um
Jesús Krist
ogguð-
dóm hans
og segir
hvemig
þær hug-
myndir
hafa
gerjast í
höfði
hans
gegnum
árin.
Það
er
áhuga-
vert
hversu mikið Cave
vitnar í Tómasarguðspjall, en það er
ein af þeim skrollum sem fundust í
hellum við Dauðahaf fyrir hartnær
fimmtíu ámm og sumir telja að sé
eftir Tómas vantrúaða. I guðspjalli
Tómasar er lögð áhersla á hin pers-
ónulcgu trúarbrögð og hið andlega
samband sem er milli manns og
Guðs. íþessari hugmynd kristallast
trúarleg sýn Caves og má sjá henni
bregða fyrir í mörgum af textum
hans.
Cave sýnist sem svo að maðurinn
sé í eðli sínu guðlegur en eina leiðin
til þess að nálgast þann guðleik er í
gegnum Jesú Krist og per-
sónulega sköpun á list.
Það var einmitt af síðar-
nefndu ástæðunni sem
Cave bað aðstandend-
ur tónlistarverðlauna
MTV-sjónvarpsstöðv-
arinnar að taka sig úr
hópi þeirra sem vom
tilnefhdir sem bestu
söngvarar fyrir
nokkrum ámm.
Hann taldi það vera
móðgun.
Tónlist Cave virð-
ist of tormelt og
þunglyndisleg við
fyrstu hlustun en
þegar betur er að
gáð kemur í Ijós að í
henni býr kraftur
vonarinnar og vissan
um að sársaukinn og
hin langa ganga í
myrkrinu leiði á end-
anum til góðs.
Forvitnilegar bækur
GORE VIDAL
------The —
Smithsonian Institution
‘ 4 þ'U it'*»i)rlh á)t írídísw'rtil huMilc uf n ÍMMik , , .
jnlidHdl MtfNMÍý ilt a kiixl Uf> inw cl«' iil Aftplo-Siui.iiiliiiit
h> ui lli.i*' Aii.he*. Marr. (ttu*nw
Píslir,
dauði og
upprisa
The Smithsonian Institute, skáld-
saga eftir Gore Vidal. Abacus gefur
út 1999.266 síðna kilja. Kostaði
1.535 kr. í Máli og menningu.
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Gore Vidal á að baki merkilegt ævi-
starf í bandarískum bókmenntum og
hefur víða komið við á löngum og
fjölskrúðugum ferli. Rúm fimmtíu
ár eru síðan fyrsta bók hans kom út
og upp frá því hefur
hann fengist við ýmis-
konar ritstörf að
mestu, en var einnig
lengi vel virkur meðl-
imur í Ðemókrataf-
lokknum vestan hafs og
í framboði til þings. Vi-
dal skrifaði talsvert af
kvikmynda- og sjón-
varpshandritum á sjötta
áratugnum, en sneri sér
aftur að skáldsagnagerð
um miðjan sjöunda ára-
tuginn.
Hann hefur gjarnan
nýtt sér skáldskapinn til
að koma pólitískum skoð-
unum sínum á framfæri og
svo rammt kveðið að því á
köflum að andinn hefur
sigrað efnið og margar
bóka hans þykja ekki
merkilegur skáldskapur í dag, eins
og oft verður með áróðursrit. Þegar
honum hefur best tekist upp nær
hann aftur á móti að bregða spegli
upp að grómaðri samvisku samlanda
sinna og bestu bækur hans eiga eftir
að lifa.
Skammt er síðan merkileg ævis-
aga Vidals kom út og í kjölfar henn-
ar sú bók sem hér er gerð að um-
talsefni. í henni er Vidal að gera upp
sakirnar við samlanda sína og væri
vísast áhrifameira ef hann hefði ekki
gert það allt saman og sagt oft áður
og á köflum er The Smithsonian
Instute sé soðgrýla úr fyrri verkum
Vidals.
Bókin hefst þar sem T. kemur til
Smithsonian-stofnunarinnar, samn-
efnara bandarískrar sögu í bókinni,
þangað kallaður til að sinna leyni-
legum erindagjörðum fyrir yfir-
mann sagnfæðimats og keramik-
deildar safnsins að því er virðist.
Málið er þó allt flóknara en svo og
brátt veit T. og lesandinn, varla hvað
snýr upp og niður í sögunni, þar sem
menn skjótast fram og aftur í tíma
og menningarsögu. Áður en yfir lýk-
ur er T. búinn að hitta helstu pers-
ónur bandarískrar sögu og enda í
ótrúlegum ævintýrum, erótískum,
hryllilegum og allt þar á milli. T. hóf
bókina sem ungmenni, en á leið að
sögulokum vex hann úr grasi, líður
píslir, deyr og rís upp frá dauðum.
Lesandinn kemst aftur á móti aldrei
á síðasta stigið eftir að hafa kafnað í
orðaflaumnum, flækst í söguþræðin-
um og lognast út af af leiðindum.
Árni Matthíasson