Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
íslenski hlutabréfasjóðurinn hf.
Nafnávöxtun
29,4% á síðasta ári
Airbus með forskot
á Boeing
REKSTUR íslenska hlutabréfa-
sjóðsins hf. gekk vel á tímabilinu 1.
maí til 31. október 1999, að því er
fram kemur í tilkynningu sem bor-
ist hefur Verðbréfaþingi Islands.
Hagnaður samkvæmt rekstrar-
reikningi nam 112,3 milljónum
króna. Hlutafé félagsins var 1.155
milljónir króna í lok tímabilsins en
eigið fé nam samtals 2.458,9 millj-
ónum króna samanborið við 2.614.6
milljónir króna fyrir ári. Hinn 31.
október 1999 átti sjóðurinn hluta-
bréf í 31 hlutafélagi. Stærstu eign-
arhlutar sjóðsins í innlendum hluta-
félögum voru: íslandsbanki um
208,9 milljónir króna, Eimskip um
143,4 milljónir, Decode Genetics
umll2,7 milljónir, Þormóður
rammi-Sæberg um 87,9 milljónir,
Samherji um 86,7 milljónir, FBA
um 83,7 milljónir, Grandi um 81,8
milljónir, SÍF um 72,9 milljónir,
Marel um 72,4 milljónir og Nýherji
um 70,5 milljónir króna.
Hluthafar íslenska hlutabréfa-
sjóðsins hf. voru 7.195 í lok þessa
tímabils, en þeir voru 7.417 í lok
rekstrarársins á undan. Nafnávöxt-
un íslenska hlutabréfasjóðsins síð-
ustu 12 mánuði miðað við 1. janúar
2000 var 29,4% og 36,6% síðustu 6
mánuði að teknu tilliti til arðs, en
sjóðurinn greiddi 10% arð á árinu.
I stjórn Islenska hlutabréfasjóðs-
ins hf. eru Gunnar Andersen for-
maður, Júlíus Vífill Ingvarsson og
Sigurður Sigurgeirsson. Landsbréf
hf. sér um daglegan rekstur Is-
lenska hlutabréfasjóðsins hf.
EVRÓPSKI flugvélaframleiðand-
inn Airbus Industrie hefur náð for-
skoti á Boeing-flugvélaverksmiðj-
urnar sem stærsti framleiðandi
farþegaflugvéla í heiminum, en í
fyrra seldi Airbus 476 vélar á með-
an Boeing seldi 391 vél. Miðað er
við pantanir þar sem að minnsta
kosti 10% kaupverðsins hafa verið
greidd.
Aðeins einu sinni áður hefur
Airbus selt fleiri flugvélar en
Boeing, en það var árið 1994 þeg-
ar Airbus fékk pantanir á 125 vél-
um og Boeing seldi 124 vélar.
Á sfðasta ári afhenti Airbus 294
flugvélar til viðskiptavina sinna,
en Boeing afhenti hins vegar 620
vélar. Talsmaður Airbus hefur lýst
því yfir að miðað við söluaukning-
una hjá fyrirtækinu og samdrátt-
inn hjá Boeing ætti Airbus að geta
afhent svipaðan fjökla flugvéla og
Boeing árið 2002. Á þessu ári
reiknar Airbus með að afhenda
viðskiptavinum sínum 307 flugvél-
ar, en Boeing reiknar með að af-
henda 480 vélar.
Lexus á
Islandi
TOYOTA á íslandi, P. Samúelsson
hf., hefur fengið umboð fyrir Lex-
us-bifreiðar frá Toyota og hefst sala
þeirra bíla hér á landi í marsmán-
uði næstkomandi.
Lexus-bílai- hafa verið framleidd-
ir af Toyota í 10 ár en Toyota og
Lexus eru tvö aðskilin umboð í eigu
sömu aðila. Síðastliðið haust setti
Lexus nýjan bíl á markað í flokki
minni lúxusbíla og að sögn Boga
Pálssonar, forstjóra P. Samúelsson-
ar hf., verður nýr Lexus-jeppi
markaðssettur á þessu ári.
„Við teljum að með þessum
tveimur bílum eigum við í fyrsta
skipti greiða leið inn á íslenska
markaðinn með Lexus. Það er
ástæðan fyrir því að við erum að
fara út í þetta og einnig fyrir því að
við höfum ekki gert þetta fyrr,“
segir Bogi.
Hann segir að Lexus-umboðið
verði rekið sem sérstök rekstrar-
eining innan P. Samúelssonar enda
geri framleiðandinn kröfu um að
vörumerkinu sé sinnt á annan hátt
en Toyota og jafnframt í annars
konar umhverfi.
Starfsemi umboðsins og sýning-
arsalur verði þó, a.m.k. til að byrja
með, í húsnæði fyrirtækisins við
Nýbýlaveg.
Islenski fjársjóðurinn hf.
N afnávöxtunin
30,8% í fyrra
HAGNAÐUR íslenska fjársjóðs-
ins hf. á tímabilinu 1. maí 1999 til
31. október 1999 nam samkvæmt
rekstrarreikningi 8.118 þúsund
krónum. í tilkynningu til Verð-
bréfaþings íslands kemur fram að
hlutafé félagsins var 450.429
þús.kr. í lok tímabilsins, en eigið fé
nam samtals 940.932 þús.kr. sam-
anborið við 1.037.099 þús.kr. fyrir
ári síðan.
Heildareignir íslenska fjársjóðs-
ins 31. október 1999 námu
1.105.959 þús. kr. Eignir sjóðsins
eru nær allar í hlutabréfum eða
um 98%. Hinn 31. október 1999
átti sjóðurinn hlutafé í 29 hlutafé-
lagi. Tíu stærstu eignarhlutarnir
að markaðsverðmæti voru eftirfar-
andi (í þúsundum króna): Decode
118.208, Grandi 93.131, Samherji
90.723, SÍF 80.944, Þormóður
rammi-Sæberg 78.944, Opin kerfi
61.860, Marel 57.454, Nýherji
53.301, íslenski hugbúnaðarsjóður-
inn 52.421 og Hugvit 51.633.
Hluthafar íslenska fjársjóðsins
hf. voru yfir 3.800 talsins í lok
reikningsárs. Nafnávöxtun Is-
lenska fjársjóðsins síðustu 12 mán-
uði m.v. 1. janúar 2000 var 30,8%
og 34,8% síðustu sex mánuði að
teknu tilliti til arðs, en sjóðurinn
greiddi 7% arð á árinu.
I stjórn Islenska fjársjóðsins hf.
eru Viðar Þorkelsson formaður,
Einar Benediktsson og Svanur
Guðmundsson. Landsbréf hf. sjá
um daglegan rekstur íslenska
fjársjóðsins hf.
Skolphreinsistöð kostar
716,4 milljónir
BORGARRAÐ hefur samþykkt til-
lögu frá stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar um að ganga
til samninga við Ólaf og Gunnar
ehf. um byggingu skolphreinsi-
stöðvar við Klettagarða. Olafur og
Gunnar ehf. áttu lægsta tilboð,
716.372.352 krónur eða 87,5% af
kostnaðaráætlun.
í bréfi dagsettu 6. janúar hafði
gatnamálastjóri lagt til að næst-
lægsta tilboði í verkið yrði tekið,
m.a. vegna þess að tæknileg yfir-
stjórn væri of veikburða hjá fyrir-
tækinu, eftir því sem upplýsinga-
leit leiddi í ljós. I bréfi dagsettu
14. janúar gerði gatnamálastjóri
grein fyrir því að Olafur og Gunn-
ar ehf. hefðu lagt fram lista yfir
helstu stjórnendur og birgja auk
þess að ráða Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen hf. til að annast
tæknilega stjórnun og ráðgjöf við
framkvæmdina og telur því ekki
lengur ástæðu til að hafna boði
lægstbjóðanda í framkvæmdina.
Næstlægsta tilboði í verk
í Öskjuhlíð tekið
Á fundi stjórnar Innkaupastofn-
unar var jafnframt samþykkt að
leggja til við borgarráð að tilboði
Orra ehf. í „Lokahús Öskjuhlíð -
uppsetning búnaðar“ yrði tekið.
Orri ehf. átti næstlægsta tilboð í
verkið að upphæð kr. 24.394.501
eða 75,99% af kostnaðaráætlun.
Lægsta tilboð var frá MP-verktaki
ehf., kr. 24.274.582 eða 77,37% af
kostnaðaráætlun. Eftirgrennslan
leiddi í ljós að lægstbjóðandi hefur
ekki reynslu af stjórnun sambæri-
legra verka, að því er fram kemur í
umsögn verkfræðistofunnar Fjar-
hitunar.
Skeljungur hf.
Hlutabréfaeign
H. Benediktssonar hf.
skipt í þrennt
VERÐBRÉFAÞINGI íslands hefur
borist tilkynning um að hlutabréfa-
eign H. Benediktssonar hf., Hest-
hálsi 2-4, Reykjavík, í Skeljungi hf.,
samtals að nafnverði kr. 60.592.827,
sem var 8,02% af heildarhlutafé í fé-
laginu, hafi verið skipt niður á eftir-
farandi einkahlutafélög í þremur
jöfnum hlutum: Bjöm Hallgrímsson
ehf., Erna ehf. og Lynghagi ehf.
ÍSLANDSSÍMI hefur samið við eig-
endur Gagnaveitunnar um kaup á
fyrirtækinu, en Gagnaveitan starfar
að gagnaflutningum um örbylgju-
kerfi á höfuðborgarsvæðinu og Akur-
eyri. Meðal viðskiptavina fyrirtækis-
ins eru Skeljungur, Kögun, KEA og
Dominós.
Þrjú fyrirtæki buðu í Gagnaveit-
una, þar á meðal Íslandssími. Stjórn
Gagnaveitunnar ákvað að loknum
viðræðum að semja við Islandssíma
um sölu fyrirtækisins.
í tilkynningu frá Íslandssíma kem-
ur fram að fyrirtækið hafi hingað til
H. Benediktsson hf. sem fyrir
þessa breytingu átti 8,02% af heild-
arhlutafé í Skeljungi hf. hverfur þar
með af hluthafaskrá félagsins.
Að sögn Kristins Björnssonar, for-
stjóra Skeljungs, er um það að ræða
að eign þriggja bama Hallgríms
Benediktssonar í hlutafélaginu H.
Benediktsson hefur verið skipt til
búa þeirra.
aðeins boðið upp á 2MB tengingar og
upp úr, en hins vegar hafi Gagnaveit-
an boðið upp á smátengingar og því
sé Íslandssíma með kaupunum unnt
að bjóða upp á heildarlausn til fyrir-
tækj a með mörg útibú.
Er það mat stjórnenda Islan-
dssíma að fyrirtækið sé nú betur í
stakk búið að bjóða upp á gagna- og
talflutninga um örbylgjukerfi sitt, en
það nær eftir kaupin til 80% fyrir-
tækja á landinu. Eftir sem áður mun
Íslandssími einnig þjónusta fyrir-
tæki um land allt á koparlínum og
með ljósleiðai-a.
Bæjarstjórn-
arfundur
um málefni
Fiskiðju-
samlag*sins
BOÐAÐ hefur verið til bæjarstjórn-
arfundar á Húsavík í dag kl. 16. A
dagskrá fundarins verða tvær tillög-
ur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksg
Framsóknarflokks um málefni Fisk-
iðjusamlags Húsavíkur. Annars veg-
ar tillaga um að bæjarstjórn lýsi yfir
andstöðu við samrana FH og Ljósa-
víkur hf. í Þorlákshöfn. Hins vegar
tillaga um að bæjarstjórn fari fram á
hluthafafund í Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur hf. þar sem fram fari
stjórnarkjör.
Bæjarfulltrúar minnihluta Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks á
Húsavík fóru fram á aukabæjar-
stjórnarfund í fyrradag. í greinar-
gerð frá bæjarfulltrúunum Aðal-
steini Skarphéðinssyni, Önnu
Sigrúnu Mikaelsdóttur, Dagbjörtu
Þyrí Þorvarðardóttur og Sigurjóni
Benediktssyni kemur fram að nauð-
synlegt sé að tryggja hag bæjarfé-
lagsins og annarra hluthafa FH mið-
að við breyttar aðstæður og
framkomin gögn í málefnum Fisk-
iðjusamlagsins og með samþykkt til-
lagnanna sé stefna stærsta hluthafa
félagsins ljós.
Húsavíkurkaupstaður er stærsti
hluthafi í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur
með um 26,5% hlut.
Íslandssími kaupir
Gagnaveituna
í